Ný vikutíðindi - 16.07.1971, Síða 8

Ný vikutíðindi - 16.07.1971, Síða 8
8 NÝ VIKUTÍÐINDI Úr bréfabunkannm E§kimóaháttnr. — Borgarstarí'sfolk atyrt. — • • Þröngsýni og lubbaliáttur. — Oskurapar og iiibiialiáttnr. Eskimoaháttur, „Einn útlendur vinur minn, sem var á ferð hér fyrir stuttu og er kunnugur vínmálum okk ar, sagði það um vínmenningu hér; að hún væri til háborinn- ar skammar fyrir land og þjóð. Engan áfengan bjór er hægt að fá, og oft þarf að hanga langan tíma eftir af- greiðslu í lítilli vínbúðarholu eftir þriðja flokks borðvíni. — Hvílik undur og hvílík- ur eskimóaháttur! varð honum líka að orði. Er Mafíufélag hér starfandi, eða er þetta musteri hysteriskra kerlingasamtaka? Ég hef lengi vitað, að gert er stólpagrín að þessum mál- um hér á landi. Það er heldur ekki seinna vænna að gera gangskör að bættri áfengislög- gjöf. Tími er kominn til að breyta þessum málum tafar- laust: hafa vínbúðir opnar á kvöldin, leyfa næturklúbba og opna morgunkrár fyrir öskr- andi fyllibyttulýð fremur en að láta hann vafra hér um göt- urnar. í þessu sambandi vil ég benda á, að ekki minnkar smyglið til landsins, því um mánaðamótin var hægt að fá stór partí af vodka, viskýi, gini og sígarettum án milli- göngu opinberra einokunar- verzlana. Nei; vín og bjór í hverja matvörubúð; það er ráðið, sem Þjóðverjum og fleiri þjóð- um hefur dugað vel gegn á- fengisbölinu. Örn.“ Satt segir þú, hinn frómi. Borgastarfsfólk atyrt „Samkvæmt upplýsingum, sem ég hef aflað mér, er inn- heimta skulda í öðrum lönd- um óheimil héðan, nema ef vera skyldi á Norðurlöndum og ef um annað er samið. Sem dæmi um slíka ólöglega innheimtuaðferð get ég nefnt það, að Réykjavíkurborg reif á sínum tíma út fjölskyldubæt ur manns, sem dvaldi erlendis, án leyfis hans. Borgin neydd- ist til að endurgreiða þetta fé. Borgaryfirvöldin ættu að láta líta eftir því; að starfs- fólkið héldi sig við vinnu. Ég hef grun um að t. d. rafvirkj- ar, sem voru í vinnu hjá borg- inni, tóku iðulega tvo tíma í kaffi og annað eftir því. Þá vildi ég koma fram til- mælum til starfsliðs borgar- skrifstofanna, að það sé óþarfi að skeyta skapi sínu á saklausu fólki, sem sent er með borgun í sjóðinn, heldur snúi það sér beint til skuldunautarins. Svo get ég ekki stillt mig um að segja frá því, sem ég heyrði nýlega eftir áreiðanleg um heimildum: Vel stæður mað ur kom með beiðni frá borgar- yfirvöldum til verzlunar nokk- urrar um vöruúttekt upp á 25 þúsund krónur! Reykvíkingur." Það eru fleiri en Reykja- víkurborg, sem þurfa að beita öllum brögðum við . inn- heimtu skulda, og einnig sætta sig við vinnusvik. En það er alveg forkastanlegt, þegar gjaldkerar, skrifstofufólk eða forstjórar eru að atyrða sendla eða rukkara og gera þeim gramt í geði. Þeir eru aðeins milliliður, sem ekkert vita um málavexti. — Það er ekki fal- legt. Við þennan úttektarseðil þarf ekkert að vera athuga- vert, því varla er maðurinn á bænum, ef hann er vel stæð- ur. Samt vitum við að margir notfæra sér það, hversu lítið eftirlit er haft með fram- færslumálum borgarinnar og lifa lúxuslífi á kostnað skatt- greiðenda. Þröngsýni og lubbaháttur. „Satt mun það vera, sem komið hefur fram í dagblaðs- grein, að flest dagblöðin eru hrædd við að birta sumt af því, sem hiklaust ætti að koma á prenti. Frjálsu blöðin eru þar undantekning. Allir eiga rétt á að hafa sína skoðun, hver svo sem hann er, lítill eða stór, en þröngsýni og einokun einkennir ísland í dag. — Þessir afdönkuðu póli- tízku postular, sem geta naum- ast litið dagsins ljós fyrir tómri öfund, og vilja öllu ráða, ættu að eiga heima uppi á Vatnajökli. Við höfum síður en svo efni á þeirri stjórnmálalegu spill- ingu og óstjóm, sem hér ríkir. Það er barist með kjafti og klóm um völdin — eins og vænta mætti að hungraðir úlf- ar í sauðagæru gerðu, ef kastað væri í þá vænu sauðalæri. Meira að segja aflóga sveita- durgar þenja stólpakjaft að til- efnislausu í sölum Alþingis. Til dæmis um þröngsýnina og lubbaháttinn má taka það, að þegar Keflavíkursjónvarp- ið sést loksins sómasamlega, þá á að rísa upp á móti því eins og grenjandi ljón. Og ef einhverjum hugvits- manni dettur það snjallræði í hug, að láta vel skapaða kven- veru birtast á mynd í blaði, ætla hinir fávísu spekúlantar vitlausir að verða. Góðan smekk hafa þeir a. m. k. ekki. — Ég vildi t. d. eindregið láta Mánudagsblaðið birta aftur stúlkumyndina, sem kom þar í blaðinu fyrir mánaðamót — og láta hana vísa móti sól — og fram. . . Frjálslyndur“ Skoðanafrelsi á prenti mun vera að nafninu til í lögum hér á landi, þótt margt skorti á um, að það sé svo í framkvæmd. Opinbera starfsmenn má t. d. ekki ávíta, þótt þeir sekir séu, gagnstætt því sem er í Framhald á bls. 4 >'•••• • •••••*« •••••••• •••• *•••* >i glasbotninum Pósthúsið og ferðamenn Nú er ferðamanna- strauinurinn meiri en nokkru sinni, og flestir er- lendir gestir eiga erindi i Pósthúsið. Þar er þó ekki gert mikið fyrir þá, þvi t. d. eru engar leiðheiningar við frimerk j asj álfsaiann, nema á isilenzku. Ekki eru lieldur neinar leiðbeiningar fyrir þá um, hvenær Pósthúsið er opið, sem varla er von, því upp- lýsingaþjónusta póststjórn arinnar er ekki hetri en svo fyrir okkur innfædda, að þar stendur að opið sé M. 10—11 á sunnudags- morgnum, en i rauninni er opið kk 9—10! Sveitamennska Púrrur (porri, höfuð- laukur) hafa ekki fengizt um tíma, húsmæðrum til armæðu, þvi þær eru nauð synlegar i ýmsan mat, eink um ef hann er búinn til ef I ir útlenzkum uppskriftum. Grænmetiseinkasalan af sakaði þennan púrruskort með þvi, að þær hafi verið svo dýrar í innkaupum að hætt hafi verið við pöntun á þeim. Nú eru islenzkar púrrur komnar á markaðinn, ör- litlar og mjóar líllur, sem kosta 22 krónur stykkið! Þær útlenzku, sem siðast fengust, kostuðu 12 krónur, og voru miklu stærri! Allt er það eins’hjá þess- um einokunarforkólfum sveilamanna. Það er ekki verið að hugsa um neytandann t þessu tilfelli sem fleirum hjá þessari stofnun. Ilvern er verið að hugsa um? * Sjónvarpið Það var svo sem eftir öðru að farið væri að fár- ast út í Kef! avíkursjónvarp ið, á sama tíma og íslenzka sjónvarpið hætti útsending um i lieilan mánuð! Vað er ekki von á nerna fylgistapi hjá þeiin stjórn- málaflokki, sem farið Oief- ur með útvarps- og sjón- varpsmái, þegar hann læt- ur liafa sig i það fádærna óvinsæla verk, að ætla að meina fólki að horfa á Keflavíkursjónvarpið, á sama tíma og það leyfir lokun islenzka sjónvarps- ins eitt kvöld i viku og i einn mánuð á ári hverju. Auk þess sem dagskráin gæti verið ólikt skemmti- legri, þá sjaldan sem sjón- varpið starfar. Ekki er ársgjaldið svo lágt. X- Rakarar - bakarar Einhvern tima fyrir nokkuð mörgum árum var auglýst í dagblaði eftir lærlingi í rakaraiðn. Marg- ir sótlu um, en þegar i Ijós kom að um prenlvillu var að ræða og að standa átti bakaraiðna, dofnaði áhug- inn. Nú eru tímarnir breyttir. Síðan karlmenn tóku að safna tuári hefur rakara- stéttin svo lítið að gera að margir hárskerar hafa leii að sér að annarri vinnu. Á hinn bóginn lifa bakar ar kóngalifi; hefur jafnvcl heyrst að rcikarcir vilji gcr astbakarar. Slæmur þulur Til þess að valda ekki neinum misskilningi er rétt að taka fram, að þegar spurt var um það nýlega í þessum dálkurn, hvort Rík isútvarpið Iiefði ekki ráð á að hafa sæmilegan þul til að lesa upp morgunfrétt- irnar, þá var átt við mann þann, sem les þær klukkan hálfátta á morgnana. Þessi maður er annað livort ekki læs eða þá ao handrit hans eru svo slæm að liann kemst oft ekki fram úr þeim. — Þetta er ekki hægt. Á hinn bóginn er Jón Gunnlaugsson liinn ágæt- asli þulur. * Brandari vikunnar Snarpar vindhviður komu fyrir húshornið, og fagurvaxin stúlka héll með báðum höndum um hatt- barðið, en pilsið fauk hátl upp á búkinn. Tveir karl- menn liorfðu af miklum á- huga á stúlkuna berjast þannig, við vindinn, en stúlkan var bó ekki meira af baki dottinn en svo, að hún kallaði lil þeirra: „Það, sem þið eruð að gá að, er orðið:23 ára gam- alt, en hatturinn minn er splunkunýr!“ '[] : T Og einn ennþá ... Blaðamaður nokkur spurði þekkta filmstjörnu eitt sinn að því, hvort hún væri trúlofuð manninum, sem hún hafði sést með i næturklúibbum nokkrum sinnum. „Það er alltaf sama sag- an með ykkur blaðamenn- ina,“ svaraði Holljnvood- stjarnan lineyksluð. „Stúlka má ekki lengur sofa hjá karlmanni án þess að einhver blaðamanns- bjálfi fullyrði óðara að liún sé trúlofuð!“ o • SPURULL SPYRILS Þarf að benda lögregl- unni á það, að fermingar- stelpur séu að fara um borð i erlend skip i Reykja víkurhöfn? Ilvenær verður höfninni lokað og komið á fót vænd ishúsi fyrir a. m. k. útlend inga, svo að kornungar dætur R-víkur séu ekki sér og þjóðinni iil skammar? Og er ekki hægt að hafa verði við höfnina, þegar þörf krefur?

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.