Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 04.02.1972, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 04.02.1972, Blaðsíða 3
NY VIKUTIÐINDI 3 HITT OG ÞETTA „Þefcta er ekki satfc. Þér ljug- ið, Melanie!“ En konan lagði höndina á hjartastað. „Guð mun hegna mér, ef ég lýg, prestur minn. Ég get full- vissað yður um, að hún hittir hann á hverju kvöldi, strax og systir yðar er háttuð. Þau ganga saman niður með ánni; og ef þér vilduð fara sjálfur þangað niður eftir eitthvert kvöldið, milli klukkan tíu og tólf, þá munið þér sjá það með yðar eigin augum.“ Hann hætti við að skafa hök- una og fór að ganga hröðum skrefum aftur og fram um gólf- ið, eins og hann var vanur að gera, þegar hann þurfti að hugsa um alvarleg málefni. Þeg ar hann loks hélt áfram að raka sig, skar hann sig þrisvar sinn- um, og sárin náðu alveg frá nef- inu og aftur að eyranu. HANN mælti ekki orð af vör- um, það sem eftir var dagsins, því að harmur og sársauki fyllti hjarta hans. Til viðbótar við prestlegan ofstopa gegn ósigr- andi mætti ástarinnar, bættist nú reiði fjárhaldsmannsins, sálu sorgarans og hins andlega föður yfir að vera blekktur og tál- dreginn af barni. Reiði hans átti rót sína að rekja til eigingirni þeirrar; sem foreldrar jafnan fyllast, þegar barn þeirra til- kynnir þeim, að það hafi valið sér lífsförunaut upp á eigin spýtur, og á móti vilja þeirra. Þegar hann hafði lokið kvöld- verði sínum reyndi hann að lesa um stund, en gat ekki fest hug- ann við efnið og æsti sjálfan sig stöðugt meira og meira. Þeg- ar klukkan sló tíu, tók hanp göngustafinn sinn, gildan eik- arlurk, sem hann hafði alltaf með ■ séfsT þógar hann þurfti að finna sjúklinga um nætur. Hann horfði brosandi á þetta góða vopn. um leið og hann sveiflaði því með sterkbyggðri hendi ógnandi 1 loftinu. Hann stóð upp argur í skapi og kast- aði stafnum á stól, svo fast að leggurinn brotnaði í miðju og brotin féllu á gólfið. HANN lauk dyrunum upp og bjóst til að fara út, en stanzaði á þrepskildinum, truflaður af tiinglsljósinu, sem var svo fag- urt að sjaldgæft er að sjá ann- að eins. Hrifning hans var auðvakin. Hrifning, sem sérhver kirkju- faðir, skáld og draumóramaður hlyti að hafa átt. Hann var hræður af mikilfenglegri feg- urð þessarar björtu og kyrru nætur. Litli garðurinn baðaðist í mildri birtu næturinnar. Yfir gangstígana lágu í röðum skugg ar ávaxtatrjánna. Það sást móta ’yrir grönnum greinum með lít- .lfjörlegum laufblöðum. Stór- vaxin geitnablöðin teygðu sig upp yfir múrveggi hússins, og frá þeim lagði sterkan ilm út í tæran kvöldbjarman. Hann dró andann djúpt og lengi og teygaði kvöldloftið eins og drykkjumaður þambar vín, og lagði af stað út í tunglsljós- ið, glaður og hrifinn. Hann fór sér að engu óðslega og var næst- um því búinn að gleyma systur- dóttur sinni. Ekki hafði hann lengi gengið eftir þjóðveginum, þegar hann nam staðar og virti fyrir sér akrana, sem breiddu sig út í þessari elskulegu birtu og hurfu svo í tunglskinsbjörtu nóttina, sem þrungin var munarblíðu yndi. Stutt og skær hljóð heyrð- ust frá froskunum utan úr geimnum, og næturgalinn söng í fjarlægð lög sín, sem vekja draumóra og hrekja hugsanir á brott. Það eru léttir dillandi tón ar, sem eiga einmitt við á heill- andi tunglskinsnóttum, svo að kossahljóðin heyrast ekki. — □ — PRESTURINN hélt áfram göngu sinni. Öll gremja hans var horfin án þess að hann vissi um ástæðuna. Honum fannst allt í einu að hann vera svo þreyttur og máttfarinn, svo að hann langaði mest til að setj- ast niður, til þess að vegsama Guð og þakka honum fyrir það, sem hann hafði skapað. Nokkru neðar, þar sem lítill lækur beygir, var löng röð af aspartrjám. Fíngerð þoka, sem til var að sjá eins og hvítleit móða, er glitraði í tunglskins- geislunum, sveif yfir umhverf- inu og huldi vatnið eins konar þunnri gagnsærri ull. Presturinn stanzaði aftur, hel- gripinn af ómótstæðilegri hugs- un er kom upp í huga hans. Efi og ógreinilegur órói fyllti huga hans. Hann var þess var, að nú kom upp í huga hans ein þessara spurninga, sem honum duttu stundum í hug. Hvers vegna hafði Guð skap- að þetta? Fyrst nóttin var ætluð til svefns, drauma, hvíldar og til að gleyma öllu, hvers vegna hefur þá skaparinn látið hana vera fegurri en daginn, mildari en morgunroðann og kvöldið, og hvers vegna lýsir hann myrkrið upp með hægfara, tæl- , andi tungli, sem er skáldlegra en sólin sjálf. Blíðir og mildir bjarmar tunglsins virðast ein- mitt svo vel fallnir til að vekja geðhrif, sem eru alltof fíngerð og dularfull fyrir sterkt dags- Ijósið. Hvers vegna var þessi slæða breidd yfir veröldina? Hvers vegna fer hjartað að slá þannig, hvers vegna kemst sálin á hreyf ingu og hverfur? Hvers vegna er slíkri fegurð sóað, þegar mennirnir liggja í rúmum sín- um og geta ekki notið hennar? Hverjum getur þessi undarlega leiksýning, þessi dásamlegi skáldskapur, sem frá himnum kemur niður á jörðina, verið ætlaður? Presturinn skildi það ekki. — □ — EN NIÐRI á akrinum komu tveir skuggar fram úr þokuhul- unni undan krónum trjánna og gengu hlið við hlið. Maðurinn, sem var hærri, hélt um háls unnustu sinnar og kyssti hana á ennið við og við. Hin kyrra náttúra, sem umlukti þau sem guðdómleg umgjörð, er einmitt var ætluð þeimt virtist allt í einu hafa lifnað við af nærveru þeirra. Það var eins og þau væru bæði runnin saman í eina veru og að öll þessi blíða og milda nótt væri aðeins sköp- uð vegna þeirra. Eins og lifandi svar við spurningum þeim, er presturinn hafði spurt Drottinn sinn, komu þau í áttina til hans. Hann stóð kyrr, eins og hann væri utan við sig og hjarta hans barðist ótt og títt. Honum Hatturinn og höfuð ritstjórans Aðstoðarritstjóri við eitt af kunnustu tímaritum Bandaríkj- anna kom dag nokkurn með nýjan hatt á skrifstofuna. Með- an hann var inni hjá aðalrit- stjóranum, skoðaði einn af starfsbræðrum hans hattinn, fór út í búðina þar sem hann var keptur og keypti alveg eins hatt, lét jafnvel setja fanga- mark aðstoðarritstjórans á svita leðrið. Það var aðeins einn mun- ur — hann var tveimur númer- um stærri. Þegar hann kom aft- ur upp, skipti hann á höttum. Þegar aðstoðarritstjórinn setti hattinn upp um kvöldið, féll hann ofan í augu. Hann varð undrandi, tók ofan hattinn og skoðaði hann vandlega. Það var ekki um að villast, þetta var hatturinn hans — það sýndi fangamarkið. Daginn eftir kom hann með nýja hattinn, en nú passaði hann ágætlega. Undir eins og færi gafst, skoðaði prakkarinn hattinn og sá þá, að undir svita- leðrinu var þykkt lag af pappír, Hann tók pappírinn úr, setti hann undir svitaleðrið á minni hattinum, og hengdi hann á snagann. Um kvöldið þegar aðstoðar- ritstjórinn ætlaði að setja upp hattinn, kom hann honum ekki nema á bláhvirfilinn. Hann skoðaði inn í hann — og fór í ofboði til læknis. Heilræði Um miðnætti lætur bareig- andi nokkur í New York skilti á barborðið með svohljóðandi áletrun: KONAN YÐAR GETUR EKKI ORÐIÐ REIÐARI EN HÚN ER ÞEGAR ORÐIN. ER ÞÁ EKKI EINS GOTT AÐ VERA HÉRNA ENN UM STUND? fannst sem hann sæi sýnir úr biblíunni frammi fyrir sér. Það var ást þeirra Ruthar og Boas- ar, framkvæmd af Guðs vilja í einu af þeim miklu málum, sem um getur í hinni heilögu bók. I sál prestsins hljómuðu and- heit lofkvæði Salómons um hina líkamlegu þrá, kvæði, sem er ljóðrænn skáldskapur þrung- inn af ást. Hann sagði við sjálfan sig: „Guð hefur ef til vill skapað tunglskinsnóttina, svo að hún yrði fagur hjúpur um ástir mannanna.“ — □ — HANN vék úr vegi fyrir hjónaleysunum, sem stöðugt færðust nær og voru í faðm- lögum. Þetta var sannarlega systurdóttir hans. En nú spurði hann sjálfan sig, hvort hann hefði ekki verið að því kominn að óhlýðnast drottni sínum. Er guði ekki ástin þóknanleg, úr því að hann skapar slíkan dýrð- arljóma utan um hana? Utan um sig og næstum skömmustulegur, flýtti hann sér burtu, eins og hann hefði verið að því kominn að troða sér inn í helgidóm, þar sem hann hafði ekki rétt til að fara inn fyrir þröskuld. Skrýtin gifting Einn einkennilegasti giftinga- siður, sem þekkist, er hjá-Bugi- skynflokknum í Indónesíu. Þessi kynflokkur er Múhameðs trúar og álítur giftingu dóttur- innar merkasta viðburðinn í lífi: hennar. Giftingarathöfnin stendur yfir í þrjá daga, en samkvæmt lögum má brúðurin ekki augum líta nokkurn karl- mann fyrr en eftir að giftingar- athöfnin er liðin. Ennfremur er henni bannað að stíga f^ti sín- um á jörðina þessa þrjá daga, sem brúðkaup hennar stendur. Til þess að tryggja það, að þessum reglum sé fylgt til hlít- ar, er brúðurin sprautuð með deyfilyfi, þar til hún er algjör- lega meðvitundarlaus. í þessu ástandi er hún borin aftur á bak og áfram á öxl föður síns í þrjá daga, eða á öxl einhvers annars, sem þá er höfuð fjöl- skyldunnar. Þegar hún fær aftur meðvit- und, er hún orðin gift kona. ~K Vesalings skotarnir Náttúrulækningafélagið gaf einu sinni út bækling, sem nefndist „Matur og megin“, eft- ir Are Waerland, sem er eins konar trúboði náttúrulækning- armanna í Svíþjóð. Kjöt, fiskur og egg er allt talið varasamt fyrir heilsuna, en höfundur mælir meðal annars með að gerður sé grautur úr ósoðnum höfrum og telur þá hafa ver- ið undirstöðumat Skota meðan þeir voru og hétu. En nú er bágt í efni hjá skozku þjóðinni. Hún hefur horf ið frá hafragrautnum og afleið- ingin er sú, að tennurnar hrynja úr þeim, vöðvabyggingin rýrnar og beinin verða veikari. Og nú er skozka þjóðin und- irorpin líkamlegri hrömun, til- heyrandi magakrömpum, hægðatregðu, mænuveiki og krabbameini. Þetta er einhver hin mesta harmsaga Evrópu. Svo mörg voru þau orð. Matreiðsla Enskur félagsmálaráðgjafi varar alvarlega við því, að ungir karlmenn læri að mat- reiða. Hafi þeir sem sé lært að búa til súpu, steikja buff og baka kökur, telur hann að þeir verði alveg óhæfir eig- inmenn, því þá gagnrýni þeir eiginkonuna sýnkt og heil- agt, og oft endi það með því að hjónabandið fari í hund- ana. Frægnr faðir Ógift stúlka í Frakklandi varð ófrísk — slíkt kemur fyrir. Foreldrar hennar urðu mjög hvumsa og spurðu, hver væri faðirinn. Hún kvað það vera þekktasta manninn í Frakk- landi. „Ha? Kannske það sé sjálfur lögreglustjórinn?" spurði móð- ir hennar. „Ennþá þekktari,“ sagði stúlk an. „Það getur ekki verið borg- arstjórinn?“ spurði faðir henn- ar. „Hann er þekktari en hann.“ „Þá hlýtur það að vera for- setinn,“ sagði móðirin. „Nei, sagði stúlkan. ,,Hann er enn þekktari." „En gefcur nokkur verið þekkt ari en forsetinn?“ sagði faðir- inn og rak upp stó>r augu. „Já, óþekkti hermaðurinn,“ sagði stúlkan. x- Næturvarzlan Forstjórinn fyrir Grand Hót- el í Knattby auglýsti eftir næt- urverði. Jens Ludvigssen sótti um starfið og var kallaður til viðtals við forstjórann. „Ég sé á meðmælum yðar, að þér hafið starfað í Kaup- mannahöfn?“ ...... ,;r „Já, rétt er það.“ „Segið mér, Ludvigssen, hvað gerðuð þér, þegar ölvaðir gest- ir komu?“ „Kastaði þeim út, ef þeir voru með háreysti.“ „En ef þeir voru svo fullir, að þeir gátu ekki gert neirr læti?“ „Þá bar ég þá upp og setti þá í dýrustu herbergin.“ Ludvigssen fékk starfið. GÍTARKENNSLA GÍTARKENNSLA GUNNAR H. JÚNSSON SÍMI 2 58 28

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.