Nýi tíminn


Nýi tíminn - 17.06.1948, Side 1

Nýi tíminn - 17.06.1948, Side 1
7. árgangnr. Fimmtudagur 17. júní 1.048. 10. þing Sambaiitfs ísl. barnakennara Tíimda þlng SambandH ísJenzkfa barnaJionnara hófst bér í bænum 9. þ. m. og sitja það 42 fulltrúar víðsvegar aS if landino. Fyrsta daginn fór fram kjör forseta og nefnda. Nánsefni bamashólanna 22. tölubiað. Annar þingfundur hófst 16. Hneyhslanlegasti viðskíplasamningnr ríkissljómarinnar: fsland undirbýður norsku ríkisstjórnina þegar hun stendur í baráttu við brezka einokunarhringinn um síldarolíuverðið Ríkisstjómirl hefur nú meðgengið þann verkn- að, sem nýlega var sagt frá hér í blaðinu, að hún væri að undirbúa. Hún hefur selt Bretum 13 þús smálestir af síldarolíu á 95 sterlingspund smálestirta fob. í ’tilkynningu sinni viðurkennir ríkisstjómin að með þessu sé hún að undirbjóða Norðmenn, sem heimti hærra verð. Skal nú gang- ur þessa máls rakinn, því hér er um að ræða eitt mesta hneyksli, sem gerzt hefur í stjórnmálum íslendinga. I febrúar hafði rikisstjórnin samið við Breta um að selja þeim allt að 13 þúsund tonn af síldarolíu fyiir 5 sterlingspund- um lægra verð fritt um borð á íslandi, en Norðmenn seldu hvalolíuna komna í höfn í Bret landi. — Þessi samningur var að vísu tjón fyrir Isl., hvað það snertir, að það er óþarfi að lækka sig niður í verð Norð- manna, meðan til eru mögu- leikar á að selja síldarolíu til meginlandsins fyrir allt að 130 sterlingspund, — eri þangað vill enski feitihringurinn, Uni- lever, ekki lofa Islendingum að- selja, og ríkisstjórnin er undar- lega hlýðin fyrirskipunum hans. Hinsvegar var það þó heiðar- legt við þennan samning að Is- land ætlaði ekki að undirbjóða Noreg, því þessi 5 punda mis- raunur er eðlilegur munur vegna fragtar og gæðamunar. Þó hafði það reyndar verið reynslan undanfarin ár, að ís- lendingar höfðu haft forgöng- una í að hækka verðið og pína einokunarhringinn til þess að borga hærra, myð þvi að hag- nýta sér samkeppnina frá meg- inlandínu, en Norðmenn höfðu komið í humátt á eftir. Það var þvi eins og að ísland afsalaði sár forustunni í hagsmimabar- áttu fiskimanna við einokúnar- hringinn mikla og létu sér nægja að fylgja Norðmönnum, en léti þá um baráttuna. — Kn það var þó að miansta. kosti drengilegt að ætla að fyigjast að með frændum vorum sem fóstbræðui* og láta eitt >-flr báða ganga. Norðmenn byrja svo sína baráttu við einokunarhringinn brezka. Norska stjómi'n á í vök að verj-ast í þeirri baráttu. Brezki hringurinn hefur kverka tök á hvalveiðaflota og sildar- verkflmiðjum Noregs, sökum þess að hann ræður miklum hluta af hJutahréfum þessara fyrirtækja, Hringurinn ætlaði sér að halda verðinu á hvalolíu í 90 sterlingspundum og arð- ræna þannig norska fiskimenn og norsku þjóðina. En norska stjórnin setti lágmarksverð á hvaJolíuna, 110 sterlingspund, og hófst nú baráttan. Ekkert var auðveldara fyrir íslendinga en að halda hér norrænt fóstbræðralag í barátt- unni gegn hinum engilsaxneska okurhring. íslendingar þurftu ekki að biðja Breta að kaupa hraðfrysta fiskinn, þ\ú hann var seljanlegur fyrir ábyrgðar- verð á meginlandinu. Síldarolí- una var hægt að selja á hærra verði ca. 103—110 pund, með þvi að selja hana. til meginlands ins — og íslendingar eru utan við matvælastofnunina, Com- bined Food Board, sem Norð- menn eru í, svo ísland var alveg óbundið f jTÍrmælum hennar um kvótaskiptingu feitiframleiðsl- unnar. Og allir hagsmunir Is- lendinga ráku á eftir því að haldið væri háu verði. Enginn hlutur rak því ís- lenzku ríkisstjómina til að sker ast úr leik og vega axtan að Norðmönmrm. Þvert 4 móti skyldu menn ætla eftir allt, sem þessi ríkisstjóm hefur sagt um að íslenzk vara væri ekki sam- keppnisfær erlendis að fram- leiðsluverð íslendinga væri of hátt, að Norðmenn myndu ,,slá okkur út“, — að hún gripi feg- inshendi tækifærið til að standa með Norðmönnum í bar- áttunni. En hvað skeður, meðan Stef- an Jóhann, Bjami Ben, og Eysteinn halda skálaræðumar fjTÍr norrsenni sanrvinnu.og sér- staklega bræðraböndunum við Noreg ? Ríkisstjómin semur viS Breta uin að selja þeim 13000 tonn af sQdarolíu á 95 sterlingspund fjTir tonnið. Ríkisstjómin hag- ar sér þannig eins og verkfalls- brjótjir, undirbýður iira 10 sterl Framh. á 6. siðu. Siki&ijóniia ulí >i ekki skýrsla sína um sparísjéðseignirnar, fyrr en hún vissi að skýrslan yrði birt af öðrum! AlþýðublaSið sagði s. 1. fóstudag að ríkis stjómin hefði ekJd „með höndum nokkra skýrslu", hefði „alls engar upplýsingar feng- ið" og væri algerlega „ókunnugt um þetta mál"! Skýrsla sú, sem ríkisstjómin hefur nú sent frá sér iitti sparisjóðseignir íslenzku auðstéttarinnar í Bandaríkj- unuin, hefur lengi verið í fórum ríkisstjórnarinnar og hafði hún ákveðið að birta hana ekkj almenningi, En skýrslan hafði einnig komizt í fleiri manna hendur. Fj-rir síðustu helgi frétti rikisstjómin, að skýrslan jTði birt á öðrum vettvangi. Árangurinn varð sá, að ríkisstjómar- fundir voru allan fjTri hluta laugardags um þetta mál, hvort ríkisstjómin ætti að birta skýrsluna eða ekki. Nið- urstaðan varð sú, að af tvennu illu væri skárra að skýrsl- an kæmi frá stjóminni en öðrum, enda væri þá hægt að bæta við hjartnæmri lýsingu á hinum einbeitta vilja rikís3tjómarinnar að upplýsa málið! Skýrslan var svo send blöðunum síðari hluta laugardags. Þetta fum kom einnig átakanlega fram í öðru. Daginn áður en skýrslan var birt kom leiðari í blaði forsætisráo- herrans, Alþýðublaðinu, þai- sem æ ofan í æ er hamrað á því að ríkisstjómin hafi enga skýrslu, alls enga skýrslú. „En ríkisstjómin hefur lýst yfír því, að henni sé ó- Icunnugt um þennan fjárflótta og borið til baka þá full- jTðingu kommúnistablaðsins, að hún hefði með höndum nokltra skýrslu ...“ ... ríkisstjómin hafði alls engar upplýsingar fengið um fé þetta né f járeigemhir eins og blaðið staðhæfði... ' „Sú blekking Itommúnista, að ríkisstjórnin vtti allt, sem vita þurfi í þessu efni, en vilji hylma jfir málið af hlífisemi vlð fjárflóttamennina nær auðvitað engri átt. Ríkisstjóniin hefnr lýst j'fir því, að henni sé ókunn- ugt um þetta mál... “ En daginn eftir i'J> blað forsætisráðherrans lýsir þann- ig yfir þvi af miklum fjálgleik að ríkisstjómin hafl ekki „með höndum nokkra skýrslu", að hún hafi„alls engar upplýsingar fengið“ og sé algerlega „ókunnugt um þetta mál“ kemur svo sannarlega skýrsla sem sancar að ís- lenzkir auðkýfingar eiga í sparisjóðsbókum einum aaman andvirði 10 nýaköpunartogara!! Það er sannarlega eki.i skortui* á heiðarleika og heilindum í herbúðum stjóm- aiinnar. Það or ekki að undra þótt hið sama blað forsætis- ráðheirans segi i gær í nýrri forustugrein: „KíkLsstjórnin hefnr með þessari timabæru og at- hyglisverðn yfirlýsingu sinni gert hrelnt fyrir sínuni dyrum (!) Hún virðist hal'a gert allt, sem í hennar valili stendur (!), til að komast fyrir þetta mál, og hún virði>-t sömuleiðis halda því vakaitdi (!) eins og sjálfsagt er og skylt“H Almenningi mun þó finnast að þöi-f sé á öðrum og snarari handtökum til að gera hreint fj’rir djTum ríkk’- stjómarinnar; hitt mun þjóðin sjá um að ríkisstjómin verði vakandi í þessu máli, hversu mjög sem svefnina sækir að, hér eftir sem hingað til. júní kl. 10 með framsöguræðu fræðslumálastjóra Helga Elías- sonar um „Námsefni barna- skólanna“. Miklar umræður urðu um mál þetta og að þeim loknum var því vísað til fræðslumálanefnd- ar. En í hana vom kjömir: Ármann Halldórsson, Snorri Sigfússon, Bjami M. Jónsson, Jónas B. Jónsson, Friðrik Hjart ar, Hannes J. Magnússon Jó- hannes Guðmimdsson, Skúli Þorsteinsson, Aðalsteinn Teits- son. 3. fundur hófst kl. 2 e. h. sama dag. Fyrsta mál á dagskrá var skýrsla sambandsstjómar, er þeir Ingimar Jóhannesson for- maður sambandsins og Pálmi Jósefsson gjaldkeri sambands- ins fluttu. Skýrslan var nokkuð rasdd síðar á fundinum. Rannsófan á greindar- þrosfaa barna Dr. Matthías Jónasson flutti erindi um rannsóknir sinar á greindarþroska baraa og áætl- anir í þvi efni. Og svaraði hann fjTirspumum, er þingfulltrúar beindu til hans að erindinu loknu. Þá var gefið kaffihlé og drukkið kaffi í boði sambands- stjómar í Melaskólanum. Að kaffihléi loknu hófst fund ur á ný. Ingimar. Jóhannesson flutti erindi um útgáfu timarits, um uppeldismál og um sam- vinnu S.Í.B. og framhaldsskóla- kennara. Helgi Þorláksson flutti erindi um stofnun sam- bands framhaldsskólakennara og samvinnu við S.I.B. Guðjón Guðjónsson skólastjóri Hafnar- firði flutti framsöguræðu um „Störf barnakemrara við mið- skóla (unglingaskóla)“. Að loknum umræðum, sem urðu ailmiklar, var málinu vís- að til fræðslumálanefndar. Framhald á 6. síðu. Mnaðarvara liefur lækkað!! Hagstofan skj'Tir frá því að visitala júnímánaðar sé 319 stig og hafi lækkað um eitt stig írá fyrra mánuði. Lækkunin er sögð stafa af verðlækkun á vefnaðarvöru! Þessi verðlækkun mun konia landsmönnum mjög á óvart. Kins og kunnugt er má segja að engln cefnaðar- vara fáist nú í verzlunum, og þá sjaldan cinhver send- iag berst er slegizt um hana. Úegar slíkt kemur fj rir hef- |!r almenningi sannarlegn bótt verðið hækkað en ekki lækkað! Sennilega staíar þessi visi- töhilækkun af einhverri laakk an á vefnaðarvöru sem alis fkfai hefur sézt á íslandi, og má segja að þá fari reikn- íngsfærslan að verða ærió langsótt! ■&&H

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.