Ný vikutíðindi - 16.07.1971, Page 3
NY VIKUTIÐINDI
3
hátt og móðir þín þig. Ég var
látin klæðast kvenmannsfötum
og mér var kennt að koma
fram sem stúlka. En í rauninni
er ég líka karlmaður, og ég
hef girnd til kvenna. í æsku
var ég alinn upp við sauma-
skap og handavinnu, og mér er
óhætt að fullyrða að í þeim
efnum er ég fullfær. í mörg ár
hef ég verið á sífelldu ferða-
lagi, þar sem ég hef gengið hús
frá húsi og annast vandasam-
an saumaskap á heimilum, sem
þurftu á þjónustu minni að
halda. Á heimilum ríks fólks er
oft vanrækt kvenfólk með karl
mannsþrá. Um nætur hef ég
því stundað annað starf — i
rúminu. Stundum með hús-
mæðrum, stundum með ráðs-
konum, fóstrum eða einhverj-
um háttsettum þjónustustúlk-
um. Fyrr eða síðar kemur að
því, að húsbóndinn fari að
gruna margt, og þá verð ég að
skunda til annars húss. Oft hef-
ur mér verið gefið gull eða dýr
silkiefni, og ég er hreykinn af
því að geta sagt frá því, að ég
hef' starfað í tveimur stórborg-
um og níu sveitum.“
„Mikið var ánægjulégt að
heyra þessa sögu“, sagði
Blómstrandi Mórber fagnandi.
„Gæti hugsast að þessi heim-
ili, sem þú talar um, geti þurft
á tveimur saumakonum að
halda? Ég er nefnilega sjálfur
mjög fær í allskonar fíngerðri
handavinnu, því móðir mín
vandi mig á útsaum og allt sem
nál og þráð snerti."
„Allt er fært stúlku eins
laglegri og þú og karlmanni,
sem er eins myndarlegur og
þú,“ svaraði félaginn. Og svo
var ákveðið að stofna til fé-
lagsskapar.
> feeim reyndist ekki erfitt að
finna hús, þar sem þeirra var
þörf í eina eða tvær vikur.
f Lærimeistárinn annaðist nem-
andann af alúð ög natni, og
Blómstrandi Mórber vann allra
hjörtu og húsbændurnir litu
girndarauga á þennan heillandi
og kvenlega unga gest,. en kon-
ur þeirra lifðu í himneskri sælu
með honum í rúminu um næt-
ur.
En svo varð lærimeistarinn
veikur og varð í sorg sinni
að ákveða að hætta ferðalög-
unum og segja:
„Héðan í frá verðurðu að
taka ábyrgð á þér, Blómstrandi
Mórber, án minnar aðstoðar.
En þú hefur sýnt að þú ert full
fær um að kunna þitt fag, og ég
efast ekki um að lukkan fylg:
þér. En gleymdu því ekki, að
þegar þú leikur svona tveim
skjöldum eru þrjár reglur, sem
þú þarft að fara eftir: — í
fyrsta lagi skaltu aldrei dvelja
á sama heimili lengur en tvær
vikur. — f öðru lagi skaltu
aldrei leggja lag þitt við venju-
legar vinnukonur, sem geta
hvorki þagað yfir leyndarmáli
né eiga gull eða silki til að gefa
þér. — Og varastu að hafa ná-
in kynni við ungar jómfrúr,
því þeim er gjarnt til að gráta
og valda þér áhyggjum.“
Blómstrandi Mórber lofaði
hátíðlega að fylgja þessum regi
um ófrávíkjanlega í framtíð-
inni.
Þegar hann kom í hérað eitt
vestan við fljótið mikla, hélt
i hann- að reisulegu húsi og var
boðið þar inn. Hann komst
brátt að raun um, að á heim-
ilinu voru 15 stúlkur, allar
ungar og laglegar. Ástríða
hans vaknaði og varð svo sterk
að hann gat með erfiðismunum -
leikið hlutverk sitt sem-
kvenmaður.
, H-jlsbóndinn ya-r gamall. og
lnáimur, sem kótn Blómstrandi
Mórber vel.
Þegar hann, morguninn eftir
komuna, var sendur inn til hús
móðurinnar, sem hét Björt Dög-
un, til þess að sauma í herbergi
hennar, fór hann óðara að
ræða við hana djarfyrtur og
ísmeygilegur. Já, hánn hikaði
ekki við að játa fyrir henni, að
hann væri karlmaður, náttúru-
mikill í þokkabót,' og að hann
hefði ekkert á móti því að færa
sönnur á getu sína.
Björt Dögun varð svo glóð-
heit af þessum orðum að hún
um kvöldið — full dýrlegrar
eftirvæntingar — læddist inn í
svefnherbergið, sem Blómstr-
andi Mórber hafði' fengið, og
fleygði sér yfir hann, þennan
langþráða dýrgrip, sem hann
var í hennar augum. Þau iðk-
uðu ástaleiki fram undir morg-
un, og hún sárbað hann um að
fá að vera' h'ans kona næstu
nótt líka. Það; var 'j ósk,- sem
Blómstrahdi Móber-samþykkti
með ánægju að uppfylla.
En, ó, vegir örlaganna eru
sannarlega óraonsakanlegir og
furðulegir. Um morguriinn kom
bróðir gamla og hruma hús-
bóndans í heimsókn. Hann var
á langferð og ætlaði að' gista
um nóttina. Gestúrinn var ó-
heflaður maður, sem leit ekki
við ættingjum sínum, nema
bróður sínum, snerist í kring-
um Blómstrandi Mórber með
daðuryrðum, og hundsaði þjón-
ustufólkið.
Þegar nátta tók lá Blómstr-
andi Mórber og beið;-í eftir-
væntingu eftir að Björt Dögun
kæmi eins og um var talað.
Það var kólsvarta myrkur í her
berginú. Eftir lánga mæðu sást
inóta fýrir mánneskju í dyra-
gættinni, og þessi mannvera
læddist að ' svefnmottu hans.
Blómstrandi Mórber fann ást-
ríðuhitann blossa upp í æðum
sér og lókaði augunum af vel-
líðan. Stundin var runnin upp.
En það voru ekki mjúkar
hendurnar- á Björt Dógun, sem
hann fann, né hináriröku varir
hennar. Sterklegar karlmanns-
hendur gripu um axlir hans, og
skeggjáð andlit klésstist upp að
andliti hans. Hann reyndi að
komast undan, en hanri var
læstur fastur eins og í járn-
greipum, og leyndardómur
hans var ekki lengur leyndar-
mál . . . ekki fyrir bróður hús-
bóndans!
Þegar óheflaða manninum
varð sannleikurinn ljós, öskr-
aði hann upp eins hátt og rödd
hans leyfði, og fjöldi þjóna
þusti að með logandi ljós. Þeir
sáu að gesturinn hélt fast um
karlmannsprýði Blómstrandi
Mórbers og æpti æðislega.
„Horfið á nólina, sem ég
fann af tilviljun! Hver veit
hversu mörg göt hún hefur á
samvizkunni?"
Svona afhjúpaði hann- aftur
og aftur skort sinn á góðum
siðum og háttprýði með dóna-
legum orðum.
Blómstrandi Mórber var
fangi ríkisstjóransj meðan hann
beið aftöku sinnar. Þar skrifaði
hann í örvæntingu sinni þessi
orð á vegginn:
„Fjórða rógla. Þegar illa sið-
aður og tillitslaus bróðir hús-
- Framhald á bls. 4
KOMPAN
Louis Armstrong, — Kísilgúr. —
Bernhöftstorfan. — Glíma í Japan. —
Náttúrufegurð íslands.
Og þá er Louis gamli Armstrong
dauður, þessi elska, sem ijljað hefur
öllum lieiminum um hjartarætur um
árabil með söng og lúðrajnjti. Ef til
vill er ekki ástæða til, að setjast niður
og semja eftirmæli um þessa gömlu
kempu í gamla stílnum, en þó getum
vér ekki orða bundist, þegar, kappi
eins og Satchmo gamli fer í gröfina.
Eitt er víst: Hann mun í tónlistar-
sögu veraldarinnar verða settur á bekk
með þeim mönnum, sem hæzt hefur
borið á í tónlistarsögunni,
Sem sagt Good bg, Louis Armstrong.
Það er sannarlega þjóðþrifafyrir•
læki, sem rekið er tiorður við Mývatn.
Eins og alþjóð er kunnugt, þái er þar
rekin verksmiðja, en hlutverk hennar
er að framleiða eitlhvað, sem kallað
er kísilgúr (hvur andskotinn, sem það
nú annars er).
Á íslenzku er það, sem er á bolnin-
um á Mývatni, kallað barnamold, og
eftir því sem næst verður 'komist eru
heil fjöll í Bandaríkjunúm Norður-
Ameríku búin lil úr þessu stoffi, svo
að varla er hér um neitt sérslakt að
ræða, sem lsland eitt býr ijfir.
Enda hefur það raunar komið í Ijós
að umrædd verksmiðja var á síðasta
ári rekin með livorki meiri né minni
halla en sem nemur tuttugu og þrem
milljónum, en, eins og segir í fréttun-
um, þá stendur þetta væntanlega eitt-
hvað til bóta.
Það var sannarlega til nokkurs,
sem unaðslegasti reitur á jarðríki var
lagður undir verksmiðjurekstur, og
Mývatn og umhverfi þess stórskemmt.
Vér grunnlnjggnir sunnlendingar
segjum nú bara: oj bara!
upp í tilfinningalífi ömurlegustu fá-
bjána. Ættu- þvi þeir, sem um skipu-
lagsmál Reykjavíkur fjalla að vera
farnir að hugsa sig um, hvort virki-
lega sé nú rétt að rífa þessi gömlu hús
til að koma þar upp steinglerkumb-
alda til að hýsa í „eitthvert skelfilegt
kontóristabæli, sem er að reyna að
likjast keisarahöll“ eins og Halldór
Laxness segir i grein sinni.
Raunar munu skiptar skoðanir um
þetta mál eins og flest önnur. Kannske
er þetta bara íhaldssemi í kallinum.
Nú hefur það sannast, sem lslend-
ingar vissú ékki fyrir víst, að Japanir
eru heilmiklir húmoristar. IJafa þeir
austur þar haft vit á að fá islenzka
glimumenn til að koma fram i grín-
þætti í japanska sjónvarpinu, og þarf
ekki að efast um að Japanir hafa ver-
ið i krampahlátri allan tímann, sem
umrædd dagskrá var á skerminum,
enda eru þeir gífurlegir glimumenn.
Þó er ekki til efs, að japanskir
myndu hlæja enn meira, ef þeir sæju
lýsingar hinna islenzku glimukappa i
islenzku dagblöðunum á sjónvarps-
þættinum, sem þeir komu fram í.
lslcnzka gliman er ekki bara hlægi-
legasta sjónvarpsefni íslendinga; hún
er á góðum vegi mcð að verða aðhlát-
ursefni allrar veraldarinnar.
Grein Halldórs Laxness í Morgun-
blaðinu á dögunum um Bernhöfts-
torfuna hefur vakið verðskuldaða at-
hygli.
Fer Nóbelsskáldið þar á nokkrum
kostum, eins og við er að búast, og
slær þá strengi, scm ættu að geta hært
Það er sannarlega kominn tími til
þess, að íslendingar fari að vekja at-
hygli Islendinga á íslenzkri náttúru-
fegurð og Islandi yfirleitt.
Það er óltalega álappalegt, að Is-
lcndingar skuli vera hagvanari á Costa
del Sol (eða hvað það nú heitir) held-
ur en i Þórsmörk, og er undarlegt til
þess að vita, að landsmenn skuli ekki
vera trylltir i að vera hérna heima yfir
sumartímann.
Þegar öll kurl koma til grafar, þá er
ísland þó fegursla land i veröldinni.
Ekki satt?
ASSA.