Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 31.05.1974, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 31.05.1974, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI GLEDISAGA OTRU EKINKONA EÐA... NÝ VIKUTÍÐIND (Jtgefandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjórn og auglýsingar: Þingholtsstræti 27. (timburhúsið) Sími 28120. Pósth. 5094. | Prentun: Prentsmiðja Þjóðviljans. Setning: Félagsprentsmiðj an. Myndamót: Nýja prentmyndagerðin. SIGUR Hægri stefnan bar sigur úr býtum í sveitarstjórnar- kosningunum. Kjósendur höfnuðu vinstri stjórn og vinstri stefnu svo ekki verð- ur um villst. Samstarf framsóknar við vinstri flokkana varð til þess að flokkurinn tapaði fylgi víð- ast hvar og þá ekki síst á stærstu stöðunum eins og Reykjavík og á Akureyri. Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari kosninganna. Það sýnir að óánægja fólks með vinstri flokkka og vinstri stjórn er orðin svo megn, að fjölmargir and- stæðingar Sjálfstæðisflokks- ins gengu til liðs við hann í þessum kosningum. Þetta er raunar mjög merkilegt þegar tekið er tillit til þess hve flokkurinn hefur stað- ið sig með eindæmum illa í stjórnarandstöðu og for- ingjar hans verið tvístíg- andi og óákveðnir í flest- um málum. Þessi sigur leggur aukna ábyrgð á herðar forystumanna Sjálf- stæðisflokksins og kjósend- ur hans eiga kröfu á því að nú verði tekin upp sterkari stjórn og ábyrgari en sú sem farið hefur með völd í flokknum. Vinstri stjórnin hefur greinilega misst alla tiltrú kjósenda og þá ekki síst stærsti stjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn. Stefna hans, eða réttara sagt stefnuleysi, hefur beð- ið skipbrot. Kjósendur hafna daðri hans viö kommúnista og kjósa frem- ur Sjálfstæðisflokkinn en flokk sem bæði reynir að vera til vinstri og hægri í stjórnmálum. Sigur hægri stefnunnar er einnig vísbending um það, að almenningur í landinu styður þann flokk sem berst á móti því að varnarliðið verði látið fara burt að sinni. Fólk telur þ.að ekki tímabært að hafa landið varnarlaust og treystir auðsjáanlega Sjálf- stæðisflokknum bezt til að annast alla samninga um áframhaldandi dvöl varnar- liðsins. Kosningarnar eru sigur hægri stefnu, sigur lýðræðissinna og sigur varnarsinna. JÖRGEN Halme, forstjóri, var sæmilega skynsamur mað- ur að dagfari, en það var engu líkara en að hann þyrfti ekki annað en vita af kvenfólki einhvers staðar í nándinni, til þess að hann missti bæði ráð og rænu. Það mátti næstum því segja, að hann þjáðist af krónískri ást á öllu kvenfólki á aldrinum sautján til þrjátíu ára. Konan hans var komin hátt á fimmtugsaldur. Hún átti ekki til minnsta snefil af ást- hrifum. Og ef satt skal segja, hafði hún víst aldrei haft þau til að bera. Þetta hjónaband hafði í einu og öllu brugðizt vonum forstjórans. Á sínum tíma hafði hann fallið fyrir líkamsfegurð hennar, en úr því að hún kunni ekki betur að færa hann sér í nyt en raun bar vitni, þá var kannske ekkert við því að segja, að hann leitaði sér annarra og veitulli veiðimarka. — ¥ — ÞETTA sumarkvöld var dá- samlegt. Hann hafði eytt kvöldinu í hópi nokkurra við- skiptavina sinna á Bellevue, og nú var hann á leiðinni heim til villunnar sinnar í Hellerup. Hann hafði skilið bifreiðina sína eftir heima af tillitssemi við ökuleýfið sitt. Hann hafði nefnilega látið talsvért ofan fyrir brjóstið á séf’ áf sterkum drýkkjúm. Og nú slangraði hann eftir Strand götunni og raulaði stundarhátt fyrir munni sér, og naut næt- urkyrrðarinnar. Hann var talsvert reikull í spori, en hafði þá fulla með- vitund um, hvað var að ger- ast. Maður verður nefnilega alltaf að koma fram sem betri borgari. Skyndilega nam hann stað- ar og lagði við eyrun. Var ekki einhver . . .? Ójú, ekki bar á öðru — hann heyrði konu kalla til sín, og háhæi- aðir skór skullu í gangstétt- ina. Hann sneri sér við og sá þá mjög vel klædda unga konu koma hlaupandi. — Ó, kallaði hún, og þegar hún horfði bláu augunum sín- um á hann, varð honum svo mikið um, að honum svelgdist á. — Það var sannarlega heppilegt, að ég skyldi sjá yð- ur koma. Ég er nefnilega í hræðilegri klípu. Halme forstjóri hneigði sig. — Ef ég get á nokkurn hátt hjálpað yður, þá . . . ja . . . fyrirgefið, nafn mitt er Jörg- en Halme. — Þakka yður fyrir! Hún leit innilega i augu hans. — Nafn mitt er Úlla Strand f r ú Úlla Strand — ég bý í húsinu þarna á horninu, en nú hef ég gleymt lyklunum mínum og kemst ekki inn. Við eigum nefnilega heima fyrir utan borgina. Maðurinn minn er nýfarinn til London, svo það er ekki nokkur maður í hús- inu. Haldið þér ekki, að það geti skeð, að þér hefðuð lykil,1 sem myndi ganga að? — ¥ — JÖRGEN Halme þekkti kon- ur, og honum var það ljóst, að þessi var ein af þeirri gerð ungu kynslóðarinnar, sem ekki lét smá-ástarævintýri framhjá sér fara, jahá, það var meira að segja alls ekki ósennilegt, að hún byði hon- um upp á hressingu. Og síð- an . . . ja, möguleikarnir skip- uðu sér blátt áfram í biðröð í hópum. Húsið var mann- laust, og allt hjálpaðist að. — Það er ekki ósennilegt, að ég geti hjálpað yður frú Strand, á einn eða annan hátt. Það gat ekki hjá því farið, að hún hefði fundið, hve mikla áherzlu hann lagði á seinustu orðin, því hún leit stríðnislega á hann. Gamalt o.rðtak segir, að ekki verði deilt um smekkinn. Þetta e£ að miklu leyti rétt, en á hinn bóginn er sífellt verið að deiía og rökræða, einmitt um smekks- atriði. En hvað sem um þetta er að segja, skaltu nú skoða and- lit þitt í speglinum og athuga vel, það sem mætir augum þín- um. Ef til vill tekur þú nú eftir einhverju, sem þú hefur ekki veitt athygli áður — bæði því sem fagurt er og minna aðlað- andi — en reyndu umfram allt, hvort sem andlit þitt er fagurt eða ekki, að skapa útliti þínu sem persónulegastan blæ. Við byrjum á enninu. Hér ræður hárið mestu um útlitið. Ef þú hefur hátt enni, þá vertu ekki feimin að lofa því að njóta sín. Það getur gefið andlitinu sérkennilegan blæ og sty.rk. Ef ennið er of breitt, er hægt að greiða hárið þannig í vöngun- um, að það hylji noklturn hluta þess. Ef það er hins vegar hrukkótt, eða mjög lágt, þá láttu hárið falla hæfilega mik- ið fram, ef það á annað borð klæðir þig. Það er annars hægt að gera ótrúlega hluti í sambandi við þennan hluta andlitsins. Það fer ekki öllum jafn-vel að „punta“ sig með mjóum Garbe- augabrúnum. Slíkur persónu- leiki sem Greta Garbo getur leyft sér að umskapa útlit siit næstum takmarkalaust. Hún er eftir sem áður, það sem hún er. En við hinar getum fæstar orðið nema léleg eftirlíking hennar, þótt við reynum að stæla hana. Ef andlitið er flatt og langt á milli augna, þurfa augabrún- — Já, þér eruð áreiðanlega rétti maðurinn! sagði hún ekki síður tvírætt. fsinn var brotinn, þau sneru við og eftir örskamma stund voru þau komin að húsinu. Húsið var mjög stílfagurt að byggingu, og allra snotrasti garður umihverfis það. — Jahá, hérna bý ég nú, sagði unga frúin. — Ég skal segja yður, að ég var að hugsa um að bjóða yður inn, ef yður tækist að opna fyrir mér, en þó verð ég að setja eitt skil- yrði. — Og hvaða skilyrði er það? spurði Halme forstjóri ákafur. — Að þér hafið ávallt í huga, að ég er gift, og takið yður ekkert það fyrir hendur, sem kynni að vera andstætt óskum mínum. Jörgen Halme lofaði því há- tíðlega að gera ekkert það, irnar að vera breiðar og þykk- ar til þess að skapa skugga og gefa andlitinu þannig svip. Þó er sjálfsagt að plokka burtu öll aukahár, sem vilja vaxa út fyr- ir hina eiginlegu línu brúnanna. Sumir halda því fram, að brúnahárin þéttist við það að bera laxerolíu á þau, en það mun að mestu leyti vera hjá- trú ein, auk þess sem slíkur vökvi er ekki beinlínis geðs- legt fegrunarmeðal. Þegar þú litar augabrúnirnar þá gættu þess að strjúka fyrst á móti hárunum, þannig að þau litist bæði að aftan og framan, annars er hætt við að liturinn verði ekki eðlilegur. Með kinnroða er hægt að ná ágætum áhrifum, en það er tals- verður vandi að nota hann á réttan hátt. Mörgum hættir til að nota hann annað hvort of freklega, eða bera hann ekki á viðeigandi staði. í fyrsta lagi verður ávallt að gæta þess, að liturinn, sem valinn, sé í sem beztu samræmi við litarhátt andlitsins. Grundvallarreglurnar um notkun kinnaroða eru, að mjó- ir, rauðir skuggar eiga betur við breitt andlit, en breiðir skugg- ar falla aftur betur við mjótt og langt andlit. Ef andlitið er langt, fer auk þess betur, að rauði skugginn liggi hátt uppi og mjókki niður. Gættu þess að láta daufan roða ná alveg upp að augum, annars, er eins og þú hafir hvít glerauga. Varaðu þig á því að roða mik- ið kinnbeinin, Hvarmhárin burstarðu að sjálfsögðu upp á við. Varalitinn verður þú auðvit- að að velja sjálf, en ekki ætti sem prúðmenni sæmdi ekki á allan hátt, en hjartað hamað- ist í brjósti hans. Hann var sannfærður um, að frú Strand væri brjóstgóð að eðlisfari. Hann reyndi nokkra lykla, en enginn gekk að. Frú Strand var alveg miður sín og fór að ympra á því, að líklega yrði hún að fara inn í borgina og fá sér gistingu á hóteli. En Halme forstjóri var staðráðinn í því að láta ekki þetta tæki- færi ganga sér úr greipum. — ¥ — — BÍÐIÐ andartak, sagði hann. — Hvernig væri að reyna kjallaraglugga? Hún þrýsti handlegg hans ó- sjálfrátt. — Jahá, auðvitað, yður er velkomið að brjóta einn kjall- aragluggann. Þá getið þér far- ið upp og opnað fyrir mér. Hann gekk bak við húsið, og skömmu síðar heyrðist brot hljóð. Frú Strand hló, þar sem hún stóð í myrkrinu. — Þessir karlmenn! Þessir karlmenn! muldraði hún. — En hann er nú reyndar ósköp liðlegur og lítur raunar alls ekki illa út, þótt kominn sé um fimmtugt. samt að saka, að gefa nokkur góð ráð. Notaðu varalitinn með var- úð, ef þú hefur stóran og stælt- an munn. Andlitið má helzt ekki týnast alveg bak við tvær eldrauðar varir (samanber manninn, sem sá ekki skóginn fyrir eintómum trjám). Stúlkur, sem dökkar eru yfir- litum, fer yfirleitt vel að nota varalit með ofurlítilli bláleitri slikju, en þær ljóshærðu-ættu heldur að halda sig við frísk- legri liti. Nú höfum við spjallað nokk- uð um útlitið og fegrun þess. Oft heyxist spurt: Hvað er yndisþokki? Ja — það getur reynzt erfitt að svara því. Stúlka getur málað og snyrt- andlit sitt eftir öllum kúnstar- innar reglum, æft sig í fögrum limaburði, lagt hár sitt á alla mögulega vegu og klæðst föt- um samkvæmt nýjustu tízku — og samt hefur hún ekki til að bera þann yndisþokka, sem hún keppir eftir — þetta óræða og óáþreifanlega, sem við allar gjarnan viljum eignast, en verð- ur ekki keypt fyrir allt gull heimsins. Hvað er yndisþokki? Er það ekki eitthvað, sem kemur innan frá — frá sálinni sjálfra? Ef hugir okkar eru ekki fullir þakklætis og gleði yfir lífinu, þá eigum við ekki þennan fagra gimstein. Ef hugurinn er ekki heiður og hjartað ljúft og gott, þá er heldur ekki um neinn yndis- þokka að ræða. Byrjaðu á því að fegra og þroska sjálfa sálina, og gerðu þér far um að tala til annarra með brosi, sem ekki er aðeins tilbúið á vörum þínum, heldur kemur og óhindrað frá gjaf- mildu hjarta; þá má segja, að þú haldir í hendi þér ávísun á hinn eftirsótta yndisþokka. Fyrir kvenþjóðina: Andlitssnyrting og yndisþokki

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.