Nýi tíminn - 16.04.1946, Qupperneq 7

Nýi tíminn - 16.04.1946, Qupperneq 7
Þriðjudagur 16. marz 1946- MMIIMIX IjlN 7 KJARNORKAN Ekki man ég eftir að neitt dagblaðanna minntist á þessa fregn, en 'hún hefði þó átt skilið mikla athygli, því þarna var stigið stórt spor i áttina til þess að beizla atóm- orkuna, eins og nú er komið á daginn. En fáum, jafnvei ekki atómfræðingunum sjálf- 'Um mun hafa dottið í hug þá, að svona skammt mundi líða þangað til orka atóm- anna yrði leyst úr læðingi. Saga málsins var í fáum dráttum þannig: í janúar 1939 uppgötvuðu Þjóðverjarn ir O. Hahn og F. Strassmann að ef nevtrónum* var skotið á úraníum breytist nokkur hluti þess í baríum. — Þetta gaf tveim landflótta vísinda- mönnum frá Þýzkalandi, þeim O. R. Friscih og L. Meit- ner, þá starfsmönnum hjá Bohr í Kaupmannahöfn, þá hugmynd að hægt mundi vera að kljúfa úraníumatóm- ið í tvo nokkurn veginn jafna parta með nevtrónu- skothríð- Niels Bohr var um þetta leyti á förum til Bandaríkj- anna, til að dvelja nokkra mánuði við Princeton háskól ann og jafnframt að sitja þing eðlisfræðinga í Was- hington D. C. Ekki sízt lék honum þó hugur á að ræða ýms fræðileg vandamál við Einstein, eðlisfræðinginn mikla, sem hafði orðið að flýja ættland sitt og gerzt Bandaríkjaþegn eins og kunn ugt er. Bohr sá strax að hér var um mikilsverða hugmynd að ræða og fól þessum starfs- mönnum sínum að gera til- raunir til að skera úr hvort hugmyndin reyndist rétt eða ekki, og fylgdist hann stöð- ugt með tilraunum þeirra heima í Kaupmannahöfn meðan hann dvaldist vestra. Einnig vor.u um sama leyti fyrir frumkvæði Bohrs, gerð- ar sams konar tilraunir við fjóra háskóla í Bandaríkjun- um. Þá vísindamenn sem hæst bar í atómrannsóknunum um þessar mundir má telja Niels Bohr í Kaupmannahöfn, Ir- ene Curíe og F. Jolist í Frakk landi, E. Fermi og Lawr- ence í Bandaríkjunum, J. Chadwick og Rutherförd í Englandi,- en Rutherford var lærifaðir Bohrs og ásamt hon um upphafsmaður atómfræð- innar. Frásögn útvarpsfyrirlesar- ans í Kaupmannahöfn var eitthvað á þessa leið: Tekist hafði að sprengja úraníum- atómið, sem er þyngsta atóm sem. fyrir kemur í náttúr- unni, í tvennt þannig, að tvö ný frumefni myndast úr brot unum, nefnilega málmurinn ibaríum og lofttegundin kryp- ton. Bæði þessi frumefni voru áður kunn. Þetta var sem sé í fyrsta sinn sem raunveruleg atóm- sprenging hafði átt sér stað. Áður hafði að vísu tekizt að kljúfa smábrot út úr atóm- unum með því að skjóta á þau ýmsúm hraðfara efnis- ögnum. Þannig hafði t- d. Rutherford tekizt að breyta nokkrum köfnunarefnisatóm- um í súrefni fyrir tuttugu ár- um. Sum efni í náttúrunni, t. d. radíum breyta ser raunar þannig sjálfkrafa. Þau kall- ast radíóaktíf eða geislavirk efni. V ið klofnun úraníums myndast orka sem nemur 200 milljónum elektrónvolta* fyrir hvert atóm sem klofn- ar. Strax hlýtur manni að detta í hug, hvort ekki sé mögulegt að hagnýta þessa orku til praktískra hluta. Allar breytingar sem Eftir Óskar B. Bjarnason heppnast /íafði að framkalla í atómkjörnum hingað til höfðu kostað meiri orku- eyðslu en fengist hafði í aðra hönd. Eini möguleik- inn til þess að vinna orku með atómsprengingum virtist vera sá að reyna að framkalla svonefnda keðjureaksjón, þ.e. a. s. fá prósessinn til að halda áfram sjálfkrafa eftir að hann nefur verið settur af stað !dkt og eldsneyti heldur á- fram að brenna eftir að einu sinni hefur verið kveikt í bví. Laka’ væri nauðsynlegt að geta haft fullt vald á efna breytingunni, þannig að hægt væri að stöðva hana h-venær sem væri líkt og maður slekk ur eld. Til þess að fá atómsprengju til að verká, þyrfti auk þess að fá sprenginguna til að gerast snöggt, mikill fjöldi atóma þýrft’i að ’sp’riríga sam- tímis. Það er eitt sem ie'ðir af 'fstæðiskenríingu Einsteins rð efnið getur breytzt í orku og orká í éfríi'. Einsteirí sagði betta fyrir strax árið 1905 en ekki varð það sannað með tilraunum fyrr erí 1932. Þar með var kollvarpáð tveim lög málum, sern talin voru úndir ríöðuatriði efnáfræði og éðlis- fræði, nefríilega að massi þess efnis, sem til væri í heiminum væri óbreytanleg- ur og ennfremur að orka gæti hvorki eyðst né skapast, heldur aðeins breytt um form. Hið fyrra er lögmálið um óbreytanleik massans, hið síðara lögm. um óbreyt- anleik orkunnar, sem líka er kallað 1. höfuðsetning varma fræðinnar. — Bæði þessi lög- mál eru að vísu ennþá góð og gild í öllum venjulegum pró- sessum sem fyrir koma hér á jörðinni nema í atómspreng- ingum. Hið nýja lögmál Ein- steins er þá öllu fremur út- víkkun þessara tveggja lög- mála, þannig, að í stað þeirra kemur eitt lögmál sem segir að summan af efni og orku í heiminum sé óbreytanleg. Einstein setti fram jöfnur sem sýna eftir hvaða hlutfalli efnið breytist í orku. Þær eru þessar: E mc2. . * Nevtrónur eru efniseindir, sem hafa hérumbil sama massa og vatnsefniskjaminn, sem liká kallast . próténa,- eii enga raf- hleðslu. * Þessi orkueining er tíðast notuð : atónifræðinru. 1 elektróii volt er skilgreint ’sem ‘sú hreyfi- orka, ‘ 'sém • einhver efniseind hlaðin jafn • miklu r.afmagni og elektrónan fser með þvi að fallu gegnum .spenntzmismuniftn 1 volt. 200 milljón elektrónvolt jafn^ gilda. hérumbii 8 tf.iiijónustu úr gramkaloríú. Iiér þýðir E orkuna í ein- ingum sem kallast erg, m., massann í grömmum og c ljóshraðann í sentimetrum á sekúndu. Samkvæmt þessum jöfnum þarf aðeins örlítið efni til að framleiða geypimikið orku- magn, ef hægt er að fá breyt inguna til að gerast á annað borð- Það má því segja að efnið sé í rauninni saman- þjöppuð orka. Ef við reikn- um út bve mikil orka fæst ef 1 g efnis (sama hvaða efni er) breytist í orku, fáum við út töl. 9.10 í 20. v. erg, en það er sama sem 2.15 í 10. v. kílókalóríur eða 25 milljónir kílówattstunda. Þessi orka mundi nægja til að bræða 270.000 tonn af ís. Berum þessa orku saman við þá orku sem kemur fram við venjulegar efnahreytingar eins og t. d. þegar kol brenna. Með því að brenna 1. kg. af sæmilega góðum kol um fæst ekki meira en svo sem 7300 kílókaloríur eða 8,5 kílówattstundir reiknað í raforku. Við bruna og aðrar algeng- ar efnabreytingar verður að- eins smávægileg röskun á byggingu efnisins, röskun sem aðeins tekur til yt.ri elektróoianna. Þegar varmi kemur fram samfara þessum efnabreytingum ætti sam- kvæmt Einstein, tilsvarandi magn efnis að eyðast. Menn álíta nú að það gerist en um svo lítið ’efnismagn er að ræða að það ér langt frá mæl árílegt á'nákvæmustu vogum Við spferígingar’ í kjarnan- um er um'miklu' róttækari breytingar að ráéða, en þó er þáð ekki neiría lítiTl hluti efn-" isíns sém' breytist ’ í orku’ á þennan hátt. Atómkjarnar frúrríefnarína erú misjáfnlég'a stöðúgif eða misjafnlega fast bundnir. Óskar B. Bjarnason. Massi hvers atóms er minni en samanlagður massi prót- óna þeirra og nevtróna óbund inna sem fara til að mynda kjarnann og þessi mismunur er jafn þeirri orku sem myndast hefur við að byggja atómkjarnann upp úr frum- pörtum sínum. — Þessi mis- munur, reiknaður á massa- einingu, er mestur fyrir með- alþung atóm, þ. e. frumefni um miðbik períódisku töfl- unnar* með massatölu frá 40 til 100, en það þýðir að kjarnar þessara atóma eru stöðugastir eða fastast bundn ir, eða innihalda tiltölulcgrx minnsta orku. Þess vegna- er mögulegt að vinna orku með því að sprengja þung atóm eins og t. d. úraníum, þannig, að meðalþung atóm eins og baríum og krypton myndast. Það er einnig fræðilegur möguleiki á því að vinna orku með því að byggja atóm kjarna upp úr frumpörtum hans, prótónum og nev ’ tón- um. Með því að framleiða 4 grömm af helíum úr óhundn- um protónum og nevotrónum mundi fást orka sem næmi 650 milljónum kílókalóría eða 750 " þúsund kílówatt- stundum af raforku, en við þennan prósess mundi massi sem svarar 3/100 úr grammi, breytast í orku. Það er nú álitið að efna- breytingar af þessu tagi muni vera undirrót að orku sólar- innar og annara sjálflýsandi stjarna. — í atómsprengju þeirri, sem Amerlkumenn hafa framleitt, breytist ekki nema 1/1000 af massa þeirra úraníum eða plútóníum at- óma sem klofna í orku og samt er sundrun einnar slíkr ar sprengju eitthvert hið ægi lepasta náttúrufyrirbæri sem við enn höfum komizt í kynni við og gert er af mannavöld- um. Það er fróðlegt að lesa lýs- ingu sjónarvotta að spreng- ingu fyrstu atómsprengjunn- ar í eyðimörkinni í New Mexico-ríki í Bandaríkjun- * Frumefunum er skipað niður í töflu eftir hækkarrdi atómnúm- eri, þ. e. eftir fjölda elektróna sen. ganga i kfing úm kjarnann Skiþting þessi verður um leið, i aðalatríðúm, éftif vaxandi- mássa tolu eða atómþunga -Jafnframt þe§su skiptast frumefnin á eðliíeg an hátt í 8 hópa, þnnnig' að .inn- an hvers hóps eru frumeiin rriet’ skyida eiginleiká um 16. júlí. Tilraunin fór fram snemrna morguns, rétt áður en byrjaði að birta. — Einn af vísindamönnum þeim sem viðstaddir voru, lýsir atburðinum á þessa leið: „— Við stóðum á þrösk- uldi hins óþekkta. Enginn okkar gat gert sér í hugar- lund hver mundi verða árang urinn af firnm ára erfiði tug- þúsunda manna. Dr. Oppen- heimer frá Californíu-háskól anum stjórnaði tilrauninni. Á honum hvíldi mikil á- byrgð. Það var auðséð að taugar hans voru þandar til hins ítrasta. Það var varla að hann drægi andann. Síðustu sekúndurnar áður en spreng- ingin skyldi verða studdi hann sig við staur og starði beint framundan sér. Loks var merkið gefið. — Furðu- lega björtu leiftri brá fyrir, sem lýsti upp allt umhverf- ið- Fjallgarðurinn í 5 km. fjarlægð var upplýstur sem um bjartan dag. Og svo heyrðist sprengingin eins og djúpt ógnþrungið öskur. — Þykkt reykský myndaðist sem sogaðist upp á við með ógurlegu afli. — Það slakn- aði á hinum hertu dráttum í andliti Dr. Oppenheimers. — Öllum létti sýnilega. Allir viðstaddir skyldu að þeir höfðu verið vitni að fæðingu nýrrar aldar — kjarnorku- aldar.“ Þrem vikum síðar, 5. og 9. ágúst féllu sprengjurnar á Hiroshima og Nagasaki. Á- hrifin voru ægileg, eins og öllum er kunnugt úr frétt- um. Meir en hundrað þúsund manns létu lífið og borgirnar að mestu leyti í rústum. Við skulum vona að þessar fyrstu atómsprengjur, sem beitt var í hernaði, verði líka þær síðustu, eo það er sama sem að segja að ekki verði framar heimsstríð, því ekki er að efa að ný heimsstryjöld yrði kjarnorkustyrjöld. Nú er það verkefni vísind- anna að leysa hið nýja vandamál, hvernig kjarnork- an verði hagnýtt til friðsam- iegra hluta og þá verður upp- haf kjarnorkualdar vafalaust mannkynsins og uppgötvun eldsins eða upphaf járnaldar. Oskar B. Bjarnason. Kolaútflutningur Póllands eykst ört Kolaútflutringur Pólknls vex ört, og má taka til dæmis að í desember 1945 fluttu Pó! verjar tii SvjIþjóða:• 30 þúsur.d ton, en í marz var útflutnin:;- 1 urinn 154 þúsund tonn, haf 1 meir cn fimmfaldast. Eins og kunnugt er "efu : pólsku kolin mjög góð og ér full ástæða fyrir íslenzka kola innflytjendur að athuga mögu leika á kolakaupum þaðan, ekki sízt þar sera slík kaup . ’auðveldað söíu íslenzkra nfnvXo fil Pnllcnirici

x

Nýi tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.