Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.01.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 21.01.1972, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI NÝ VIKUTÍÐINDI Útgefandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjóm og auglýsingar Skipholti 46 (vesturgafl) Símar 26833 og 11640 (prentsmiðjan). Pósth. 5094. Prentun: Prentsm. Þjóðviljans Setning: FélagsprentsmiOjan Löngu fríin Hér i borg býr maöur á tíræðisaldri, sem var þræll austur i sveitum á yngri ár- um. Þegar tveir synir óðals- bóndans fóru suður í Mennta skólann, fengu þeir sinn hvorn hestinn, en vinnupilt- urinn varð að hlaupa. Sama var að segja, þegar þeir voru sóllir um vorið. Hann fókk ekki kaup, heldur mat og föt og flet til að sofa á. Hann var sendur gangandi i verið á vetrum og kom aftur með fiskinn á bak inu og eitthvert kaup i vas- anum, sem bóndinn hirti, livorttveggj a. Þessi maður er enn á lífi. Hann hafði vissulega ekki heldur 40 stunda vinnuviku. Það er af sem áður var, sem betur fer, en menn eru bara svartsýnir á að hin miklu frí, sem nú skapast, leiði til meiri lífshamingju. Hinn gullni meðalvegur er vandrataður. 1 fyrsta lagi er vafasamt, að unnt sé að skapa sæmileg lífsskilyrði hér á þessum hrjóstuga kletti nyrst i At- lantshafi, ef menn leggja ekki harðar að sér með vinnu en þeir, sem í gósen- löndum búa. I öðru lagi eru menn í vandræðum með, livað þeir eiga að gera við þessa miklu frítíma, því veðráttan haml- ar sólböðum og mikilli úti- veru. Auk þess er það al- gild regla, að fólk þarf að hafa eitthvað fyrir stafni, einkum unglingar, ef eklci á illa að fara. Að liggja í að- gerðarleysi veldur leti og ó- mennsku; menn byrja að deyja, ef þeir leiðast þá ekki út í einhver vandræði. Það á eftir að sýna sig, að hinn stutti vinnutími leið- ir ekki af sér allt það góða, sem baráttumenn launþega gera ráð fyrir. Fyrr má nú lika rota en dauðrota. Vinnuáþján og þrældóm- ur lijúa fyrrí tíma — eins og dæmi var tekið af í upp- hafi þessarar greinar um mann, sem enn er á lífi — er síður en svo til eftir- breytni. En höfum við íslendingar efni á þvi að hafa stytztu vinnuviku í heimi? Er ekki til þarna einhver meðalveg- ur, sem leiðir til meiri far- sældar en hin löngu fri, sem menn vita ekkert, hvað þeir eiga að gera við? SÍGILD GLEÐISAGA Daman með hvíta i blævæn^inii Kínverskt ævíntýri Tschuang-Tsen, sem bjó i Sunglandi, var menntaður mað- ur, er hafði öðlast slíkan þroska og lífsspeki, að hann hafnaði öllum fallvöltum gæðum. Og þar sem hann sem frómur Kín- verji trúði ekki á ódauðleikann, var honum naumast annað til sálarfróunar en athuganir á fá- fengilegri ásókn venjulegs fólks í auð og innantóm metorð. En þessi sálarfróun hlýtur að hafa verið fjarska mikil, því eftir dauða sinn var Tschuang-Tsen prísaður sem hamingjunnar panfíll og minnst með öfund- sjúkri aðdáun. Á hinn bóginn hafði Tschu- ang-Tsen vanið sig á, þegar hinir ókunnu snillingar alheims ins leyfðu það, að ferðast undir grænum himni milli blómstr- andi bambus- og pílviðitrjáa í landinu þar sem hann bjó, án þess að vita ástæðu eða tilgang þess. Þegar hann morgun nokkurn var á göngu um blómstrandi brekku við rætur Namboafjalls, kom hann allt í einu inn í kirkjugarð, þar sem hinir dauðu hvíldu undir smáhaug úr tigul- steinum samkvæmt landsvenj- um. Þegar hann leit yfir enda- lausar.leiðaraðirnar, fór vitring- urinn að hugleiða tilgang jarð- lífsins. „Hingað, inn í þessa blind- tröð, liggja þá leiðir lífsins. Og þegar einhver hefur á annað borð fengið hér samastað, kemst hann ekki héðan.“ Þetta var að vísu ekki neitt frumleg hugsun, en hún rúm- aði allt, sem Tschuang-Tsen gat gripið yfir af heimspekikunn- áttu sinni. Og þar sem hann var lærður maður, krafðist hann engrar huggunar af hálfu postu- línsdrekans, sem lá yfir kirkju- garðshliðinu. Þegar hann arkaði nú þungt þenkjandi fram hjá leiðaröðum þessum, kom hann skyndilega auga á unga konu, augljóslega í sorgarbúningi, því hún var í síðum hvítum kyrtli úr grófu efni. Hún sat við leiði nokkurt og blakaði blævæng sínum yfir ógróinn hauginn. Tschuang-Tsen lék forvitni á að vita, hvað lægi á bak við þetta og heilsaði því dömunni kurteislega og sagði: „Misvirðið það ekki við mig, unga kona, þótt ég spyrji, hver hvíli undir þessum haug og þvi þér leggið yður svo fram við að veifa blævæng yfir jarðveg leiðisins. Ég er heimspekingur og kappkosta að finna orsök alls, og örsökina fyrir viðleitni yðar er mér torskilin.“ Unga konan hætti ekki að veifa blævængnum. Hún roðn- aði, laut höfði og tuldraði eitt- hvað, sem spekingurinn skildi ekki. Hann endurtók nokkrum sinnum spurninguna, en án ár- angurs. Daman virti hann ekki framar viðlits, og sál hennar virtist hafa tekið sér aðsetur i hendinni, sem hreyfði blævæng inn. Tschuang-Tsen dró sig í hlé, þótt honum væri það á móti skapi. Jafnvel þótt hann væri sannfærður um fáfengileik allr- ar breytni, leitaðist hann samt við að finna orskakir hverskon- ar breytni, einkum kvenna. Og þessi litla kona við gröf- ina espaði mjög forvjtni hans. Hann hélt áfram göngu sinni, en leit oft aftur fyrir sig og sá ávallt blævængnum blakað í sífellu, svo að hann líktist stóru fiðrildi. Þá benti gömul kona, sem hann hafði ekki veitt at- hygli fyrr, honum að koma til sín, leidddi hann inn í skugga haugs nokkurs og sagði: „Ég heyrði yður leggja spurn- ingu fyrir frúna, sem hún svar- aði ekki. Ég skal veita yður svar gegn lítilsháttar þóknun, þannig að ég geti keypt bæna- borða af prestinum, handa hon- um að brenna, svo ég þar með öðlist langa lífdaga.“ Tschuang-Tsen tók upp pung sinn og gaf kerlingunni pening. „Daman við gröfina er frú Lu, ekkja menntaðs manns, sem To hét og dó fyrir viku eftir langa sjúkdómslegu. Hún krýpur við leiði mannsins síns. Þau elskuðust mjög heitt. Jafn- vel á banabeðinu gat To ekki sætt sig við að yfirgefa eigin- konu sína, því það var honum óbærileg tilhugsun, að konan hans yrði ein og yfirgefin í heiminum í blóma lífsins. En þar sem hann var auðsveipur í sinni, sætti hans sig að lok- um við það og gaf sál sína nauð- syninni á vald. Meðan hann lá sína löngu banalegu, sat frú Lú við rúm hans og fullvissaði hann grátandi um, að hún vildi ekki lifa hann, heldur hvíla við hlið hans í kistunni, eins og hún hafði hvílt í sömu rekkju og hann. En þá sagði herra Tu: „Sverðu ekki slíkan eið, kæra kona.“ „Jæja, ef ég neyðist til að lifa þig,“ sagði konan hans, „ef andarnir dæma mig til að líta dagsins ljós án þess að sjá þig, þá skaltu vita, að ég mun aldr- ei heyra öðrum til og einungis einn karlmaður er í mínu lífi, alveg eins og ég hef eina sál.“ En herra Tu sagði: „Heitstrengdu ekkert þessu líkt, kæra eiginkona.“ „Leyfðu mér þá að minnsta kosti, kæri eiginmaður, að sverja þér trúnað í fimm ár!“ „Sverðu heldur ekki slíkan eið, kona góð. Sverðu heldur að þú skulir vera mér trú, með- an jarðvegurinn hefur ekki þornað á gröf minni.“ Frú Lu sór þess dýran eið, Framhald á bls. 4 Verzlunarfólk - Að gefnu tilefni vill Verzlunarmannafélag Reykjavíkur vekja athygli á þvi, að ef frí vegna vinnu á laugardögum er minna en einn heill dagur, skal það frí vera SAMFELLT HELAGRFRÍ, þ.e., eigi skemmra en til kl. 13 á ■mánudögum. Sérstaklega skal bent á að samkvæmt 7. grein kjarasamnings V.R. skal dag- vinnutíminn hefjast kl. 9 að morgni eða að einhverju leyti fyrr. Sú eina undantekning scm heimilar að vinna hefjist eftir kl. 9 að morgni er bundin við kl. 13 á mánudögum, Óheimilt er að láta vinnu hefjast seinna en kl. 9 að morgni aðra daga vikunnar. Sórstök athygli skal vakin á þvi, að dagvinnu lýkur eigi síðar en kl. 18 á föstudögum. VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVIKUR.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.