Nýi tíminn - 09.04.1945, Síða 4

Nýi tíminn - 09.04.1945, Síða 4
Vakna þeir nú, er sváfu Kristinn Andrésson og Brynj- ólfur Bjarnason hafa nýlega bor- ið fram á Alþingi frumvarp til laga um nýbyggðir í sveitum. Er það að nokkru leyti byggt á eldri lögum um byggingar- og land- námssjóð, en í því eru einnig ýms ný, nauðsynleg ákvæði, og frumvarpið í heild því mun full- komnara en hin eldri lög. Fram- sóknarmenn telja frumvarp þetta „stolnar fjaðrir" frá þeim og láta lítið yfir ágæti þess. En grein, sem Steingrímur Steinþórsson ritar í Tímann 23. jan. s.l. bendir til þess, að frumvarpið sé þegar farið að verka. Grein Steingríms Steinþórs- sonar heitir „Byggðahverfi í sveitum". Þar segir hann: „Það eru nú átta ár síðan löggjöf var sett um stofnun þeirra fyrst. En ekkert hefur orðið úr fram- kvæmdum. Nú er búið að tala nægilega mikið um þessa hluti. Svo að hægt sé að hefjast íianda, verður Alþingi að veita miklar fjárhæðir til framkvæmda. Okk- ur vantar ekki löggjöf um þetta efni —“ Af þessum ummælum MESTA Alltaf er þeim verkamönnum og smábændum að fjölga, sem gera sér það ljóst, að það eru þeir fyrst og fremst, sem skapá verð- mæti þau, er þjóðfélögin byggj- ast á. En betur má ef duga skal. Of margir eru það enn þá, sem hugsa eigi um slíkt og styðja því öfl þau, sem eru fjandsamleg hagsmunum þeirra, þjóðfélags- lega séð. Allt frá fyrstu tímum sögunnar hafa þeir verið ösku- stóarbörnin. Börnin, sem hafa verið höfð útundan á þjóðar- heimilinu. Þau hafa orðið að ganga í rifnu og skítugu fötun- um og búa í köldu og leku húsa- kynnunum. Þau hafa framleitt fæðuna fyrir heimilin bæði til lands og sjávar. Og einnig hafa þau byggt húsin og vegina. Og samt hafa þau alltaf borið skarð- an hlut frá borði. Þannig er það má heita í hverju landi í heimin- um. Vonandi opnast augun á mörgum á þessum síðustu og verstu tímum, stríðstímum, svo þeir krefjist réttar síns og rísi úr öskustónni. Enda má það heita svo, að fólkið sé í hverju landi að vakna til meðvitundar um samtakamátt sinn og rétt, til þess að brjótast undan kúgunaroki afturhalds og nazisma. Línurnar skýrast, hverjir vinna með fólk- inu og hverjir á móti því. Hver ' réttarbót til handa snauðu og kúguðu fólki, hvar sem er á hnettinum er gleðiboð- skapur öllum þeim, sem réttlæti og frelsi unna. Hver einasti smá- bóndi og verkamaður, sem styður afturhaldið á íslandi, bregst sín- um nánustu, sinni stétt, sínu föð- urlandi, réttlætinu í heiminum. Það er mesta syndin. Heildsalavaldið, Vísisliðið og forráðamenn Framsóknarflokks- ins, eru nú svartasta afturhaldið hér á landi, fjandsamlegt fólkinu NÝI TÍMINN sést, að nýbyggðafrumvarp sósíal- ista hefur ýtt við búnaðarmála- stjóranum, og hefur vissulega mikið áunnizt, fyrst tekizt hefur að vekja þann mann, sem líkleg- astur ætti að vera til áhrifa á þessu sviði, til skilnings á því, að lagasmíð er lítils virði sé hún að- eins notuð til að skreyta sig með henni, 'heldur verði að fylgja á eftir með kröfum um fjárfram- lög og lýsa í ræðu og riti kostum byggðahverfanna eins og Stein- grímur gerir í þessari grein, og á hann skilið þakkir fyrir. Öðrum atriðum í greininni verður litlu hægt að svara hér. Steingrímur segir: „Við verðum að viðhalda dreifbýli. . . Hvern- ig hefði farið fyrir þjóð okkar, ef Jiún á umliðnum öldum hefði öll búið í borgum og þorpum við sjávarsíðu . . . .“ Hver ber á móti því að þá hefði illa farið? Við lifum ekki í dag „á umliðn- um öldum“, og hvað eiga byggða- liverfi í sveitum, þar sem fengist er við skepnuhirðingu og störf út í „guðs grænni náttúrunni" skylt við þéttbyggð þorp og borg- ir við sjó? Þá segir Steingrímur, SYNDIN og öllum umbótum í þjóðfélag- inu. Þetta urðu örlög Framsóknar- floksins, flokksins, sem einu sinni var einhver mesti umbótaflokk- ur landsins. Hann svíkur land- búnaðinn, þegar sízt skyldi, og sniðgengur alveg þau skilyrði, sem tímarnir rétta að honurn, til þess að endurreisa landbúnað- inn. Að hverju gerðu Framsókn- arforingjarnir þetta? hljóta menn að spyrja. Þeir vildu ekki styðja stjórn, sem sósíalistar áttu sæti í. Þeir áttu enga sannfæringu aðra en þá, eða hugsjón, að bjarga sínu eigin skinni. Þetta er stórkostleg móðgun við bændurna af hálfu forkólfa flokksins, að halda það, að allt mætti bjóða bændum. Þeir mundu verða jafn fylgispakir eft- ir sem áður. Nei, bændum má á- reiðanlega ekki lengur bjóða allt. Þei rsýna það við næstu kosning- ar. Þeim er þegar orðið ljóst, að Framsóknarþingmennirnir eiga samleið orðið með fimmmenn- ingunum, sem ekki vildu styðja stjórnina, og þvoðu liendur sín- ar eins og Pílatus forðum, af þeirri ástæðu, að sósíalistar stóðu að stjórnarmynduninni. Þeir héldu, að bændur vildu ekki saurgast, af því að styðja slíka stjórn til valda. Fimmenning- arnir eru líka hræddir við kjós- endurna. Þorsteinn Dala-þingmaður sýndi líka innræti sitt, ásamt Hermanni og Jónasi, við at- kvæðagreiðslu um 13. gr. launa- laganna, þegar þeir greiddu at- kvæði á móti lítilsháttar launa- liækkun hjá konum, sem eru þó lægst launaðar í þjóðfélaginu. Þetta kallar maður að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þetta er hnefahögg framan í ís- lenzkar konur og málstað þeirra. að sauðfjárrækt verði vart „stund- uð öðruvísi en í dreifbýli“. Það verður að ætlast til þess, að þeir, sem halda þessu fram, færi fyrir því einhver rök. Hitt mun sönnu nær, að sauðfjárrækt reynist arð- vænlegri og á flestan hátt heppi- legri í byggðahverfum. Örtröð á heimalandinu má koma í veg fyrir með víxlfriðun á vorin og algerðri friðun allt sumarið. Kyn- bætur yrðu auðveldari og fljót- virkari. Beztu fjármennirnir nýttust til umönnunar á marg- falt fleira fé, og svo má ekki gleyma öllu því, skótaui og sokkaplöggum, sem sparast sam- anborið við það, að þúsundir bænda elti um fjöll og fyrnindi fáeinar skjótur sem þeir eiga hver og einn. Ennfremur segir Steingrímur: „Fólk fæst ekki til að búa í dreif- býli nema samgöngur, raforka, sími og fleiri nútímaþægindi fá- ist“. Staðreyndirnar sanna, að þetta dugir ekki til. Það eru skil- yrðin til félagslífs og skemmtana, sem dreifbýlið vantar fyrir unga fólkið, og dreifbýlið sjálft er or- sök peirrar vöntunar. Það vantar kvikmyndir, leikstarfsemi, söng, íþróttir, ástir og ævintýri. Sími, útvarp og rafmagn getur ekki komið í staðinn fyrir þetta. Þess vegna er dreifbýlið að dauða- dæma sjálft sig. Olgeir Lúthersson. íslenzkum konum er þá illa aftur farið, ef þær muna ekki kinnhestinn við næstu kosningar. Annars virðist það nokkuð ein- kennilegt, að Dalamenn skuli kjósa Þorstein á þing, því fáir eru þar stórbændur. Mest eru þar um smábændur og verkamenn. Annars hélt ég að menn þekktu markið á Þorsteini, því margir eru þar markglöggir. — Sumir hafa gengið það langt að geta þess til, að einn eða tveir kaffi- bollar, hvað þá heldur eitt staup, hafi nægt til þess að sumir kjós- endur hafi hallað sér að Þor- steini. Aðrir hafa slegið því fram, að Þorsteinn væri vel kynntur, sem maður, eins og satt er, og það hafi mörgum dugað. En fáir hafa minnzt á það, að þjóðfélagsmál skæru þar yfirleitt úr málum. En sleppum öllu gríni. Allt afturhald, bæði hér á ís- landi og annars staðar í heim- inum, hefur frá fyrstu tímum, til þessa dags, haft fólkið í ösku- stónni, þar sem það hefur komið því við. Hið vinnandi fólk við sjó og í sveit má ekki láta þá ó- menningu henda sig framar, að styðja afturhaldsöflin í landinu í hvaða mynd sem það birtist. Þið, sem búið við sjó og þið sem búið í sveit, þið verðið sjálf að skapa þá menningu, sem tímarnir krefj- ast. Frá ykkur hafa allar umbóta- hreyfingar sprottið, í hverju þjóðfélagi frá fyrstu tíð. En því aðeins getur það orðið, að þið skipið ykk-ur í raðir á móti öllu afturhaldi og gangið í lið með umbóta- og nýsköpunar- hreyfingum þjóðfélagsins. Dalamaður. Mislieppnað herbragð Forustumenn Framsóknar- floksins völdu sér það hlutverk, að ganga fram fyrir skjöldu í bar- áttunni gegn kommúnismanum á íslandi. Þeirra kenning var þessi: Hvar sem kommúnisti kemst inn í opinbert líf þjóðar- innar, þar myndast rotnun í {Djóðlífinu. Kommúnisminn er rautt eitur. Því fleiri kommúnist- ar sem komast til áhrifa í þjóð- félaginu, því meiri upplausn og eyðilegging. Fylkið ykkur á móti þeim, látið þá aldrei komast inn í þjóðlífið. En kenningin bar ekki tilætl- aðan árangur. Við síðustu kosn- ingar komust 10 sósíalistar á þing. Það var ónotalegt kjafts- högg á framsóknarforustuna. En hún hugsaði ráð sitt. Fyrst blekk- ingavaðallinn ekki dugði, varð að láta staðreyndirnar tala. Og fram- sóknarforingjarnir ákváðu að koma í veg fyrir myndun þing- ræóisstjórnar þetta kjörtímabil. Þeir ákváðu að koma í veg fyrir eðlilega og sjálfsagða skipun inn- kaupaverzlunarinnar. Þeir á- kváðu að koma í veg fyrir stríðs- gróðaskatt. Þeir ákváðu að koma í veg fyrir allt, sem horfið til bóta fyrir þjóðfélagið, og koma því á heljarþröm stjórnmálalega og fjárhagslega. Síðan ætluðu þeir að koma fram fyrir þjóðina við næstu kosningar, sakleysislegir eins og englar af hinmnum, og segja: Sjá, staðreyndirnar hafa talað og sannað kenningu okkar. Strax og 10 kommúnistar kom- ast á þing fara öll málefni þjóð- félagsins í handaskolum, og fjár- hagslegu og stjórnmálalegu sjálf- stæði þjóðarinnar er alvarleg hætta búin. íslenzka þjóð, láttu þér þetta að kenningu verða, láttu engan kommúnista komast á þing við næstu kosningar. En — aftur fengu þeir kjafts- högg. Þrír stjórnmálaflokkarnir komu sér saman um stjórnar- myndun áður en kjörtímabilið var liðið. Þessi stjórn helur mark- að glæsilega stefnu um upp- byggingu atvinnulífsins í land- inu, sem allir sannir íslendingar fagna, en Framsóknarforkólfarn- ir — sem skreyta sig með nöfn- um eins og framsóknarmenn, samvinnumenn, umbótamenn — fjandskapast við. En þeim er kanske vorkunn, þeir þráðu lirun og atvinnuleysi — og svíða kinn- hestarnir. Olgeir Lúthersson. Tilkynning frá Nýbyggingarráði Umsóknir um fiskibáta byggða innanlands Ríkisstjórnin hefur ákveðið að láta byggja innanlands á næstu 1—2 árum 50 fiskibáta af þessum stærðum: 25 báta, 35 smálestir að stærð, og 25 báta, 55 smálestir að stærð. I Tilskilið er að ríkisstjórnin geti selt þessa báta einstakling- um, félögum eða stofnunum til reksturs. Teikningar af 35 smálesta bátunum hafa þegar verið gerðar og eru til sýnis hjá Nýbyggingarráði, en verið er að fullgera teikningar af 55 smálesta bátunum og verða þær og til sýnis strax og þeim er lokið. Umsóknir um þessa báta sendist til Nýbyggingarráðs, sem allra fyrst og eigi síðar en 15. maí 1945. Þeir, sem þegar hafa óskað aðstoðar Nýbyggingarráðs við útvegun báta af þessum stærðum, sendi nýjar umsóknir. Við úthlutun bátanna verður að öðru jöfnu tekið tillit til þess í hvaða röð umsóknirnar berast. NÝBYGGINGARRÁÐ

x

Nýi tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.