Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 15.02.1974, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 15.02.1974, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTÍÐINDl 7 (■■■BaBiaa ■■■{>■■■■■■ ■■■■■■aiaBan ^ Japansferð Framhald af bls. 1. lands og kanna'ö gasði loðn- unnar og meðferð hennar í frystihúsum. Það kemur því vægast sagt einkennilega fyrir sjónir þegar lagt er í þann kostnað að senda fiskmats- stjóra alla leið til Japan í þeim eina tilgangi að spyrja innfædda, hvernig þeir vilji að við meðhöndl- um vöruna áður en henni er skipað um borð til Jap- an! Þetta er eflaust liður í herferð fjármálaráðherra að skera niður utanlandsferðir embættismanna sem mest. Næst mun fiskmatsstjóri sjálfsagt fara til Afríku og leita fregna um hvernig svertingjarnir vilji helzt að við útbúum skreiðina ofan í þá. LÁRÉTT: 47 botnhækkaða 1 beittir 49 eldivið 7 ítreka 50 dreift 13 drepur 52 feðra 14 tryllt 53 yfirlýsingar 16 hindra 55 skollar 17 veinið 56 lóuþræll 18 sefað 57 ástundar 19 heillir 59 raka 21 þjóta 61 mjölmeti 23 krafta 62 hryssur 24 skammst. 63 spuni 25 sáttur 26 greinir LÓÐRÉTT: 27 æðibunugangur 1 stofnanna 28 hasar 2 yfirhöfnin 30 reima 3 fætt 32 bardaga 4 skipun 34 títill 5 skammst. 35 óhreint 6 kyrrð 36 fór 7 húsdýrum 37 fornafn 8 veizla 38 ótta 9 mannsnafn 40 hold 10 flór 41 hæð 11 angraði 43 skel 12 númeraðar 45 tónn 15 laumast 20 tilskipun 21 leiðslna 22 fóðri 23 turnimenta 29 vissa 30 runnu 31 þref 32 hag 33 hvíldist 34 forsögn 37 fuglar 39 iðngrein 42 menntaða 43 flana 44 keyra 46 krossahópa 47 ýft 48 hindri 49 fóðrun 51 þutu 54 sáldið 58 líknarfél. 59 agnir 60 glíma 61 skammst. SIS Framhald af bls. 1. sóknar hafa lagt á það þunga áherzlu, að SÍS fái alla nauðsynlega fyrir- greiðslu til að leita nýrra markaða, ef svo skyldi fara, að Rússar brygðust gjör- samlega. Iðnaðarráðherra hefur tekið vel í þessa kröfu framsóknar og hefur setið nokkra leynifundi með Harry Frederiksen og fleiri framámönnum Sambands- ins í því skyni að ná sam- komulagi um ýmis fríðindi tiLhanda SÍS. Mál þetta hefur tekið á sig kynlegan blæ, þegar tekið er tillit til þess, að ríkið er farið að styrkja SÍS til að ná mörkuðum frá Álafossi, fyrirtæki, sem ríkissjóður er búinn að ausa í fjármagni upp á milljónatugi, til að reyna að koma rekstri fyrirtækis- ins á starfhæfan grundvöll. Enginn veit hver er hin raunverulega ástæða fyrir því, að Rússar hafa svo skyndilega misst áhugann á ullarvörum SÍS. Hins vegar er það einkennileg tilviljun, að þessi tregða þeirra skuli koma fram ein- mitt á sama og svo virðist vera, að ekki verði af brott- för varnarliðsins í náinni framtíð. * Ötvarpsmenit Framhald aí bls. 1. ið spurðir, hvort þeir væru ánægðir með tímann ó- breyttan, hefðu allir svarað játandi, enda engar kvart- anir borist um sjö-tímann Við náum raunar ekki upp í þessa speki, en ef til vill eru einhverjir lesend- ur, sem gera það. Önnur ástæðan fyrir því, að fréttatíminn var færður fram, var sú, samkvæmt ummælum Njarðvíks. að þá mætti koma að vinsælu efni, sem flestir hlustuðu á áður en útsending sjón- varps byrjaði klukkan átta. Það kom hins vegar í ljós, að á þessum tíma trjónaði m. a. hljómplötu- þáttur í umsjón eins af stjórum útvarpsins, og er vandséð af hverju þurfti að breyta fréttatímanum þess vegna. En þessi hringlandahátt- ur veitti einum af útvarps- ráösmönnum tækifæri til að annast umfangsmikla könnun, sem vafalaust hef- ur fært þeim sama manni drjúgar aukatekjur. Könn- unin var raunar mun víð- tækari en bara könnun á fréttahlustun fólks. Hún virðist einnig hafa náð til rannsókna á vinnutíma fólks í hinum ýmsu stétt- um í öllum landshlutum, og er ekki gott að koma auga á, hvers vegna útvarp- ið á að kosta slíkar þjóð- félagskannanir. Kannske að hádegisfrétt- ir verði næst færðar fram til klukkan tólf, svo unnt verði að kanna, hvort hlustendur vilja hafa fréttatímann áfram klukk- an hálf-eitt! Sjálfsagt mætti þá um leið kanna, hvað fólk borö- aði yfirleitt í hádeginu, en slík vitneskja hlýtur að vera mikils viröi fyrir þá útvarpsráðsmenn! - Oli Jó. Framhald af bls. 1. ins fyrir að styðja þessar tillögur, og Ólaf Jóhannes- son álíta þeir drottins svikara í þessu máli. En það er líkt Ólafi, að hann hefur enn ekki látið uppi neitt ákveðið álit á þessum jtillögum Einars, en reynir 'stöðugt að sigla milli skers og báru og haga seglum | eftir vindi. Hyggst hann | meö því móti reyna aö halda flokknum saman og Igera tilraun til aö ná ein- hverju samkomulagi við Möðruvellinga. Fjármálamenn á móti Ungir framsóknarmenn fullyrða, að fjármálamenn innan flokksins í Reykjavík berjist með oddi og egg gegn brottför hersins og noti fé til að koma þessum málum áleiðis. Eiga þeir hér við menn eins og Er- lend Einarsson, forstjóra SÍS, Kristin Finnbogason, framkvæmdastjóra Tímans og fleiri álíka fjármálaspek- ulanta. Möðruvellingar fullyrða, að þessir menn hafi svo mikil völd í flokknum í krafti fjármagns og að- stöðu, að krafan um brott- för hersins muni ekki ná fram að ganga, nema flokkurinn losi sig við þessa menn. Slíkt er þó hægara sagt en gert, og það er vitað, að Ólafur Jóhannesson hef- ur alltaf verið hrár í her- stöðvarmálinu og vill ekki taka neinar ákvarðanir, fyrr en hann er búinn að finna hvaðan vindurinn blæs. Ólafur í hættu í Norðurlandskjördæmi vestra, kjördæmi sjálfs for- sætisráöherra, er mikil andstaða gegn varnarliöinu 1 röðum kjósenda Fram- sóknarflokksins. Möðruvell- ingar hafa óspart haft sig þar frammi, og beita þar meðal annarra fyrir sig Magnús Gíslason, sem set- ið hefur á þingi sem vara- maður fyrir flokkinn og fyrir kjördæmið. Þetta gerir Ólafur sér ljóst, og er hann því í mjög mikilli klípu þessa dagana. Ef hann lýsir yfir ein- dregnum stuðningi við til- lögur Einars, eru Möðru- vellingar albúnir að láta til skarar skríða og Þingsætið er í hættu. Ef hann hins vegar tekur undir kröfuna kROSSGÁTAN r 1 I 7 | /** pTl / 8 j V s « /7 /9 80 J 8+ RÁÐNING á krossgátuimi er annars staðar i blaðinu. um tafarlausa brottför hersins, munu Erlendur og Co. loka pyngjum þeim, er þeir ráða yfir, og þynnist þá fljótt flokkssjóðurinn. En eitt er ljóst og það er, að fátt getur lengur komið í veg fyrir opinber- an klofning .Framsóknar- flokksins. Hins vegar reyna flokks- foringjarnir allt sem þeir geta, til að forða því, að klofningurinn eigi sér stað áður en gengið verður til kosninga í vor. Það er ólíklegt að það muni takast SÍÐUSTU FRÉTTIR: Áreiðanlegar fregnir úr stjórnarherbúðum FUF herma, að einnig sé mikill ágreiningur meðal ungra framsóknarmanna um þetta mál. Má af.því draga þá ályktun, að vísast sé að flokkurinn klofni í þrennt. .......... * Gleðisagan Framhald af bls. 3. hikaði hún andartak, áður en hún fleygði sér í fang mitt. Ég ætla ekki að reyna að lýsa tilfinningum mínum, þeg- ar ég fann hana nálgast mig. Ég leitaði eftir nöktum brjóst- um hennar, og þegar hún hvíslaði því í eyra mitt, að hún væri nakin innanundir sloppnum og hvort ég vildi að hún losaði sig við hann, gat ég aðeins kinkað kolli. Á næsta augnabliki stóð hún nakin frammi fyrir mér, og aðra eins fegurð hef ég aldrei fyrr augum litið. — Komdu, hvíslaði hún svo og leiddi mig að rúminu. Framhaldinu ætla ég ekki að lýsa nánar. Endurminning- in um það tilheyrir mér ein- um. En þér er óhætt að trúa því, að aðra eins nótt hef ég aldrei lifað. Nú er hún farin, en áður en hún fór, hét hún mér annarri slíkri áður en hún gengi í hjónabandið, og um leið þá síðustu, því hún ætlaði sér að vera heiðarleg og trygg eiginkona. — ¥ — — Þegar ég spurði þig að því áðan, hvort hún hefði svikið þig, þegar á hólminn var komið, færðist þú undan því að svara, sagði ég. — Eftir að hafa hlustað á frásögn þína skilst mér, að Lísetta hafi að minnsta kosti staðið við það, | sem hún lofaði. Maurice yppti öxlum. — Alveg rétt, sagði hann. — Hún uppfyllti öll sín fyrir- heit og ríflega það. En í sann- leika sagt, þá var það ég, sem sveik hana. -— Þú át't þó ‘ ékki við, áð eftir þetta allt ætlir þú að svíkja manninn um stöðuna? sþurði ég hissá. —Það gæti mér aldrei dott- ið í hug, svaraði Maurice. — ; Sannleikurinn er aðeins sá, að , fyrir tveimur dögum réði ég Jóósep Bourret, auglýsingasér- fræðing og unnusta Lísettu, í mína þjónustu. j — Nei, nú hætti ég að I skilja, sagði ég. — Þú ert bú- inn að segja, að Lísetta hafi fyrst í gærkvöldi sagt þér frá honum og beðið þig um að láta hann hafa stöðu, með þeim skilyrðum, sem við þekkjum báðir. Vinur minn brosti. — ¥ — — Fyrir viku mæltist kon- an mín til þess, að ég léti ungan mann, sem hún tiltók, hafa stöðu. Samkvæmt fram- burði hennar var hann bróðir einnar vinkonu hennar. Mér var í fyrstu um og ó, því ég vissi mæta vel, að þessi ungi maður var elskhugi Gabríellu. Ég glápti um stund á vin minn og var víst allt annað en gáfulegur á svipinn, en smám saman tók að rofa til í hugskoti mínu. — Þú átt þó ekki við . . .? stamaði ég. Vinur minn kinkaði aftur kolli. — Einmitt, sagði hann svo. — í báðum tilfellum var hér um einn og sama mann að ræða, Jósep Bourret, unnusta Lísettu og elskhuga Gabríellu. *

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.