Nýi tíminn - 29.03.1943, Síða 2
2
NÝI TÍMINN
FRA BUNAÐARÞINGI
Lengsta Búnaðarþing, er nokkuru sinni hefur verið háð, stóð í
29 daga, frá 6. febr. til 6. marz, tók fyrir 54 mál, smærri og stœrri,
afgreiddi 43, 2 vísað frá, 9 fengu ekki afgreiðslu.
NÝI TÍMINN
Útgefandi:
Sameiningarjlokkur alþýðu —
Sósíalistajlokkurínn.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Gunnar Benediktsson.
Afgreiðsla og auglýsingaskrifstofa:
Austurstræti 12 (1. hæð). Sími 2184.
Askriftargjald kr. 10 á ári.
Greinar í blaðið sendist til ritstjór-
ans. Adr.: Afgreiðsla Nýja Tímans,
Austurstræti 12, Reykjavík.
Prensmiðjan HÓLAR h.f.
Þetta þolir enga
bið
Svo virðist sem eining sé að
fást um það atriði, að sú stefna,
sem til þessa hefur ríkt í land-
búnaði hér á landi, sé dauða-
dæmd og nú sé óhjákvæmileg
þörf að snúa við. Á þessi atriði
má benda, sem ekki virðist neinn
verulegur ágreiningur um: ís-
lenzkur landbúnaður þarf stór-
bætta framleiðsluhætti, og það
þarf að skipuleggja liann með
það fyrir augum, að hann full-
nægi eftirspurn framleiðsluvara
sinna á innlendum markaði, en
þær greinar hans, sem að miklu
leyti byggjast á erlendum sölu-
markaði eru algerlega dauða-
dæmdur atvinnuvegur. Til und-
irbúnings skipulagningar í þessa
átt hefur Alþingi íslendinga með
þingsályktun frá fulltrúum sósí-
alistaflokksins, falið Búnaðarfé-
lagi íslands á hendur að láta fara
fram rannsókn á því, hvar heppi-
legust eru skilyrði með tilliti
ræktunar, rafvirkjunar og sam-
gangna o. fl. til landbúnaðar-
framleiðslu í ýmsum greinum,
með það fyrir augum að byggðin
færist saman og jafnframt gera
tillögur um stofnun fyrirmynd-
arbúa á ýmsum stöðum í land-
inu og undirbúa löggjöf um
framkvæmdir og aðstoð við land-
búnaðinn á grundvelli þeirra
rannsókna, sem gerðar verða.
Jafnhliða því að Búnaðarfélag
íslands fær þetta verkefni í hend-
ur, kýs Búnaðarþingið nefnd til
að rannsaka, hvaða vörur íslenzk-
ur landbúnaður á að framleiða
með tilliti innanlandsmarkaðar.
Rannsókn þessa hvorutveggja
hlýtur fram að fara samtímis, ef
fullur árangur á að nást, því að
þá fyrst verður réttilega dæmt
um landgæði, ef jafnframt er vit-
að, til hverskonar framleiðslu
landið skal valið. Gert er ráð fyr-
ir því, að nefnd Búnaðarþingsins
skili árangri af rannsóknum sín-
um í hendur næsta Búnaðarþings
að tveim árum liðnum. Þótt þau
tvö ár séu ekki nema lítill hluti
þess tíma, sem fullkomin rann-
sókn þessara efna hlýtur að taka,
þá er þetta allt of larigur tími til
þess að engar breytingar komist
til. framkvæmda í þær meginátt-
ir, sem öllum er ljóst, að þróun-
in verður að stefna. Það þarf þeg-
ar á næsta ári að gera hiklausar
ráðstafanir til þess að hafinn
verði búskapur með nýju sniði,
fullkomnari ræktun, vísindalegr’i
aðferðir hvað snertir vinn' u-
brögð, meðferð gripa, tegun dir
dýra og sáðplantna. Til leiðb ein-
Af þessum 54 málum, er Bún-
aðarþingið tók fyrir, verður ekki
getið nema fárra einna, er vér
teljurn mestu varða. Fjöldi
þeirra voru smærri erindi frá
samböndum og einstökum félög-
um úti á landi auk fastra dag-
skrárliða hvers þings. En á þingi
þessu komu ýms mál, er nýjung-
ar mega teljast á þeim vettvangi,
og var greinilegur vilji þing-
manna til að gera þeim sem fyllst
skil. Ritstjóri þessa blaðs hafði
skilyrði til að koma á þingið
stöku sinnum og hlusta á umræð-
ur um einstök mál. Umræðurnar
voru hressilegar og hreinskilnar,
þar sem í milli bar og báru þess
glöggan vott, að þingmönnum
var ljóst, að til einhverra nýrra
aðgerða yrði að grípa í sambandi
við eitt og annað, er að landbún-
aðinum lýtur. Verður nú vikið
að einstökum málum, er vér
teljum mesta ástæðu til að vekja
eftirtekt á.
Milliþinganefndin til athugunar
um framleiðslumál
landbúnaðarins
í 2. tbl. þ. á. gátum vér tillögu
búnaðarmálastjóra um að skipa
milliþinganefnd- til að athuga og
gera tillögur um framleiðslu
landbúnaðarvara á grundvelli
þess, að sú framleiðsla væri fyrst
og fremst miðuð við innlendan
markað. Lagði hann í framsögu-
ingar og uppörfunar í þessum
efnum þarf þegar á þessu ári að
taka ákvarðanir um, hvar lieppi-
legast sé að rekin væru fyrir-
myndarbú, sem ríkið stofnsetti
og væri hvorutveggja í senn skóli
nærliggjandi héraða um starfs-
háttu og uppalandi þeirra
plantna og dýrategunda, sem
beztar dæmast við þær aðstæður,
sem fyrir liendi eru. Það þarf þeg-
ar að gera sér ljóst, hvaða búnað-
arvörur það eru, sem sérstaklega
má auka framleiðslu á, og gera
ráðstafanir til yfirfærslu frá
hinni allt of miklu kjötfram-
leiðslu til annarrar nauðsynlegri
og arðbærri framleiðslu en jafn-
framt gera ráðstafanir til að sauð-
fjárbúskapurinn hrynji ekki nið-
ur af völduim sauðfjársjúkdóma í
þeim hérui ðum, sem bezt skilyrði
hennar bþóða, svo sem í Þingeyj-
arsýslum. Og umfram allt verð-
ur þó að- gæta þess, að íslenzkur
landbúriaUur verður aldrei það,
sem haun á og getur orðið, nema
bændur landsins láti félagslegar
úrlaus.nir vandamála hans meira
til sín taka en verið hefur. Nú
dugar þeim alls ekki að bíða og
bíða eftir því, að stjórnmála-
flokk.unum þóknist að korna sér
sam-ari um úrlausnir. Bændurnir
sjál.fir eiga að ræða vandamálin
síri í milli og koma sér saman um
úr lausnir og reka svo eftir, að til
framkvæmda komi. Og þeim á
nú að vera það ljósara en öllum
öðrum, að.úrlausnir þola nú ekki
neina bið.
ræðu sinni ríka áherzlu á það, að
í þeim greinum, sem að meira
eða minna leyti hafi verið fram-
leitt fyrir erlendan markað, verði
að draga framleiðslu saman og
auka hana á öðrum, þar sem enn
er um eftirspurn að ræða innan-
lands. Rannsókn þessa atriðis
hlýtur síðan að leiða það af sér,
að tekin sé ákvörðun um á hvaða
stöðum beri sérstaklega að fram-
leiða vissar vörutegundir og
nauðsynleg afleiðing þess verður
svo að vera opinberar aðgerðir
til að beina þróuninni inn á þær
brautir, sem dæmast heppileg-
astar. Vér hyggjum, að til þess
muni ætlast, að nefnd þessi starfi
til framkvæmda þeirri ályktun
sameinaðs Alþingis, sem þing-
menn sósíalista báru fram á sum-
arþinginu og svo aftur í byrjun
þessa þings, þar sem einnig er
gert ráð fyrir að rannsaka, hvaða
breytingar beri að gera á fram-
leiðsluháttum, hvar tiltækileg-
ast væri að koma upp byggða-
hverfum fyrir atbeina hins opin-
bera o. fl. Trúum vér því ekki
fyrr en á verður þreifað, að Bún-
aðarfélagið láti fara fram hjá sér
það verkefni, sem sú þingsálykt-
un felur því í heridur, þrátt fyrir
þann hljóðleika, er um það ríkti
á Búnaðarþinginu. í nefndina
voru kosnir þeir Jón Sigurðsson
alþm. á Reynistað og Hafsteinn
Pétursson bóndi á Gunnsteins-
stöðum.
Búvöruverzlun
landbunaðarins
Búnaðarþingið samþ. frum-
varp til laga, þar sem ákveðið er,
að ríkið og Búnaðarfélagið reki
í sameiningu innflutnings- og
heildverzlun, sem heiti „Búvöru-
verzlun landbúnaðarins", og er
Iienni ætlað að annast verzlun
með ýmsar vörur, sem bændur
þarfnast til búrekstrar og fram-
leiðslu og þannig er ástatt um,
að nauðsyn þykir, að hið opin-
bera eða Búnaðarfélagið hafi sér-
fræðileg og leiðbeinandi afskipti
af í sambandi við innflutning.
Vörur þær eru í frv. ákveðnar
þessar: Tilbúinn áburður, kar-
t.flur og grænmeti, búvélar land-
búnaðarins og sáðvörur til þarfa
landbúnaðarins. Stofnfé þessarar
verzlunar skulu vera eignir
Grænmetisverzlunar ríkisins og
Áburðarsölu ríkisins.
Starfsemi liéraðsráðunauta
og búnaðarfélaga
Þá samþykkti Búnaðarþingið
frv. til laga um starfsemi héraðs-
ráðunauta og búnaðarfélaga. Þar
er sveitafélögum heimilað að
stofna búnaðarfélög sem ná yfir
einn eða fleiri hreppa, en skulu
þó takmarkast af hreppamörkum
og er gert ráð fyrir að um 100
býli séu í hverju félagi. Hvert
félag skal ráða til sín ráðunaut,
og á hann að hafa með höndum
jarðabótamælingar á félagssvæð-
um, fóðurbirgðaeftirlit og
skýrsluhald fóðurrannsókna og
annarra búfjárræktarfram-
kvæmda. Hann skal einnig hafa
samvinnu við ráðunauta Búnað-
arfélags íslands og stjórn við-
komandi búnaðarsambands. Hef-
ur þessi héraðsráðunautur þann-
ig á hendi störf, sem áður voru
á mörgum höndum. Ráðunaut-
unum á að greiða laun úr ríkis-
sjóði og eru þau ákveðin 2400
(grunnlaun) stighækkandi upp í
3600, en búnaðarfélögunum ætl-
að að stefna að því að koma upp
bústað fyrir ráðunaut sinn.
Frumvarpinu fylgir ítarleg grein-
argerð og þar eru færð skýr rök
fyrir mikilvægi þessa fyrirkomu-
lags. Verður að vænta, að Al-
þingi sjái sóma sinn í því að taka
þetta frumvarp til'afgreiðslu, og
þá kemur það til með að sýna sig,
hvort einstök héruð hafa til að
bera þá víðsýni og félagsþroska
að stofna þessi félög og starfrækja
þau. En hvað sem um fram-
kvæmdir verður, þá hefur Bún-
aðarþingið gert málinu skil fyrir
sitt leyti á skýran og röggsam-
legan hátt. Málið er borið fram
af Gunnari Bjarnasyni ráðunaut.
Tillögur i sambandi við
verzlun með kjarnfóður
Búnaðarþingið samþykkti
nokkrar tillögur í sambandi við
kjarnfóðurkaup og lúta þær allar
að því að tryggja gæði kjarnfóð-
urvaranna og sjá um að ekki sé
skortur þeirra. Aðalatriðin eru
þau, að Átvinnudeild Háskólans
sé falið eftirlit með verzlun á
kjarnfóðri og sjá um að fóður-
blöndur séu settar saman eftir
réttum reglum, og í öðru lagi,
að allt síldarmjöl, sem haft er til
sölu innanlands sem fóður, sé
metið sérstaklega með tilliti fóð-
urgildis og sé síldarverksmiðjum
ríkisins lögð sú skylda á herðar
að hafa til sölu nægilegt síldar-
mjöl til innanlands fóðurbætis,
sem metið verði samkvæmt
þeirri kröfu, að fyrsta flokks
mjöl hafi nægilegt efnainnihald
af meltanlegri eggjahvítu.
Ættaróðul og erfðaábúð
Þá samþykkti Búnaðarþingið
frv. til laga um ættaróðul og
erfðaábúð. Það er eitt meirihátt-
ar bákn í 50 greinum. Ekki fá-
um vér séð gildi þessa frumvarps
í neinu samræmi við fyrirferð.
Vér óttumst, að á bak við það
búi allríkur misskilningur á því,
hvað mest er aðkallandi fyrir ís-
lenzkan landbúnað ná á tímum.
Þessi lotning fyrir ættaróðulum
er ekki einu sinni af neinum
þjóðlegum toga spunnin, íslenzk
bændastétt liefur aldrei sýnt
neina áberandi tilhneigingu til
að reyna að binda ættliði hverja
af öðrum á sama bletti, þar sem
vilji hefur verið til slíkra hluta,
þar hefur ekkert verið amast við
að það næði fram að ganga og
einn ættliðurinn hefur tekið við
af öðrum sem frjálsir menn í
frjálsu landi en ekki fyrir neinar
opinberar þvingunarráðstafanir.
Ávöxtur svona lagaðrar löggjaf-
ar sjáum við ekki að gæti orðið
nokkur annar en sá ef hún hindr-
aði að einhverju leyti eðlilegar
og nauðsynlegar breytingar á
búnaðarháttum, sem hljóta að
eiga sér stað á næstu árum og
áratugum og í því stærri stíl því
Mæðiveikin
Það má óhætt segja, að mæði-
veikin sé sá vágestur, sem nú ógn-
ar geigvænlegast þeim hluta ís-
lenzkrar bændastéttar, sem af-
komu sína byggir á sauðfjárrækt.
Ef til vill er mæðiveikin þó
hvergi verri en hér í sýslu, því
hér liggur bústofni bænda víða
við auðn. Kunningi minn hérna
á næsta bæ hafði í fyrra um 80
ær, þegar veikin byrjaði hjá hon-
um, en nú telur hann sig hafa
um 30, sem heilbrigðar eru að
því er séð verður.
Þessu lík eru hlutföllin víða,
og sums staðar er ástandið enn
verra, þar sem veikin er búin að
vera lengur, — sumir bændur,
sem áður höfðu margt fé, eru að
verða alveg sauðlausir, —
En áður en lengra er haldið,
er rétt að gera sér ofurlitla grein
fyrir uppruna veikinnar hér á
landi. Hvers vegna er þessi pest
komin hingað til lands? Fyrir
nokkrum árum var gamalærkjöt
hér í afar lágu verði, og einn af
ráðunautum Búnaðarfélags ís-
lands hafði orð á því í blaða-
grein, að rétt væri að mala rollu-
skrokkana í smátt og ala mjólkur-
kýrnar á þeiml En sumir bú-
fræðispekingarnir þóttust kunna
betra ráð, og í krafti sinnar í-
mynduðu vizku létu þeir lúður-
inn gjalla: Flytjum inn karakúl-
hrúta og sjá: tvær flugur slegnar
í einu höggi, dilksverðið fengið
með skinninu af lambinu 2 til
3ja nátta, og gömlu ærnar verða
spikfeitar og pattaralegar um
haustið rétt eins og algeldar væru
og fínasta markaðsvara. Hvort
þetta væri ekki bærilegt!! Ogrík-
isstjórnin lætur flytja inn kara-
kúlfé. Viðvaranir Magnúsar Ein-
arssonar dýralæknis, um að ekki
væri vert að flytja inn fé, vegna
þess að það gæti borið með sér
sauðfjársjúkdóma, gleymdar. Og
hann sjálfur fallinn frá, svo nú
gat hann ekki lengur spyrnt á
móti innflutningsflaninu.
Jafnvel sjálfsagðri einangiun í
eitt til tvö ár er slept og miklu
styttri tími — mig minnir 3 mán-
uðir — látnir nægja, auðvitað að
dýralæknisráði, — það er upphaf-
ið að hinum hrapalegu afskipt-
um dýralæknanna á landi hér af
mæðiveikinni. Síðan er hrútun-
uín dreift sem vendilegast út um
landsbyggðina, svo bændur gætu
nú einu sinni komizt í feitt, þar
sem væru karakúllambsskinnin
og feitu gamalærnar. Og árangur
er sá, sem allir vita: þrjár eða
fleiri nýjar fjárpestir leika laus-
um hala. Sagan af innflutningi
enska fjárins með fjárkláðann á
18. öld endurtókst í ennþá verri
mynd og var hin þó nógu ill. —
• Mæðiveikin er að verða búin að
gertaka flestar sveitir frá Þjórsá
norður um land til Jökulsár á
skjótar sem búnaðurinn lagar
sig eftir kröfum tímans. Og einn
þeirra fulltrúa á Búnaðarþing-
inu, sem hafði mjög svo hjartan-
legan áhuga fyrir þessum óðlun-
um, gat þó ekki varist að láta það
uppi, að hann hafði komið auga
á þá íhaldshættu, sem þeim gæti
verið samfara.