Nýi tíminn - 29.03.1943, Qupperneq 1
2. árgangur Reykjavík, 29. marz 1943
Vísindin
efla alla dáð
4. tölublað
Nauðsyn vísindalegra
aðferða í búfjárrækt
Fyrir röskum tveim árum
keypti ríkið jörðina Keldur í
Mosfellssveit með það fyrir aug-
um að koma þar upp sjúkdóma-
rannsóknarstöð fyrir landbúnað-
inn, en eins og kunnugt er hafa
kvikfjársjúkdómarnir, einkum
sauðfjársjúkdómarnir verið eitt
af erfiðustu viðfangsefnum þjóð-
arinnar á síðari árum. Sauðfjár-
veikivarnirnar og skaðabóta-
greiðslurnar til bænda, sem oíð-
ið hafa fyrir fjárskaða, hafa kost-
að þjóðina milljónir og á yfir-
standandi ári er áætlað að verja
þurfi til þessara hluta hátt á
þriðju milljón króna.
Sauðfjársjúkdómarnir munu
hafa borizt til landsins með kara-
kúlhrútum, er hingað voru flutt-
ir fyrir nokkrum árum. Þessi ný-
breytni í landbúnaði okkar, sem
leiða átti af þessum hrútum, hef-
ur orðið landinu afar dýr, og
mun þó mest allt karakúlféð vera
dautt nú. Það hefur að vísu ekki
mikla þýðingu að rífast um það,
hvort rétt var að flytja inn kara-
kúlhrútana á sínum tíma og hver
beri ábyrgðina á því, að svo var
gert. Þetta er orðin hlutur. Hins-
vegar ber að læra af þeim áföll-
um, sem þjóðin hefur fengið við
þetta. Sumir vilja halda því fram,
að rangt sé að flytja inn erlent
fé vegna hættunnar, sem er á því,
að það flytji sjúkdóma í hið mót-
stöðulitla fé okkar. Þetta tel ég
Mjólkurbúin
Undanfarið hafa verið að
koma fram reikningar mjólkur-
búanna fyrir árið 1942. Af þeim
má marga lærdóma lesa, þótt eitt
og annað sé þar í myrkrinu hul-
ið. Mjólkurbúin á sölusvæði
Rvíkur og Hafnarfjarðar hafa
fengið meðalverð 114,4 aura fyr-
ir hvern mjólkurlíter, en bænd-
ur fá ekki nema 87 til 92 aura.
Sölukostnaður er ekki nema
1,7 aurar á líter, því að sala ann-
arra vara heldur mjólkursölu-
búðunum uppi að mestu leyti.
Helmingurinn af allri mjólk er
seldur óunninn, og er hinn helm-
ingurinn verðbættur af honum.
Mjólkurbú Eyfirðinga selur ó-
unninn aðeins % af sinni mjólk,
en þó er ekki nema 10 aura
munur á meðalútsöluverði og
verði því, sem greitt er til bænda.
Hér er um geysilegan afkomu-
mismun að ræða og mun það og
mjólkursölumálin í heild verða
ýtarlega tekið fyrir í næsta blaði.
ekki rétt. Ég tel að það hafi verið
vel þess vert að gera tilraun til
skinnaframleiðslu þeirrar, sem
karakúlféð átti að gefa af sér.
Villan var ekki í því fólgin að
flytja féð inn, heldur í hinu, að
blanda karakúlhrútunum saman
við íslenzkt fé eins og gert var.
Sorgarsagan um karakúlféð hef-
ur sýnt þjóðinni, að okkur vant-
ar algjörlega vísindalega mennt-
aða fagmenn á sviði kvikfjárrækt-
ar. —
Það hefði enginn fagmaður
þurft að ganga þess dulinn, að
fé, sem flutt væri út til íslands
frá suðlægari löndum, hlyti að
flytja með sér ýmsa þá sýkla, sem
fjárstofn okkar hefur ekki áður
þurft að glíma við og gæti því
ekki staðið af sér. Rétt hefði ver-
ið að búa líka þannig um hnút-
ana, að karakúlhrútarnir kæmu
aldrei nærri íslenzku fé. Þetta
hefði verið hægt, ef notaðar
hefðu verið vísindalegar aðferðir
við frjógun íslenzku ánna. Auk
þess sem með þessu var útilokuð
öll sýkingarhætta, var hægt að fá
miklu fleiri lömb á sama tíma
og með miklu minni kostnaði.
Allar menningarþjóðir hafa í sí-
vaxandi mæli tekið upp þessar
vísindalegu aðferðir við frjóvg-
un. Sem dæmi má nefna, að Sov-
étríkin keyptu fyrsta flokks kyn-
bótatarf í Danmörku nokkru
fyrir stríð. Með sæði úr honum
voru frjógvaðar 180 þús. kýr á
einu ári. Þessi aðferð gerir það
með öðrum orðum kleift, að ger-
breyta kvikfjárstofni landanna á
örskömmum tíma.
Nú vantar ekki, að ríkið kosti
ekki miklu til, til þess að land-
búnaður okkar hafi fagmönnum
á að skipa, en karakúlsagan sýnir
þó, að þessir menn eru ekki verki
sínu vaxnir. Þeir hafa ekki hirt
um að fylgjast jneð nýjungum á
sviði landbúnaðarmála erlendis,
eða þeir eru þá svo hirðulausir
./ ,, ,( ./ >■;
ÍSLENZK MENNING
Bók Sigurðar Nordals prófess-
ors, er hann nefnir íslenzk menn-
ing, hverrar fyrsta bindi er nú
útkomið, er í fyrsta lagi að því
tvennu einstök í sinni röð meðal
bóka, er ritaðar hafa verið á ís-
landi bæði fyrr og síðar, að eng-
in bók mun hafa sætt öðrum eins
ofsóknum áður en hún birtist og
það af sjálfum fulltrúum ríkis-
valdsins í menningarmálum og
líklega hefur engin bók nú um
háa herrans tíð verið móttekin
og lesin með jafn almennum
hjartans fögnuði og menningar-
legri nautn. Það er eins og þessi
blessaða bók hafi verið til þess
kjörin að leiða í bjartasta ljós
dagsins þær menningarlegu reg-
inandstæður, sem til staðar eru
milli ríkisvalds siðspilltrar yfir-
stéttar, þegar hún þorir að sýna
tennurnar og þeirra hræringa og
hugblæs, er ríkir í sál sjálfrar
þjóðarinnar.
En bókin er einstök að fleiru
en þessu. Saga íslands hefur ald-
rei fyrri verið rituð á líkan hátt
og þann, er þessi bók færir okk-
ur hana, og ég efast um að nokk-
ur önnur þjóð í kapitölskum
heimi eigi sögu sína í sambæri-
legu formi. Það hefur færzt í
tízku i alþjóðlegum bókmennt-
um nýtt form ritaðra ævisagna,
þar sem ekki er fyrst og fremst
staldrað við ættfræði og ártöl og
fikruð áfram atburðakeðjan ár
frá ári, heldur lögð aðaláherzla
á að varpa ljósi orsaka og afleið-
inga á lífsferil einstaklingsins,
rannsaka örlög hans sem ljósbrot
þeirra strauma og hræringa, sem
liðu um samtíð hans og áttu upp-
tök sín í nálægari eða fjærri for-
tíð. Á þennan hátt hafa ævisög-
ur allt í einu breytzt frá því að
vera ein þurrasta og þrautleiðin-
legasta grein allra bókmennta í
það að verða ein ljúflesnasta og
listfengasta þeirra allra, alhliða
mynd af heilu tímabili, með
dramatiskum stíganda og hrynj-
andi um líf einnar persónu,
hvaðan rekja má örlagaþætti
heilla kynslóða út frá þeim
brennipunkti, þar sem þeir mæt-
ast í lífi þess einstaklings, sem
örlögin hafa ákvarðað sem full-
trúa sinnar samtíðar eða ákveð-
inna einkenna hennar. Þessar
ævisögur setja ímyndunarafl
hugnæms lesanda í óvenjulega
öra og hugðnæma hreyfingu,
opna honum nýja heima, glæða
hann nýjum skilningi á samtíð
söguhetjunnar og örlögum henn-
ar og eðli þeirrar sögu, sem er
saga alls mannkynsins. En þær
geta líka espað hann til andstöðu
gegn djörfum og óvæntum álykt-
unum, aflað huga hans nýrra
viðfangsefna og þryngt hann
nýrri orku þeim til úrlausnar.
Það er einna næst þessu formi
glæsilegustu æfisagnahöfunda
heimsins að Sigurður Nordal hef-
ur færzt í fang að rita alla sögu
íslenzku þjóðarinnar, hefur leyst
það verk með hrífandi prýði
fram að upphafi konungsdóms á
íslandi, og auðvitað enn lengra,
og ábyrgðarlausir, að þekking
þeirra kemur þjóðinni ekki að
notum. Það er grátlegt til þess að
hugsa, að það gífurlega tjón, sem
sauðfjársjúkdómarnir hafa bak-
að þjóðinni, hefði verið hægt að
fyrirbyggja, ef beitt hefði verið
vísindalegum aðferðum við und-
aneldið undan karakúlhrútun-
um.
Það er nauðsynlegt, að þjóðin
athugi nú rækilega, hvort þeir
menn, sem treyst er á sem fag-
menn og fræðimenn á sviði kvik-
fjárræktar séu verki sínu vaxnir.
Þeir voru það ekki þegar kara-
kúlhrútarnir voru fluttir til
landsins. Þá var engu líkara en
að eintómir aumingjar stjórnuðu
þeim málum og því fór sem fór.
Nú er eftir að vita, hvort þeim
hefur farið fram. Ef svo er ekki,
verður að víkja þeim tafarlaust
frá störfum sínum.
í síðari grein verður rætt um
nauðsyn rannsóknarstöðvarinnar
á Keldum og mistök þau, sem
orðið hafa við hana.
Á. J.
þótt ekki sé komið á bókamarkað
og engin ástæða að ætla annað en
að fám árum liðnum höfum við
eignazt alla sögu þjóðarinnar til
þess dags, er þá verður upprunn-
inn.
Þessi saga er ekki fyrst og
fremst samin sem fræðslurit og
alls ekki sem fræðslurit í sömu
merkingu og saga íslendinga hef-
ur verið rituð af öðrum höfund-
um til þessa dags. Hún er einna
líkust kennslukvikmynd, þar sem
ártöl og daga koma inn í til skýr-
inga um leið og myndin líður
hjá, en ekki fyrst og fremst til að
ofþreyta og ofþyngja minni. Og
myndirnar líða fram hver af ann-
arri í órofinni orsakaheild og af-
leiðinga, þar til hver þáttur er á
enda runninn, nær eða fjær þess-
um tíma, þar sem við stöndum
nú, eftir því sem efni standa til,
stundum allt til þessa dags, jafn-
vel inn í móðu framtíðarinnar.
Hver setning bókarinnar ber
það með sér, að hún er skrifuð
af hjartagróinni lífsköllun. Ör-
lög þessarar litlu þjóðar eru rak-
in hér eftir brautum orsaka og
afleiðinga, grafizt fyrir rætur þess
arfs, er hún flytur með sér fyrir
meira en þúsund árum til þessa
óbyggða lands og gagnverkandi
áhrif hans og þeirra landgæða, er
hann flytur sig til, hvaða straum-
ar verka á þróun hans, hvernig
landshættir, fornar venjúr og
margfléttað eðlisfar margra ó-
líkra ættstofna ásamt straumum
alþjóðlegs umhverfis spinna á-
fram örlagaþræðina með sam-
verkandi og gagnverkandi áhrif-
um sínum. Það er þjóðin sjálf og
Framh. á 4. síðu
Innlend
tíðindi
Timarit Máls og menningar
3. hefti Tímarits Máls og
menningar fyrir 1942 er nýlega
komið út. Þar eru mest áberandi
tvær ritgerðir um Halldór Kiljan
Laxness í tilefni af fertugsafmæli
hans síðastliðið sumar. Önnur
ritgerðin er eftir Gunnar skáld
Gunnarsson, en hin eftir Arthur
Lundkvist, sænskt skáld. Þá er
þar mjög athyglisverð gvein eftir
ritstjórann um listamannaþingið
síðastliðið haust, stéttarsamtök
listamannanna og hlutverk
þeirra í þjóðlífinu. Mun aldrei
fyrri hafa birzt á íslenzka tungu
skeleggari grein og hvatnings-
þrungnari fyrir rétti íslenzkra
listamanna til lífvænlegrar af-
komu, svo að þeir geti helgað sig
starfi sínu, og aldrei fyrri hafa
verið færð heilsteyptari rök fyrir
því, hvað verðugt er, að þjóðin
leggi fram fyrir auðlegð þá, er
listamennirnir veita henni. Þar
er liðlega skrifuð smásaga eftir
Ólaf Jóhann Sigurðsson, kvæði
eftir góðskáldin Tómas Guð-
mundsson, Jóhannes úr Kötlum
og Guðmund Böðvarsson, ritgerð
eftir rússneskan rithöfund um
hlutverk listamannsins og talar
þar sérstaklega um þátt listarinn-
ar í vörnum og sókn Sovétþjóð-
anna í ógnþrungnu stríði yfir-
standandi tíma. Þá er þar einnig
að vanda fjöldi ritdóma eftir
ýmsa frægustu rithöfunda okkar
og bókmenntamenn og félags-
mannabréf frá ritstjóranum.
100 ára afmœli Alþingis
8. þ. m. voru 100 ár liðin frá
útgáfu tilskipunar um endur-
reisn Alþingis á íslandi. í tilefni
þess var háður hátíðlegur fundur
í Sameinuðu Alþingi þann dag.
Aðeins eitt mál var á dagskrá,
tillaga til þingsályktunar fram-
borin af fulltrúum allra þing-
flokkanna, forsetunum Haraldi
Guðmundssyni, Jóhanni Jóseps-
syni og Steingrími Aðalsteinssyni
og Jörundi Brynjólfssyni, sem
um mörg undanfarandi þing hef-
ur verið forseti neðri deildar.
Efni tillögunnar er það, að skip-
uð skuli fimm manna nefnd,
einn maður tilnefndur af hverj-
um þingflokkanna og sá fimmti
án tilnefningar, til að ljúka við
sögu Alþingis, þeirri er ætlað var
að koma út fyrir Alþingishátíð-
ina 1930, en kom ekki nema að
nokkru og hefur síðan verið látin
liggja um kyrrt. Gekk tillagan
gegnum tvær umræður á tveim
fundum þings, er haldnir voru
hvor af öðrum, og var samþykkt
með samhljóða atkvæðum. Þing-
Framh. á 4. siðu