Sameiningin - 01.08.1911, Side 6
QUID PRO QUO.
„Yaraðu þig, að eg meiði þig ekki“ — höfðu þeir
eftir liananum, sem steig ofaná hestinn, og datt mér
það í hug, er eg las ókvæðisorðin Haralds prófessors um
prestaskólann í Cliieago. B. B. J.
------o-----
Prédikun,
sem séra Björn B. Jónsson, forseti kirkjufélagsins, flutti
í Winnipeg í þingbyrjan 23. Júní síðastl.
„Mitt ríki er ekki af þessum heimi.“
Texti: Jóh. 18, 33—37.
Konungr himnanna stóð fyrir dómstólnum. Menn-
irnir ka'rðu hann um landráð. Þeir báru það fyrir rétt-
inum, að hann segðist vera konungr. Andlegir leiðtog-
ar Gyðiriga gjörðu pólitisk samtök við heiðin yfirvöld
borgaralegs ríkis til þess að fá konunginn yfir andans
heimi til dauða dœmdan. Það er hin fyrsta frásaga um
sainband ríkis og kirkju.
Ilátíðlega kannast Jesús við það fvrir Pílatusi dóm-
ara, að liann sé konungr. „Rétt segir þú, að eg sé kon-
ungr.“ En hann vill ekki, að nokkrum misskilningi sé
það undirorpið, hvar hann sé konungr og hverju ríki
hann ráði. „Mitt ríki er ekki af þessum heimi“—segir
hann afdráttarlaust. Þú, Pílatus! mátt stýra þessu
landi; þú, Tíberíus! mátt ríkja einn í Bóm. Að sönnu
mun um síðir andi alheims-konungsins, sem nú er band-
ingi í höll landstjórans, velta af veldisstóli harðstjórum
þessa lieims, þegar mannkynið gengr honum til handa.
En ríki hans er ekki af þessum heimi. Til œðra ríkis
er hann borinn, ríkis sannleikans eilífa. „Til þess em
eg fœddr og til þess kom eg í heiminn, að eg heri vitni
sannleikanum, og hver, sem elskar sannleikann, sá hlýðir
minni raustu.“
Svo afdráttarlaust lýsti Jesús vfir því þarsem hann
stóð fyrir réttinum og átti líf sitt að verja, að ríki sitt