Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 08.02.1974, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 08.02.1974, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI NÝ vikutíðinði Útgefandi og ristjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjóm o_ auglýsingar: Hverfisgötu 101A, 2. hæð. Sími 26833. Pósth. 5094. Prentun: Prentsm. Þjóð- viljans. Setning: Félagsprentsm. Myndamót. Nýja prent- myndagerðin. Samningar Nú eru liðnir þrir mánuðir siðan að samningar verka- lýðsfélaganna runnu út. AIl- an þennan tíma hefur ekki náðst neinn umtalsverður árangur i samningaviðræðun- um enda hafa fundir verið slitróttir og stuttir. Atvinnu- rekendur hafa verið tregir til að koma með ákveðið hækk- unartilboð og hyrjuðu venju samkvæmt á þvi, að lýsa yfir að ekki væri hægt að greiða hærri laun en nú væri gert. Þennan söng hafa þeir jafnan kyrjað við hverja samninga- gerð og ástæðulaust að taka hann alvarlega. En þótt samkomulag kunni að nást um beinar kauphækk- anir er málið ekki þar með í höfn. Verkalýðsfélögin liafa lagt á það áherzlu, að ríkis- stjórnin beiti sér fyrir því að skattalögunum verði breytt og mestu skattaáþjáninni verði aflétt. Ennfremur er þess krafist, að ríkisstjórnin beiti sér fyrir raunhæfum að- gerðum til að koma lagi á húsnæðismálin. Hvorugt þessara atriða hafa hlotið undirtektir hjá ríkisstjórn hinna vinnandi stétta, eins og hún kallar sig. Hver dagurinn af öðrum líður án þess að stjórnin leggi fram frumvörp um úrbætur i þess- um málum. Ráðherrarnir láta eins og þcir viti ekki af þess- um réttlætiskröfum verka- lýðsfélaganna og langlundar- geð verkalýðsforustunnar er með ólíkindum. En brátt mun stjórnin taka til liöndum og reyna að stuðla að kjarasamningum. Því mið- ur er ekki ástæðan sú, að rílt- isstjórnin beri hag launþega svo mjög fyrir brjósti. Ástæð- an er sú, að nú liggur rikis- stjórnin á mörgmn hækkun- aráformum sem hún ætlar sér ckki að láta koma til fram- kvæmda fyrr en búið er að semja við launþega. Það hef- ur lengi verið iðkað, að rétt eftir kjarasamninga er skellt á stórfelldum verðliækkunum og er þessi rildsstjórn ekkert frábrugðin öðrum í þeim efn- um. Verkalýðsforingjarnir eru eins og lömh sem leidd eru til slátrunar. Þeir vita vel um þessi áform stjórnarinnar en hreyfa ekki legg né lið, enda eru núverandi foringjar verkalýðsins gróðahyggju- menn í feitum embættum og Grálynda hjúkrunarkonan Líkt og í draumi horfði Ernie Winston á stoðina brotna. Hann stóð einn í öðr- um enda jarðgangnanna, þeg- ar stoðin brotnaði. Hún söng í sundur, ef svo mætti að orði komast. Endinn á stoðinni slóst í legginn á honum. Síðan fann hann, hvernig allt fylltist af mold í kringum hann, og þeg- ar hann ætlaði að opna munn- inn til að æpa, þá fylltist hann af mold. — Ég sé víst aldrei sólina meir, hugsaði hann — reyki ekki meira, drekk ekki meiri bjór, ligg ekki oftar með kven- fólki . . . Hann missti meðvitund og vissi ekki meira af sér, fyrr en hann heyrði óljóst ein- hverjar undarlegar raddir hjá sér og fann, að honum var lyft upp. Þegar hann vaknaði að fullu sá hann, að hann lá á borði í snjóhvítu herbergi. Eins og hann hafði eitt sinn gert í or- rustu, þá rannsakaði hann alla líkamshluta hvern fyrir sig. Handleggirnir virtust í lagi, engar umbúðir um höfuðið, rifbeinin virtust óbrotin, mið- hlutinn allur á sínum stað . . . en hvað var að fætinum? Hægri fótur hans var allur reifaður upp að hné. — Hreyfðu þig ekki, heyrði hann hranalega konurödd segjó, — néma þú viljir brjóta eitthvað fleira? Jane Darby, hjúkrunarkona tók hönd hans hranáléga, lagði hana á brjóst honum og gekk síðan í burtu. Eins og ævin- lega var hjúkrunarsloppur hennar velstrokinn og hvítur. Á höfði hafði hún hvíta hjúkr- unarhettuna, og svart hár sitt hafði hún undið í hnút. Augu hennar voru þau dekkstu, sem Ernie hafði nokkru sinni séð, og hörund hennar var sítr- ónugult. En Ernie vissi fleira um klæðnað Jane Darby hjúkrun- arkonu. Sloppurinn var þunn- ur, — undarlegt að manneskj- an skyldi ekki hafa athugað það, — en það mátti vel greina örþunnar undirbuxur, og svarta brjóstahaldara imdir sloppnum. Ernie hafði séð, þegar Dar- by hjúkrunarkona kom fyrst til starfa hjá byggingarfirm- anu. Hún hafði leyst af hólmi gamla skrunku, sem hafði starfað þar í sjö ár. Frá því fyrsta hafði hún verið kulda- leg í viðmóti, en mjög rösk. Þegar Ernie hafði séð hana að störfum í sjúkravagni fyrir- tækisins, hafði hánn gert sér hægt um hönd, farið inn og kvartað um afleitan höfuðverk (sem hann auðvitað hafði eng- an og vonaði að hanp fengi aldrei).. Hún sagði: — Nafn, númer, starf. Hún hafði horft á eyðublað- ið, sem hún beið eftir að út- fylla með blýantinum í hend- inni. Þegar nokkurt hlé varð á boruninni hjá þeim næsta dag, sagði hann yfirverkfræðingn- um, að hann ætlaði að athuga betur nokkrar teikningar, og flýtti sér út í góða veðrið. Harin tók beina stefnu þang- að, sem hann vissi að ungfrú Darby hjúkrunarkona var að störfum. Hann komst viðstöðu- laust að sjúkraborðinu, þar sem ungfrú Darby sat og at- hugaði brákaðan fót á verka- manni. Ernie lagði smáhlut á borðið hjá ungfrúnni, án þess mörgum nefndum. Aðeins aukastörfin færa þeim tekjur sem eru á við árslaun verka- manns. Þeir hafa ekki í huga að missa hitlinga sína, og ef ekki verður gripið til aðgerða af hálfu hinna óbreyttu í verkalýðssamtökunum , mun bilið milli há- og l'.gstétta þjóðfélagsins breikka að miklum mun þegar samning- ar verða undirritaðir. — Nafn mitt er Ernie Win- ston, en vinir mínir kalla mig Ernie, og vinkonur mínar, mjög góðar, gefa mér stund- um annað nafn . . . — Gjörið svo vel að svara spurningum mínum. Það eru fleiri sem bíða, og það getur verið að einhverjir þeirra sóu raunverulega veikir. Jæja, númer og . starf. — Látum okkur sjá, viná, númerið er 106875, og þeir kalla mig Jarðgangna-verk- fræðinginn. Reyndar er ég nú skítmokari, það er varla ann- að en allt og sumt. — Hvers eðlis eru verk- irnir? — Það er þessi blindandi höfuðverkur, vinkona. — Hvar er hann? Að fram- anverðu? — Já, það er rétt. Ég hefi hann hérna . . . Eigið þér eitthvað handa mér við þessu? — Takið þessar töflur eins og fyrirskipað er. Þér þjáizt kannske lítilsháttar að súrefn- isskorti. Ef þessar pillur hjálpa ekki, þá verðum við að tala um þetta við lækni. Verið þér sælir, Winston, og biðjið næsta mann að koma inn. — Sjáumst aftur, ungfrú Darby. Eruð þér viss um að það sé ekkert, sem ég get gert fyrir yður, til dæmis keypt smádrykk handa yður að lok- inni vinnu? — Næsti! — ★ — Ernie Winston ákvað þá strax með sjálfum sér, að hann skyldi brjóta þennan ís- mola. Hann hafði sprengt margan granítklettinn í smátt, svo að honum ætti nú ekki að verða um megn að hrista svoldið til eina litla hjúkrun- arkonu. Að leyfa sér annað eins og að segja: „takið þess- ar pillur, og síðan — næsti! við hann, Ernie Winston. Þegar vinnu var lokið þenn- an dag, fór hann inn í leik- fangabúð og keypti smáhlut. að hún tæki eftir því, og þessi smáhlutur fór umsvifalaust af stað. Þegar ungfrú Darby varð vör við, að eitthvað var að nugga sér upp að henni, þar sem hún sat við borðið, gerði hún þrjá hluti í einu: hún æpti, hún stökk upp á borðið og hún kippti pilsinu langt upp á læri. i^rt Mús, mús æpti "hún, en enginn af karlmönnunum leit í átt til músarinnar. Þeir voru að virða fyrir sér sokkabönd ungfrúarinnar og læri hennar, sem voru aldeilis prýðilega löguð. Ernie Winston greip músina og hélt henni upp á stýrinu fyrir framan hjúkrunarkon- una. — Þetta er nú villidýrið, sem þú ert að öskra útaf, sagði hann, — þetta ævagamla leikfang. — Hættu, hættu, fábjáninn þinn, öskraði hjúkrunarkonan og dansaði á borðinu. — Kast- aðu þessu út, kastaðu þessu út! Ernie greip músina, stakk henni í vasa sinn og gekk hlæjandi burt. Mennirnir, sem biðu aðgerðar, ráku allt í einu upp skellihlátur, sem bergmál- aði í langri fjarlægð. Þegar ungfrú Darby heyrði hlátur- inn, og sá svipinn á mönnun- um, varð henni allt í einu ljóst, að hún hafði verið höfð að háði og spéi með þessu ævagamla bragði. — Ógæfusama, daunilla og skítuga skepnan þín, æpti hún á eftir Ernie og það var nýr tónn í rödd hennar, sem kom hlátrinum til að þagna. — Ég skal launa þér þetta, þó að það kosti mig lífið. — ★ — Nú lá hann þarna ósjálf- bjarga á borðinu með fótinn í gipsi og sá hana ganga til sín með sprautu í hendinni. Hann hafði aldrei séð aðra eins grimmd í kvenmannaug- um fyrr. — Læknir, æpti hann, og maður í hvítum klæðum kom hlaupandi framan af gangin- um, — ég vil komast héðan. Ég vil fara heim. Ég vil eng- ar sprautur, engar pillur og umfram allt engar hjúkrunar- konur. Ef ég verð ekki kom- inn heim eftir hálf-tíma, þá skal ég mölva hvern einasta hlut hér inni, þó að ég sé fót- brotinn. Ernie Winston var kominn heim eftir tuttugu mínútur. Hann samdi við veitingamann í grendinni, að hann matreiddi fyrir hann, og fékk síðan dótt- ur hans, góða og indæla stúlku, til að taka til í íbúð- inni. Hann samdi einnig við áfengissöluna, og þvottahúsið og settist síðan við gluggann til að bíða þar í þrjá mánuði með fótinn í gipsi. Þetta vandist fljótlega. Löngu áður en slysið varð, hafði hann leikið sér að því, að útbúa ýmislegt heima hjá sér á dálítið óvenjulegan hátt. Hann var verkfræðingur, og alls kyns útbúnaður var hon- um mjög að skapi. Á kvöldin, þegar hann var einn, hafði hann haft það sér til dund- urs, — því að pipasveinar verða alltaf að hafa sér eitt- hvað til dundurs á kvöldum, — að gera ýmsa hluti þannig, að hann gæti fjarstýrt þeim úr stólnum sínum. Hann gat til dæmis, með því að nota slökkvara, opnað eða lokað gluggum í herbérginu. Hann gat opnað eða aflæst dyrun- um úr stólnum, þar sem hann sat. Hann gat, með því að styðja á takka, hitað sér kaffi frammi í eldhúsi. Á hverjum morgni setti hann fulla viskí- flösku við stólinn sinn, og hún var ævinlega tóm að kvöldi, þegar hann hökti í rúmið. — ★ — Hann skipti flöskunni ævin- lega í fimm hluta, og hann var búinn með fimmta hlut- ann og vel það, þegar hann sá hana koma. Hún var klædd í hvíta hjúkrunarsloppinn, en með dökka húfu og hafði VWVWrtWWWWWVWWI Ráðning á krossgátu á bls. 7. LÁRÉTT: 1 skellur, 7 mál- dagi, 13 kakan, 14 ósa, 16 valan, 17 árin, 18 minn, 19 tinds, 21 æra, 23 hangi, 24 að, 25 skáp- urinn, 26 il, 27 ana, 28 an, 30 a a a, 32 spá, 34 eg, 35 píkuna, 36 sepann, 37 op, 38 afa, 40 far, 41 næ, 43 ark, 45 mí, 47 nunn- urnar, 49 át, 50 etjar, 52 slá, 53 taska, 55 taut, 56 stoð, 57 ill- ir, 59 maí, 61 nauma, 62 nauð- aði, 63 skýrðar. LÓÐRÉTT: 1 skátanna, 2 kar- ið, 3 ekin, 4 lands, 5 K N, 6. ró, 7 MA, 8 LV, 9 daman, 10 alin, 11 gangi, 12 innileg, 15 struns, 20 skraufþur, 21 æpa, 22 ara, 23 hnappagat, 29 upp, 30 aka, 31 ana, 32 sef, 33 áar, 34 enn, 37 ormetin, 39 krulla, 42 ættað- ar, 43 ans, 44 krá, 46 ítala, 47 natið, 48 rasar, 49 ákoma, 51 julu, 54 stuð, 58 Ra, 59 MI, 60 ís, 61 ný.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.