Nýi tíminn - 10.01.1944, Side 1

Nýi tíminn - 10.01.1944, Side 1
TIMINN 3. árgangur Nýja Reykjavík 10. janúar 1944 l.tölublað % sexmannanefndin skilar áliti í tvennu lagi Svo sem kunnugt er, var að til- mælum forsætisráðherra skipuð sexmannanefnd síðastliðið haust, þar sem þrír nefndarmanna voru tilnefndir af hvorum aðila, Al- þýðusambandinu og Búnaðarfé- lagi íslands, og átti nefnd þessi að leita að leiðum um niður- færslu verðbólgunnar. í nefndina voru skipaðir: Af hendi Alþýðusambandsins þeir Hermann Guðmundsson, Hafn- arfirði, Sæmundur Ólafsson, Reykjavík og Þóroddur Guð- mundsson alþm., Siglufirði, og frá Búnaðarfélaginu Jón Hann- esson í Deildartungu, Pétur Bjarnason að Grund í Skorradal og Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálastj óri. ÁLIT* fulltrúa Alþýðusambands íslands Eitt með fyrstu verkum nefnd- arinnar var að leita sér upplýs- inga um og láta fara fram rann- sókn á afkomu nokkurra greina atvinnuveganna, svo séð yrði, hvort nokkur atvinnurekstur hefði stöðvast eða væri við það að stöðvast vegna verðbólgunnar. Þessi rannsókn virtist leiða í Ijós, að svo sé ekki, og verður því að teljast, að þörfin til að lækka verðbólguna sé hvergi nærri eins brýn eins og ef svo hefði verið. Frá byrjun tókum við það fram í nefndinni, að ráðstafanir þær, er gerðar kynnu að verða til að lækka verðbólguna mættu á engan hátt verða á kostnað laun þega og bænda, en yrði að vera á kostnað hátekju- og eignamanna. Samkvæmt niðurstöðum hinnar svokölluðu sexmannanefndar eru meðaltekjur sjómanna, verka manna og iðnaðarmanna kr. 12.400.00 eða sem svarar kr. 14500.00 með núverandi vísitölu, og með samkomulagi nefndar- innar eru bændum með meðalbú tryggðar kr. 14500.00 í árstekjur, fái þeir það verð fyrir allar af- urðir sínar, sem nefndin reikn- aði út, en nú mun fengin trygg- ing fyrir, að svo verði. Okkur er kunnugt, að meðaltekjur hluta- sjómanna og útgerðarmanna smæstu báta eru miklu lægri og eru tekjur þeirra sumsstaðar allt niður í 4 til 6 þúsund krónur á ári. Hinsvegar er það alkunna, að mikill auður hefir hlaðist upp á einstakra manna hendur síð- ustu árin og meiri en dæmi eru til nokkru sinni í sögu þjóðar- innar. Að þessu athuguðu, virð- ist okkur ekki verða um deilt, að sanngjarnast og réttast sé að þess- ir menn beri þungann af þvf að lækka verðbólguna. Þessari skoð- Fulltrúar Alþýðusambandsins leggja til að dýrtíðin sé lækkuð með afnámi tolla og hafa hagfræðingar reiknað út, að með því sé hægt að lækka vísitölu um allt að 20 stig og kosti það ríkissjóðinn í tollatekjum sem svarar 0,85 milljón á hvert stig í stað þess með núver- andi niðurgreiðslu kostar hvert stig um 2 milljónir. Nefndin kom sér saman um, að ekki mætti gera nein- ar ráðstafanir á kostnað launþega og bænda. Þó leggja fulltrúar Búnaðarfélagsins til, að dýrtíðaruppbót til laun- þega yrði greidd aðeins af 90% grunnlaunanna og verð búnaðarvara lækki hlutfallslega, en vilja ekki ganga inn á lækkun tollanna. varhugavert gagnvart landbúnað- inum að lækka útsöluverð á land- búnaðarvörum með greiðslu neytendastyrks úr ríkissjóði um stundarsakir, og eigi viðunandi að lögbundið verði verðlag á þeim vörum, án þess að jafnframt sé tryggt að vinna sú, sem lögð er fram við framleiðslu landbún- aðarvara, verði eins vel launuð og önnur sambærileg vinna í landinu, þannig að ekki raskist hlutfall það milli kaupgjalds og afurðaverðs, sem gilti 15. des. un okkar mótmæltu fulltrúar Búnaðarfélagsins ekki en till. sú, sem þeir fluttu í nefndinni, um lækkun verðbólgunnar, var þó um það, að það skyldi eingöngu gert á kostnað launþega og bænda, eða með því að dýrtíðar- uppbót skyldi ekki greidd nema á 90% af grunnkaupi og land- búnaðarafurðir lækka í samræmi við það. Við viljum ennfremur taka það fram, að framkvæmd þessarar tillögu hefði ekki lækk- að verðbólguna eða dýrtíðar- vísitöluna nema mjög lítið. Eft- ir því, sem næst verður komið, hefði vísitalan varla lækkað við það nema ca. 4—5 stig. Við hlutum því af framan- greindu að greiða atkvæði gegn þessari tillögu, en lögðum hins- vegar til, að tollar væru afnumd- ir af nauðsynjavörum. Eftir út- reikningum hr. hagfr. Torfa Ás- geirssonar að dæma, myndi það lækka dýrtíðarvísitöluna fljót- lega um a. m. k. 20 stig. En slík ráðstöfun myndi kosta ríkissjóð í lækkuðum tolltekjum um 8,5 millj. króna á ári. Nú er það kunnugt, að ríkissjóður kaupir niður vísitöluna um 14 til 15 stig með niðurgreiðslu á verði land- búnaðarafurða á innlendum markaði með um 15 milljónum kr. Eftir okkar tillögum myndu því hve 2 vísitölustig ekki kosta ríkissjóð nema 0,85 milj. kr., en eins og ríkissjóður kaupir nú nið- ur vísitöluna kosta hver tvö stig um 2 millj. Þess ber að gæta, að ríkissjóður sparar í fyrra tilfell- inu um helming upþh. í lækkuð- um útgjöldum vegna vísitölu- lækkunarinnar og í því síðara tilsvarandi. Þegar sýnt var, að um tvö svo gagnólík sjónarmið var að ræða, eins og fram koma í þessum til- lögum okkar og fulltrúa Búnað- arfélagsins, töldum við tilgangs- laust að leggja fram fleiri tillög- ur um lækkun verðbólgunnar. Hermann Guðmundsson Scem. Elias Ólafsson, Þóroddur Guðmundsson ÁLIT fulltrúa Búnaðarfélags íslands Afstaða fulltrúa Búnaðarfélags íslands í nefndinn hefir í aðalatr- iðum verið byggð á þeirri tillögu, sem Búnaðarþing 1943 sam- þykkti varðandi dýrtíðarmálin, og er þannig: „Búnaðarþing ályktar, fyrir hönd bænda, að lýsa yfir, að það geti eins og nú er ástatt samþykkt að verð það, sem var á landbún- aðarvörum á innlendum mark- aði 15. des. sl. verði fært niður, ef samtímis fer fram hlutfallsleg lækkun á launum og kaupgjaldi Jafnframt vill Búnaðarþingið taka það fram, að það telur mjög 1942.“ Fulltrúar Búnaðarfélagsins telja, að verðákvörðun vísitölu- nefndar landbúnaðarins frá sl. sumri, hafi í öllum höfuðatrið- um staðfest, að hlutfall það, sem Búnaðarþing miðaði við milli kaupgjalds og verðlags á land- búnaðarvörum innanlands, hafi verið nálægt réttu lagi. En sam- kvæmt því samkomulagi, sem varð í vísitölunefnd landbúnað- arins um, hlutfall milli kaup- gjalds og verðlags landbúnaðar- vara, og sem Búnaðarfélag ís- lands hefur sætt sig við fyrir hönd bænda telja fulltrúar Bún- aðarfélagsins sjálfsagt að miða nú Framhald á 3. siðu Árna G. Eylands vikið frá Grænmetis- og áburðareinka- sölunni Jón ívarsson skipaður í hans stað Þau merkilegu tíðindi gerðust nú um áramótin, að Árna G. Ey- lands, sem staðið hefur fyrir einkasölyim ríkisins á áburði og grænmeti frá byrjun, hefur verið vikið frá starfinu, en í hans stað settur Jón ívarsson, fyrrum kaup- félagsstjóri á Hornafirði. Líklegt er að bændum komi ráðstöfun þessi einkennilega fyr- ir sjónir. Árni G. Eylands er einn af áhugasömustu mönnum um íslenzk landbúnaðarmál og framfarir í þeim efnum. Jón aft- ur á móti hefur getið sér mest orð sem harðvítugur kaupsýslumað- ur, svo að af hefur þótt bera. Og hvaða skýringar, sem fram kunna að verða bornar á þessu athæfi, þá fer það ekki á milli mála, að hin raunverulega ástæða er sú, að afturhaldið í Framsóknar- flokknum, undir forustu S.Í.S.- forkólfanna og Vilhjálms Þórs er að tryggja aðstöðu sína. Sjá má þess merki í sumum greinum Árna í Frey, að hann er maður frjálslyndur á ýmsum sviðum og ódeigur að halda fram skoðun sinni og líklegt að hann láti ekki aðra segja sér fyrir um, hvernig hann eigi að hugsa og tala. Jón ívarsson tilheyrir aftur á móti íhaldssamasta hluta Framsóknar, gekk á tímabili úr flokknum og var þá studdur af Sjálfstæðis- flokknum til þingmennsku, svo vel féll hann í smekk þeirra her- búða. Síðan gekk hann aftur í Framsóknarflokkinn gegn lof- orði um að fá að vera í kjöri fyrir flokkinn í A.-Skaftafellssýslu. En Skaftfellingar mátu þau loforð flokksbroddanna að engu, neit- uðu að taka á móti honum. Hann er maður við hæfi þeirra, sem hafa yfir áðurnefndum stofnun- um að segja. Það er vígamóður f þeim herbúðum núna. RADDIR úr sveitimii Svona eru kjör smábóndans Það er orðið langt síðan að ég ætlaði að láta verða af því að hripa þér fáeinar línur, en sér- stakar ástæður hafa valdið því, að penninn hefur orðið að liggja áhreyfður úti í horni; og hugur og hönd að glíma við önnur við- fangsefni.... Svona eru nú kjör smábónda á fimmta tug hinnar tuttugustu aldar hér úti á ís- landi. Hann hefur oft ekki tíma né tóm til þess einu sinni að skrifa kunningja sínum bréf. . . . Kjör okkar smábænda eru svo niðurdrepandi fyrir allt andlegt starf, að ekki tekur tali. Þess vegna eru nú alltof margir bænd- ur orðnir að nokkurs konar vankasauðum, sem snúast um sjálfa sig f tjóðurbandi Fram- sóknar. Gáfur, starf og guðmóð þeirra gleypa þarfir hinnar líðandi stundar í sig — og þó er þeim þörfum sjaldnast fullnægt svo vel sé. — En þetta veist þú allt saman, svo það þýðir ekki að ræða um það. Sjálfur er ég orð- inn svo þreyttur á þessum kotbú- skap, að mig langar mest til að yfirgefa hann með öllu. Þó vil ég helzt vera í sveit, og það liér í Reykjahverfi, því að ég hef þá trú, að hér sé ein bezta framtíð- arsveit á öllu landinu. En það þarf að svipta landbúnaðinum út af því frumstæða stigi, sem hann stendur nú á. En hvernig má það verða? Með auknu starfi sósíalista í sveitunum og aukn- um áhrifum sósíalista á stjórn landsins.... Ekki til broddanna — heldur til bændanna Þótt Búnaðarfélagi íslands og S. í. S. væri boðin þátttaka, þá var það ekki nóg. Það tilboð náði aðeins til broddanna. Alþýðu- sambandsstjórnin átti að reyna að ná til bændanna sjálfra og það var þá helzt með því að snúa sér til hreppabúnaðarfélaganna í hverri sveit, og svo einstakra á- hugamanna, sem víðast að við varð komið. Ef von átti að vera um nokkurn árangur, þurfti að reyna að skapa hreyfingu um þetta mál neðan frá. Ég vil í þessu sambandi lýsa á- nægju minni yfir þingsályktunar- tillögu í efri deild Alþingis, sem Kristinn Andrésson stendur að, um undirbúning breytinga á jarðræktarlögunum. Þar er ein- mitt ætlast til, að leitað verði á- lits bændanna sjálfra gegnum hreppabúnaðarfélögin. Þetta er leiðin: Fá bændur til að láta í ljós sínar óskir og tillögur, og þá mun koma skýrar í ljós en nú er, hverjir það eru, sem eru hinir sönnu vinir og samherjar þeirra — þá mun Tímalýgin kannske fara að eiga örðugra uppdráttar. Útbreiðið NÝJA TÍMANN

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.