Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.08.1911, Side 9

Sameiningin - 01.08.1911, Side 9
i6g veraldleg-u valdi páfakirkjunnar. í lengstu lög reynir hún ])ó aÖ lialda völdum í þeim ríkjum, sem eftir urðu við siðbótina í liennar liöndum. Kunnugt er öllum um það stríð, sem nú liefir lengi staðið yfir í kaþólsku lönd- unum í Norðrálfunni milli ríkis og kirkju, eða klerka- flokksins og stjórnarflokksins. A Frakklandi var kirkjuvaldið í skjóli ríkisins búið að gjöra útaf við trú og kristindóm, þegar loks ríkiskirkjan var afnumin og það þá á nokkuð hranalegan og ósanngjarnan hátt. t fersku minni er byltingin í Portúgal og kunnugt er öll- um um ástandið á Spáni. í löndum Mótmælenda í Norðrálfu liefir samband ríkis og kirkju vitanlega eldd haft eins mikið illt í för með sér á síðari öldum einsog í kaþólsku löndunum. Meðal annars hefir það haldið lífi í kirkjunni í Mótmæl- enda-löndunum, að víða hafa þar óháð kirkjufélög starf- að af miklum trúaráhuga samhliða ríkiskirkjunum, og samkeppni við þau hefir varíð þjóðkirkjurnar svefni og dauða. Svo er einkum á Bretlandi. Eigi að síðr er ógæfan, sem af því stafar að kirkjan er af þessum heimi, sorglega augljós hvarvetna. Hnignunarmerkin ömurlegu eru bersvnileg víða. Ef til vill er ekkert hnignunarmerkið Ijósara en það, að guðfrœðaskólar ríkjanna eru víða. að tœmast. Svo hneykslanlegt, sem það er óbrjálaðri hugsun, þá stendr ríkið fyrir guð- frœða-kennslu í þjóðkirkjulöndunum. Nú vita menn, hvern veg guðfrœðinni er farið við margar þær ríkis- stofnanir. Hin neikvæða, efasjúka vantrúarstefna sitr þar að völdum. Hún hefir ekkert aðdráttarafl, svo ungir menn viljiverja lífi sínu í hennar þjónustu. Þeim fækkar því sem von er, sem við slíkri guðfrœði gefa sig. Samfara þessu er hjá söfnuðunum afrœksla náðarmeð- alanna og vaxandi vantrfi. Ekki er þetta grýla, sem nokkrir þröngsýnir og forneskjulegir prestar hafi til- búið, lieldr er þetta ástandið einsog fróðir menn tala liisprslaust um það í blöðum og tímaritum. Jafnvel í blöðunum á Islandi er nú frá þessu farið að skýra, enda þar líka orðið deginum Ijósara, hvert stefnir. Hér í Yestrheimi eru ríki og kirkja alg'jörlega að-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.