Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1911, Page 21

Sameiningin - 01.08.1911, Page 21
i8i öllu því, sem lífi hans var ábótavant, og' hann gat ekki séð, hvernig allt líf sitt gæti tekiS .þeirri breyting, sem við þurfti. Það virtist svo sem honum væri alls vant. En þá var það, að sá, sem honum var meiri og ekki lét hnnn einan, fékk honum penna í liönd og bauð honum að skrifa. 0g hann sneri sér að skrifborðinu, fús til að þiggja—en það er stœrsta afreksverk viljans. Og hann skrifaði, og rœðan, sem liann reit, virtist vera fengin hon- um algjörlega að gjöf. Það er ekki fyrr en eftir langa hríð, að vér lærum að þiggja það, sem boðið var þegar í byrjun. Og œðsti sannleikrinn, sem vér nokkurn tíma finnum eftir miklar leitir og langar, er einmitt sann- leikrinn, sem vér höfum stöðugt verið að flýja frá, sá sannleikr, að guði þóknist að leita þeirrar sálar, sem að- eins vill levfa lionum að gefa. -------o------- Enn er út komiö eitt hefti af The Fundamentals, trúvarnar- ritinu ágæta, sem tveir ónefndir leikmenn kosta og áör hefir veriö getiö um í „Sam.“ Þetta er fimmta heftiö. Þar er fyrst löng rit- gjörð eftir Philip Mauro, lögfrœöing, meö fyrirsögninni Life of thc Word fhið lifanda orð); þarnæst grein eftir dr. A. C. Dixon um hinar helgu „ritningar"; þá þáttr um líkamlega upprisu Jesú frá dauðum, vissu vora um þann atburð og mikilvægi þeirrar vissu, eftir dr. Torrey. Tvær síðustu ritgjörðirnar eru,: Röksemd Little- ton’s lávarðar útaf aftrhvarfi Páls postula, lagðar fram í stuttu máli af dr. Campbell, og Persónulegir vitnisburðir Webb-Peploe’s prests í London. Testimowy Publishing Company f8o8 LaSalle Ave., Chicago) gefr ritið út og sendir það ókeypis öllum boöberum kristindómsins, sem það nær í. Dr. H. G. Stub, forseti Norsku synódunnar, sendi hlýja kveðju og blessunarósk frá sér og kirkjufélagi sínu til íslenzka kirkjufé- iagsins í sumar, er ársþing vort stóö yfir, en skeyti það tafðist og komst ekki inní gjörðabók þingsins, né heldr hefir opinberlega verið um það getið fyrr en nú. Finnr Finnsson, fyrrum kaupmaðr á íslandi (í Borgarnesi og Reykjavíký, frá Árborg. Man., andaðist á Almenna spítalanum í Winnipeg 24. Júlí, 54 ára gamall. Sat á kirkjuþingi voru, lúterskra íslendinga, í hitt hið fyrra, greiddi atkvæöi með minna hlutanum t aðal-ágreiningsmálinu, en hélzt þó í kirkjufélaginu til æfiloka.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.