Ný vikutíðindi - 10.01.1975, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 10.01.1975, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTÍÐINDI 7 - GEIRFINNSMÁLIÐ Framhald af bls. 1 mcnn sem lýst hefur verið cft- ir í sambandi við málið séu komnir af landi brott. Það er auðvelt fyrir hvern og einn, að því er virðist, að ganga út í flugvél og fara til útlanda und- ir fölsku nafni en vera með vegabréf og önnur skilríki rétt. Þetta er þó aðeins hægt að ekki hafi verið lýst eftir manni með nafni, en það hefur ekki verið gert í sambandi við Geir- finnsmálið, enda veit enginn eftir hvaða nafni á að lýsa. Hvers vegna eiturlyf? Rannsóknarlögreglumaður- fnn í Keflavík rökstuddi ekki þann grun sinn að eiturlyfja- smygl stæði í sambandi við hvarfið á Geirfinni. En þar sem hann lýsti þessu sem skoð- un sinni hlýtur eitthvað að liggja þar á bak við þótt hann segði ekkert slíkt hafa komið frarn við rannsóknina. En lög- reglumaður getur ekki lýst svona nokkru yfir í viðtali við fjölmiðil án þess að færa að því nokkur rök. Það fer því ekki hjá því, að nýjar sögur komist á kreik og meðal annars spyr fólk á hvem hátt Geirfinnur eigi að vera bendlaður við smygl á eitur- lyfjum. Hefur hann komist að smygli og hann numinn á brott af ótta við að hann kæmi upp um málið, eða hvað er um að vera? — VÁXANDI ÁTÖK . . Framh'ald af bls. 1 getur þetta orðið stórmál hve- nær sem er. Ráðuneytið liefur neitað að greiða bætur til Braga og hefur hann nú í hót- unum um að birta opinberlega ýmislegt sem hann veit urn mistök og einkennilega starfs- háttu í menntamálaráðuneyt- inu. Bíða menn þess spenntir hvenær Bragi lætur til skarar skríða, því talið er að hann hafi ýmislegt fróðlegt fram að færa sem hingað til hefur farið mcð veggjum og fáir vita um. Ekki veitir af því að lofta svo- lítið út í ráðuneytunum og mætti almenningur gjarnan fá rneiri vitneskju um hvað þar gerist innan veggja. - ÓÞOLANDI ÞJÓN- USTA. . . Framhald af bls. 1 kaupum viðkomandi banka í allflestum tilfellum. Idvar standa þessir bankar ef fólkið tæki sitt sparifé frá við- skiptabönkunum og ávaxtaði sitt fé á frjálsum markaði og fengi að sjálfsögðu þá hærri vexti á sitt innlánsfé og að sjálfsögðu er nóg af viðskipta- vinum. Hætt er við að mesti stórbokkasvipunnn rynni af bankastjórunum. Þetta fynrkomulag er með öllu óverjandi og þekkist ekki í venjulegum menningarlönd- um. En að sjálfsögðu þurfa stór- eignamenn ekki að hlíta jress- um afarkostum Þeir hringja bara í sinn bankastjóra og panta viðtal, ef lánið er jrá ekki veitt strax símleiðis. LÁRÉTT: 47 dýrðleg 12 eiturvökvar í alda 4Q hólmi 13 hamingjan 7 gufudallur 50 egnir 20 tilkynntur 13 peningar 52 ógnar 21 ósynja 14 ammerka 33 bækurnar 22 j^ræta 16 hróp 55 neyl 23 eiturvökvar 17 höllu 56 faðmur 29 upphrópun 18 stúlkunafn 57 anda 30 trylla ig smokra 39 elska 31 faðir 21 annars 61 véltækið 32 op 23 fæðan 62 sjúkur 33 titill 24 veini 63 sakamenn 34 fönn 25 vesalingar 37 innlend 26 skammst. 39 vökvann 27 nagg LÓÐRÉTT: 42 kænar 28 tvíhljóði 43 skordýr 30 spýja 1 fíkniefnaneytandi 44 æð 32 lofttegund 2 stækkaði 46 hjálpar 34 titill 3 skjótu 47 stígurinn 33 liði 4 dedúa 48 slíta 36 posinn 3 tímabil 49 nokkurra 37 sælgæti 6 forsetnmg 31 skauta 38 æðibunugangur 7 sem 34 band 40 ás 8 leyfist 38 félagsskapur 41 jaðar 9 hallar 39 agnir 43 skip 10 varp 60 strax 45 flatmagaði 11 laslcikinn 61 væl KROSSGATAN RÁÐNING á krossgátunni er annars staðar í blaðinu. SKRÝTLUR... Pabbi Nonna litla var nýlega dáinn. Nokkrum dögum síðar hitti einn af nágrönnum hans hann á götunni og spurði: — II rað var nú það síðasta, sem pabbi þinn sagði, áður en hann dó? — Hann sagði ekki neítt, svaraði Nonni. — IVIamma var hjá honurn, þangað til hann skildi við. ★ Það var barið harkalega að dyrum hjá frú Murphy. Þegar hún öþriáði, sá' htíri' fýrif útan þéttkénndan mann, sem spurði: — Eruð þér ekkja herra Murphys? — Ég er kona herra Murp- hys, sagði konan gremjulega, — og ég cr alls engin ekkja. — Ekki það? sagði maðurinn og skríkti við. — Bíðið þér bara jrangað til þér sjáið hvað jreir eru að bera hérna upp stigann. ★ — Ég vildi gjarnan kvæn- ast jrér — jafnyel þó ég sé ekki mikill fyrir mann að sjá. — Allt í lagi. Þú ert hvort sem er í vinnunni mest-allan daginn. ★ Forstjórinn (fokvondur): „Hvernig í fjandanum stendur á því, að ekki er búið að ganga frá jressu? Það er máuður síðan ég bað yður að gera það“. Ritarinn: „Ég bið afsökunar, ég hef gleymt þvi. Forstjórinn: „Ég hef. aldrei heyrt annað eins — gleymt því, sem ég bað yður sérstaklega fyrir! — Hvað mynduð þér segja, ef ég gleymdi að greiða yður launin?“ Ritarinn: „Ég myndi strax minna yður á það. En ekki bíða í hálfan mánuð og rjúka svo upp á nef mér“. * Hjá þeim nýgiftu: — Hefur jrú fest á töluna, elskan mín? — Nei, ég fann ekki töluna, svaraði nýgifta konan, svo ég saumaði sarnan hnappagatið. ★ Maðurinn við konuná: —- Þú með þína matrciðslu- list. Það eina, sem þér hefur heppnazt, er að fá mig til að sjóða upp úr. TILKYNNING UMINNLAUSN VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FRÁ1964 OG VÆNTANLEGAN NÝJAN FLOKK SPARISKÍRTEINA Lokagjalddagi verðtryggðra spariskír- teina ríkissjóðs 1964 er hinn 10. þ.m. Frá þeim degi bera þau hvorki vexti né bæta við sig verðbótum. Fjármálaráðherra, f.h. ríkissjóðs, hef- ur á grundvelli laga nr. 59 frá 20. októ- ber 1964, sbr. lög nr. 23 frá 4. maí 1965, svo og fjárlaga fyrir 1975, ákveðið að gefa út nýjan flokk spariskírteina í 1. fl. spariskírteina fyrir árið 1975 og er reikn- að með að flokkurinn verði tilbúinn um miðjan febrúarmánuð en hann verður formlega tilkynntur ekki seinna en 10. febrúar n.k. Er athygli handhafa spariskírtina frá 1964 vakin á þessari útgáfu með tilliti til kaupa á hinum nýju skírteinum með andvirði skírteinanna frá 1964. Flandhöfum spariskírteina frá 1964, sem vilja skipta þannig á skírteinum sín- um, er bent á að afhenda þau frá og með 10. janúar n.k. til Seðlabankans, Hafnar- stræti 10, Reykjavík, gegn kvittun, sem bankinn gefur út á nafn og staðfestir rétt til að fá ný skírteini, þegar þau eru til- búin, fyrir innlausnarandvirði hinn eldri skírteina. Bankar og sparisjóðir úti á landi geta haft milligöngu um þessi skipti en til bráðabirgða eru sett þau mörk, að Seðlabankanum verða að berast hin eldri skírteini fyrir 10. febrúar n.k. ásamt beiðni um skiptin. Aðrir kaupendur hinna nýju skírteina geta látið skrifa sig fyrir þeim hjá venju- legum umboðsaðilum og Seðlabankanum á tímabilinu frá 10. janúar til 10. febrúar n.k., gegn innborgun á kaupverði þeirra. Er fyrirvari settur um að færa niður pantanir, ef eftirspurn fer fram úr vænt- anlegri útboðsfjárhæð. Hin nýju spariskírteini verða að verð- gildi 5, 10 og 50 þúsund krónur. Kjör þeirra verða þau sömu og voru í skír- teinum, er ríkissjóður gaf út á s.l. ári, nema að meðaltalsvextir lækka um sem næst 1% á ári í um 4% ársvexti. Þau verða skatt- og framtalsfrjáls á sama hátt og verið hefur í undanförnum út- gáfum, útgefin lengst til 18 ára og bund- in til 5 ára frá útgáfu. Þau bera vexti frá 10. janúar 1975. Bréfin verða með fullri verðtryggingu miðað við hækkun byggingarvísitölu frá vísitölu þeirri, er tekur gildi 1. mars n.k. Reykjavík, 8. janúar 1975. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.