Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 09.10.1970, Síða 7

Ný vikutíðindi - 09.10.1970, Síða 7
NÝ VIKUTÍÐINDI 7 Snow liana vandlega til þess að ráSa leyndardóm henn- ar, ef um það var að ræða. Bókin var bundin i skinn, og síðari atbugendur full- yrtu, að það væri mann- skinn. Innan á kápuna var rituð þessi atliugasemd: Malta, 20. nóvember 1839. Hér með staðfesti ég, að mér er persónulega kunn- ugt um að ]>essi bók til- eyrði bókasafni Jerúsal- em — riddarareglu St. Jó- hannesar á Möltu. Til staðfestu nafn mitt, ritað á þeim degi og þvi ári er að ofan greinir. Róbert Ligetz. Athugun leiddi í ljós, að Róbert Ligetz hafði verið ræðismaður á Möltu á þess- um tíma, en lítið samband virtist milli hókarinnar og falins fjársjóðs. Titillinn var: L’AMBASCIADORE POLI- TICO CRISTIAN OPERA DI CARLO MARIA CARAFA DI BUTERA, & CO. Þetta var auðsjáanlega sérfræðilegt rit um réttar- far fyrir pápiskum dóm- stólum. Bókin hafði verið prentuð í Mazzarini á Sikil- ey i ágúst 1690, og sem göm- ul hók var hún afar fágæt. Aðeins tvö eintök voru til i Bandaríkjunum. En þó hafði bókin að geyma leyndarmál — leynd- armál, sém vinur Snow, bókavörður við Almennings hókasafnið í Boston, vakti athygli hans á. Hann liafði beðið þennan vin sinn að skoða bókina, og eftir fáeina d.aga hringdi hann: „Ég get sýnt þér dálítið afar merki- legt!“ sagði hann. Snow flýtti sér á bókasafn ið með töluverðri eftirvænt- ingu. Hann varð ekki fyrir vonbrigðum, þvi að þegar vinur hans fletti upp á hlað síðu 101, hélt bókinni að Ijósinu og benti á það, sem hann hafði fundið, fór Snow að halda, að gátan væri leyst. Fyrir ofan vissa stafi á síðunni hafði verið stung- ið með prjón. Snow fór með bókina heim og byrjaði að fást við gátuna. Hann raðaði stöfun- um, sem merkt var við og fékk út: rabretuomahtahchnalsign- ortsseerttsaeeudsidlog Hann starði á þetta hókus pókus andartak, og sá svo í einu vetfangi lausnina. Með því að lesa línuna aftur á bak og setja orðabil á aug- ljósum stöðum, liafði hann setninguna: Gold is due east trces strong island Chatham outer bar. (Gull er beint austur tré sterk evja Chatham ytri oddi). Chatham var á staðurinn, Chatham, þar sem Turner hafði fyrst staðnæmst á flóttanum undan morðá- kæru í Kanada. Næstu vik- urnar, hvenær sem hann liafði tíma til, fór Snow út á þennan fjarlæga odda á Cape Cod. Hann hafði með sér málmlcitartæki og hyrj- aði að leita á svæðinu, sem hent var á í boðskap bókar- innar. Lengi vel varð liann fyrir vonhrigðum. Mælitækin sýndu sífellt málma í sand- inum. En loks bar leitin til- ætlaðan árangur, seint í sept ehber. Eftir daglangan gröft, þar sem nálin á mæl- inum sýndi óvenju mikið málmmagn, kom Iiann nið- ur á tréborð, og litlu neðar rak hann skófluna i málm- grind litillar kistu. Með skiljanlcgum ákafa dreif Snow kistuna upp úr sand- inum, spennti upp lokið — og renndi fingrunum gegn- um fjársjóðinn, sem grafinn hafði verið næstum öld áð- ur af konungi Kálfseyju. Fjársjóðurinn, sem var mörg þúsund dollara virði, var all sundurleitur. Þarna voru spænskir dúblonar, portúgalskir moidorar og fleiri gullmyntir. Leitinni var lokið, og hún staðfesli hin fornu munnmæli full- komlega. En fjTÍr Snow þýddi þessi niðurstaða jafn niargar spurningar og þegar hafði verið svarað. Þegar liann ræddi um þetta síðar, benti liann á þessi atriði: Hvers vegna hafði Turner falið bókina þarna, sem hún fannst? Hvar fékk hann hók ina? Hvers vegna og hvern- ig hafði Nuskey dáið? Hvers vegna var fjársjóður- inn falinn svona langt frá Kálfseyju? Og við þessar spurningar mátti bæta: Hvernig hafði Turner kom- ist yfir liið einkennilega peningasafn? Með sjóráni? Hvers vegna hafði hann ekkert gert til að notfæra sér það, meðan hann lifði? Og hvers vegna Iiafði hann kosið að láta eftir sig leynd- armálið, liulið slíku myrkri, að ekkert minna en röð af minni háttar kraftaverkum þurfi til að ráða fram úr því? Ef til vill eru þessar spurn ingar of undarlegar til þess, að þeim verði svarað af venjulegum mönnum. Ef til vill hefur gamall, einmana maður lagst til hvildar með þá kaldhæðnislegu hugsun, að þeirra yrði einhvern tima spurt, og að engin rödd utan úr tóminu myndi svara þeim. ☆ j' • Utflutningur Framhald af bls. 5. merktur undir annan vinnsludag og fluttur þann- ig út. Opinber rannsókn Miðað við það, hversu þessi fiskskemmdamál liorfa nú við, þá virðist sjálfsagt að fyrirskipuð verði opinher rannsókn á fiskskemmdum þeim, sem fram hafa komið t. d. á síð ustu tíu árum, og þeir, sem koma til með að fram- kvæma slíka rannsókn, fái aðgang að öllum plöggum varðandi þær kvartanir, sem borist hafa vegna skemmda á fiski eða fiskaf- urðum, og þetta verði sam- einað í eina heildaryfirlits- skýrslu, þar sem það komi lireinlega fram, án alls und andráltar eða hlífðar við einstaklinga eða fyrirtæki, hverjir eru og hverjir hafa verið ábyrgir fyrir skemmd- unum og því fjártjóni, sem samtök útflytjenda hafa orðið að greiða úr sameig- inlegum sjóðum sinum af þessum orsökum, ásamt því hverjar ástæður liggja og hafa legið fyrir því, að ein- staklingar og fyrirtæki hafa ekki verið gerð ábyrg gerða sinna, þrált fyrir á- kvæði í þá átt í samþykkt- um viðkomandi útflutnings- samtaka. Tæmands upplýsingar á borðið Þá væri ekki síður ástæða til þess að rannsókn fæi'i fram á þeim þætti, sem fislc- matið kann að eiga í ófarn- aðinum, sem fiskskemmdirn ar hafa valdið. En almenningur í landinu krefst þess, að fullkomnar og tæmandi upplýsingar verði lagðar á horðið um fiskskemmdirnar á undan- förnum árum og hver veld- ur þeirri helþögn, sem að að mestu ríkir og hefur ríkt um þessi mál. • Mengun Framh. af bls. 8 ast út í Sjálfstæðisflokkinn i ræðu riti, og sérstaklega er penni hans hvimleiður liðsoddum þess mæta flokks. Öxin reidd Eitthvað mun Magnús hafa nýlega farið í taugarn- ar á Mhl.mönnum, því að i leiðara fyrir nokkrum dög- um var öx reidd að fótum hans og skyldi uppliöggva þennan ódám í íslenzkum stjórnmálum. Og þarna var ekkert smá- mál á ferð. Hvorki meira né minna en 39600 — þrjátíu og níu þúsund og sex hundruð - kjósendur í Reykjavík eru alfarið á móti því að Magn- ús þessi sitji á þingi, og svo mengað hugarar hefur þessi náungi að hann vogar sér að halda þar áfram setu sinni í óþökk alls þessa fjölda. Nýstárleg niðurstaða „Nú skyldi ég hlæja, væri ég ekki dauður,“ sagði draugurinn, og vissulega er eitthvað nýstárlegt og skemmtilegt við þessa nið- urstöðu Morgunblaðssnill- ingsins. Ef taka ætti þessa kenn- ingu alvai'lega og það hlýtur að vera ætlunin, þar sem henni er demt yfir lands- fólkið í morgunútvarpið, — þá má Sjálfstæðisflokkur- inn ekki við „menguðu hug- arfari“ í röðum sínum fyrir næstu kosningar. Sam- kvæmt þessari kenningu á enginn flokkur rétt á þing- sæti í neinu kjördæmi, ef svo hagar ekki til að hann hefur hreinan meirihluta allra atkvæða. 'Þingineun Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins eiga sam- kvðénii' þússil1 hiigarí:rétt|!!á sínum þingsætum, hvað þá Hannibal. Hvernig er það með Geir? Og hvernig er það með borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík og borgarstjór- ann? Það má sjálfsagt tilfæra það undir einhverja tegund mengunar, að þessir aðilar skuli fara með öll völd í borginni, þrátt fyrir að þeir hafi meira en helming at- kvæðishærra manna á móli HITT QG ÞETTA Leigubílstjóri í Bronx í New York kom þar að, sem innbrots- þjófur hljóp sem fætur toguðu með ránsfeng úr grænmetis- verzlun. Hann ók fram fyrir hann, fór út úr bílnum og brá þjófnum, og settist síðan á hann, þar til lögreglan kom þar að. Bílstjórinn, sem er yfir 190 sm á hæð, vegur yfir 300 pund. Maðurinn svaf á járnbrautar- teinunum með höfuðið á öðr- um þeirra, en fæturna á hin- um, þegar eftirlitsmennirnir fundu hann. „Hefurðu gert þér það ljóst, að járnbrautarlest gæti ekið yf- ir þig?” sagði einn eftirlits- mannanna. Maðurinn reis upp til hálfs og spurði drafandi tungu: „Hvað er klukkan?” „Fjögur.” „Ja, þá þarf ég engar áhyggj- ur að hafa, lestarstjórinn á þeirri lest stanzar alltaf fyrir mér.” —★— • t> itii ir.M > /»<■• >/>• ; > ■ “ Bílaröðin lengdist óðum. og vandræðalegur ’ lögregluþjónn- rnn: Skildi'ekkert í því, hvernig á þessari umferðartruflun stæði. Hann ruddist áfram og sá loks orsökina. — Bílstjórinn í fremsta bílnum sat við stýrið og teygði höfuðið út um hliðar- gluggann. „Hvað er að, kunningi?” spurði lögregluþjónninn. Maðurinn, augsýnilega drukk inn, hreytti út úr sér gremju- lega: „Heyrðu, löggi, hvenær í ósköpunum ætlar þetta ljós að skipta um lit?” Ljósið, sem var rautt, var hluti af jólaskreytingu á næsta verzlúnarhúsi. sér!! í^nrwwvvvwwvvvwVVVVWWUWVVUWUVVVVWUWUWIiW Kaupsýslutíðindi • • • • Sím i: 26833

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.