Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.08.1911, Side 5

Sameiningin - 01.08.1911, Side 5
iö5 SKÓLI Á MOUNTAIN. Þeir þoldu ekki mátið lengr, Mountain-menn. Þar- sem svo fast var á móti staðið skólamálinu á kirkju- þingi, að engin fékkst framkvæmd, fóru þeir séra Hans og félagar hans á stað einir og ætla að stofna íslenzkan skola á Mountain og nefna eftir Vídalín, biskupinum karlmannlega — „Vídalín’s Academy'‘. Almennr ábugi er í byggðinni fyrir fyrirtœkinu. Þrjú þúsund dollarar fengust á skammri stund þar í heimaliögnm og sagt, að mildð fé bœtist þar enn við. Prestr hefir fengið lausn frá embætti sínu til ársloka til að safna fé til skólans. Þegar þeir hafa tólf þúsund fengið, og telja þeir sér þau vís, aetla ])eir að byrja : koma. sér upp skólahúsi og ráða sér kennara. Lang-líklegast koma þeir þessu í framkvæmd, því þeir ern þann veg efnum búnir og skapi farnir, Dakota- búar, að þeir gefast ekki upp við byrjað verk, þótt nokkuð fast þurfi að leggjast á reipið. Vitanlega þarf miklu minna fé til að koma upp og starfrœkja skóla í litlum sveitabœ heldr en í stórri borg. Þarna er líka opið tœkifœri fyrir svona lagaðan skóla, sem ætlazt er til að verði ígildi venjulegra High Schools ríkisins. í íslenzku byggðinni sjálfri er enginn slíkr skóli og mvndi þessi fvrirhugaði skóli fullnœgja þeirri þörf, og byggÖin er vel fœr um að bera einn skóla þeirr- ar tegundar. Má og vera, að Minnesota geti bæði stutt og notað þennan skóla eitthvað ofr lítið, þótt lítil sé þar uppskera í ár. Síðr en ekki ætti þetta fyrirtœki að spilla fyrir skóla, sem rísa kann npp í skauti og skjóli kirkjufélags- ins norÖan línu. Þvert á móti verðr þetta til þess að setja á stað kraftana mildu fyrir norðan og flýta fyrir því, að þar komi upp skóli, þessum meiri hlutfallslega við mannmergð og me,gin. B. B. J. o

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.