Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 31.05.1974, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 31.05.1974, Blaðsíða 3
NÝ VIKUTÍÐINDI 3 Kvöldið var dásamlegt. Hann lauk úr einu glasinu eít- ir annað, og þarna sátu þau, eða réttara sagt hvíldu hvort við annars hlið á breiðum legubekknum. Hann stóð á fætur og bauð henni í dans. Valsinn hreif þau bæði, og hún dansaði dásamlega. Ung- ur, grannur líkami hennar þrýstist upp að honum og hann fann, hvernig hjarta hennar bærðist. Þegar valsin- um lauk, kyssti hann hana — lengi og ákaft — og hún svar- aði kossum hans. Hann smeygði hendinni niður um hálsmálið á kjólnum hennar, og þegar hún lét það óátalið, varð hann djarfari, — Þér krumpið kjólinn minn, hvíslaði hún. — Farið þá bara úr honum ' sagði hann ofsalega. — Má vera, svaraði hún. — En hvað um manninn minn. Haldið þér, að hann . . .? — Hvar er svefnherbergið yðar? greip hann fram í hásri röddu. — Nei, það segi ég yður alls ekki. Það var mjúkur og hættu- legur hreimur i rödd hennar. Blóðið sauð í Jörgen Halme. — Þá finn ég það bara sjálf- ur, muldraði hann samanbitn- um vörum og tók hana í arma sér. — En hvað þú ert sterkur, sagði hún. Hann bar hana upp á loft og opnaði fyrstu dyrnar, sem fyrir honum urðu. Það var stórt, velbúið svefnherbergi. — Er þetta svefnherbergið þitt? spurði hann og lagði hana varlega á rúmið. Hún kinkaði kolli. — Viltu ekki opna glugg- ann, það er svo heitt hérna. jjJ., Hör.und hennar var brenn- heitt, og hann fór sér að engú óðslega við að klæða hana úr. Síðan lögðust þau hlið við hlið og hún lagði handleggina um háls hans. — Kysstu mig! hvíslaði hún, og hann fann nakinn líkama hennar þrýstast upp að sínum. — y — NOKKRAR ástríðuþrungnar klukkustundir liðu áður en þau hrukku skyndilega upp til nístandi, grákaldrar tilver- unnar. Neðan úr forstofunni heyrðust mannsraddir. — Hvert þó í —! stundi hún óttasleginn. — Maðurinn minn er kominn heim. — Jahá — það er — það er víst svo, stamaði Jörgen. — Hvað eigum við nú til bragðs að taka? — Flýttu þér í eitthvað, þú verður að fara niður og reyna að bjarga málunum við. Jörgen hentist upp úr rúm- inu og klæddi sig. — Ég verð víst að láta sem svo, að ég hafi villzt — eða þá, að ég sé innbrotsþjófur, eða bara einhver andskotinn. Bara að engin uppsteit verði. Fái konan mín einhverja nasa- sjón af þessu, þá á ég von á góðu eða hitt þó heldur. — Svona, farið nú, hvíslaði hún. — Ó, ég er svo hrædd. Þú mátt ekki undir neinum kringumstæðum segja. að þú hafir verið inni hjá mér, mundu það. Jörgen Halme, forstjóri opn- aði dyrnar varlega, lokaði á eftir sér og læddist eftir gang- inum. Hann heyrði karls- og konurödd. Stundarkorn stóð hann kyrr í forstofunni og hugsaðá sig um; síðan gekk hann inn í setustofuna, þar sem þau frú Strand höfðu set- ið. Þar logaði ennþá ljós, og á litla borðinu við sófann stóðu glös og flöskur, en eig- andi hússins var hvergi sjáan- legur. Jörgen settist á legu- bekkinn og fékk sér vænan sjúss. Rétt í því kom karlmað- ur í ljós. Hann var ekki alveg laus við að vera dálítið drukk- inn, og hann starði stórum augum á Halme forstjóra. — Afsakið, sagði hann draf- andi. — Við höfum líklega ekki sézt áður. Mætti ég spyrja yður að heiti? Jörgen hafði staðið á fætur og sagði skýrri röddu: — Nafn mitt er Halme. Jörgen Halme, forstjóri. Hinn maðurinn hneigði sig. — Gleður mig. Nafn mitt er Strand, Strand forstjóri . . . humm — ja, þetta er vægast sagt — sniðugt! — ég meina — he —. — Vægast sagt — sniðugt! endurtók Jörgen. — Já, það má næstum því segja, hélt hinn áfram, — að aðstæðurnar séu talsvert ó- skýrar, óþolandi! Eruð þér ekki á sama máli, að þetta sé einmitt orðið? — Alveg á sama máli svar- aði Halme. — Mjög óþolandi og óskýrar. Strand forstjóri kinkaði kalli. Síðan spurði hann skyndilega: — Eruð bér drukkinn?....... Nei! — Það var leiðinlegt. Ég ef það nefnilega. Meira að segja mjög drukkinn. Ættum við ekki að fá okkur svolitla hressingu. ÞEIR GERÐU svo. Þegar þeir höfðu fengið sér sæti, spurði Strand forstjóri: — Hérna . . . hvað var það nú, sem ég ætlaði að segja? Vera yðar hér bendir til, að . . . ehe . . . konan mín sé heima! Ekki satt? — Það var rétt til getið! svaraði Halme og bar sig eins og hetja. — Það var skrítið! svaraði hinn. — Mjög skrítið! Ég er nefnilega líka á ferðalagi — sko, í orði kveðnu. Konan mín er uppi í sveit, og ég er á ferðalagi, og þó er ég ekki farinn burtu. Við skulum fá okkur einn lítinn í viðbót. Skál, gamli vinur — hvað hét- uð þér nú aftur? — Halme! Halme forstjóri! — Já, já, rétt. Eigum við ekki að jafna málin milli okk- ar, eins og karlmönnum sæm- ir, Halme forstjóri? Ég á við, að eins og þér hafið sjálfsagt veitt athygli, að ég kom hing- að með vinkonu minni, hún er að laga sig svolítið til, — en eigum við ekki að sam- þykkja að þér nefnið það ekki einu orði við konuna mína? Ég á við, að það gæti orðið mesti djöfulgangur, ef hún kemst að því, að stúlkan kom hingað með mér, og engu Framhald á bls. 6. KOMPAN Öruggur meirihluti. - Kratar daufir. - Bjami úr sögunni. - Draumur Ólafs R. - Svikin \ara. - Vinsæll staður. - Góð vinnubrögð. - Löglegt svindl. Sjálfstœðismenn í höfuöborginni eru yfir sig ánœgöir með úrslit borg- arstjórnarkosninganna eins og eðli- legt er. Margir voru þeirrar skoðunar að nú væri meirihluti sjálfstœöis- manna í verulegri hœttu og margt ýtti undir þá skoöun. Borgarstjóri þykir lítill skörungur og Grœna bylt- ingin var liöfð að gamanmálum með- al fólks úr öllum flokkum. En óvin- sœl ríkisstjórn tryggði áframhaldandi meirihlutastjórn Sjálfstœðisflokksins í Reykjavík þar sem flokkurinn fékk 58% greiddra atkvœöa. Ekki er annaö aö sjá en að Alþýðu- flokkurinn í núverandi mynd sé úr sögunni. Flokkurinn hafði nú víöa samstarf við Hannibálista um lista og fékk sá brœðingur hina herfileg- ustu útreið á öllum stöðum. Það eru því litlar sem engar líkur til að flokkarnir reyni slíkt samstarf við alþingiskosningarnar sem senn fara í hönd. En þar sem mjög hefur kvarnast úr Alþýðuflokknum fyrir bœjarstjórnarkosningarnar og. flpkk- urinn hefur ekki fengið neitt af nýj- um kjósendum, er mikil hœtta á að flokkurinn komi aðeins tveimur mönnum á þing, ef hann kemur þá nokkrum. Frjálslyndi flokkurinn galt mikið afliroð í kosningunum og eru litlar sem engar líkur til að hann komi manni að í þingkosningunum. Það verður eftirsjá að Bjarna Guðnasyni á alþingi. Hann hefur oft talað af óvenjulegri hreinskilni af þingmanni að vera og velgt ýmsum flokksbrodd- um verulega undir uggum. Glundroð- inn á vinstri væng stjórnmálanna er oröinn slíkur, að eini vinstri flokkur- inn sem hefur möguleika á einhverju fylgi er Alþýðubandalagið. Það gæti því farið svo eftir þingkosningarnar, að flokkarnir veröi aðeins þrír, Sjálf- stœðisflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag. Vinstri menn aörir en kommúnist- ar eru nú að hefja miklar viðrœður sín á milli eftir ófarirnar í sveitar- stjórnarkosningunum. Hér er um aö rœða Samtök frjálslyndra og vinstri manna, Samtök jafnaðarmanna, Möðruvellinga, Frjálslynda flokk- inn og Alþýðuflokkinn. Skoðana- ágreiningur þessara aöíla er svo mik- ill, fyrir nú utan baráttuna um for- ystusœtin, að litlar sem engar líkur eru til að nokkur einasti möguleiki sé að þessi flokksbrot öll geti komiö sér saman um að mynda breiðfylkingu vinstri manna, eins og Ólaf Ragnar Möðruvelling dreymir um. Þar hefur hann séð sjálfan sig í hillingum, sitj- andi í formannssæti með embœtti forsœtisráðherra í seilingsfjarlœgð. í veðurblíðunni að undanförnu hef- ur mörgum manninum verið gengiö inn í sjoppu til að svala þorstanum með gosdrykk. En því miöur fara margir jafn þyrstir út þótt þeir liaji skolað niður eins og einni flösku af kók. Verzlanir, og þá ekki sízt smá- sjoppur, virðast hafa svo takmarkað kœlirými, að gosið er selt glóðvolgt. Drykkir eins og t. d. kók eru alls ekki gerðir með þaö fyrir augum að þeirra sé neytt án þess að þeir séu kœldir fyrst. Hér er um hrein vörusvik að rœða sem verzlanir œttu að sjá sóma sinn í aö bæta úr liið fyrsta. Gróöurliúsiö Eden í Hveragerði er orðinn geysivinsœll áningastaður ferðamanna og það ekki að ástæðu- lausu. Þarna er hægt að kaupa blóm í miklu úrvali og auk þess er þarna skemmtilegasti veitingastaöur á land■ inu, Gestir eru umvafðir gróðri með- an þeir njóta veitinganna og fyrir- komulag allt með þeim hœtti að af- greiðsla gengur fljótt og vel fyrir sig. Verðlag er ekki hærra á veitingum en gerist í höfuðborginni og staöur- inn allur mjög vistlegur. Starfsmenn sjónvarps og útvarps stóðu sig með miklum ágœtum á kosninganóttina. Segja má, að með því að taka tölvu í notkun til að byggja á hugsanleg úrslit eftir fyrstu atkvœðatölur, séu þessir fjölmiðlar komnir með úrslitin skömmu eftir að talning er hafin. Útreikningar tölv- unnar stóðust í hvívetna og þess vegna hefðu menn getað farið í rúm- ið snemma nætur. En ekki var hœgt annað en vaka meðan sjónvarpað var því stórskemmtilegt var að fylgjast með því sem fram fór á skerminum. Fréttamenn útvarps gerðu þó yfirleitt betur en sjónvarpsmenn. Þeir voru yfirleitt á undan sjónvarpinu með all- ar tölur og spár og nutu þess að útvarpið er hraðvirkari fréttamiðill en sjónvarpið er. Enn einu sinni hækkaði tóbakið og enn einu sinni hœkkuöu verzlanir út- söluverðið sama dag og hœkkunin var auglýst. Rétt er þó að taka fram að ekki eru allar verzlanir undir sömu sök seldar, en vitað er um fjölmargar verzlanir sem höfðu hækkað verðið sama dag og hœkkunin tók gildi frá ÁTVR. Þetta er nú orðin venja sem verðlagsyfirvöld virðast hafa sam- þykkt með aðgerðarleysi sínu. FRÓDI.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.