Ný vikutíðindi - 16.07.1971, Page 6
6
NY VIKUTIÐiNÐI
Úr unnálwwn löyreylnnnur
BOOMGRANG-MORBIB
Það var frostkaldan febrúar-
mánuð árið 1952, að tveir kana-
dískir bændur fundu lík ungr-
ar stúlku. Hún lá í snjónum
undir tré um það bil 20 metra
frá fáförnum sveitavegi í Ile
Bizard — nokkrum mílum vest
an við stórborgina Montreal.
Að eyrnalokkum undanskild-
um var hún allsnakin.
Henni hafði verið veitt mörg
högg í höfuðið með sívölum
hlut, og hún hafði einnig verið
stungin með hnífi. Lögreglu-
læknirinn, sem stuttu seinna
skoðaði líkið, fann þrettán
hnífsstungur í andlitinu, háls-
inum og brjóstinu.
Greinileg spor og för í snjón-
um báru þess vitni, að morð-
inginn hafði komið í bíl. Hann
hafði beygt út af veginum, ek-
ið hálfa Ieið að skógarjaðrinum
og borið líkið frá bílnum að
trénu. Bæði morðvopnin og föt
stúlkunnar hafði hann tekið
með sér, svo að það eina, sem
lögreglan hafði til að fara eftir,
voru eymalokkamir og förin í
snjónum.
Andlit hinnar myrtu var ó-
þekkjanlegt, en þegar sérfræð-
ingur hafði endurskapað það í
vaxi, var það Ijósmyndað, og
fimm dögum seinna gaf fjöl-
skylda stúlkunnar sig fram og
þekkti hana.
Hún hét Marie-Paule Lang-
lais, var 23 ára að aldri og af
góðri fjölskyldu í Montreal.
Hún hafði notið ágætrar mennt
unar, og þegar hún var^JL9 ára
flutfi hún að heiman til þess
að skapa sér framtíð á eigin
spýtur. Hún var dökkhærð pg
fagurvaxin og veittist auðvelt
að fá atvinnu. Auk þess var
hún gáfuð, framgjörn og vilja-
sterk.
Ein af vinkonum hennar
sagði: „Ef Marie-Paule hefur
einsett sér eitthvað, lætur hún
sig ekki fyrr en henni hefur
tekizt það.“
Síðustu fjögur árin höfðu
staðfest þetta. Hún hafði oft
skipt um starf og ávallt hlotið
betur launaða stöðu en áður.
Húsbændur hennar sögðu, að
hún hefði verið skapföst og
haft gott vit á viðskiptum.
Hvernig hafði það hafa vilj-
að til, að slík stúlka hafi hafn-
að myrt og nakin í snjónum á
eyðilegum stað langt frá heim-
ili sínu?
Lögreglan stóð uppi ráðalaus
við rannsóknir sínar. En þá
kom til sögunnar nafnið á Rol-
and Genest, eins af kunningj-
um Marie-Paule. Montreal-lög-
reglan þekkti Roland sem sé
vel — hann hafði verið lykil-
persónan í morðmáli níu mán-
uðum áður.
Sú myrta í því máli var Rita
Genest, eiginkona Rolands, 23
gömul.
Aðfaranótt hins 29. mai,
1951, hafði íbúð hjónanna
eyðilagst af eldi, og í einu her-
bergjanna hafði frundist lík-
ið af Ritu, mjög mikið brennt.
Það sannaðist að hún hefði lát-
ist af mörgum heiftarlegum
höfuðhöggum, og talið var að
kveikt hefði verið i, til þess að
dylja ódæðisverkið.
Roland Genest — stillilegur
^ Marie-Paule var fögur9 gáfuð og í vel
^ launaðri stöðu. Samt var Iuin ekki
^ ánægð. IIiiii girntist inann annarrar
^ konu — og það varð afdrifaríkt fyrir
^ þrjár nianneiskjur
og prúður 27 ára gamall mað-
ur, sem starfaði við flutninga-
fyrirtæki — var fyrst grunað-
ur, en fljótlega látinn laus.
Hann hafði pottþétta fjarveru-
sönnun á þeim tima, sem eigin
kona hans var myrt.
Að minnsta kosti þremur
klukkustundum fyrir morðið
hafði hann farið úr íbúðinni til
þess að hitta móg sinn — Pet-
er Rene, bróður Ritu. Þeir
höfðu verið saman þangað til
langt fram yfir miðnætti, og
þegar Roland kom heim, hafði
eldurinn næstum því verið
slökktur og líkleifarnar verið
fluttar í líkhúsið. Ekki einung-
is Peter Rene heldur fleira fólk
vottaði það, að Roland hefði
verið langt í burtu frá heimili
sínu, þegar Rita var myrt og
eldurinn kom upp.
Þrátt fyrir ötular rannsóknir
hafði Montreal-Iögreglunni
ekki tekist að upplýsa morðið
á Ritu Genest — og nú kom í
ljós, að eiginmaður hennar
hafði verið vinur annarrar
myrtrar' ungrar‘Stúlku.~- -~
Tveimur dögum eftir að
kunnugt var um, hver myrta
stúlkan Var,; kallaði' lögreglan
Roland fyrir og yfirheyrði
hann.
Hann viðurkenndi furðu fús-
lega, að hann hefði staðið í
ástasambandi við stúlkuna.
Hann viðurkenndi einnig, að
þau hefðu verið saman daginn
sem hún var myrt. En hann
sagði að þeim hefði orðið sund-
urorða, og þá hefði hún farið
frá honum. Síðan kvaðst hann
ekki hafa séð hana.
En í þetta skipti hafði Ro-
land enga fjarverusönnun.
Margir lögreglumenn yfir-
heyrðu hann án þess að ná
nokkrum árangri — hann hvik-
aði aldrei frá fyrstu frásögn
sinni. En að lokum var hann
staðinn að lýgi.
Lögreglan hafði að sjálf-
sögðu mikinn áhuga á bílnum
hans, og þegar hann var spurð-
ur um, hvar hann hefði bílskúr
þá tilgreindi hann adressu, sem
reyndist vera fölsk. Þegar hon-
ur var bent á þessa staðreynd,
játaði hann á sig morðið á Mar-
ie-Paule.
Hann sagði að þau hefðu
þekkzt frá því í janúar 1950.
Hún vissi frá byrjun að hann
var kvæntur, en hafði ekki tek-
ið neitt tillit til þess. Ástríða
hennar og viljastyrkur hafði
rifið hann með sér eins og lauf-
blað í vindi og leitt þau bæði í
óumtflýjanleg.a ógæfu.
Þegar þau höfðu haft náin
kynni í um það bil ár, fór hún
að krefjast þess að þau hittust
á hverju kvöldi. Hún vildi hafa
hann fyrir sig sjálfa, og hún
hafði alveg einsett sér að ná því
marki. Eiginkona hans var
þarna þrándur í götu, og hana
varð að fjarlægja.
Þegar hér var komið sögu
missti Roland stjórn á sér.
„Marie-Paule var ráðrikasti
kvenmaður, sem ég hef nokk-
urn tíma kynnst,“ hrópaði
hann. „Hún hafði mig alveg
á valdi sínu — hún kúgaði
mig þangað til ég féllst á að
Rita skyldi drepin.“
Nú skýrðist fyrra morðmálið.
Það var Roland, sem hafði lagt
á ráðin. Hann keypti morð-
vopnið — jámstöng — hjá
fornsala, hann hafði sýnt Marie
Paule hvernig hún ætti að
kveikja í íbúðinni. Ennfremur
hafði hann ákveðið dag og
stund ódæðisins og lánað Mar-
ie-Paule útidyralykil sinn, svo
að hún gæti læðst inn, þegar
Rita væri sofnuð. Loks hafði
hann útvegað sér örugga fjar-
vistarsönnun með því að sitja
við þorð með grunlausum mági
sínum' fram á nótt.
Samkvæmt eigin frásögn
hafði hann fallist á dráp eigin-
konu sinnar til þess að upp-
fylla óskir Marie-Paule um
hjónaband. En hvers vegna
hafði hann ekki kvænst henni,
þegar konan hans var ekki
lengur hindrun?
Hann rauk upp, þegar hann
var spurður um þetta.
„Hún var ómöguleg,“ æpti
hann. „í hvert skipti sem við
hittumst, stagaðist hún á gift-
ingu okkar. Ég heyrði ekki ann
að, og það var óþolandi. Þegar
hún fór að ógna mér með því,
að segja lögreglunni sannleik-
ann um dauða Ritu, sá ég ekki
annað ráð vænna en drepa
hana.“
Hinn 18. febrúar 1952 hafði
hann lokkað hana inn í bílskúr-
inn sinn, og þar hafði hann sleg
ið hana í öngvit með bolta-
kylfu, og á eftir stakk hann
hana margsinnis með hnífi. Svo
hafði hann afklætt hana, vaf-
ið hana í teppi og ekið með
hana á óbyggða staðinn við Ile
Bizard. Á leiðinni heim hefði
hann falið blóðug fötin, teppið
og morðvopnið í skógi.
Að lokinni ræstingu á bil-
skúrnum hafði hann farið á dýr
an matsölustað og neytt veru-
lega góðrar máltíðar — fyrir
peninga, sem hann hafði tekið
af stúlkunni, sem hann var ný-
búinn að mýrða og sem hann
fullyrti að hafa elskað.
Vorið 1953 var Roland Gen-
est sekur fundinn um mor-ð-að
yfirlögðu ráði á Marie-Paule
Langlais. Nokkrum dögum síð-
ar komst kviðdómuyinn1' í ">'þá
merkilegu aðstöðu að verða að
dæma hina látnu Marie-Paule
meðseka um morðið á eigin-
konu elskhuga síns. Roland var
tekinn af lífi í ágúst sama ár.
Marie-Paule Langlais er sér-
kennilegt dæmi um það, hvem-
Framhald á bls. 4.
Rannsóknarlögreglan komst að því, að Roland
Genest hafði verið lykilpersónan í eldra morðmáli.
BKÓÐIR MINN
ADOLF hitler
Frásaga Paulu Ilitler
Seinni hluti
Þegar Adolf kom til þess að
reyna að fá Gretu til að snúa
aftur, neitaði hún að tala við
hann og bað þjóninn að segja
honurn að hún væri upptekin
og vildi ekki láta trufla sig.
Meðan hann sat og beið, kom
elskhuginn og rak hann á dyr.
í stað þess að fæða Adolf
barn, eignaðist hún það með
elskhuga sínum, og varð ófrísk
að öðru. En þá var hann orðinn
leiður á henni, eins og oft verð-
ur hjá karlmönnum við slíkar
kringumstæður, svo að hann
rak hana á dyr ásamt barninu-
Fyrst reyndi hún að hafa
það hjá sér, en tekjur hennar
hrukku ekki til. svo að hún
sendi það á barnaheimili. Síð-
an hélt hún út á götuna og
lenti í slarki og óreglu. Árið
1931 batt hún endi á líf sitt
með skammbyssukúlu.
Ég man mæta vel eftir kvöld-
inu því. Það var kalt í veðri,
og ég varð hissa, þegar Adolf
kom í heimsókn. Hann kom
aldrei nema þegar honum var
þungt í skapi.
— Það er Greta, sagði hann
beizklega. Hún er dáin.
Ég sagði ekkert, mig skorti
orð.
— Hún skaut sig. Maðurinn
lofaði að kvænast henni, en
sparkaði henni og barninu út
í göturæsið. Einhvern tíma skal
ég með guðs hjálp gera upp
sakirnar við þrjótinn. Ég kyrki
hann með eigin höndum!
Adolf sagði þetta rólega, en
með slíkum þunga í röddinni,
að ég varð skeikuð. Ég vissi,
að maðurinn, sem hafði tælt
Gretu og svikið, var gyðingur.
Ég veit það líka, svo sannar-
lega sem ég segi þessa sögu, að
það voru örlög Gretu, sem
fylltu Adolf slíkri beizkju og
hatri, sem raun bar vitni.
Adolf náði sér aldrei eftir
þetta áfall. Hann hafði svarið
að hefna sín, og ég vissi af
reynslunni, að hann myndi
ekki sitja við orðin tóng held-
ur myndi hanrí helga' sig hefnd-
inni af lífi og sál.
Bróðir minn reyndi alltaf að
leyna því, að hann tryði á yfir-
skilvitlega hluti, en ég vissi, að
allt frá barnæsku trúði hann á
galdra og gjörningar. Hjátrúin
stjórnaði lí£i hans. Einu sinni
skrópaði hann úr skólanum í
tvo daga, vegna þess, að hann
hafði á dularfullan hátt fengið
vitrun um, að skólinn myndi
brenna, eða einhver óhöpp önn
ur steðja að. Þegar ekkert gerð-
ist, sagði hann mömmu að það
væri aðeins vegna þess, að
hann hefði ekki mætt í skólan-
um.
í lífi Adolfs var það önnur
kona, sem hafði þýðingarmikið