Ný vikutíðindi - 27.07.1973, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTÍÐINDI
7
Sleðarnir voru mjög hlaðnir,
og færið kom okkur á óvart á
ýmsan hátt. Frá 78 gróðum
til 30 norðlægrar breiddar, á
að gizka 30 danskar mílna veg-
arlengd, varð á vegi okkar
skriðjökull, sem olli okkur
miklum erfiðleikum með
sprungum og gjám, svo að
halda varð úr einni átt í aðra.
Hundarnir féllu niður í gljúf-
ur þessi, og það verð að draga
þá upp á taumunum, en sleð-
arnir urðu fyrir skemmdum.
Skömmu norður komum við
að fuglabjargi, Mallemuk-fjall-
inu, sem gaf til kynna, að þar
væri íslaus sjór ár hvert. Á
þeim stað rákust sleðamenn-
irnir einnig á bjarndýr, sem
veiddu, og það var mikil til-
breyting á annars tilbreyting-
arlausu ferðalagi hingað til. Á
þessum stað snéru tveir menn
aftur til aðalstöðvanna, því að
hlutverki þeirra sem aðstoð-
armanna var lokið. Sleðarnir
komust fram með Mallemuk-
fjalli utanverðu á þunnum, ný-
lögðum ís.
Leiðangursmenn urðu nú æ
meira undrandi á hinni öld-
ungis óvæntu stefnu, sem
ströndin tók. Hún lá stöðugt
austar, í stað þess að beinast
vestur á við. Þetta var einkar
athyglisvert, en ekki að sama
skapi þægilegt. Þetta haggaði
allri áætlun á þann hátt, að
ferðin lengdist, auk þess sem
birgðir þrutu óhugnanlega ört
og hundar og menn þreyttust.
Þegar komið var í Amdrups-
land, á 80 gráðu og 43 norð-
lægrar breiddar, héldu enn
aðrir tveir sleðar suður á bóg-
inn. Þeir skyldu gera athugan-
ir og mælingar á heimleiðinni,
eins og hinir tveir f.yrri. Nú
var kominn 27. apríl.
Að lokum þ. 29. sama mán-
aðar fóru hinir sex sleðarnir,
sem eftir voru, og hundarnir
fimmtíu og þrír, fyrir norð-
austurbauginn á Grænlandi,
og 1. maí var bersýnilegt, að
ströndin lá í vesturátt.
Þar skildu sleðahóparnir.
Annar hópurinn, þeir Mylius-
Erichsen, Höeg Hagen og
Jörgen Brönlund, hélt í vest-
urátt, en þeir J. P. Koch, Aage
Bertelsen og Tobías tóku
stefnuna til norðurs, í áttina
að Peary-landi, skaga þeim
sem myndar norðurhluta
Grænlands. Þar lentu þeir
Kock á miklum moskusveiðum
7. og 8. maí, og varð það bæði
þeim til skemmtunar og ör-
unar, hundum jafnt sem mönn-
um.
Þann 12. maí fóru þeir fram-
hjá einni Pearysvörðunni og
komust þann 14. að sjálfu tak-
mark.inu, Bridgeman-höfðanum
á 83. og 1/2 gróðu norðlægrar
breiddar, þar sem þeir reistu
vörðu Danmark-leiðangursins,
og paðan sem heimferðin síðan
hófst.
Ströndin var korlögð, eins
og annars staðar á ferðalaginu,
og á heimleiðinni var aukið
við mælingarnar og athugan-
irnar, eftir því sem tími og
tækifæri leyfðu.
— ¥ —
SLEÐAFERÐIR af þessu
tagi eru að sjálfsögðu ekki eins
auðvaldar og þær líta út fyrir
í stuttri frásögn sem þessari.
Maður setzt ekki á sleðann,
slær í hundana og ekur á
hraðri ferð beint á áfangastað-
inn — heldur er mikið erfið
við koma sleðunum áfram —
þeim er ýtt, og það er togað í
þá, og hundataumarnir verða
þungir og óþjálir af ísingu.
Fyrir kemur, að sleðar brotna
og þeir eru njörvaðir saman.
Þar sem enginn bor er tiltæk-
ur, skýtur maður götin í sleða-
meiðana með byssukúlum, til
að geta komið sýlunum í gegn.
Og ekki má gleyma því, að
sjúkdómur, bæði meðal manna
og hunda. Eitt sinn henti það,
að sleða-ekill okkar fékk óvið-
ráðanlegt harðlífi, og var ekk-
ert annað ráð en að nota olíu-
trektina, þegar honum var sett
stólpípan; hver og einn verður
að biarga sér sem bezta hann
getur.
Daglegur skyldur, eins og
matseld, tjöldun, hundagæzla
o.fl., fellur í hlut ekilsins, svo
að hann er sæmilega þreyttur,
þegar svefnpokinn er honum
loks tiltækur. En það tekur
hann að auki hálftíma að þíða
frosinn svefnpokann, áður en
hann getur lagzt niður í hann.
Að tilviljun hitti hópur
Kochs þann 28. mai hóp Myli-
us-Erichsens við Rigsdags-
höfða. Hóparnir tveir dvöldust
á sama stað næturlangt, en
daginn eftir hélt hópur Kochs
af stað í áttina til skipsins.
Hina erfiðu leið undir
Mallemuk-fjalli tókst hinum
snjalla sleðamanni Tóbíasi að
komast með ýtrustu gætni og
kunnáttusemi.
Ferð sinni luku þeir þ. 24
júní, einmitt um það leyti sem
árnar tóku að vaxa. Hinir
hóparnir höfðu komizt heim
þ. 13. og 31. maí. Á allri þeirri
leið, sem nú hafði verið~lögð ■
að baki, fundust birgðir 'handa^'
forustuhópnum á heimleiðinni.
Þeirra manna var beðið hjá
skipinu og búizt við þeim á
hverjum degi.
ÞANN 1. maí hafði Mylius-
Ericnsen og menn hans haldið
vestur á bóðinn, eins og áður
er sagt. Þeir fóru með strönd-
inni, sem brátt lá til suðurs, —
að því er þeir héldu í áttina
að takmarki þeirra, Glacier-
höfða þaðan sem hægt var að
mæla að Pearysvörðu á Navy
Cliff.
ið samkvæmt áætlun, ef heim-
ferðin hefði gert það líka. En
þeir gerðu nefnilega þá merki-
legu uppgötvun, að Independ-
ence-sund, sem þeir fóru yfir
á ís, var í rauninni alls ekkert
sund, eins og Peary hafði stað-
hæft, heldur fjörður, þar að
engin tengsl voru við Peary-
skurðir.n, sem heldur var ekki
von, því að sá skurður var alls
ekki til. Hann var aðeins
snævihulinn landshluti, sem
Peary hafði haldið vera mjóan
skurð séð úr fjarlægð.
Sennilegt er, að gleðin yfir
þessari uppgötvun, gleði vís-
indamannsins, hafði orðið slík,
að þeir hófu nákvæmar rann-
sóknh’ og mælingar fyrir botni
Indendence-fjarðar og frestuðu
heimför sinni fram yfir það,
sem ætlað var. Alltént komu
þeir ekki til Danmark-fjarðar
fyrr en 13. júní, og voru þá
bæði menn og hundar sljóir og
máttvana af næringarskorti.
Þeir gerðu nú tilraun til að
komast yfir fjörðinn, í því
skyni að ná í birgðirnar hand-
an við, en rákust á vatnsegl
oran á ísnum og neyddust til
að snúa við.
Þar með hófst nýýr þáttur
í þeirri raunasögu, sem raun-
verulega byrjaði, þegar strönd
Grænlands reyndist liggja í
austur en ekki í vestur, og
hélt áfram með ferðinni til
Danmark-fjarðar og þeirri upp-
götvun, að Peary-sundið var
blekking ein.
Mennirnir neyddust til að
setjast að sumarlangt, þar sem
þeir voru komnir og treysta
algjörlega á moskusnautaveið-
ar. Ef þetta reyndist oftrú á
hamingjuna, hlaut ævin að
verða ströng — og það reynd-
ist oftrú.
Frá þessu greinir dagbók
Jörgens Brönlunds, er fannst
á líki hans vorið eftir.
Þeir kölluðu bækistöðvar
sínar „Sumarhús", — en í
rauninni var það sultarhús.
Þeir lifðu mesta eymdarlífi,
því þá vanhagaði um flest:
fótabúnað, eldivið, áhöld til
viðgerða, fatnað. Sumarið var
kalt: ísingsrigning og rok, og
jafnframt var sjórinn ólagður
svo að engin leið var að kom-
ast ti1 betri staða.
Þeir átu hundana sína, en
voru eftir hverja og eina mál-
tíð hugraðri en áður.
Að lokum gripu þeir það til
þess ráðs að skríða upp á jök-
ulinn og freista þess að kom-
ast þannig heim á leið; þá áttu
þeir fjóra hunda eftir. Þetta
var þ 19. október — og myrkr-
ið að skella á.
Fyrirfram mátti sjá, aðþetta
væri þeim ofvaxið, enda reynd-
ist það svo. Gera má ráð fyrir
að í fyrstunni hafi ferðin verið
sæmileg, því að þeir virðast
hafa komizt um eina danska
mílu á dag. En þegar þeir
leituðu ofan af jöklinum aftur
og út á hafísinn, — frá Krist-
jáns landi krónprins og út
milli Kovgaardseyjar og Lam-
bertsiands, — komust þeir í
vakir og ófærur. Og þar sóuðu
þeir þeim litlu kröftum, sem
eftir voru. Samt tókst þeim
að komast niður á ísbreiðu
Ni-og-halvfjerds-fjarðar, og þar
settu þeir upp síðustu tjld-
búðir dauðans.
ÞARNA lézt Hagen þ. 15.
nóvember og Mylius-Erichsen
á að gizka þ. 25. — Ætla má,
að veðrið hafi gert sitt ýtrasta
til að fiýta fyrir hinum hörmu-
legu endalokum, því að um
þetta leyti skali á á þessum
slóðum einhver heiftarlegasti
Framhald á bls. 4
I LÆKJARHVAMMI
HÓTELSÖGU
Þeim varð þó brátt Ijóst, að
þeir voru komnir að firði, er
þeir gáfu heitið „Danmark-
fjörður“, en þá voru hundarnir
orðnir örþreyttir, ogberja varð
þá áfram með svipum; nauð-
synlega var einnig að fara í
veiðiferð upp í landið. Þann
17. mai rákust þeir á tuttugu
og einn moskusuxa, og ásig-
komniag þeirra félaga var all-
sæmilegt, er þeir hittu hóp
Kochs þ. 28 maí, við Rigsdags-
höfða.
Þeir kváðust mundu halda
áfram í nokkra daga vestur á
bóginn. Þeir voru með tuttugu
og prjá hunda, moskusnauta-
kjöt til fimm daga og þriggja
daga birgðir handa hundunum
auk þess sem þeir höfðu
geymdar kjötbirgðir í Dan-
mark-firði. Ekkert virtist því
mæla á móti því, að þeir héldu
áfram og lykju við þau verk-
efni, sem þeim hafði verið
fengin að leysa.
Þegar þeir höfðu komið að
enn einum firði, Hagens firði,
náðu þeir Glacier-höfða þann
1. júní, og myndi allt hafa far-
KVÖLDVERÐUR í STJÖRNUSAL
DANS í LÆKJARHVAMMI
Nú geta matargestir í Stjörnusalnum jafnframt pantað borð í nýjum og
glæsilegum sal, Lækjarhvammi, og skemmt sér þar fram eftir kvöldi.
Matur í Stjörnusalnum og dans í Lækjarhvammi gera sunnudagskvöld að
skemmtilegri stund.