Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 15.02.1974, Síða 6

Ný vikutíðindi - 15.02.1974, Síða 6
6 NY VIKUT ÐINDI dýrmætar upplýsingar. Þinn einlægur, Kestheny. Og svo var það 18. júní„ sem Mackay reyndi næst í sam- kvæminu hjá Alida Fiametta greifadóttur, en eins og áður er sagt mistókst sú tilraun lika. Kestheny var bjargað á síðustu stundu úr sundlaugiríni En nú fór Kestheny ' að slá frá sér, og rak hver morðtil raunin á Máckay aðra. Honum tókst samt alltaf að sleppa. o- sködduðum, og hélt áffram að brjóta heilann um, hvernig hann gæti drepið Kestheny. • LOKS er það einn dag, þegar hann er sem oftar að blaða í gegnum myndaalbúm sitt, ,að honum verður starsýnt á mynd aff ungri stúlku, allsberri. Hún snýr að honum baki, og hann man ekki með nokkru móti, hver þetta er. Samt fer það svo, að hann fiskar það upp, og um leið kemur honum í hug öndvegis ráðagerð til að koma Kestheny fyrir kattarnef. Skömmu áður en þetta var, hafði honum borizt, „að gjöf“, smá plata á stærð við fimmeyr- ing. Inni í þessari plötu var komið fyrir sprengiefni í sam- bandi við móttökutæki, sem hægt var að setja á stað með venjulegu útvarpssenditæki. Sprengingin var nægilega öflug til að gera mann meira eða minna vankaðan, og því hentug, ef sá hinn sami þurfti á allri gát að halda, t. d., við að aka bíl eða slíkt. Stúlkan, sem myndin var af, hét Pia della. Albano og var af einni tignustu ættum Ítalíu. Faðir hennar hafði verið drep- inn af kommúnistum í stríðinu, og það vissi þessi unga stúlka mæta vel. Hún var því ekki beinlínis vinur kommúnista. Mackay hafði kynnst henni fyrir fyrir allmörgum árum, þegar hún enn var hrein jóm- frú, og hann hafði orðið til að losa hana við þann titil. Hún hafði síðan lent í ýmsu, og var nú búsett einhvers staðar á Riveríunni sem alþjóðleg gleði- kona. Hún var glæsikvendi með afbrigðum. Mackay hafði samband við þessa konu, og það fór eins og hann varði, að hún taldi ekki eftir sér, ef hún gæti gert kommúnistum einhvern ó- greiða. Það varð að ráði að hún kæmi til Rómar og setti þar að nafn- inu til, á stofn skóla fyrir ung- ar stúlkur, sem vildu læra mannasiði og rétta framkomu. Þegar Pia kom til Rómar, bauð hún ýmsu mektarfólki að koma og skoða skólann, þar á meðal Kestheny, sem einnig varð þeirrar náða aðnjótandi að mega fylgjast með framför skólameyjanna annað veifið. Kestheny var, eins og áður er sagt, sérlega veikur á svellinu, ef um tignar konur var að ræða, og hér var ein af tignustu og fegurstu konum Ítalíu. Hann gerðist því fljótlega ástleitinn. Pia Albanó hélt honum i hfilegri fjarlægð, þar til henni þótti tími til kominn að láta til skarar skríða. Og því var það einn dag, að hún lét „sigra sig og gaf honum fyrirheit um ángjulegt kvöld, ef hann kæmi seint og kæmi einn, því að hún óttaðist umtal. Kestheny beit á agnið, enda var könan freistandi, þegar hún beitti allri lagni og kunnáttu á því sviði að veiða karlmann. KESTHENY kom akandi í bílnum sínum seint um kvöld- ið og kom einn. Hafði skilið varðmennina eftir heima. Hann læddist inn um bakdyrnar og upp til herbergis henn. Pia stóð við gluggann og bað hann að bíða. Hún tíndi rólega af sér spjarirnar, og á meðan mátti aumingja Kestheny halda sig í hæfilegri fjarlægð og haf- ast ekkert að. Loks hafði hún tínt af sér hverja spjör, en um háls hennar hykk stærðar pen- ingur í festi. — Þennan pening gaf Vict- or Emmanuel, konungur föður mínum eitt sinn„ sagði hún lágri röddu, — og ég tek hann aldrei af mér. Það fór ekki framhjá henni, að Kestheny horfði með á- fergju á þennan merkispening eða men, því að eins og hann var veikur fyrir tignum konum, svo var hann einnig veikur fyr- ir heiðursmerkjum og medalí- um tigna tolksins. Hún gekk að rúminu, lagðist þar endilöng ,og gaf honum merki með hend- inni, ekki alls kostar ánægð yf- ir því, að mikill hluti af áfergju !hans byggðist ekki' SÍðtiTJá löríg- un hans í menið en hana sjálfa. Þegar allt var um garð geng- ið, gaf hún honum menið og hengdi það um háls honum, til þess — eins og hún sagði — að hann myndi hana allt tíð ... Hann tók fegins hendi við meninu, sem var, eins og fyrr segir, stór peningur með álmum út úr, sem mynduðu kross ... Þegar Kestheny var farinn, hljóp daman að símanum og hringdi í leyninúmer Mackay. — Hann var að fara. Guð, hann er . eins og svín í rúmi Hann fer að eins og hann sé- riddaraliðsmaður að búa sig undir árás. Mackay tók til fótanna. Þyr- ilvængjan, sem hann hafði pantað, var tilbúin að hefja sig á loft. Kestheny sat undir stýri og lá vel á honum. Hann hafði rannsakað bílinn gaumgæfilea, áður en hann fór upp í hann. Hann var alltaf vanur því. Hann ók sem leið lá niður f jalls- hlíðina í átt til Rómar. Þegar hann var í miðri fjallshlíðinni, þar sem vegurinn lá í sífelldum krákustigum, heyrði hann í þyrilvængjunni. Hann leit út um gluggann og skynjaði strax hættuna, því að vélin kom alltaf nær og lækkaði flugið. Kestheny jók hraðann sem mest hann mátti, en hér var erfitt um vik, að því vegurinn var svo hlykkjóttur. UPPI yfir honum var vinur hans, Mackay og fylgdist vel með honum. Hann hafði opnað sendirinn og hélt hendinni á stillingunni. Hann stillti á 106 megarið, lækkaði síðan flugið enn og fylgdi Ijósum bílsins. Hann beið þar til bíllinn kom í beygju, og næði Kest’neny ekki þeirri beygju þurfti hann ekki að kvíða ellidögunum. Framundan var þá snarbrött fjallshlíðan og síðan fjaran og sjórinn. Þegar Kestheny kom í beyj- una, stillti Mackay t ækið á 106,3 megarit. Hann heyrði ekki litlu sprenginguna, sem varð, þegar sprengiefnið sprakk í hálsmeninu. Kestheny missti ekki alveg meðvitund, en samt alla stjórn á bílnum, sem hélt áfram á fullri ferð og hirti ekki um beygjur heldur fór beint áfram og niður féjallshlíðina. Hér þurfti nú loksins ekki um að binda. Ungverjinn var dauður, og hann hafði ekki einu sinni ná að reka upp hræðsluópið, sem myndaðist í Konstantín og Anna-María ósátt? Slúðurdálkaritarar heims- blaðanna þykjast hafa það fyr- ir satt, að hnökrar séu á hjóna- bandi Konstatins fyrrverandi Grikkjakonungs og dönsku konungsdótturinnar Önnu-Mar- íu konu hans. Fyrir nokkru skýrði franska kvöldblaðið „France Soir“ svo frá, að heimskunnir lögmenn væru farnir að útbúa einskon- ar skilnaðarsamning milli þess- ara viðfelldnu hjóna. Blaðið kverkum hans, þegar bíöinn skutlaðist fram af vegkantinum og við honum blasti hyldýpið. Mackay hlt heim eftfir unn- ið afrek. Þar beið Pia hans og hafði hringað sig eins og kettP ingur í rúminu hans. Ég ók fram hjá slysstaðnum, sagði hún, — bjartir logarnir lýstu upp fjallshlíðina. Æi, ég tók þetta svolítið nærri mér, þegar ég sá bálið. Hún fletti letilega mynda- blaðinu, sem hún hélt á og sagði: — Ef ég man rétt, Tom, þá kann bandaríska leyniþjónust- an ýmislegt betur en Ungverj- ar. Hún teygði úr sér og lagðist endilöng í rúmið. vitnaði einnig í bréf, þar sem Anna-María hefur skrifað þann- ig um persónulega sorgarsögu sína: „Ég var vitlaus að giftast svona ung. Ég var ekki nema tvítug, þegar ég var orðin móð- ir og ríkti yfir landi og þjóð, sem ég þekkti næstum ekkert. Ég unni Konstantín heitt og innilega, og ég heyri nú börnin ■mín leika sér glöð úti í ^garði. En samt er ég óhamingjusöh, vegna þess að Konstantín er svo ergilegur gagnvafP’Vrtér.**"' Hitt og Heimilisþáttur: Það sem oft veldur hús- mæðrum miklum andvökum er spurningin: Hvernig á ég að mála íbúðina? Nýlega hefir tízkan afskrif- að hina sterku, skæru og fjöl- breytilegu liti innanhúss, sem komust í hefð upp úr stríðsár- unum. Er nú aftur horfið til hinna daufariog ljósu lita og virðast tveir litir einkum ráð- andi, þ. e. ljósgrátt og bein- gult. Má vera að flestir hafi verið búnir að fá nóg af hin- um sterku litum í fjölmörgum afbrigðum, sem tíðkuðust fyrir nokkrum árum. — En hver var ekki búin að fá nóg af „guldrappaða“ litnum, sem var allsráðandi fyrir stríð og allt málað eins, loft, veggir, gluggar og hurðir. Vísindin hafa sanað, að litir hafa mikil áhrif á líðan vora. Sumir litir fara í taugarnar á fólki og því líður illa, ef það er í híbýlum, sem máluð eru slíkum litum. Aðrir litir hafa þau áhrif, að okkur finnst við vera umvafin hlýju og því er mikið atriði, að velja rétta liti v a I á þau híbýli, sem við eigum að dvelja í um lengri eða skemmri tíma. Telja má að fólk eigi að velja sér liti eftir eigin smekk, en ekki til að elta forskriftir tízkunnar 1 það að það skiptið. Hins vegar ber að forðast all- an sérvitringshátt og fylgjast með tímanum, ef það stangast ekki á við smekk viðkomandi aðila í höfuðatriðum. enda má á þrjú meginatriði, sem hafa verður í huga, er fólk velur liti á íbúð. í fyrsta lagi. Hvaða bygg- ingarstíll er í húsinu? Er það nýmóðins steinhús eða gamalt timburhús? Gömlu timburhús- in voru með pappírsklæddum loftum og þiljum, ásamt gibs- listum og rósettum í loftum, strikuðum dyralistum og gólf- listum, svo ekki sé nefndur panillinn. Slík innrétting krefst öðru vísi lita og jafn- vel annarrar tegundar máln- ingar heldur en steinhúsin með sína hrjúfu áferð, sléttu fléti og beinu línur. í þessu sambandi má benda á þá „billegu“ aðferð, sem mjög hefir tíðkast hin seinni ár, að breyta þessum gömlu húsum í nýtizkulegt snið með því að rífa burtu gömlu list- ana, skipta um glugga og hurðir og að lokum „forskala“ alla dýrðina bæði utan og inn- an. Þetta minnir á sumar alr- aðar konur, sem taka upp á því, að klæðast eins og tvít- ugar stelpur og breyta öllu sínu útliti eftir því. Gárung- arnir kenndu þær við 5-aura í gamla daga. Nei, gamalt er alltaf gamalt og þannig á það að vera. Þannig nýtur það sín bezt. Annað atriði er þetta: Á lit- ur stofunnar t. d. að þjóna sem bakgrunnur eða stofu- skreyting? Eigi hann að þjóna sem bakgrunnur, verðum við að taka tillit til málverkanna og rammanna, sem á að hengja á veggina. Gólfteppi, gluggatjöld og aðrir húsmunir verða einnig að fá sinn rétta lit í bakgrunna, annars getur orðið ólíft í stofunni, einkum ef notaðir eru sterkir litir eða skærir. Sé hins vegar lítið um hús- búnað, má oft gefa stofunni viðkunnanlegan og skemmti- legan blæ með tilbrigðum í litavali. Þá reynir einnig á smekk húsmóðurinnar að setja hina fáu hluti á réttan stað. | Annars virðist sem híbýli fólks nú til dags séu fremur ofhlaðin alls kyns munum fremur en að þar gæti van- efna. Þriðja höfuðatriðið, sem drepa má á er: Til hvers á að nota herbergið? Er það stofa, borðstofa, skrifstofa, barnaher- bergi eða eldhús? Engum dett- ur í hug að mála svefnher- bergið eins og stofuna eða barnaherbergið eins og borð- stofuna! Hér kemur litasér- í fræðingurinn til greina. Áhrif litanna er fólk. Sem dæmi má nefna, að á stríðsárunum komust vísindin að raun um það, að gulir og brúnir litir orsökuðu ógleði hjá flestum. Farþegar í skip- um og flugvélum urðu t. d. fyrr veikir, ef umhverfið var í gulum og brúnum litum, heldur en ef það var í græn- um og bláum. Benda má á þrjá liti, sem krefjast mikillar varúðar í notkun, bæði hvað snertir blæ oghvar þeir eru settir, þ. e. rautt (leikt), blátt og fjólu- blátt. Og að síðustu: Látið ekki hinar fallegu litmyndir í am- erískum blöðum trufla ykkur. Prentaðar Ijósmyndir gefa aldrei rétta hugmynd um hina raunverulega lit.

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.