Sameiningin - 01.08.1911, Síða 19
179
gengr, og furða sig á þeim sljóleik, sem ekki getr metiÖ
þá frœðslu einsog vert er. Og fyrir sjónum margrar
grunnhygginnar sálar lítr mannkynið svo út, sem það
hafi komizt á undan guði; að þarfir fólksins sé komn-
ar svo langt framyfir allt það, sem fagnaðarboðskap-
inn hefir nokkurn tíma dreymt um, að vér megum til að
fá nv trúarbrögð, sem betr taki til greina hinar afar
stórkostlegu þarfir nútíðarmannsins. Maðr nokkur
enskr gjörir góða grein fyrir því, hvernig slíku hugar-
ástandi er í raun réttri farið. Hann hafði í mörg ár
verið að halda rœður og semja ritgjörðir til að sanna það,
að vér þyrftum að byrja algjörlega á nýjan leik, og upp-
götva eitthvað, sem engum hefði áðr til hugar komið, er
uppfyllt gæti þarfir þessarrar óviðjafnanlegu framsókn-
ar-aldar, er vér lifum á. Hann hafði í mörg ár hlaupið
eftir hverri bending í nýunga-áttina, hverri háværri
raust, hverri nýstárlegri tillögu, í þeirri von, að þar
myndi hann rata einmitt á þann óskastein, er bœtt myndi
geta úr öllum þörfum vorum. Hann trúði því, að hann
myndi finna þann stein fyrr eða síðar, ef hann aðeins
leitaði nógu lengi. En allt í einu hætti hann. Hann
sagði ekkert orð framar um þessa göfugu leit sína og
vina sinna eftir hinu eina nauðsynlega, þessa leit, sem
virtist sýna það og sanna, að hann og vini hans hungr-
aði og þyrsti eftir hinum œðstu gœðum. Og svo gjörði
hann í mikilli auðmýkt grein fyrir ástœðunni.
líann Iiafði komizt að raun um, að þetta, sem öid
vor þarfnast mest, má liœglega finna í lítilmótlegustu
kirkjusókn og kapellu á Englandi, ef menn í raun og
veru langar til að finna það. Hann gekk úr skugga um
það, að guð hafði þegar undirbúið suma liluti og liaft
þá á reiðum höndum og veitt oss aðgang að þeim, án
þess að láta oss þurfa að bíða eftir þeim í heila öld.
Eftir það fann Englendingr þessi ekki til alveg eins
mikillar samhygðar með þeim mönnum, sem finnst, að
ekkert hafi nokkurn tíma verið upphugsað fyrr en þeir
voru í heiminn bornir.
Það sætir undrum, hve hœgt er að losast við marg-
ar skvldr með því einu, að telja sér trú um, að maðr sé