Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 09.10.1970, Qupperneq 4

Ný vikutíðindi - 09.10.1970, Qupperneq 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI • Rauðsokkurnar Framhald af bls. 1 dag hafi þótt vel við eiga að tileinka sér að þessu sinni rauða litinn. Rauðsokkurnar eru rót- tækastar af öllum kvenna- samtökum í kröfum sínum á hendur þjóðfélags karl- mannanna. Þær tilcinka sér þá reynzlu, sem fengin er með baráttu kvenna og þó öllu heldur baráttu verkalýðs hreyfingr 5 mar, að nauðsyn sé að setja fram miklar og róttækar kröfur, svo unnt sé að fá einhverju áorkað. Hátignir Þeir, sem sitja á réttinum, eru ógjarnan fúsir á að af- sala sér einu eða neinu ótil- neyddir. Hinir, sem standa á réttinum, — eins og Staðar- hóls-Páll orðaði það, — hafa gjarna orðið að krjúpa fyrir hátigninni — eins og hann, — en í dag eru aðstæður aðrar. Hátignir nútimans verða að sætta sig við, að valdníðsla þeirra þoki smátt og smátt úr hendi þeirra fyrir samein- uðum átökum hinna mörgu, sem þolað hafa ánauð og kúgun í gegnum aldirnar. Þótt konur séu ekki leng- ur ánauðugir þrælar karl- mannanna i flestum löndum heims, vantar mikið á að þær njóti sama réttar. Það er nú loks viðurkennt af öllum, að konur liafi til hrunns að bera sömu hæfi- leika til menntunar og starfa og karlmenn, aðra en líkam- lega burði. Tækniþjóðfélög núlímans eru og verða í sifellt ríkara mæli rekin með vélum og tækjum, og líkamlegir yfir- burðir karlmannsins eru ekki lengur eins mikils virði og áður. Konur geta jafn vel stjórnað vélum og karlmenn og sinnt með sama hætti hvers konar störfum, liáum og lágum. Hálmstráið Síðasta vörn karlmannanna gegn réttindabaráttu kven- fólksins er hin aldagamla hefð um vörzlu bús og barna, fæðingu þeirra og uppeldi. Þar er staður konunnar og þar vill liann geyma hana, láta hana vinna og stjana við sig þegar honum þóknast að vera heima. Þar á hún að draga skó af fótum hans, þjóna honum til borðs og sængur. Á móti 36 slunda raun- verulegri karlmannavinnu- viku hjá flestum þjóðum, á konan að vinna frá því að maðurinn vaknar að morgni, eða raunar fyrr, og þar til einhvern tíma seint að kvöldi, er húsverkum lýkur og svo vel vill til, að börnir, sofa ró- leg og halda ekki vöku fyrir móðurinni. íslenzkir karlmenn hafa gasprað „Fósturlandsins Freyja ... meðtak lof og prís“ á samkomum og þá einkum við skál, en það hef- ur verið „liips um haps“, hvort þessar fósturlandsins freyjur hafa haft ENGAN, einn eða tvo fulltrúa á lög- gjafarþingi þjóðarinnar, sem er afgerandi um þeirra mál og þjóðarinnar allrar, sem þær skipa meiri hluta í. Kynferðisverur Nútímakonan lætur sér ekki lengur nægja gullhamra og smjaður karlmanna. Mjög margir þeirra eru aðeins kyn- ferðisverur i afstöðu sinni til konunnar; snúa gjarnan við lienni hakinu eftir að þeir eru búnir að gera henni hörn, und ir yfirskini ástar, sem hvergi á stoð í veruleikanum. Sú staðreynd, að konur geta miklu betur verið án karlmanna en þeir án kvenna ætti að styðja mjög undir sjálfstæði þeirra og visindin hafa lijálpað þeim til að losa sig undan því oki, sem van- þekkingin í kynferðismálum olli fyrr á tímum. Eina von karlmannsins til að viðhakla yfirráðum siniun yfir konunni, hefur verið að gera lienni nógu mörg hörn, svo að hún sé undir hans forsjá komin. Þróunin og nútíminn eru karlmanninum andstæð í þessu efni og allt þvaður þeirra um, að konur fáist ekki til að þjóna móðureðli sinu og löngun sinni í eigið heimili, ef þær fái meiri rétt- indi, er út i loftið; slíkt er konuni eðlilegt og verður aldrei frá henni tekið, eða hún af því vanin. Gamalt og gott ráð Sagan segir, að eilt sinn liafi konum i hinu forna Grikklandi ofhoðið hernaðar æði manna sinna, svo að borg þeirra lá við óbyggð vegna þessa. Einni þeirra flaug þá ráð í hug, sem hún fékk kynsyst- ur sínar til að fallast á, en það var, að rekkja ekki hjá mönnum sínum, ef þeir létu ekki af hernaði! Þessi kona er fræg i sög- unni undir nafninu Lysis- strata og er ekki langt síðan að saga þessi var sýnd á sviði liér i borginni. Konurnar stóð ust flestar ásóknir karlmann anna, og svo fór að lokum, að þeir létu undan síga og hættu hernaðaræði sínu. Landkynning Ekki fer lijá þvi, að Rauð- sokkum og fleiri kvenrétt- indakonum hafi flogið í hug að nota aðferð Lysisströtu og vill þetta blað hvetja þær ein dregið lil að láta til skarar skríða í þessum efnum! Að vísu mælti þetta ekki í dag eingöngu eiga við giftar konur, heldur allar konur, og skyldum við þá sjá, hve lengi karlmennirnir sætu á rétti kvenna! A hitt ráðið gætu konur einnig brugðið, að nota meiri hluta rétt sinn við kosningar og velja kvenframbjóðendur í prófkjörum og kjósa þær síðan á þing og á eftir ættu þær allskostar við karlmenn- ina. En hið fyrra ráð væri miklu skemmtilegra, og liugs ið ykkur þá miklu landkynn- ingu og auglýsingu fyrir ís- land, ef úr þessu yrði. Ekki myndi frægð íslenzkra lcvenna minnka við þetta. Margur myndi sá maðurinn verða, sem langaði til að sjá þessar valkyrjur og kannske etja kappi við þær! • Hótelrekstur Framh. af bls. 1. bergi í heimaliúsum, borga hvorki söluskatt né aðra þá skatta, sem hótelum er gert að inna af hendi, og er það út af fyrir sig rannsóknar- efni fyrii’ skattstofuna. Um 140 herbergi munu nú vera leigð út í heimahúsum fyrir ferðamenn, og þegar mest var að gera í júlí voru um 315 einstaklingar, sem fengu inni í herbergjum þess um. Hólelrekslur er atvinnu- grein, sem á erfitt uppdrátt- ar og er því ástæða til að að lionum sé lilúð. Og er þá 'hart fyrir þá, sem hótelin reka, þrautpíndir af skött- um, að vita til þess að ein- staklingar raki inn fé í heimahúsum, skattfrjálsu, á meðan hótelin herjast í bökk um. • Dýr veizla Framh. af bls. 1. um landsins, sem hátt ber um þessar mundir og orð hefur á sér fyrir að vera laus á fjármunum, ef liann telur sér hag að slíku, sam- fara því hve laginn hann er á að koma ár sinni þannig fyrir borð að innbyrða um- boðslaun. Eftir að samningar höfðu tekist all-greiðlega og samn ingamennirnir höfðu notið mikillar og góðrar risnu hjá hinum erlendu viðsemjend- um og seljendum, og kaup- og sölusamningar höfðu ver ið undirritaðir, þá bauð skuldakóngurinn, sem hæst bar í liópi sendimannanna, samnefndamönnum sínum, hinum erlendu viðsemjend- um og fleiri erlendum gest- um til mikillar og veglegr- ar veizlu og var þar ekkert tilsparað um veitingar og mannfagnað. Talið er að veizlukostnað- urinn hafi numið milljónar- fjórðungi i islenzkum krón- um, miðað við núverandi gengi, og bendir það til þess að íil mikilla umboðslauna hafi verið að slægjast og veiðiferðin hafi lukkast veh. En svo kemur það sér- kennilega fyrirbrigði, þegar til íslands kemur, þá eru nöfn þessara veizluglöðu og veitulu manna oft torfund- in í skatta- oð útsvaraskráni heimabyggða sinna, og þá gjarnan i sambærilegum skattaflokkum eins og ein- stæðar mæður og verkakon- ur, sem vinna í fiski. • Pósturinn Framh. af bls. 8 og afhendingu lilheyrandi bóka. Póstur verður borinn út frá Póstafgreiðslunni innan umdæmis hennar. Allar almennar bréfasend ingar, sem eru þannig að nRGIlEGR IRVGGT? Samvinnutryggingar hafa lagt ríka áherzlu á aS hafa jafnan á boðstóium hagkvæmar og nauðsyniegar tryggingar fyrir íslenzk heimili og bjóðum nú m.a. eftirfarandi tryggingar með hagkvæmustu kjörum: 1INNBÚSTRYGGING Samvinnutryggingar bjóða yður' innbús- " tryggingu fyrir lægsta iðgjald hér á landi. 200 þúsund kröna brunatrygging kostar aðeins 300 krónur á ári í 1. flokks steinhúsi í Reykjavík. 2. HEIMILISTRYGGING í henni er innbúsbrunatrygging, skemmd- ir á innbúi af völdum vatns, innbrota, sótfalls o.fl. Húsmóðirin og börnin eru slysa- tryggð gegn varanlegri örorku og ábyrgðartrygg- ing fyrir alla fjölskylduna er innifalin. 3. HÚSEIGENDATRYGGING Húseigendatrygging er fyrir einbýlishús, fjölbýlishús eða einstakar íbúðir, þ.e. vatnstjónstrygging, glertrygging, foktrygging, brottflutnings- og húsaleigutrygging, innbrots- trygging, sótfalls'.rygging og ábyrgðartrygging. VERÐTRYGGÐ LIFTRYGGING er hagkvæm og ódýr Iíftrygging. Trygg- ingaupphæðin og iðgjaldið hækkar árlega eftir vísitölu framfærslukostnaðar. Iðgjaldið er mjög lágt t.d. greiðir 25 ára gamall maður aðeins kr. 1.000,00 á ári fyrir líftryggingu að upphæð kr. 248.000,00. SLYSATRYGGING Slysatrygging er frjáls trygging, sem gildir bæði í vinnu, fritíma og ferðaiögum. Bætur þær, sem hægt er að fá eru dánarbætur, örorkubætur og dagpeningagreiðslur. Slysatrygg- ing er jafn nauðsynleg við öll störf. ÞEGAR TJÓN VERÐUR Allt kapp er lagt á fljótt og sanngjarnt uppgjör tjóna. Við höfum færa eftirlits- menn í flestum greinum, sem leiðbeina um við- gerðir og endurbætur. Þér getið því treyst Sam- vinnutryggingum fyrir öllum yðar tryggingum. 5. 6. SAM VIN MIIIYGCINÍÍAR ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38500

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.