Sameiningin - 01.08.1911, Blaðsíða 30
9 Á leiöinni út-til Pálma»-garðsins komu vinirnir aS ánni
og fóru svo fram með henni eftir bugöunum á veginum,
sem ýmist lá yfir há holt eSa um dœldir, og var land þar
allt bæöi hiS efra og neðra ætlað fyrir höfðingjasetr; og
er laufskrúð eika, fíkjutrjáa og myrtus\>iðar stó'ð í blóma
á því svæöi, svo og lárviörinn og jaröberja-runnrinn og
hin angandi jasmína, var birta yfir ánni af hinum skáhöllu
sólargeislum, sem ekki myndi neitt hafa á sér bært, hefði
þar ekki verið stööug skipaferð. Skipin liðu ýmist á-
fram með straumnum, eöa þau slöguðu eftir því sem vindr
blés, ellegar þau voru knúin áfram með árum; sum þeirra
voru komandi, önnur farandi, en öll minntu þau á sjóinn,
fjarlægar þjóðir, fræga staði og sitthvaö, er menn sœkjast
eftir fyrir þá sök aö það er svo sjaldgæft. Ekkert hrífr
ímyndunarafl manna með meira þýðleik en hvítt segl, sem
vindrinn blæs í út-til hafs, nema ef vera skyldi hvítt segl,
sem vindrinn blæs í heimleiðis, að lokinni sjóferö, er vel
hefir heppnazt. Og niðrmeð ánni héldu þeir félagar stöð-
ugt þartil þeir komu að stöðuvatni, sem lón úr ánni rann
í, tært, djúpt og straumlaust. Pálmatré gamalt stóð einsog
á verði í króknum, þarsem lóniö gekk inní landið; og er
þeir beygðu af til vinstri handar framhjá trénu, klappaði
Mallúk höndum saman og œpti:
„Sko! sko! Þarna er Pálma-garðrinn!“
Annað eins svæði gat hvergi að líta, nema ef vera
skyldi í einhverjum hinna aröbsku sandeyja, sem allra
indælastar þóttu, eða meðfram Níl, þarsem búgarðar
Ptolemea voru; og einsog til þess að hin nýja unaðan-
tilfinning, sem þegar var lifnuð hjá Ben Húr, gæti viðhald-
izt og glœðzt, var förinni nú beint inná landfláka einn, sem
ekki sást útyfir, rennsléttan einsog gólf. Undir fœti var
allsstaðar grœnt gras, sem í Sýrlandi er sjaldgæfara og
fegra en allt annað, er jarðvegrinn framleiðir; liti hann
upp, þá blasti við honum loftið ljósblátt gegnum greina-
net óteljandi döðlupálma, er í sinni tegund voru einsog
göfugir ættfeðr, háaldraðir, afar fyrirferðarmiklir og há-
vaxnir; stóðu tré þessi í þéttskipuðum fylkingum, með
greinum, er náðu langt út; hver grein var vel laufguð, og
hvert laufblað um sig dúnmjúkt, og leit út einsog borið
hefði verið á það vax, og stirndi svo á það. Hver sá, sem
þessa töfrasjón leit, varð að einhverju leyti af henni heill-
aör. Annarsvegar var grœngresið, sem varpaði sínum
sérstaka litblæ á loftið sjálft, hinsvegar stöðuvatnið, svalt
og tært, sem lítið eitt bærði á sér, fáein fet fyrir neðan
bakkann, þarsem það studdi að langlífi trjánna í elli
þeirra. Hvort myndi Dafne-lundr taka þessum fram? Og
,5, er Ben Húr leið áfram undir boga pálmanna, gat svo vírzt