Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.08.1911, Side 15

Sameiningin - 01.08.1911, Side 15
175 ir, sparsamir, ráðvandir og iðnir. Látum Þjóðverja sjálfa lýsa breytingunni, sem liefir átt sér stað. Ritliöfundr, sem fékkst við skýrslur, ritaði fyrir tuttugu árum: ,.Þýzkaland er að uppskera ávöxtinn af „þroskaðri hugsan4 ‘ eða efasýki. Glœpir jukust á sex árum, 1873— 1879, á Prússlandi frá 50 til 200—300 p.e. Tala fanga á Prússlandi, í Ilannover og í Rín-fylkjum jókst úr 102,077 árið 1872 í 133,734 árið 1875, og nú teljast þeir 150,000. Pangelsin eru full og ættjarðarvinir halda því fast fram, að mynduð sé fanga-nýlenda á einhverri eyju í Kyrrahafi eða í vestrhluta Afríku/ ‘ Seinna sagði dr. Bauer, einn af hirðprestunum, í prédikun, sem hann flutti fyrir keisaranum: „Ástúð, tni og hlýðni við guðs orð eru óþekkt í þessu landi, þessu voru mikla þýzka föðurlandi, sem fyrrum var með réttu nefnt heimkynni trúarinnar. Þvert á móti lítr nú svo út, að það sé faðir lyginnar, sem dýrk- aðr er á Prússlandi. Á það, sem áðr var talið veglynt og göfugt, er nú litið með fyrirlitningu, og þjófnaðr og fjársvik er nefnt með hljómfegra nafni — business. Iijónabönd eru stofnuð án blessunar kirkjunnar, og útí þau er lagt til revnslu, og þau hafin, ef þau ekki reynast vel til fallin. Vér höfum ennþá sunnudaginn, en hann er sunnudagr aðeins að nafninu til, og fólkið vinnr með- an á guðsþjónustunni stendr, og síðara hluta dagsins og kvöldinu evðir það í óbófsömum lifnaði á opinberum stöðum og í söng-sölum svo nefndum; en hærri stéttirnar þeysa til veðreiða, metandi meir að heyra másið í kvöld- um hestum en guðs orð, sem gys er að gjört í blöðunum og haft er til guðlasts á opinberum mannfundum. Þjón- ar guðs eru daglega svívirtirl ‘ Fréttaritari við veraldlegt Lundúna-blað segir: „Berlín með milíón íbúa hefir 110 presta, bæði pró- testantiska og rómversk-kaþólska, og meðal-aðsóknin að hverjum guðsþjónustu-stað er minni en hundrað. Fyr- irspurnir frá húsi til húss sýna, að í þessarri sömu borg er ekki eitt heimili af átta, sem á biblíu eða notar hana reglulega. Trúar- og siðferðisástandið í landinu er

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.