Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 11.10.1974, Síða 2

Ný vikutíðindi - 11.10.1974, Síða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI Ný Vikutíðindi Útgeíandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjórn og auglýsingar: Þingholtsstræti 27. (timburhúsið, bakdyr) Sími 28120. Prentun: Prentsmiðja Þjóðviljans Setning: Prentverk Kópavogs Myndamót: Prentmyndastofan hf. Gott sumar SUMARIÐ sem nú er að kveðja hefur verið gott til sjáv- ar og sveita víðast hvar á land- inu. Sunnanlands hefur veðrið verið með eindæmum gott í mestallt sumar og lífið leikið við bændur. Heyfengur mikill og góður og nú í liaust hefur uppskera garðávaxta verið fá- dæma góð. í öðrum landshlutum hefur sumarið einnig verið gott nema þá helzt á Austurlandi, en þar varð seinnihlutinn votviðrasam- ur. Þó náðu bændur þar sem annars staðar fullum heyfeng og fé hefur komið vænt af fjalli. Bændur hafa fengið greiddan þann kostnaðarauka, sem þeir hafa orðið fyrir af völdum verðhækkana, og er það meira en aðrar stéttir jijóð- félagsins geta sagt. Að öllu þessu samanlögðu má því full- yrða að bændur séu vel undit það búnir að mæta komandi vetri, þrátt fyrir fyrirsjáanlegar hækkanir á fóðurvörum. Afli báta- og togaraflotans hefur verið allsæmilegur, og í mörgum tilfellum ágætur. At- vinna við úrvinnslu aflans hef- ur verið svo mikil að vart lief- ur hafst undan og hvarvetna skort fólk. Röng gengisskrán- ing og óvissa í markaðsmálum hefur hins vegar sett sjávarút- veginn 1 heild í mikinn vanda, auk gífurlegra kostnaðar hækk- ana innanlands. Ríkisstjórnin hefur nú gert gangskör að því að leysa þenn- an vanda og hefur þegar gert víðtækar ráðstafanir til bráða- birgða. Síðustu fréttir herma, að verð á loðnumjöli fari nú stórhækkandi aftur og gott út- lit sé með sölu þeirra birgða, sem liggja í landinu. Ennfrem- ur má allt eins gera ráð fyrir, að þorskblokkin fari aftur hækkandi i Bandaríkjunum og það verði enn til að létta undir með hraðfrystihúsunum. Að öllu þessu samanlögðu má sjá, að þrátt fyrir tíma- bundna erfiðleika erum við vel undir það búnir að taka á okk- ur nokkrar byrðar um skeið. Að efna til verkfalla á þess- um tíma er hrein morðtilraun við atvinnuvegina og hefur ekkert annað i för með sér en atvinnuleysi og öngþveiti. Verkalýðsrekendum hlýtur að vera það ljóst, að þjóðin vill frekar taka á sig nokkrar verð- hækkanir um skeið, heldur en að steypa sér út í verkföll, sem fyrirfram eru dæmd til að mis- heppnast að því leyti, að þótt kauphækkun fengist væri hún ekki raunhæf og kallaði aðeins á nýjar verðhækkanir. NÓTT VIÐ HAFIÐ Þcgar stytti upp regnið, opn- aði ég gluggann út til hafsins og fann, hvernig rakt og svalt sjávarkulið fyllti herbergið. Þungar drunur heyrðust neðan frá ströndinni, þar sem öklurn- ar skullu á brimbrjótnum. Skýjaþykknið greiddist fljót- lega sundur, líkt og það væri rifið í tætlur, og slitur af því rak inn yfir landið; það birti í lofti um leið. Ég leit á klukkuna; liana vantaði nokkrar mínútur í eitt. Meðan ég nú stóð þarna í myrkrinu, án þcss að kveikja rafljósið, heyrði ég að dyrnar að næsta herbergi voru opnað- ar og að þeim var lokað aftur. Það var gengið hratt inn gólf- ið og vindutjaldið dregið nið- ur; síðan varð allt hljótt á ný. Þetta endurtók sig á hverju kvöldi. Ég hefði átt að vera farinn að venjast því og hætta að veita ]rví athygli. En ég var þvert á móti tekinn að bíða eftir þessu þruski. Ég var hætt- ur að geta sofnað fyrr, en búið var að loka dyrunum og draga vindutjaldið niður. Mót venju lét ég nú gluggann standa ojr- inn, háttaði og lagðist til svefns. ★ Svo lá ég og hlustaði á hafið og hugsaði um konuna, sem bjó í herberginu við hliðina á mér. Ilún hafði komið fyrir viku, og þótt við hittumst dag- lega við máltíðir, höfðum við aldrei talazt orð við. Ilún var kuldaleg og fálát í fasi og lað- aði ekki að sér kunningja. Eigi að síður var eitthvað það við persónu hennar, að mér stóð ekki á sarna um hana. Hún var á vissan hátt aðlað- andi, og meðfædd reisn. og glæsibragur í hreyfingum henn- ar. Hvenær sem hún var í ná- vist minni, skoðaði ég hana ein- vörðungu sem konu. Hjá því varð blátt áfram ekki kornizt. Ég hafði búið hér úti á yztu nöf í bráðurn heilan mánuð. Og ég varð gripinn taugaæs- ingi„ er hún birtist hér allt í einu. Ég réð ekki við þær til- Allt í einu glaðvaknaði ég og settist upp í rúminu. Það sást ekki skýskaf á lofti, og stjörnubirtan glitraði dauft á gluggarúðunum og kastaði end- urskini upp á hvítt stofuloftið. Einhver hafði hreyft sig úti fyr- ir, og það brá skugga fvrir birt- una, rétt sem snöggvast. Ég hlustaði gegnum gjálfrið í sjón- um eftir fótataki þess, er skugg- ann ætti, en heyrði ekkert ó- Dulúðug og krassandi saga eftir Gregory Miller finningar, sem gagntóku mig af sívaxandi þunga. Ég þráði hana, og þessi þrá rændi mig áliuga á öllu starfi og gerði mig rótlausan. Eigi að síður var ég sannfærður um, að löngun mín yrði aldrei endur- goldin, aldrei gagnkvæm. Hún var ein þeirra kvenna, er fyrr eða síðar verða á hvers rnanns vegi, vekja hamstola þrá og hverfa síðan. Mynd hennar hverfur aldrei úr huga mér. Ég lá lengi og hlustaði á öldusúginn. Dulúðugt og enda- laust brimhljóð, sem rann beint í gegnum nóttina. Loksins rann mér í brjóst, en þó fylgd- ist ég alltaf með báruskvaldr- inu við brimbrjótinn niður frá. Og alltaf fann ég svalt náttkulið, sem leið inn um 0]i- inn gluggann og lagði yfir and- litið á mér. venjulegt. Ef einhver gengi um á mölinni fyrir neðan, hlaut ég að heyra það. Ég reyndi að kasta þessu frá mér sem liverri annarri ímynd- un, en gat það ekki. Hjónin, sem veitingahúsið áttu, voru roskin og gengu snemma til rekkju. Þau leigðu út þessi tvö herbergi á annarri liæð, til þess að drýgja lítið eitt þær lélcgu tekjur, sem sjórinn færði þeirn, og höfðu lítið samneyti við aðra á staðnum. '1 'Ég ‘reis1 uþp og gekk út að glugganum. í sömu andrá heyrði ég að strokizt var við vegginn að utan. Eg laut gæti- lega út um gluggann, og mér fannst blóðið storkna í æðum mínum. Dökkur skuggi fetaði sig eftir múrbrúninni, sem lá utan á liúsinu endilöngu. Hann lædd- ist hægt og hljóðlega yfir að hinum glugganum. Sá glugg- inn, sem var fjær, stóð alltaf hálfopinn og var festur með gamaldags stormjárni úr stál- vít. Allt í einu datt mér í hug, hvers vegna konan í herberg- inu við hliðina á mér, hafði leitað hingað út í hafsauga, án þess að hafa nokkurt samband við umheiminn. Og hvers vegna hún var svo kuldaleg og fálát við þá, sem hún um- gekkst. Hún var hrædd við eitthvað, — eitthvað sem hún hafði verið að flýja. Einhvern — sem ef til vill sat um líf hennat. Við hornið hjá vinstri gafl- inum var auðvelt að komast upp á eldhúsútbygginguna, og þaðan mátti hæglega lyfta sér upp á múrbrúnina, sem lá eftir framhlið hússins. Eftir henni var hægt að ganga með því að halda sér í þakbrúnina. Nú var felustaður hennar fundinn. Aðferðin við að ráða hana af dögum var að því leyti þaulhugsuð, að komast hljóð- laust fram lijá báðum mínum gluggum þótt opnir væru. Án efa var þetta auðveldasta leiðin til að komast að fórnar- lambinu. Þetta mátti fara án þess að nokkur heyrði til, og væntanlegur morðingi hefði öll tromp á hendi, ef hann þyrfti að hverfa í skyndi út í skjól náttmyrkursins. Ég snaraðist í fötin og laut síðan út um gluggann. Skugg- inn var horfinn. Hinn glugg- inn, sem verið hafði glufa á, stóð nú galopinn. í sama bili og ég hafði komizt út úr glugg- anum og fundið brúnina undir Margur hefur víst rekiö sig á þaö — eins og höfundur þessarar greinar — að Skreytni borgar sig ekki Smágrein eftir Noel Arden. Þið hafið heyrt söguna af manninum, sem gumaði af öll- um sínum dyggðum, en neydd- ist loks til að viðurkenna eina ávirðingu: Að hann ætti það til að skrökva. Þetta ónýtti vitanlega allt það, sem á undan var gengið. Þannig reynast lygar. Þær ó- nýta. Oftastnær ónýta þær til- gang sinn. Ef þið skrökvið af sömu ástæðu og ég gerði, er það til að forðast vandræði. En ég hef komizt að þeirri niður- stöðu, að ofast kemur skreytni mér í klípu. Til dæmis var það ein af mínum eftirlætislygum að stýfa af verðinu á hlaupum, sem ég hafði verið að kaupa, svo að ekki væri litið á mig sem eyðslu segg. Ég er varkárari í því efni nú orðið. Eftir að ég hafði cinu sinni skrökvað því, að ég hefði borgað aðeins 30 krónur fyrir lindarpenna, sem kostaði 50 krónur, var mér falið að kaupa heila tylft af þeim handa vin- um mínum. Ég átti fullt í fangi með að losna undan því. Öðru sinni kom það fyrir mig í heimboði, að ég fór að dotta. Allt í einu vaknaði ég við ákveðna spumingu hús- freyjunnar: „Hvað lialdið þér, Arden? Tiúiö þér þessu?“ Ég fullvissaði hana hiklaust um að svo væri, enda þótt ég vissi alls ekki, hvað lrún var að tala um. ímyndið ykkur ofboð rnitt, þegar ég uppgötvaði, að ég hafði verið að taka undir einhverja slúðursögu um hana. Það er ekki alltaf svo auðvelt að slá slíku upp í gaman. Nú orðið kannast ég við það hvert sinn, ef eitthvað fer frarn lijá mér. Sömuleiðis viðurkenni ég fáfræði mína, cf svo ber undir. Ég leyfi mér ekki lcngur að segja, að ég viti eitthvað, nerna ég viti það. Síðast skrökvaði ég þvílíku, þegar ég sagðist liafa lesið bók, sem ég hafði ekki einu sinni heyrt nefnda á nafn áður. Ég var strax dreginn inn í umræður um sögupersónurn- ar, en þá beið ég ekki boðanna og lagði á flótta. Ég hef jafnvel verið staðinn að því að skrökva um heilsu og útlit fólks. Ekki veit ég hvers vegna. Maðurinn spurði mig einskis. En ég taldi mér skylt að segja eitthvað. Ég lét því orð falla á þá leið, að ég hefði aldrei séð hann líta betur út, og lagði áherzlu á það. Þá sagði hann við mig kuldalega, að sér kæmu orð mín á óvart. Hann væri að koma frá tann- lækninum, þar sem dreginn hefði verið úr honum vísdóms- tönnin. Einnig væri hann ný- staðinn upp úr inflúensu og hefði létzt um níu pund. Ég varð eins og glóandi steikar- panna í framan. Þess vegna er ég nú farinn að draga mig meira í hlé. Ég tala aldrei við fólk um útlit þess. Ég veit, að það er alveg nóg að spyrja það, hvernig því liði. Ég hef meira að segja lagt niður þann vana að láta í ljós við vin m\nn, að barnið hans sé fallegt og gáfað, þegar ein- hver vafi leikur á um það. Það er miklu öruggara að segja: „En það bam!“ Það getur þýtt hvað sem er. Gullhamrar eru hættu- legir. Þegar ekki fylgir hugur máli. Þeir geta gert mann ann- aðhvort að lygara eða fábjána. Ég hef haft reynslu af hvoru tveggja. Auðvitað ætti hver maður að hafa vit á að segja ekki, að hann hafi verið þar sem hann var ekki — eða að hann hafi ekki verið þar sem hann var. Hann getur ekki vitað, hver sá hann eða gæti hafa séð hann. Enginn skyldi því skrökva. Upp koma svik um síðir.

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.