Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.01.1972, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 21.01.1972, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTÍÐINDI 7 embætti á vegum flokksins. Malenkov grunaði, að hér væri hætta á ferðum. Hann skynjaði storminn, sem myndi geta feykt honum alla leið til Síberíu. En það eitt að grima Bería var ekki nóg. Hann varð að vita áætlanir Bería og — fyrst og fremst — hverjir væru samsærismenn hans, svo að hann gæti kramið þá alla sam- stundis. Það var aðeins ein leið til þess að ná þessu marki: nota hina óseðjandi kynlöngun Ber- ía. — ★“ Þegar leynifundinum lauk, hinn 21. apríl, klukkan tvö um nóttina við Katorskayastræti 3, hafði hverjum félaga Malen- kovs verið fengið sitt hlutverk í undirbúningi að morði Bería og samsærismanna hans. Meska lenko, yfirmaður loftvama í Moskvu, var maðurinn, sem átti að hefja þennan leik um líf og dauða. Þegar hann var kom- inn til skrifstofu sinnar í Kreml, kallaði hann tvo menn úr lífverði sínum til sín. Þessir svo nefndu X-menn voru með- limir í úrvalsherdeildum Sovét- lýðveldanna, sem hann gat full- komlega treyst. Hann gaf þeim nokkrar fyrirskipanir, og sagði þeim síðan að fara til starfa sinna. Klukkan tíu fyrir hádegi þennan sama dag óku þessir tveir X-menn til hins dygga þjóns Bería, Constantin Vasile- vitch. Þeir stungu upp læsing- una að íbúðinni, yfirbuguðu höfuðsmanninn, áður en honum gafst tóm til þess að kalla á hjálp, bundu hann og kefluðu. Meðan annar maðurinn draslaði honum inn svefnherbergið og gætti vandlega að honum þar, settist "hihh við simann. -★- Klukkustundir liðu, og svo varð tíminn að dögum. Þá var það á fjórða síðdegi hinnar ströngu vöku, að síminn hringdi. Þeir könnuðust við fals ettröddina hans Bería. „Það er Vasilevitch, sem tal- ar“, hermdi X-maðurinn eftir. „Durak (auli). Ég ætti að vita það. Útvegaðu mér stúlku í kvöld, á venjulegum tíma, í venjulega herberginu.“ Að svo miklu leyti gekk nú þetta vel. Nú kom næsta skref- ið. Meðan hinn raunverulegi og „aulalegi“ Vasilevitch var í haldi baka til í íbúðinni, ók hinn X-maðurinn nokkrum klukkustundum síðar til að ná 1 tálbeituna, stúlku handa Ber- ia, og sem átti að ginna hann í net Malenkovs. Þessi beita — hin tuttugu og þriggja ára Aam- ara Trofimova — hafði verið mjög vandlega valin. Malenkov var það fyllilega ljóst, að allt valt á samstarfi stúlkunnar. Hún var gallharður kommún- isti, mikill aðdáandi hins látna Stalíns, og hún hataði Bería. SMERS, félagsskapur Bería, hafði drepið föður hennar og bróður, sem báðir höfðu verið liðsforingjar í Rauða hernum. Þessi þjónusta Tamöru við Mal- enkov var kærkomið tækifæri fyrir hana til þess að endur- gjalda Bería. Klukkan tíu um kvöldið tók X-maðurinn hana upp í bílinn sinn á stað, sem áður hafði ver- ið ákveðinn fyrir framan Gorki kaffihúsið, við neðri enda Gorki LÁRÉTT: 45 heill 14 auðlindir 1 skelfileg 48 jók 16 viðbragsfljótur 7 tímabilana 49 fugli 17 úrræðagóðar 12 hljómar 50 sefa 20 dýra 13 draugagangur 52 stúlka 21 frumefni 15 ekki 54 rödd 22 hljóm 16 fansar 55 greinir 23 kyrrlátur 18 utan 56 rómþýður 26 klausturbúi 19 stefna 59 bókstafi 27 vélar 20 beita 60 í 7. himni 31 ótæti 22 ógnar 63 runnateg. 32 venja 24 ílát 65 gap 35 eftirlíking 25 betl 66 væskill 37 minnuga 26 28 tæpt kvæði LÓÐRÉTT: 38 41 ógnar ferskur 29 eins 1 óbyggt 42 hyggst 30 tvíhljóði 2 grastotti 43 nafnbót 31 reykja 3 elska 46 tónn 33 búfénaður 4 skáldaði 47 forsetning 34 guð 5 þegar 51 óviðráðanleg 35 eftirlegukind 6 heillavænlegur 53 leiðslan 36 kallmerki 7 dvali 57 flana 38 eldstæði 8 fugl 58 áverki 39 berast 9 mánuður 61 950 40 greinir 10 keyr 62 450 42 borðandi 11 hinnar 63 tvíhljóði 44 tryllta 12 hirt um 64 tveir Boulevard. Síðan sneri hann ClS-limousine-bifreiðinni inn í nokkrar smágötur, nálgaðist Sadovaya hringaksturstorgið, nokkrum húsaröðum frá Kreml, og ók síðan til Lubjankatorgs- ins. — ★ — Við syðri enda MVD-bygging- arinnar stanzaði hann bifreið sína. „Það eru litlu hliðardyrnar,“ sagði X-maðurinn. „Við skulum vona að lyklarnir gangi að.“ Hann hjálpaði Tamöru út úr bílnum og gekk með henni að litla hliðarinnganginum, sem auðsjáanlega hafði verið til þess gerður að láta ganga þar inn gesti, sem Bería kærði sig ekki um að láta ganga um aðaldyrn- ar. Lykillinn, sem X-maðurinn hafði tekið úr vösum Vasile- vitch, passaði í skrána. „Allt í lagi. Þá skulum við Norður: S: Á K H: D 3 2 T: K D G 6 4 L: Á K D Vestur: S: G 8 7 4 2 H: Á 9 8 6 T: 9 L: 8 5 2 Austur: S: 10 9 6 5 H: 5 T: 10 8 7 L: 9 7 6 4 3 Suður: S: D 3 H: K G 10 7 4 T: Á 5 3 2 L: G 10 Norður gefur. Norður og Suð- ur eru á hættu. Sagnir gengu þannig: V P P P Útspil tígul nía. Spilarinn tók með kóng í borði, spilaði á tromp kóng og síðan á drottningu í borði. Enn N A S 2 T P 2 H 3 G P 4 T 4 H P 6 H P P ganga að lyftunni,“ hvíslaði hann, er þau gengu upp þröngu stigana, sem lágu upp í aðal- íbúðina. Stálbúrið beið þeirra. Tamara gekk fyrst inn. Þá tók X-maðurinn í hinn gamla rofa og fór upp á fjórðu hæð. „Hér ætla ég að skilja þig eft- ir,“ heyrði Tamara félaga sinn segja. „Þetta er biðstofan. Elsk- huginn kemur sjálfsagt von bráðar.“ Hann opnaði dyrnar með öðr- um lykli, ýtti henni þýðlega inn fyrir og hvarf um leið og hann sagði: „Dosvidania“ (Vertu sæl). Tamara settist niður á einn af hinum flosklæddu legubekkj- um. Hún titraði. Allt í einu var dyratjaldi svipt til hliðar rétt fyrir fram- an hana — og Tamara sá. að hún stóð frammi fyrir höfuð- dráparanum sjálfum: Bería. „Ég hef heyrt um ákærurn- ar,“ sagði hann. „Þetta er al- varleg ákæra. Þér vitið, að refs- kom tromp, og Vestur tók á ás- inn. Vestur spilaði blind inn á spaða; og nú varð Suður að komast inn til þess að taka síð- asta trompið. Suður gæti reynt að komast inn á tígul ás, en hætta var á að Vestur hefði spilað einspili út í tígli í byrjun. Annar kost- urinn var sá, að pila tveim hæstu í laufi og trompa drottn- inguna. Spilarinn lét lauf ás úr borði, Vestur henti áttunni og síðan tvistinum í kónginn. Það leit því út fyrir að Vestur hefði átt aðeins tvílit í laufi. Svo Suður þorði ekki að hætta á að hann yfirtrompaði þriðja laufið, og spilaði tígli úr borði. Vestur trompaði tígul ás, og þar með var spilið tapað. Eng- inn mælti orð. „Ég gizkaði vitlaust á,“ sagði Suður afsakandi, en afsökunin var máttvana. Hann hefði alls ekki þurft á neinni ágizkun að halda. Áður en hann fór í trompið í þriðja sinn, átti Suður að taka tvo spaðaslagina í borði og tvo laufslagina. Svo átti hann að koma Vestri inn á tromp ás. Vestur á þá ekki gott með að spila út. Ef hann spilar tígli, tekur Suður á ásinn; ef hann spilar laufi, trompar Suður; ef hann spilar spaða, trompar Suð- ur einnig. Ö 9 10' r, L_ r *1 1“ h *1 r ingin fyrir það, sem þér hafið gert, varðar allt að tíu ára ,,katorga“ (þrælavinnu). „Ég hef ekki sagt eða gert neitt, félagi Bería,“ svaraði Tamara. Hún þurfti ekki að lát- ast vera hrædd. Óttinn hafði gert hana snjóhvíta allt niður á hina fallegu hæla hennar. „Það er ekki yðar að dæma,“ hreytti Bería út úr sér. „Refs- ing yðar verður mjög þung. En ég hef meðaumkvun með yður. Ef þér viljið sýna þakklæti yð- ar, get ég komið því svo fyrir, að málið verði látið niður falla.“ Hann gekk nú nær og lagði handlegginn um hálsinn á Tam- öru. „Við skulum ræða mál yð- ar í bókaherberginu mínu, die- vushka (stúlka mín).“ Eins og flestir rússneskir karl merjn, trúði Bería ,hinu gamla spakmæli, sem segir; „Berðu konuna með hamri, og hún mun breytast í gull“. En hann þurfti ekki að leita til svo gam- als ráðs, hvað Tamöru snerti. Hún lék hlutverk sitt vel. Úr hræddri stúlku, sem grátbændi um miskunn, breyttist hún í hlýðna stúlku og síðar í ákaf- lega kynþyrstan félaga á ástar- sviðinu við ruddalegar aðfarir Bería. Hann var reglulega upp með sér, því þetta hafði aldrei komið fyrir fyrr. Morguninn eft ir, þegar Tamara yfirgaf íbúð hans út um bakdyrnar, sagði Bería við hana: „Ég naut félagsskapar þíns í nótt. Ég vil að þú komir oftar.“ ★ — Stuttu eftir að Tamara var farin, tilkynnti MVD-liðsfor- ingi, að Vasileviteh hefði fundizt — dauður. „Greinilegt er, að hann hefur verið drukk- inn í gærkvöldi. Jafnvel lík hans angar af vodka. Hann ók bíl sínum gegnum járngirðing- una, sem skilur Moskva Boule- vard frá ánni.“ Bería sá ekkert eftir Vasile- vitch að neinu öðru leyti en því, að nú þurfti hann að ráða annan mann í staðinn fyrir hinn látna höfuðsmann. Til allrar hamingju hafði Tamara skilið heimilisfang sitt eftir, og tveim dögum eftir „slys“ Vasilevitch, sendi Bería annan af undir- mönnum sínum til þess að ná í stúlkuna fyrir sig. Tamara var hin ákafasta að koma til hans. Bería var að ganga í gildru, sem honum var ætluð. Heimsóknir hennar urðu æ tíðari, og stundum lét hann sækja hana eigi sjaldnar en þrisvar sinnum í viku. Það var fjórðu nóttina hjá Bería, að henni tókst að ná í upplýsingar, sem voru þess virði að færa þær Malenkov. Um miðnætti var Bería hringd- ur upp frá stöð, sem var utan við Moskvu. „Félagi Artemiev? Við flytj- um 28. júní. Við höfum beðið nógu lengi.“ Nokkrum nóttum síðar, þegar Tamara var með honum, sagði hann: „Það koma tveir gestir til mín í kvöld. Þeir verða ekki lengi. Þú skalt bara bíða hérna þangað til þeir eru farnir.“ ,Þegar Bería gekk inn í næsta herbergi, tókst Tamöru að sjá rétt í svip annan manninn. Það yar Vasily Stajín,. spnur hins dána einræðisherra. Hún vissi ekki, hver hinn gesturinn var, en að svo miklu leyti sem hún gat getið sér til af samtalinu, sem á eftir fór, hét hann Spiri- donov. Þegar hún færði Moskalenko þessar fréttir, sem hann svo aft- ur lét Malenkov í té, var smám saman hægt að fá heildarvitn- eskju út úr hinum ýmsu smá- atriðum. Áætlanir Bería voru sannar- lega dirfskufullar. Mennirnir, sem hann hafði rætt við í sím- anum, voru allt þýðingarmiklir menn í hernum, eða þá félagar þeirra, sem töldu stöðu sinni ógnað af Malenkov. Það voru Pavel Artemiev, ofursti, fyrir- liði Moskvuherdeildarinnar, sem náði yfir eigi aðeins Moskvu sjálfa, heldur og allt Mið-Rússland. Vasily Stalín var yfirmaður lofthers fyrir sama svæði. N. K. Spiridonov var kastalavörður í Kreml. Hinn rauði lögregluforingi hafði kom ið ár sinni vel fyrir borð með því að tryggja sér aðstoð K. R. Similov, yfirhershöfðingja í Moskvu. Hans hlutverk var að taka hina hluta borgarinnar á því augnabliki, sem uppreisnin yrði gerð. Þá, sem voru fylgj- andi Malenkov, átti að taka sem gisla. Allt í einu náðust aðrar upp- lýsingar, sem undir öðrum kringumstæðum myndu enga at hygli hafa vakið; en nú sást allt í nýju ljósi. Starfsmenn Malenkovs í Georgíu upplýstu, að Vladimir G. Dekanozov, inn- anríkisráðherra, og náinn vinur Bería væri farinn að færa Framhald á bls. 4

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.