Nýi tíminn - 10.01.1944, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 10.01.1944, Blaðsíða 3
s NÝI TlMINN 8» hélt því hinsvegar fram, að það lægi ekkert fyrir á þessum fundi, sem réttlætti þessi mótmæli nema ef vera kynni að verið væri að verja afskifti Sveinbjörns Högnasonar og kompaní á mjólk- ursölunni, sem að margra dómi væri ábótavant — og meðan að Framsókn vildi ekki láta fram- fara rannsókn á afskiftum hennar af mjólkursölunni benti það ó- tvírætt í átt að eitthvað væri ó- hreint í pokahorninu. Eg bar því fram dagskrártillögu við tillögu Björns — tillaga mín var að vísu felld með 15 : 5 og mótmælin samþykkt með 20 atkvæðum. Ég benti fundarmönnum á að Sósí- alistaflokkurinn mundi fara sín- ar götur þrátt fyrir samþykkt þessa. Ég vildi láta þetta koma fram vegna þess að eg veit að gumað er af samþykkt þessari og öðrum í Tímanum. En fjarri fer því að allir sveitarbúar séu sam- mála Framsókn í máli þessu. Sjálfstæðismönnum og Fram- sókn kemur vel saman í þessu máli, þó ,að sjálfstæðismenn hafi oft áður talað um alræði Fram- sóknar í afurðasölumálum bænda. Þjóðstjórnarandinn gamli og Finnagaldurinn skýtur stundum upp kollinum þó elh- ær sé. Eftirfarandi tillögu bar eg fram um samtök bænda: „Almennur bændafundur haldinn á Egilsstöðum 15. nóv. 1943 telur nauðsynlegt, að bænd- ur stofni með sér landssamtök, sem óháð eru öllum pólitískum flokkum, og á þann hátt einan sé hægt að fá fulla vitneskju um óskir og kröfur bænda í hags- munamálum þeirra, og einnig betri aðstöðu til samninga við önnur hagsmunasamtök, svo sem Alþýðusamband Islands og önn- ur hliðstæð samtök launastétt- anna“. Tillaga þessi var samþykkt að taka það fram að þegar út- varpið sagði frá fundinum í frétt- um sínum var ekki minnst á framangreinda tillögu og birti ég hana því á opinberum vettvangi mönnum til athugunar. F.g vildi spyrja ráðamenn ríkisútvarpsins um það, hversvegna það vill ekki skýra frá því, sem við út á lands- byggðinni höfum fram að færa um opinbert mál eins og það til dæmis gerir um fundi bæjar- stjórnarinnar í Reykjavík. Eg hef fengið um það fulla vitneskju að fréttaritari útvarpsins hér á Ilér- aði sendi miklu ýtarlegri fréttir af fundinum en útvarpið birti. Ég geri ráð fyrir, að í öðrum blöðum verði einnig sagt frá þess- um fundi og þar sem ég hef ekki fundargerðina hér fyrir framan mig, get ég að sjálfsögðu ekki sagt frá öllu eins ýtarlega eins og aðrir aðilar munu gera, en ég vildi fyrst og fremst segja frá því, sem ekki 'yrði að öðrum kosti skýrt frá á opinberum vettvangi. Mjög merkileg tillaga kom fram frá Sveini Jónssyni bónda að Egilsstöðum um verzlunar- og samgöngumál Austfirðinga. Að- alefni hennar var, að með öllu væri það óviðunandi, að vörur sem ættu að fara til Austfjarða, væru umfermdar suður í Revkja- vík, áður en þær kæmust á hafnir hér, og væru hér um mikinn kostnað að ræða, sem við yrðum að greiða umfram aðra lands- hluta. Ennfremur, að nauðsyn bæri til að bæta úr þessu með því að við Austfirðingar ættum okkar vöruflutningaskip til inn- og útflutnings í framtíðinni. Um afurðasölumál kom fram svohljóðandi tillaga frá undirrit- uðum: „Almennur bændafund- ur, haldinn að Egilsstöðum 15. nóv. 1943, samþykkir að skora á Alþingi það er nú situr, að sam- þykkja lög þess efnis, að fram- leiðendur þeir er landbúnað stunda, fái það verð fyrir afurðir sínar, sem varð að samkomulagi hjá landbúnaðarvísitölunefnd, — en telur hinsvegar ófært það á- stand, sem rfkt hefur, að greiða eigi að fullu það verð, sem fram- leiðendur landbúnaðarvara eiga, fyrr en ári eftir að varan er látin af hendi við verzlunarfyrirtæk- in.“ Það mun óhætt að fullyrða, að engin sanngirni er í því, að við fáum ekki nema um tvo þriðju af því verði, sem okkur er ætlað fyrir afurðir okkar fyrirfram og einn þriðji sé svo eigi greiddur fyrr en 12—14 mánuðum eftir að við höfum látið vöruna af hendi. Eg tel að Framsóknarflokkurinn eigi höfuðsök á því að við erum dregnir svo á eyrunum. Enda er það meginstefna hjá ýmsum ráð- andi mönnum samvinnufélag- anna að láta það aldrei uppskátt hvað við eigum að fá fyrir fram- leiðsluvörur okkar, heldur láta upbótina verða eftir því sem Jón Árnason, guð og gæfan lætur verða ofan á í hvert skipti eftir að það er búið að fara í gegn- um margar skrifstofur bæði hjá ríkinu og samvinnufélögunum. Ég vil taka það fram að það sem við fengum greitt fyrir með- allamb fyrirfram var um 65 kr. en lágt reiknað ættum við að fá í uppbót fyrir 1942 að viðbættri allri uppbót 1941, ca. 30 kr. Þetta hefur enn eigi verið greitt til bænda og kemur sennilega ekki fyrr en um áramót og þá ef til vill með einhverjum afföllum. Eg þori að fullyrða að bændur og sveitafólk almennt er mjög óá- nægt með þessa ráðstöfun og mundu, ef samtök þess væru í lagi fljótlega kippa því í lag. Það virðist heldur ekki réttmætt, að við, sem í sveit búum fáum ekki að fullu greiddar framleiðsluvör- ur okkar eins og ríkið og aðrir at- vinnuveitendur greiða launa- stéttunum laun sín jafnóðum og verkið er unnið, og eins og við sem eigum samvinnufélögin, greiðum starfsmönnum, sem við þau vinna, jafnótt og þeir inna störf sín af hendi. Ég vil að síð- ustu taka það fram að það verð- ur að komast sú skipan á í fram- tíðinni að samvinnufélögin verði leyst úr pólitískum viðjum Fram- sóknar og verði óháð öllum pólit- ískum flokkum og aðeins verzl- unarsamtök en ekki áróðurstæki fyrir einn flokk, sem þó hefur alls ekki meirihlutá sveitafólks að baki sér ef allt væri athugað. Samvinnufélagsskapurinn verð ur aldrei heilsteyptur né eins notadrjúgur fyrir okkur nema svo megi verða, þetta ættu við- komandi að athuga. Eg ætla ekki að þessu sinni að Álit sex manna nefndarinnar Framhald. af 1. siðu. við þann grundvöll, sem þar var lagður. Fulltrúar Búnaðarfélags ís- lands lögðu því fram í nefndinni tillögu, sem byggð var á þessum grundvelli. Fulltrúar Alþýðu- sambands íslancfs greiddu at- kvæði gegn henni, með rökstuðn- ingi, sem lýst er í séráliti þeirra. Fulltrúar Búnaðarfélagsins telja, að slík niðurfærsla hefði átt að vera framkvæmd þannig, að verðlagsuppbót yrði aðeins greidd á ákveðinn hluta kaup- gjalds og launa, en ekki af allri grunnkaupsupphæðinni, eins og nú er gert. Telja fulltrúar Búnaðarfélags- ins, að hæfilegt væri að greiða verðlagsuppbót af 80% grunn- launa, og hlutfallsleg lækkun yrði gerð á verði landbúnaðar- vara á innlendum markaði, þann- ig, að sá hluti framleiðslukostn- aðarins, sem er vinnulaun, en samkvæmt áliti vísitölunefndar landbúnaðarins eru það full 90% af framleiðslukostnaði varanna, lækki í sama hlutfalli. Til þess að leita samkomulags báru fulltrúar Bf. ísl. þó fram þá tillögu í nefndinni, að verðlags- uppbót skyldi greidd af 90% grunnlaunanna og verð landbún- aðarvara skyldi lækka hlutfalls- lega við þá kauplækkun, en það leiddi ekki til samkomulags. Fulltrúum Búnaðarfélagsins var ljóst, að slík niðtirfelling á einhverjum hluta verðlagsupp- bóta var gagnslaus, nema jafn- framt væri tryggt, að grunn- kaupshækkun yrði ekki gerð til þess að vega upp þá kauplækkun, sem yrði og var því þessi tillaga byggð á því, að loforð fengist um, að grunnkaupshækkun skyldi ekki gerð. Fulltrúar Búnaðarfélagsins telja, að athuganir þær, sem nefndin lét framkvæma varðandi afkomu þeirra atvinnugreina, sem starfa að öflun útflutnings- vara, hafi leitt í ljós, að vísitala megi lítið eða ekkert hækka frá því, sem nú er, að óbreyttu af- ræða mikið um stjórnmála- ástandið. En ég vil minna fram- sóknarmenn á það, að ef þeir ætla að hafa samstarf við frjáls- lynda menn i sveit og við sjó, verða þeir að taka aftur upp þráðinn frá þeim dögum, þegar „allt var betra en íhaldið.“ Að lokum þetta: Sjálfstæðis- málið var á dagskrá fundarins og var samþykkt tillaga um að stofnað yrði lýðveldi á íslandi eigi síðar en á næsta ári. Undan- haldsmennirnir í sjálfstæðismál- inu mega vita það, að sveita- fólkið stendur sem einn maður að því, að svo megi verða. Enda má segja að það hafi verið þrá þess og draumur síðan landið byggðist, að við íslendingar vær- um sjálfstæð og fullvalda þjóð. Mýnesi 23. nóv. 1943. Einar Örn Björnsson. urðaverði erlendis, til þess að reksturinn lamist eða jafnvel stöðvist að mestu. Vísum vér í því efni í skýrslur þær og skýring- ar, er hinu sameiginlega nefndar- áliti fylgir. Þar sem þetta er sjónarmið Búnaðarfélagsins, og þeir hins- vegar telja algert neyðarúrræði að þurfa framvegis að halda á- fram að greiða niður verð land- búnaðarvara innanlands í jafn- stórum stíl og nú er gert, telur nefndin hina mestu nauðsyn bera til að minnka þær greiðslur. Ef verðlagsuppbót væri aðeins greidd af 80% grunnlauna, mundi hlutfallsleg lækkun land- búnaðarvara á innlendum mark- aði nema ca. 11%, og lækkaði það verulega greiðslur ríkissjóðs, þótt gengið væri út frá að vísi- tala héldist óbreytt. Við fulltrúar Búnaðarfélags Is- lands höfum hér lýst sérstÖðu okkar í nefndinni, varðandi þessi mál. Sjáum við ekki ástæðu til að bera fram fastmótaðri tillögur en hér hefur verið gert. Því að þar sem ekki náðist samkomulag um það atriðið, sem vér teljum að hafi verið aðalverkefni nefndar- innar, það er niðurfærsla kaup- gjalds og verðlags landbúnaðar- vara, virðist tilgangslaust af full- trúum Búnaðarfélagsins að leggja málið fyrir öðruvísi en hér hefur verið gert. Meðnefndarmenn okkar, full- trúar Alþýðusambands íslands, leggja til, að afnumdir verði allir tollar af nauðsynjavörum og vísi- talan lækkuð á þann hátt. Þær ransóknir, sem nefndin hefur lát- ið gera um það efni, benda til að það muni vera ódýrari aðferð fyr- ir ríkissjóð til að borga niður verðbólguna, en sumt af því, sem nú er gert í því efni. Þrátt fyrir þetta höfum við ekki getað fylgt þeim í því að leggja til, einhliða, að benda á þessa leið. Einkum þar sem ekki varð samkomulag um tillögu okkar í neinni mynd, að þoka niður vinnulaununum og afurðaverði, auk þess sem ekki var unnt að fá hjá þeim neinar tillögur um, að til jöfnunar og samræmingar kæmi framlag frá þeim aðiljum, er hagræði hefðu af þessum aðgerðum. Það er á valdi Alþingis að fara þessa leið, sem fulltrúar Alþýðu- sambands íslands benda á, með tollana. Og er Alþingi ekki síður fært, en nefndinni, að meta kosti þess og galla. Benda skal þó á, að þetta verður nokkuð lengi að verka, vegna birgða þeirra, sem í landinu eru. Álnavara og fatn- aður, sem mest mundi muna um, er samtvinnað iðnaði landsins, svo sem innlendri dúkagerð og fatasaumi, og myndi þar koma nokkur flækja í málið, sem styrka hönd þyrfti að hafa á, um verð- lagseftirlit, til þess að þar næðist tilgangur sá, sem að er stefnt. Kaupmenn myndu una illa lækk- un á verði því, sem þeir gætu lagt kostnað sinn á, og þyrfti þar líka að taka á með hörku, svo að ekki dragi úr árkngrinum. Þetta væri mikil röskun á tollakerfi landsins. Dyggði engin skyndi- ráðstöfun til eins árs, til þess að bæta ríkissjóði þann tekjumissi, sem af þessu hlytist, því að vel gæti dregist um langt árabil, þar til fært þætti að koma þessum gjaldstofni upp aftur. Allt þetta veldur því, að við höfum ekki séð okkur fært að fylgja þessari tillögu fulltrúa Alþýðusam- bandsins, þar sem þess er þá einn- ig að gæta, að rannsókn sú, sem nefndin hefur látið framkvæma, er ekki svo ýtarleg, að við treyst- um okkur til að byggja ákveðnar tillögur á henni, þótt við hins vegar hefðum viljað benda á þessa leið, ef samkomulag hefði náðst um víðtækari ráðstafanir til þess að draga úr verðbólgu og dýrtíð. Eins og kunnugt er, hefur kaupgjald i sveitum um allmörg ár verið háð því kaupi, sem greitt er í vegavinnu, þannig að vor- kaup manna hefur verið svipað og vegavinnukaupið, og þá tekið tillit til þess, að bændur láta mönnum í té fæði, en kaup um sláttinn hér um bil það, er menn töldust fá í vegavinnu og þá fæð- ið að auki. Nú hefur allt til síð- astliðins sumars vegavinnukaup í flestum sveitum legið nokkru lægra en taxti verkalýðsfélaganna í kaupstöðunum. Þetta hefur á undanförnum árum verið að nálgast hvort annað þar til í sum- ar að þetta rann alveg saman, og landinu var skipt í geira, þar sem kauptaxti nærliggjandi kaupstað- ar var látinn gilda fyrir svæði það, sem næst lá. Þar sem við þetta bættist mjög lítið framboð á vinnu, hafa bændur oft orðið að yfirbjóða vegavinnukaupið til þess að fá nokkurn vinnukraft. Mestu munar þó á kaupi verkafólks í sveitum á vetrum, vegna þess að stöðugri vinna hef- ur verið í kaupstöðum yfir vetur- inn, ásamt setuliðsvinnunni. Þrátt fyrir að leiðtogar verka- manna hafi unnið ósleitilega að því að koma þessari skipun ámeð vegavinnuna, virðast þeir ekki vera fyllilega búnir að átta sig á, hvað þetta verkar sterkt inn á kostnað við framleiðslu landbún- aðarins. Þegar fyllri skilningur væri fyrir hendi um þetta atriði, mætti vera að árangurs væri að vænta af svipuðu nefndarstarfi, einkum ef unnt væri að koma því svo fyr- ir, að báðir aðilar hefðu fullt umboð til samningsgerðar. Eins og sjá má á nefndarálit- inu, hefur þetta samtal bænda og verkamanna ekki borið neinn sýnilegan árangur. Hins vegar hefur ekki komið neitt það fram í þessu samstarfi, sem fjarlægt hefur það sjónarmið, að nauðsyn beri til að gagnkvæmur skilning- ur sé á starfi þessara stétta. Og viljum við fulltrúar Búnaðarfé- lags íslands lýsa því yfir, að við teljum að rétt hafi verið stefnt hjá ríkisstjórninni að gera þessa tilraun. Reykjavík, 13. des. 1943 Jón Hannesson. Pétur Bjarnason. Steingrímur Steinþórsson.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.