Nýi tíminn - 10.01.1944, Page 4

Nýi tíminn - 10.01.1944, Page 4
NÝI TÍMINN Frá siónarhóli sveitamanns SKÚLI GUÐJÓNSSON bóndi á Ljótunnarstöðum hefur lof- að að senda blaðinu við og við smágreinar, svo að eitthvað verði frá honum i hverju blaði. Koma hér fyrstu sýnishornin. Skúli er með ritslyngustu alþýðumönnum þessa lands og þjóðkunnur fyrir ritgerðir sinar i Rauðum pennum, Rétti, Skinfaxa og viðar. Mun það þvi verða mikið gleðiefni kaupendum þessa blaðs að eiga von ritgerða frá honum i hverju blaði og cetti að vera öðrum til fyrir- myndar um að senda blaðinu smágreinar. UNDARLEGT FYRIRBÆRI Það er í sjálfu sér ekkert und- arlegt, þótt hægt væri að spana bændur á verðjöfnunarsvæði Reykjavíkur upp gegn hverskon- ar breytingum á mjólkurlöggjöf- inni. Hún er miðuð við þeirra hagsmuni og með henni hafa þeir í raun og veru fengið einkarétt á því að framleiða mjólkurafurð- ir fyrir höfuðstaðinn, án þess þó að geta fullnægt þörfum hans með þessar vörur, nema að sára- litlu leyti. Það er jafnvel afsak- anlegt, að bændur austur í Loð- mundarfirði og vestur í Dölum láti ginnast til að mótmæla þeim breytingum á mjólkurlögunum, sem sósíalistar báru fram á síð- asta þingi. Maður hefur nú séð hann svartan fyrr, bæði f Finna- galdrinum og oftar. En það kastar fyrst tólfunum, svo að marki sé, þegar þeir heimta það jafnframt — ef trúa má Tímanum, — að engar aðrar breytingar verði gerðar á mjólk- urlögunum um tíma og eilífð, — að því er manni skilst. Það ætti þó að vera hverjum bónda ljóst, sem býr utan verð- jöfnunarsvæðanna, að þar er ekki unnt að framleiða smjör, nema með stórtapi. Þessa stað- reynd viðurkenna bændur þó a. m. k. í verki. Þeir fækka kúm sínum og leggja niður smjör- fram.leiðslu, en leitast við að fjölga kindunum þrátt fyrir alls- konar pestir og aðra erfiðleika, sem því eru samfara. Ég þekki t. d. eina sveit, sem hefur mjög ákjósanleg skilyrði til nautgriparæktar frá náttúrunn- ar hendi, en hinsvegar afarslæm skilyrði til sauðfjárbúskapar — landþrengsli og létta vetrarhaga. Bændur þessarar byggðar hafa sent Alþingi kröfu um það, að breyta í engu þeirri löggjöf, sem gerir þeim ókleyft að stunda þá búgrein, sem á tvímælalaust bezt við þeirra staðhætti. Jónas Hallgrímsson sagði einu sinni frá fólki, sem ekki vildi skilja við sig asnakjálkana, sem það hafði verið hlekkjað við, af því að það ætlaði að hafa þá sér til réttlætingar á dómsdegi. Sagan endurtekur sig stund- um optar en við óskum eftir. Sk. G. RÆKTUNARFRUMVARP FRAMSÓKNARn (Minningarorð) Tíminn hefur nú fylgt rækt- unarfrumvarpi Framsóknar til grafar. Það er fullkominnar virð- ingar vert, hve hann tekur frá- falli þess með mikilli stillingu og kristilegu trúarþreki. Mun hann án efa sjá, að úr því það fæddist svona ótullburöa og vanskapað í þennan heim, að pa tór svo bezt sem fór. Oðru máli hefði verið að gegna, ef að það hetði venð rétt skapað og tuilburða; t. d. et upp- hatsákvæöi þess hetöu tjallað um ítarlega rannsókn anra býla landsins, en síðar hefðu komið á- kvæði um ræktunarsamþykkt og margvíslegan stuðning við rækt- unartramkvæmdir bænda, byggt á þeini niðurstöðum, sem rann- sóknin leiddi í ljós. En bændum hefði lítill greiði verið ger með því að samþykkja þetta trv. eins og það lá tyrir. Það er yfirleitt regla, að rann- saka, hvort það borgi sig að vinna verkið, eöa hvort paö sé yt- irleitt tramkvæmanJegt, áöur en hafizt er handa. Fn samkvæmt þessu frumvarpi, átti að tara ná- kvæmlega ötugt að. Það átti að ákveða að hetjasi lianda og búa svo um alla hnúta, að ekki yrði aftur snúið, áður en rannsakað yrði, að iive miklu leyti verkið yrði framkvæmanlegt og livað það myndi kosta. Allir hljóta að vera með á því að fjölda margar jarðir eru þann- ig, að það er hvorki framkvæm- anlegt né forsvaranlegt að leggja svo mikið té í ræktun þeirra, að þær geti orðið íramtíðar býli. Fn petta er algerlega órannsakað mál. Tíminn segir í líkræðu sinni um ræktunartrv., að þetta mál verði borið fram til sigurs í ein- hverri mynd. Er það vel mælt og viturlega. Munu allir áhuga- menn um ræktunarmál einliuga óska þess, að næsti þungi Fram- sóknar af þessu tagi, verði að öllu leyti rétt skapaður og beri rétt að, þegar hann fæðist í íyllingu tímans. Sk. G. FRAM ÚR SKUGGANUM Það er hálfömurlegt um að lit- ast frá bæjardyrum þingmanns Strandamanna í útvarpsumræð- unum um daginn. Allt var kom- ið á fleygiferð, þvert út frá réttri leið. Af því að þingmaðurinn er maður skarpskyggn, skynjaði hann orsökina fyrir því að allir hlutir höfðu farið svona herfilega út af sporinu. Kjördæmamálið var orsök ógæfunnar. Ef hægt væri að kippa því í sitt fyrra form, myndi allt falla í sinn fyrri farveg aftur, akrar vaxa ósánir og gullnar töflur í grasi finnast, eins og eftir Ragnarök. Þingmaðurinn lýsti því átak- anlega, sem dæmi upp á ástandið, að inn á þingið kæmu menn í stórhópum, að því er manni skildist, sem eiginlega hefðu aldrei verið kosnir þangað og enginn vildi kannast við, sem þingmenn sína. Samt „komu þeir fram úr skuggunum og settust á þingbekkina," eins og þingmað- urinn orðaði það, rétt eins og hann væri að segja draugasögu. Það ræður enginn sínum næt- urstað. Hermann minn, og þú hefur ekki fengið lífstíðarábúð á henni Strandasýslu enn. Hvernig myndi fara, ef þeir heiðursmennirnir Ófeigur í Skörðum og Þorgeir Ljósvetn- ingagoði skiftu á milli sín búi Framsóknarflokksins? Það er vel hægt að hugsa sér, að þeim þing- mönnum flokksins myndi þá eitt- hvað fækka, sem háttvirtir kjós- endur senda beint inn á þingið. Aftur á móti er vel hugsanlegt að einhverjir þeirra kæmu fram úr skuggunum og settust á þing- bekkina, jafnvel þótt þeir vissu að enginn vildi kannast við þá sem sína þingmenn. Örlögin geta stundum verið dálítið gráglettin. Það væri svo sem rétt eftir þeim, að bjarga því sem bjargað yrði af Framsóknar- flokknum, með fulltingi þeirrar kjördæmaskipunar, sem flokkur- inn liefur nærri þyí misst vitið við að berjast gegn. Sk. G. allt nema að viðhalda starfsorku sinni og borga vexti og afborg- anir af skuldum. Fátækir bænd- ur voru áreiðanlega ekki hvattir eða studdir til ræktunarstór- virkja á þeim árum. Og eru menn nú búnir að gleyma því, þegar verið var, af forkólfum Framsóknar, að auglýsa það í blöðum og á mannfundum að bændur væru svo nægjusamir, að þeir kæmust af með innan við þúsund krónur í ársúttekt? Og það voru jafnvel tínd þau dæmi um það að ársúttektin hefði í sumum tilfellum komizt niður í 400 kr. yfir árið. Og þetta gerðist á fjórða tugi 20 aldar. Slíkir menn voru Framsókn þóknanleg- ir. Það var ekki verið að krefjast sambærillegra kjara við verka- menn í þá daga. Eða man nú enginn lengur, þegar mæðiveikin tók að drepa niður fé bænda, hvernig Kreppu- lánasjóður hljóp í kapp við sjálfa pestina með að drepa niður féð sem hann hafði tekið veð í og lagðist á framtíðarstofninn — veturgamla féð? Framsókn hefur haldið fátæk- asta hluta bændanna niðri, bæði efnahagslega og menningarlega öll þau ár sem hún hafði bezta aðstöðu til þess að rýmkva þeirra hag. Til þess hefur hún ýmist notað áróður, eða SÍS-bankavald- ið, sem hefur haft allt þeirra ráð í hendi sér. — Nú standa þeir uppi með úrelta búskaparhætti og minnkandi bústofn, vitandi ekki hversu skipast kunni um þeirra hag. Sk. G. ENN UM MÆÐIVEIKINA Það er ráðleysa að verja stórfé úr rikissjóði til að fjölga sauðfé i landinu, meðan offramleiðsla á kjöti er i stórum stíl. FRAMSÓKN HEFUR VERIÐ DRAGBÍTUR Á FRAMFARIR SVEITANNA SÍÐASTLIÐINN ÁRATUG Það var um réttir í haust, sem Tíminn birti yfirlýsinguna frægu um stórgróðann af kjötútflutn- ingnum, ef að dýrtíðin hefði ver- ið stöðvuð 1941. Síðan hefur nú mikið vatn — og kjöt runnið til sjávar og ofan í hraungjótur á okkar landi. En þetta gróðadæmi Tímans, sem var svo vitlaust, að allir fram- sóknarmenn, sem minntust á það við mig fannst það lirein fjar- stæða, hefði þó mátt setja þann- ig upp, að útkoman hefði ekki orðið tóm vitleysa. Það má líka setja dæmið upp svona: Ef allir bændur landsins hefðu nægilegt véltækt ræktað land, myndu þeir nú geta lifað góðu lífi á því að framleiða kjöt fyrir brezkan markað. Þá myndi og dýrtíðin vera minni í landinu, útflutningsverzlunin hagstæðari og allt eftir því. Ef að Framsóknarflokkurinn hefði barizt jafn ötullega fyrir því, síðastliðinn áratug, að land- búnaðurinn næði að skipa þann sess, sem honum ber, og hann hefur á sama tíma haft mikinn á- huga fyrir því, að troða skóinn niður af verkamönnum, þá væri vel og stórum betur en nú áhorf- izt. En hefur ekki Framsóknar- flokkurinn allt af verið að hjálpa bændunum og eggja þá til dáða? munu menn spyrja. Hvort man n.ú enginn lengur fagnaðarboðskap Jónasar til bændanna á kreppuárunum? Var sá boðskapur ekki eitthvað á þá leið að þeir ættu að neita sér um Landbúnaðurinn hér í sýsl- unni horfir nú til auðnar, ef ekki verður nú þegar gert stór- fellt samræmt átak honum til bjargar, er ekki um annað að gera fyrir bændur en að flytja á „mölina“. Mun þó mörgum verða það örðug ganga. Mæðiveikin hefur nú herjað svo illa, að hjá mörgum bónda er nú tkki nema 6—8 ær á fóðri og sumstaðar engin. Bændur hér eru því margir spenntir fyrir al- gerum niðurskurði og fjárskipt- um. Atkvæðagreiðsla samkvæmt lögum um fjárskipti fór hér fram síðastliðið vor á svæðinu milli Skjálfandafljóts og Jökulsár á Fjöllum. Voru fjárskiptamenn þar í miklum meirihluta, þó langt væri frá að næðist sá meiri- hluti, sem þarf til þess að fjár- skipti séu löglega samþykk. Nú í haust er aftur komin hreyfing á þetta mál. Fundir hafa verið haldnir og verið er að safna und- irskriftum bænda undir einhvers- konar áskorun til ríkisvaldsins um þetta. Eg skal játa það, að eg hef allt- af verið andvfgur niðurskurði. Eg tel það í fyrsta lagi mjög leið- inlega aðferð að neyða nokkurn bónda til að drepa niður allar sínar kindur. Hitt er þó enn var- hugaverðara að séð frá sjónar- miði þjóðfélagsheildarinnar get- ur það varla kallast annað en ráð- leysa að verja stórfé úr ríkissjóði til að fjölga sauðfé í landinu, meðan offramleiðsla á kjöti virð- ist vera í stórum stíl. Það virðist engin ástæða til fyrir hið opin- bera að stuðla að aukinni kjöt- framleiðslu meðan kjöti er fleygt í landinu og annað er verðbætt með stórum fjárhæðum. Mæðiveikinni verður aldrei útrýmt úr landinu með fjárskipt- um. Styrkur til fjárskipta frá því opinbera miðar því í sjálfu sér. ekki til neinna þjóðfélagslegra umbóta, og vonin um að það takist að finna varnir gegn veik- inni er þó enn til. En í þessu efni hefur hið opinbera brugðizt hraparlega skyldum sínum. Eng- in fjárhæð var of stór til þess að gera aðstöðu þeirra mgnna, er vinna að rannsókn mæðiveikinn- ar eins fullkomna og mögulegt var, því betri starfsskilyrði, þvf meiri von um árangur. í annan stað verður ríkið að sjá um að þeir bændur sem á mæðiveiki- svæðunum búa geti haldið á- fram að sjá fjölskyldum sínum farborða. Það á að gera með auk- inni opinberri vinnu, svo sem vegavinnu sem bændur geta stundað, en þó aðallega með svo auknum jarðræktarstyrk að bænd ur geti beinlínis haft kaup við að vinna að ræktunarfram- kvæmdum. Með því voru bein- línis slegnar tvær flugur í einu höggi, bændum veitt aðstaða til að vinna sér inn lifibrauð, en skapaðir jafnframt möguleikar til breyttra búskaparhátta, þ. e. mjólkurframleiðslu. Framlag ríkissjóðs kæmi því fram í stór- aukinni ræktun — auknum þjóð- arauði, en væri ekki varpað á glæ eins og fjárskiptastyrk er í raun og veru. En ef hið opinbera ger- ir þetta ekki, — beinlínis stóreyk- ur aðstoð sína við þá bændur, er harðast verða úti og við litla ræktun búa — er ekkert um að gera fyrir margan bóndann, ann- að en að fá nýjan fjárstofn eða að flýja sveitirnar — og þau úr- ræði verða þjóðfélaginu ekki síð- ur dýr. Jón Þ. Bucli. Kaupendur í Reykjavíkl Komið á aigreiðsl- una Skólavörðustíg 19 og greiðið blaðið. ÚTBREIÐIÐ NÝJA TÍMANN! I

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.