Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1911, Qupperneq 29

Sameiningin - 01.08.1911, Qupperneq 29
merkjum mun eg þekkja þá og jafn-vafalaust. Sé þaS allt satt, sem frá þeim er sagt, og takist mér aS ná valdi á skapi þeirra eða anda, þá get eg“-------- „Unniö sesterzíurnar!“ — sagöi Mallúk hlæjandi. ,,Nei“ —svaraöi Ben Húr í sömu svipan. — ,,Eg gjöri það, sem betr sómir þeim manni, er fœddr er til arfleifðar Jakobs — eg skal auömýkja óvin minn á þeim staS, sem mest er almannafœri. En“ — bœtti hann viö óþolinmóör —„viö erum aö eyöa tímanum til ónýtis. Hvernig getum viö á stytztum tírna komizt þangaö sem Ilderim sjeik hefir tjöld sín?“ Mallúk hugsaöi sig dálítiö um. „Það er bezt, aö við förum beint til þorpsins; það vill svo vel til, að það er skammt undan; ef til leigu má fá tvo hraðskreiöa úlfalda þangað, þá getum viö að einni stund liðinni verið komnir áleiðis." „Snúum okkr þá aö því.“ Þorpið var klasi af stórhýsum í fögrum görðum, og þar innanum gistiskálar meö höföinglegum útbúnaði. Þaö tókst vel aö ná í úlfaldana; síðan stigu þeir á bak og lögðu á stað út-til hins fræga Pálma-garðs. TÍUNDI KAPÍTULI. Pálma-garð rinn. Eyrir utan þorpiö var landiö öldumyndað og rœktað; reyndar mátti svo að orði kveða, aö aldingarðr Antíokíu væri þar, og hver blettr rœktaðr. Brekkurnar utaní hæð- hæðunum voru með hjöllum; jafnvel limgarðarnir fengu einsog meiri birtu yfir sig af vínviðinum, sem vafðist um þá, og í forsœlunni þar bakvið gat þeim, er framhjá fóru, fundizt notalegt að hvíla sig, enda eðlilegt, að hjá þeirn vaknaði löngun í svaladrykk væntanlegs víns eða í vínberin, alþroskuð í hinum blóörauðu klösum. Uppyfir melónu-reiti og gegnum apríkósu-grófir og fíkjutrjáa, apelsínu-lundi og linditrjáa sá í hin hvítlituðu bœndahús; og allsstaðar benti nœgtadísin, hin brosmilda dóttir friðar- gyðjunnar, til þess með óteljandi merkjum, að hún var þar heima hjá sér og lét hinum göfuglynda feröamanni verða glatt í lund þartil hugr hans fór jafnvel að hneigjast til að láta Róm njóta sannmælis. Annað veifið sá einnig til Tárus-fjalla og Líbanons, en þar á milli glitti í eitthvað, sem var einsog silfrþráðr; það var Orontes-á, sem leið áfram hœgt og hœgt í farvegi sínum.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.