Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 24.03.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 24.03.1972, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDi NÝ VIKUTÍÐINDI Útgefandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjóm og auglýsingar Skipholti 46 (vesturgafl) Simar 26833 og 11640 (prentsmiðjan) Pósth. 5094. Prentun: Prentsm. ÞjóBviljans Setning: Félagsprentsmiöjan Skylduraar við NATO Hingað er nú væntanleg- ur í „kurteisisheimsókn” núverandi utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, Willi- am Rogers. Er talið að heim sókn þessi standi eitthvað í sambandi við endurskoð- un varnarsamningsins. Nú er það vitað mál, að varnarliðið á Keflavikurflug velli er þar á vegum NATO, þótt i það hafi valizt banda- rískir menn. Það er lika augljóst mál, að meðan við erum i NATO þurfum við að uppfylla ýmsar skyldur og kvaðir, sem þvi fylgir að vera i rikjasambandi vestrænna þjóða. Trúlega munu ríkisstjórn- ir NATO-ríkjanna þykja það vera furðuleg ráðstöfun hjá Islendingum, að hafa engan öryggisher, þótt ekki væri nema gegn einhverjum öfgasinnuðum flokki manna sem gætu smyglað til sin vopnum og tekið völd hér af löglegri ríkisstjórn með vopnavaldi. En meðan svo furðuleg og undarleg tilhögun er höfð á, ferst okkur ekki að vandræðast yfir því, þótt er- lendir menn gæti varnar- stöðva NATO hér á landi. Hefðum við á hinn bóginn hergögn og menn, sem kynnu með þau að fara, þyrftum við ekki erlenda hermenn eða sérfræðinga til þess að annast Keflavikur- stöðina. Við gætum annast hana sjálfir. Það er eins og að nefna snöru í hengds manns húsi að minnast á, að við ættum að hafa her eins og aðrar þjóðir. Hvers vegna? Sagan af því, þegar Jör- undur Hundadagakonungur tók hér völd, gæti endurtek- ið sig hvenær sem væri i einhverri mynd og við orðið til athlægis um allan heim. Annað mál er svo það, að ef til vill er tímabært að endurskoða varnarsamn- inginn, því hann gæti verið okkur arðbærari en hann er í dag. Ástæðulaust er að leigja afnot af landi, nema góð greiðsla komi fyrir (samanber Möltu og Spán). Á þetta mætti leggja á- herzlu í viðtölum við helstu ráðamenn i NATO, eins og t.d. bandariska utanrikis- ráðherrann, þegar væntan- leg endurskoðun á samningi SÍGILD GLEÐISAGA 3M á t íi ii #i S v á i #f i \ Pitas Payas hét málari einn í Bretagne. Hann gekk aS eiga unga konu og lifði undursam- legu lífi með henni. En þvi miður stóð það ekki lengi. Áð- ur en fyrsti mánuðurinn var á enda, færði hann frú sinni dapurlegar fréttir. — Ég verð að fara til Fland- ern í viðskiptaerindum, elskan min, sagði hann. — Ég verð að heiman í marga mánuði, en ég skal færa þér þaðan margar íagrar gjafir. Hún var allt. annað en ham- ingjusöm við tithugsunina um aðskilnaðinn. — Ég vildi óska, að þú þyrft ir ekki að yfirgefa mig, sagði hún. En ef þú kemst. ekki hjá því, þá óska ég þér góðrar ferðar, — og gleymdu ekki mér og því, sem þú átt hérna. — Og þú færð heldur ekki tækifæri til að gleyma mér, því að ég ætla að skilja eftir minjagrip, — málaðan á þitt ljósa hörund. Þegar þú sérð myndina þá minnist þú þess, að ,þ<etta er tákn ástar okkar, og láttu það varðveita þig hreina og trúa. — Þú málar það þá, sagði hún og lét silkikyrtilinn falla • af herðum sér, svo að hún stóð nakin fyrir framan hann. Pitas Payas greip pensla sína. Og rétt fyrir neðan nafl- ann á henni málaði hann mynd af litlu lambi. Síðan fór hann leiðar sinnar til Flandern. Hann var að heiman í tvö ár, og hver mánuður var eins og heilt ár í augum eiginkonu hans, sem var einsömul eftir í þessu stóra, ríkulega húsi. Hún varð eirðarlaus og vissi ekki, hvernig hún átti að drepa tímann. Auk þess var hún ung og hafði fengið að kynnast sælunni í hjónabandinu. Ástar annarra karlmanna en eigin- manns hennar hafði hún ekki notið. Og dag nokkurn gafst hún upp á að bíða, og tók ungan elskhuga að borði sinu og rúmi. Og það leið ekki á löngu áður en hann hafði núið burtu seinustu merkin af litla lamb- inu. Þá bar svo til, að bréf kom frá Pitas Payas — þar sem hann sagði, að hann væri að koma heim. Eiginkona hans sendi strax eftir elskhuga sínum. — Flýttu þér, hrópaði hún. Málaðu lítið lamb nákvæmlega um afnot Keflavikurstöðv- arinnar her á góma. En gleymum þvi ekki, að við ættum sjálfir að vera menn til að hafa okkar eig- in menn í helstu ábyrgðar- stöðum þar. ÍÞcssi fjlcttna ag Itcrdówns" riha smásaga er sótt í bóh spánsha rithöfuadarins Juan Mtuis - El tibra de buen awnar — sewn shrifuö var á fjórtándu öld ... þar, sem hitt var, þegar Pitas fór að heiman! Elskhuginn gerði eins og hann var beðinn um — og hann setti listaverk sitt rétt fyrir neðan naflann á henni. En í staðinn fyrir lamb, mál- aði hann viljandi fullvaxta hrút með horn og önnur þau líkamseinkenni, sem slíkum til- heyra. Þegar Pitas kom heim, fann hann strax, að eitthvað var að. Eiginkona hans tók á móti honum kuldalega og jafnvel eilítið hæðnislega, en hann lét samt eins og hann yrði þess ekki var. Strax og því var við komið, fór hann með hana inn í svefnherbergið. — Lofaðu mér að sjá litla lambið, elskan mín, sagði hann. — Og svo förum við að hátta! — Eins og þú vilt, tautaði hún. Ég vona, að þú verðir ánægður. Pitas leit á myndina og deplaði augunum. Hvað í ó- sköpunum var það, sem hann sá, nákvæmlega þama rétt fyr- ir neðan naflann á henni. — Nei, nei, stamaði hann. — Hvað á þetta eiginlega að þýða? Ég málaði þarna lítið saklaust lamb, og nú sé ég þarna fullvaxta hrút! Eiginkona hans leit á hann, og hæðnin í svip hennar virtist færast í aukana. — Hvers vegna ekki? sagði hún. Veiztu það ekki, að lítið lamb vex og verður að stórum hrúti á tveim árum? Ef þú hefðir komið heim fyrr, þá hefðirðu fundið litla lambið alveg nákvæmlega eins og það var, þegar þú fórst. Lærdómurinn í þessari sögu ætti að vekja okkur karlmenn- ina til umhugsunar. Við skul- um ekki vera það lengi í burtu frá konum okkar, að lambið fái horn. 6Í/FSUE6T ÚWai UCQÐ a/S MIPA /Ptfí

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.