Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 15.12.1972, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 15.12.1972, Blaðsíða 7
NY VIKUTIÐINDI þefckt, hvar mörkin lægju fyr- ir offjármögnun í fiskveiðum, og í þessu tilviki í togveiðum. Þegar veiðarfærið, botnvarpan sjálf- hefði ekki tekið neinum verulegum breytingum til auk- inna afkasta, hlyti því að vera takmörk sett, hversu dýr þau skip mættu vera, sem drægju hana. Þetta er grundvallarrann- sóknarefni, sem fiskveiðiþjóð verður að vita deili á. — Hve- nær er skip orðið of dýrt fyrir veiðarfæri sitt? í ellefta og síðasta lagi töldu úrtölumenn heldur lítið klókt að auglýsa fyrir umheiminum stórfellda aukningu togveiði- flota til grunnslóðarveiða, á sama tíma og við vorum að færa út fiskveiðilögsöguna til verndar fiskistofnunum á þess- ari sömu grunnslóð Það, sem úrtölumenn vildu . . . Úrtölumenn vildu vissulega fá skuttogara. Þeir vildu að keyptir yrðu strax, eða sem fyrst, tíu til tólf togarar af tveimur eða jafnvel þremur stærðum og reynslan af þeim síðan höfð til hliðsjónar við á- framhaldandi skipakaup. Hafist yrði handa um að byggja upp góða hafnaraðstöðu, eins og áð- ur segir, t. d. á fjórum til fimm stöðum á landinu, með nýtízku löndunarútbúnaði, því að nauð- synlegt væri að þessi skip tefð- ust sem minnst við land. Auk þess væri bað nauð- LARETT: 45 munntóbak 14 álitna 1 tónverk 48 ónothæf 16 aðgöngumioi 7 rausnarlegt 49 forsetning 17 nirflinum 12 stórvitur 50 söngmenn 20 ótta 13 kalt 52 kennd 21 titill 15 þegar 54 áhald 22 samtenging 16 forustufólk 55 atviksorð 23 leyni 18 forsetning 56 pengingagildi 26 veiðarfæri 19 svelgur 59 guð 27 hlýða 20 meiðsli 60 útlimir 31 skelfing 22 amboð 63 tæpi 32 læri 24 fisks 65 götuhreinsara 35 borgar (sænsk) 25 þungi 66 skertist 37 gá 26 sorgbitin 38 þramm 28 ljúka LÓÐRÉTT: 41 jurtarhluti 29 skammt 1 tvístra 42 ársupphafi 30 athuga 2 skammst. 43 gizka 31 skelfing 3 bílafyrirtæki 46 ending 33 fæði 4 hundurinn 47 hvíldist 34 forsetning 5 tónn 51 hugarburður 35 hræðilegasti 6 fölur 53 skjótur 36 líkamshluti 7 mynni 57 dimmviðri 38 tvíhljóði 8 gildur 58 almáttugur 39 athafnasvæði 9 guð 61 lyfseðill 40. töluröð 10 áhald 62 guð 42 handsama 11 tuldraði 63 fersk 44 spjót 12 ójafnan 64 1001 KROSSGATAN synlegt fyrir áframhaldandi aukningu togveiðiflotans, að það næði að myndast kjarni þjálfaðra togarasjómanna á nokkrum stöðum, þannig að ekki þyrfti að smala þeim sam- an héðan og þaðan af landinu og alltaf ríkti óvissa um, hvað þeir héldust lengi á staðnum og eins líklegt væri að þeir hyrfu burtu, þegar verst gengdi, heim til að heyja eða róa til færa á trillu. — Það verður aldrei hægt að reka togaraútgerð af viti með hlaupavinnufólki úr öðrum stöðum. Einnig sögðu úrtölumenn, að nauðsynlegt væri að hafa tog- arahafnirnar fáar, til þess að þar næði að safnast saman það viðgerðarfólk, sem tiltækt væri, og úrtölumenn vildu að gengið væri strax að því með oddi og egg að þjálfa viðgerðarfólk fyr- ir hinn mikla rafbúnað nýju skipanna, því að góð viðgerð- Með Loftleiðum íallaráttir Hraðferðir með DC-8 þotum aS heiman og heim eru þægilegar. Ákvörðunarstaðurinn er sjaldnast langt undan. Flug rneð DC-8 þotum Loftleiða sparar bæði tíma og peninga, en gleymið ekki, að þjónustan um borð er frábær. Um það eru allir sammála. Notið fjölskyldufargjöld Loftleiða og takið fjölskylduna með yður f vetrarfríið eða innkaupaferðirnar. Jólafargjöldin gllda fyrir ferðlr tll íslands, frá um 35 stöðum í Evrópu, allan desembermánuð. LOFTLEIÐIR arþjónusta væri eitt megin- atriði fyrir rekstri þeirra. Þá vildu úrtölumenn að und- inn yrði bráður bugur að ein- hverjum þeim breytingum á skólakerfinu, sem leitt gæti til þess, að ungir menn tækju að stunda sjóinn meir en nú ger- ist, þegar svo má heita að það rétt hangi í því, að fjöldi sjó- mánna haldist sá sami frá ári til árs, og um fjölgun sé ekki að ræða. — í þessu sambandi töldu úrtölumenn nauðsynlegt, að sjómennskan yrði viður- kennt námsfag í skólakerfinu og síðan jafnframt iðnaðarfag. Þá töldu úrtölumenn sjálf- sagt að reynt yrði að byggja a.m.k. minni gerð togveiðiskip- anna innanlands, þegar reynsl- an hefði sýnt, hvað hentaði okkur bezt, heldur en leita til þjóða, sem sumar hefðu miklu minni reynslu af togveiðum en við og þekktu lítið hér til að- stæðna. Úrtölumenn vildu og láta rannsaka það ýtarlega, hvernig fiskifloti landsmanna yrði sem bezt nýttur, og ekki aðeins sá, sem kemur nýr, heldur einnig sá, sem fyrir er, því að það er langur vegur frá því, að hann sé allur nýttur sem skyldi. Nýt- ing nokkurs hluta flotans er kannske allt niður í 50% vegna ýmissa hindrana, svo sem mannaleysis, rekstrarfjárskorts, óhagstæðra kjarasamninga (skipin látin hvíla sig um helg- ar eins og skipshöfnin, i stað þess að vera með afleysingar- menn, sem auðvitað strandar á því fyrst nefnda — sífelldum mannaskorti á flotanum), skipu lagsleysis í sókninni, hreppa- pólitíkur í nýtingu miðanna og fleira þess háttar. En umf ram allt, sögðu úrtölu-1 mennirnir, verður að tryggja fiskiflotanum nægjanlegt fjár- magn — og vinnuafl, til þess að reksturinn geti gengið snuðrulaust fyrir sig. Ef þessum grundvallarskilyrðum er ekki fullnægt, er öll aukning flot- ans unnin fyrir gýg. En þótt skoðanir séu skiptar og mörgum finnist ekki rétt að staðið, hljóta alhr að óska og vona að betur fari en horfi og farsæld fylgi framegis íslenzk- um sjávarútvegi. BRIDGE- ÞÁTTUR Norður: A 4 ¥ ÁD53 ? 107 62 * G653 Vestur: Austur: A 6 A D53 2 ¥ 109 8 7 ¥ KG62 ? 95 3 ? K84 * D 10 742 *Á9 Suður: * ÁKG10987 ¥ 4 ? ÁDG A K8 Suður gaf. Sagnir gengu þannig, að Suð- ur opnaði á 2 sp., Norður sagði 3 hj., Suður 3 sp., Norður 3 gr. og Suður 4 sp. Vestur og Austur sögðu alltaf pass. Útspil — hjarta 10. Suður tók með Á í blindi og hugsaði sig vel um, í hvaða lit hann ætti að fara. Hann gat reynt að svína spaða G, eða tígli, eða spila á lauf K. Suður vissi vitanlega ekki þá, að legan í öllum þessum litum var honum hagstæð —¦ _ nema hvað tromp-drottningin var þrælvölduð. En sá á kvöl- ina, sem á völina, enda kæmist blindur naumast aftur inn. Endirinn varð sá, að hann reyndi svíningu í trompi. Hún gekk, en D féll ekki í. Suður tók þrjá trompslagi og spilaði svo fjórða spaðanum undir D. Austur lét út lágan tígul, sem Suður tók með D. Hann tók á tígul Á, en K féll ekki. Þá spilaði Suður tígul G. Nú lét Austur út hjarta K, sem Suður trompaði, og svo varð hann að gefa tvo slagi á lauf að lokum. Eins og spilið fór, svínaði Suður í spaða og tígli, en ein svíning var ekki nóg í hvorug- um litnum. Einungis í laufi var ein svíning nægjanleg. Suður átti að spila laufi úr blindi eftir fyrsta slaginn. Ef hann fær á K í laufi, vinnur hann spilið, því hann má gefa einn slag í laufi, einn í tígli og einn í spaða. Svíning í spaða eða tígli bætir ekkert fyrir honum jafnvel þótt hún heppnist.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.