Nýi tíminn - 10.01.1944, Blaðsíða 2
2
NÝI TlMINN
F r amsóknar r éttlætið
Ef þú ert rikur, fœrðu miklar upbcetur, ef þú ert fátækur, færðu
litlar uppbætur. Borgaðu strax.það sem þú tekur út, l/3—l/2 af inn-
leggi færðu eftir 1—2 ár.
NÝI TÍMINN
Utgefandi:
Sameiningarllokkur alþýðu —
SósíaUstajlokkunnn.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Gunnar Denediklsson.
I Afgreiðsla og auglýsingaskrifstofa:
I Skólavörðustíg 19. Sími 2184.
Áskriftargjald kr. 10 á ári.
j Greinar í blaðið sendist til ritstjór-
j ans. Adr.: Afgreiðsla Nýja Timang,
Skólavörðustíg 19, Reykjavík
PRENTSMIÐJAN IIÓLAR H.F.
Í þjónustu aftur-
haldsaflanna
Á fremstu síðu blaðsins er
skýrt frá áliti nefndar þeirrar, er
skipuð var af Alþýðusambandinu
og Búnaðarfélaginu, til að at-
huga möguleika á því, að ná sam-
komulagi um tillögur, er miðuðu
að lækkun dýrtíðarinnar.
Nefndin klofnaði. En sann-
leikur málsins er sá, að nefndar-
mennirnir voru sammála í öllum
höfuðatriðum. í áliti þeirra er
það yfirlýst, að þeir komu sér
þegar saman um það, að ekki
kæmi til mála að lækka dýrtíð á
kostnað launþega og bænda og
blaðið hefur fengið sannar fregn-
ir af því, að í byrjun voru allir
nefndarmenn sammála um að at-
huga fyrst og fremst, liver áhrif
lækkun og afnám tolla á nauð-
synjavöru myndi liafa. Þeir koma
sér saman um að leita til Torfa
Ásgeirssonar hagfræðings, sem
mest allra íslenzkra hagfræðinga
hefur fengizt við útreikning vísi-
talna. Og útkoman af reikning-
um hans er ekki óglæsilegri en
}jað, að afnám tolla á tilteknum
vörutegundum myndi hafa þau
áhrif á vísitöluna, að hún lækk-
aði um 20 stig, og hver 2 stig
myndi kosta ríkissjóðinn 17/20
úr milljón í stað 2 milljóna, sem
hver 2 stig kosta með þeirri að-
ferð, sem nú er viðhöfð. Glæsi-
legri útkomu munu nefndar-
menn ekki hafa gert sér vonir
um. En á síðustu stundu gerast
þeir merkilegu hlutir, að fulltrú-
ar Búnaðarfélagsins hlaupa frá
yfirlýsingu* sinni um að ekki
megi skerða hlut vinnandi stétt-
anna, leggja til að kjör þeirra séu
rýrð um 8%, án þess að vísitala
geti þóÁækkað um meira en svo
sem 4 stig. Þeir hlaupa frá leið
tollalækkananna, þegar séð er að
með henni er hægt að ná mjög
glæsilegum árangri. Og þegar ný-
búið er að samþykkja uppbætur
úr ríkissjóði á útfluttar landbún-
aðarvörur, sem líklegt er að
nema muni um 15—16 milljón-
um, þá leggja bændafulltrúarnir
það til, að þrengja hag bænd-
anna með lækkun verðsins! Það
er ekki öll hringavitleysan eins!
Það er ljóst, hvernig í þessum
málum liggur. Það eru aftur-
haldsöflin í Framsóknar- og Sjálf-
stæðisflokkunum, sem hafa kúg-
að fulltrúa Búnaðarfélagsins, til
að fallast á þá stefnu, að allt verði
til að vinna, ef hægt er að lækka
kaup verkamannanna. Þegar
þess er gætt, að álag á tollavörur
mun ekki vera innan við 30—
40%, þá myndi álagning þeirra,
Framsóknarbroddarnir í Rvík
hafa nú rekið upp reiðióp mikið
út af frumvarpi Sósíalista um
mjólkurstöðina í Reykjavík. Þeir
hafa ætt út um sveitir til að æsa
bændur upp gegn þessum ósköp-
um. Sumstaðar láta þeir sér
nægja að panta mótmæli, svo sem
eins og héðan úr sýslu — og mót-
mælin eru send um hæl af for-
manni Búnaðarsambandsins fyr-
ir hönd þess, án þess að liafa
nokkuð borið málið undir bænd-
ur. —
I
Þetta er víst hið sanna lýðræði,
sem borgaraflokkarnir berja sér
á brjóst um að þeir vilji varð-
veita. Annars kvað nú lýðræðis-
ást eins stjórnarmeðlimsins í
búnaðarsambandi okkar Þingey-
inga koma hvað gleggst í ljós á
því, að hann á víst fáar heitari
óskir til en þá, að ríkisvaldið
leysi upp Sósíalistaflokkinn og
banni honum að starfa. Þessar
ef tollar eru lækkaðir um 8,5
milljónir einnig lækka um eða
yfir 3 milljónir. Afnám tollanna
myndi því lækka nauðsynjar al-
mennings um 11—12 milljónir,
en verzlunarauðvaldið kærir sig
ekki um að missa af sínum 3
milljónum. Þess hagsmunir fara
því saman með hagsmunum stór-
atvinnurekendavaldsins um
launalækkun. Framsókn og Sjálf-
stæðisflokkurinn eru fulltrúar
þessara aðila og hefur það komið
fram á einna greinilegastan liátt
í þessu máli.
Það þarf enginn að ætla, að
þótt hægt væri að sundra sam-
starfi verkamanna og bændafull-
trúa um tillögur þessar, þá er
þetta mál ekki niður fallið. Ár-
angur af starfi nefndarinnar hef-
ur orðið sá, að fengizt hefur hag-
fræðilegur útreikningur á því,
hvað tollalækkanir og tollaafnám
hefur að segja með tilliti til
lækkunar dýrtíðar og hve heppi-
leg leið það er. Þetta er sú leið,
sem öll alþýða á íslandi vill sam-
einast um. Og fulltrúi hennar,
Sósíalistaflokkurinn, mun ekki
láta málið niður falla. Verða
bændur nú að taka fyrir sitt leyti
eins fast á þessu máli og verka-
mennirnir munu gera og mega
ekkj þola það ómótmælt, að full-
trúar þeirra sýni þvílíkan tusku-
hátt og fulltrúar Búnaðarfélags-
ins hafa sýnt í þessu máli, láta
afturhaldssömustu auðstéttaröfl-
in kúga sig til að rísa gegn hags-
munum umbjóðenda sinna í
þeim tilgangi einum, að lækka
kaup launþeganna og hindra
samstarf alþýðu manna til sjávar
og sveita. Útkoman af afstöðu
Búnaðarfélagsfulltrúanna er
þessi í fám orðum: Það er engin
ástæða til að lækka dýrtíð (4 stig
er engin lækkun), það er engin
ástæða til að hirða um hagsmuni
bændastéttarinnar öðru vísi en
með uppbótum úr ríkissjóði, það
eina, sem máli gildir, er að
þrengja að kosti launastéttanna.
lýðræðishetjur og bændaforkólf-
ar virðast nú ekki sjá neitt ann-
að en „kommúnista“. Hvar sem
bólar á einhverri réttarbót — ein-
hverjum framförum, sem geta
komið fjöldanum að gagni, ætla
þessir menn að ærast. Kommún-
ismi — kommúnismi, urra þeir
út á milli samanbitinna tann-
anna og taka svo undir sig stökk
til að reyna að bíta eins og heima-
ríkur rakki. Sérréttindi auðvalds-
broddanna og hina hrapalegu
misskiptingu hins svonefnda
stríðsgróða vilja þeir verja í
lengstu lög. Þar eru uppbæturn-
ar á landbúnaðarvörur gott
dæmi. Gegn því himinhrópandi
ranglæti, sem þar er haft í
frammi, eru ekki sendir neinir
legátar út um sveitir, til að safna
mótmælum; ekki einu sinni bor-
ið við að panta mótmæli. Nei.
Hriflungar þjóðarinnar verja
svínaríið með oddi og egg. Þar
er sem sé verið að vinna í anda
hinna lýðræðiselskandi burgeisa
Framsóknar: að gera hina stóru
ennþá stærri og hina smáu enn-
þá smærri.
Ég ætla að seilast sitt til hvorr-
ar handar eftir dæmum til að
sýna þetta.
Hólsfjöll í N.-Þing. er land-
kostasveit. Útbeit sauðfjár með
afbrigðum góð. Þar má því fram-
fleyta stórum hjörðum að miklu
leyti með útbeit og síldarmjöls-
gjöf. Þar eru því rekin stór og
góð bú með allt upp undir 1000
fjár á einstöku bæ. Sagan segir,
að einn bóndi þar hafi lagt inn
sauðfjárafurðir haustið 1942 fyr-
ir 70 þús. krónur. Hvað munu
uppbætur ríkisins á þessar afurð-
ir, ásamt ullaruppbót fyrir árin
1941—42, sem líka eru greiddar á
þessu ári, nema miklu? Sennilega
er óhætt að reikna hinar raun-
verulegu tekjur af framleiðslu
ársins 1942 töluvert á annað
hundrað þúsund króna hjá þess-
um bónda. Hitt dæmið er frá Að-
aldal í S.-Þing. Þar hefur mæði-
veikin herjað bústofn bænda svo
nú undanfarin ár að til auðnar
horfir. Sumir bændur eru nú
orðnir fjárlausir og til voru þeir,
sem höfðu næstum ekkert sauð-
fjárinnlegg haustið 1942. Upp-
bætur til þessara manna eru því
sáralitlar og sumstaðar næstum
engar. Afkomuskilyrði þessara
manna hafa því sjaldan eða ald-
reit verið verri en nú. —
í „praksis" lítur þetta svona
út:
Rikisvaldið: Hvað lagðir þú
nú inn marga dilka haustið 1942,
bóndi góður?
1. bóndi: Og þeir voru nú um
átta hundruð.
Rikisvaldið: Ég sé að þú ert
góður og mikill bóndi. Þú átt
skilið að fá miklar uppbætur. —
Hvað segir þú um að fá ein þrjá-
tíu þúsund?
Rikisvaldið: Og hvað lagðir þú
nú inn marga dilka bóndi minn?
2. bóndi: Þeir voru nú tutt-
ugu.
Rikisvaldið: Þú ert bara kot-
ungsræfill. Það er víst nóg að þú
fáir einar sjö hundruð krónur.
Rikisvaldið: Hvað lagðir þú
inn marga dilka, bóndi minn?
3. bóndi: Ég hafði nú engan
dilk til að leggja inn. Ærnar mín-
ar voru allar dauðar úr mæði-
veiki.
Rikisvaldið: Það er og. .. . þú
þarft þá engar uppbætur.
Þetta er spegillinn af réttlæti
Framsóknar. Sjá menn ekki
helgisvipinn á andliti madöm-
unnar? Og umhyggjan fyrir lítil-
magnanum! Er hún ekki eins og
hún væri tekin beint út úr stól-
ræðu hjá séra Sveinbirni?
En umhyggjan fyrir bændum,
sem mæðiveikin herjar hjá eða
einhverra orsaka vegna hafa lítið
innlegg og geta ekki safnað inn-
stæðum, kemur fram í fleiri
myndum en misjöfnum uppbót-
um. Helztu broddar Kaupfélags
Þingeyinga hafa nú samþykkt að
upp verði tekin fyrir fullt og fast
staðgreiðsla í viðskiptum. En
þessir menn, sem flestir standa
ákaflega nærri Framsókn, hafa
ekki ymprað á því að við bændur
þyrftum að fá okkar framleiðslu-
vörur staðgreiddar. Þeir virðast
telja það gott og blessað, að það
sem við þurfum að kaupa, eigum
við að borga út í hönd, en fyrir
okkar vöru fáum við eitthvert
slumpverð, sem skellt er á eftir
geðþótta ráðamannanna í hin-
um einstöku kaupfélögum, án
nokkurs samræmis. Einstök dæmi
nægja til að sýna handahófið.
Kaupfélag Eyfirðinga greiðir
fyrir ull nr. I á þessu ári kr. 7,00
pr. kg., en K. Þ., Húsavík, fyrir
ull nr. Ia kr. 4,80 og fyrir ull nr.
Ib kr. 4,50. Fyrir gærur greiðir
KEA kr. 2,00 en K. Þ. kr. 1,50.
Fyrir dilkakjöt I greiðir KEA
kr. 4,50 pr. kg. en K. Þ. kr. 4,00.
Uppbætur á þetta verð fáum við
svo væntanlega einhverntíma fyr-
ir áramótin 1944—45. — Þeim
bændum, sem eiga nógar inn-
stæður, gerir þetta kannske ekki
svo mikið til, hvort þeir fá af-
urðir búa sinna greiddar fyrr eða
seinna, en öðrum er þetta mjög
tilfinnanlegt. Og það er áreiðan-
lega meiri ástæða til að mótmæla
þessu ástandi heldur en því, að
neytendur fái mjólkurstöðina í
Reykjavík í sínar hendur, annist
sjálfir dreifingu og staðgreiði
bændum umsamið verð mjólk-
urinnar um leið og þeir afhenda
hana. — Ef við eigum að stað-
greiða þá vöru, sem við kaupum,
verðum við að fá okkar fram-
leiðsluvörur staðgreiddar um
leið og við afhendum þær.
Því eigum við ekki að fá okkar
kaup staðgreitt eins og aðrar
stéttir þjóðfélagsins?
Kröfur þær, sem við fátækir
smábændur hljótum að gera nú,
eru fyrst og fremst þessar:
1. Að við fáum framleiðslu-
vörur okkar staðgreiddar um
leið og við látum þær af hendi.
2. Að allir bændur hafi jafnan
rétt til sölu á innlendum mark-
aði, t. d. þannig, að hver bóndi
megi láta á inlendan markað af-
urðir af allt að 100 ám. Það sem
hann hefur meira, fari á útlend-
an markað eða verðleggist þann-
ig. Með því væri girt fyrir það,
að stríðsgróðamenn gætu tekið
stórframleiðslu á kostnað smá-
bændanna.
3. Að uppbætur í sinni núver-
andi mynd falli niður, en bænd-
um og yfirleitt öllum stéttum
þjóðfélagsins verði tryggð að-
staða til að afla sér lágmarks-
tekna, sem þó eru það háar, að
þær nægi til að framfleyta fjöl-
skyldum þeirra.
4. Að bændum sé gert kleyft
að rækta svo og bæta jarðir sínar,
að ekkert býfi, sem á annað borð
er þannig í sveit sett að líkur séu
til að það haldizt í byggð — hafi
minna en 10 ha. ræktað véltækt
land.
Þrjár fyrstu kröfurnar væri
hægt að uppfylla strax, ef vilji
væri fyrir hendi hjá Alþingi og
ríkisstjórn og þá fjórðu á næstu
2—3 árum. En það mun mega
ganga út frá því sem gefnu, að
„bændavinirnir" í Framsókn og
Sjálfstæðisfl. verði ekkert hrifn-
ir af að framkvæma þetta. Nei,
þeir munu hrína og berja sér á
brjóst: Þetta er óframkvæman-
legt. Þetta er bara kommúnismi.
Og þeir munu senda pantanir til
bænda eftir mótmælum.
En bændur góðir: Ef þessar
sjálfsögðu kröfur okkar eru
kommúnismi — ja, er þá ekki
kommúnisminn einmitt það sem
koma þarf.
Jón Þór Buck.
Bændafundur á Egilsstöðum
Harðar umræður um mótmæli gegn mjólkurfrumvarp-
inu. Nærri einróma samþykkt nauðsyn á að komið sé á
óháðum landssamtökum bænda, sem hafi aðstöðu til
sambands við önnur hagsmunasamtök, svo sem Al-
þýðusambandið. Víttur dráttur sá, er viðgengst á
greiðslum búnaðarvara af hendi verzlananna.
Almennur bændafundur var
haldinn á Egilsstöðum 15. nóv.
síðastl. Til fundarins var boðað
að tilhlutan Búnaðarsambands-
stjórnar Austurlands. Vegna þess
að veður spillti um þetta leyti
var fundurinn ekki mjög fjöl-
sóttur.
Aðalmálefni fundarins voru
héraðsmál ýmiskonar, afurða-
sölumál, skólamál, verzlunar- og
samgöngumál o. fl. o. fl. Fund-
urinn stóð frá kl. 6 e. h. til k
8 að morgni. Er leið að funda:
lokurn bar Björn Hallsson hrepj
stjóri á Rangá fram tillögu ui
mótmæli gegn frumvarpi sósía
istaflokksins í mjólkurmálini
Urðu umræður um tillögun
milli mín og Björns. Hann hé
því fram að í frumvarpinu væi
freklega gengið á rétt framleii
enda í landinu og væri hér a<
eins byrjun á öðru meira. E