Nýi tíminn


Nýi tíminn - 23.09.1948, Blaðsíða 7

Nýi tíminn - 23.09.1948, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. sept. 1948 NÝI TlMINN Gróðrarstía smygls og hverskonar spillingar Framhald af 2. síðu. n Það er staðfest að Bandaríkja menn nota þessa aðstöðu til stór kostlegs smygls og gróðrabralis, og tollgæzlan á Keflavíkiuílug- velli er ófeimin að tala um stöð- ugan straum dollarakaupmanna og annarra smyglara til Kef'a- víkurflugvallarins, en með þesm er leitt í ljós, og það í blaði þeirrar ríkisstjórnar, sem á- ) byrgð ber á þessu svívirðilega ástandi, að upplýsingar og á- deilur sósíalista í þessum mál- um hafa við fyllstu rök að styðj ast. Bandaríkjablöð og stjórnar- völd Bandaríkjanna virðast aldrei hafa litið á Keflavíkur- samninginn nema sem þægilegt yfirskin, sem hægt væri að troða gegnum Alþingi og nota til að blekkja þjóðina. Nú er óhikað talað vestra um „stöðvar" Bandaríkjanna á ís- landi, og Keflavíkurflugvöh nr- inn nefndur í sömu andránni og herstöðvar Bandaríkjamanna á Grænlandi. Trúnaðarme.m Bandaríkjastjórnar ræða það ófeimnir á þingi Bandaríkjanna að hermálaráðuneytið krefjist ^ hinna furðulegustu f járveiti íga í sambandi við Keflavíkurflug- völlinn, þar á meðal fjárveit- ingu á sjöttu milljón króna til byggingar leikfimishúss! Ekk- ert stjórnarblaðanna ísl. hefur þorað að skýra frá þessum nm- mælum í Bandaríkjaþingi, hvað þá að þau hafi nokkra skýringu að gefa á slíkum ráðstöfunum. — í stað blekkingamoldviðrÍ3- ins frá haustinu 1946 um bless- un Keflavíkursamningsins er að koma vandræðaleg þögn. Þeir sem seldu þá hin mikilvæg- ustu landsréttindi af höndum eru farnir að finna að þjóðin sér nú gegnum blekkingavef- inn; finna hvernig menn líta á hin svívirðulegu lögbrot og vfir gang Bandaríkjaliðsins á Kefla víkurflugvelli og leppmennsku Bjarna Benediktssonar og rík.is- stjórnarinnar. i • ■ ' Islendingar voru sviknir und- ir Keflavíkursamninginn. Hann var samþykktur af þingmeiri- hluta, sem hafði lofáð kjóseud- um því hátíðlega nokkrum mán uðum áður að standa á verð? gegn erlendri ásælni. En sá samningur var þó aðeins byrjun in. Leppstjórn Bjarna Ben. hef ur gengið á lagið, með þjónkun sinni við Bandaríkjaliðið á veil- inum og nú síðast með því að reyra þjóðina í Marshallfjötva. En þennan leik er ekki hægt að leika lengur án þess að þjóð- in taki í taumana. Það munv Bandaríkjalepparnir finna fyn en varir. DOLLflRftDYRKENDUR Framhald af 3. síðu. menn í verkalýðsfélögum. Nei, Bandarikin eru ekki elns mik_ ið lýðræðisiand og sumir vilja vera láta! Bandariskur ræningjamórall Við spyrjum Peter Freuchen um álit hans á Marshalláætlun inni, og hann svarar: —. Marshalláætlunin. Verður nokkuð úr henni? Ég hef áð- * ur skrifað álit mitt um þessa Marshalláætlun. Þá va’. um það rætt að í hóp þeirra 16 landa sem til greina áttu að koma, gæti Danmörk aðeins komizt, ef við skuldbyttum okkur til að selja herstöðvar á Grænlandi. Það kalla ég ræningjamóral. Ég á við, að það eru margar ástæður til þess að vuð eigum hvorki að selja Grænland né láta Bandaríkjunum eftir her- stöðvar. í fyrsta lagi eru Græn lendingar landar okkar. Og mað ur selur ekki landa sina eins og maður selur hesta og hús- dýr — að minnsta kosti ekki i Danmörku. Bandaríkjamenn keyptu Al- aska árið 1867 fyrir 61- milljón dollara. Alaska er 400.000 fer- / mílur, svo að það urðu 12% dollari fyrir fermiluna. og það kaupverð græða þeir oft á hverju ári. Nú er sagt að Banda ríkjamenn vilji greiða einn millj arð clollara fyrir Grænland, sem er 600.000 fermílur. Það eru 1200 ^ollarar á fermílu, en ég held að Bandaríkjamenn ofmeti stórlega möguleikana þar norð_ urfrá. Það er erfitt að búa á Grænlandi, og ég á ekki von á að slíkt líf myndi fall v Banda_ x'íkjamönnum í geð. Þeu myndu eflaust bráðlega vanrækja land- ið og arðræna íbúana, og við getum ekki látið það um okk- ur spyrjast að við afhendum Grænlendinga þeirri þjóð sern fúslega lætur sína eigin þegna deyja úr hungri. Og ef Dan- mörk seldi Bandaríkjunum her- stöðvar væri það alvariegt brot á hlutleysi okkar og opin hót- an við Sovétríkin. Óhugnanleg‘i gyðingahatui í Bandaríkjunum Ég legg ekki mikið upp úr þessu mikla umtali þeirra um frelsi í Bandaríkjunum. Og ég skal nefna lítið dæmi sem sýnir að lýðræðið í Bandaríkjunum. e: ekki eins rótgróið og ýmsir vilja halda fram. Allar sandstrend- ur þar í landi eru leigðar klúbb. um sem hafa einkarétt til af nota þær, og þegar ég vakti athygli manna á því, að við í Danmörku vildum að strend. unxar væru í almenningseign af því að við teldum að sól og loft heyrði allri þjóðinni til, þá fékk ég þau svör, að Banda- ríkjamenn kærðu sig ekki um að eiga á liættu að fara i sjó- inn ásamt negrum — og gyð- ingum. Gyðingahatur er nefni- lega orðið óhugnanlega mikið í Bandaríkjunum. — Fundurinn í Bjark- arlundi Framhald af 8. siðu. Gísli sagði ennfremur að hrunboðskapur fjárhagsráðs i fyri'a sumar, „þegar ekki var hægt að opna svo fyrir útvarp að hran og eyðilegging kvæðu ekki við“ — hefði gert óút- reiknanlega bölvun fyrir þjóð- félagið, nefndi aðeins sem dæmi að eyðilegging lánstraustsins hefði m. a. gert það að verk um að landssímanurn væri nú illmögulegt að leggja um landið þá síma, sem til stæði að leggja. Fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins rekinn á dyr Þegar Gísli var að lýsa valdi sínu fyrir fundarmönnum, — sem þó leit ekki út fyrir að hann teldi einhlítt, ef hann mætti með áskorun um verzlun arfrelsi samvinnufélaga upp á vasann, •— sagði hann til dæm- is, að einu sinni hefði hann rekið allan Framsóknarflokk- inn út úr fjárveitingarnefnd. Og í annað skipti rak hann „sjálfan fjármálaráðherra flokksins, Jóhann Þ. Jósefsson út úr fjárveitingarnefnd, þegar hann var þar með ósvinnu sem ég tók ekki í mál — og stend jafnréttur eftir í flokknum!“ Glamurræður um al’lt og ekkert Gísli kvað þenna fund A,- Barðstrendinga hinn merkasta og væri ólíku saman að jafna svona fundi um framfaramál kéraða eða filmusamkomum Framsókn-ar út' um sveitir nú í sumar. Eða þá héraðsmótum Sjálfstæðisflokksins, þar sem Ólafur Th rs og Bjarni Ben. væru að þcytast um landið þvert og endilangt að halda „glamurræður um allt og ekk- ert, með tilheyrandi Öskubusk- um og lúðrablæstri.“ Gerðu menn góðan róm að þessu máli Gísla. Skatthlunnindi kaupfélaganna Framhald af 3. síðu lagsmöimum sínum því sem þa l hafa lagt á vörur þeirra, fram yfir eðlilegan dreifingarkostnaö. Sömu aðstöðu ætti hver sá kaup maður að fá, sem sannaði skatta yfirvöldunum að hann seldi vör ur sínar á sannvirðisgrundveiíi. Fjandshapnr Sjállstæðis- flokksins vio noytenda- samtökin Eg lief nú reynt að skýra í stuttu máli, ástæðurnar fyiir því að það er ekki aðeins rétc- mætt og sjálfsagt að kaupfé- lögin njóti þeirra hlunninda, sem þau njóta, heldur ætti lög- gjafinn að fara inn á þá braut að gefa almenningi kost á að reka verzlun sína á sannvirðis- grundvelli, til þess að ná þvi marki, þarf ekki aðeins að tryggja hagkvæm innkaup og hagkvæma dreifingu vörunna., það þarf einnig að hverfa frá þeirr^'villu að gera verzlun með nauðsynjavöru að skattheimtu ! grundvelli fyrir bæi og ríki þvi | með því er verið að gera vöi- j una óeðlilega dýra og veíta neyzlusköttum yfir á herðar al- mennings, og láta þannig h:.v,a snauðustu bera þær byrðar, sem eiga að hvíla á hinum breið’X bökum auðstéttai’innar. Lögin um skattahlunnindi kaupfélag- anna eru sú eina vernd, sem iög- gjafinn hefur til þessa veitt a'- menningi gegn slíkri árás, og það er vel skiljanlegt að flokk- ur auðstéttarinnar, Sjálfstæðis flokkurinn, vilji svifta alþý’u manna þessari vernd. Það er hvort eð er hlutverk þessa flokks að berjast gegn kaup- félögunum og fyrir því að láta j hinn snauða f jölda bera þær fjárhagsbyrðar, sem auðmönn unum bera. Það er hlutv. ha*:s að berjast gegn hver.jum þtixn j samtökum, sem að því miða a ) j gera völd og áhi’if hins vinnandi 1 fjölda meiri. Ef einhver efast um þetta þá ætti hann að athuga hverjir það hafa veriðog eru, sem verkal.féi. hafa mætt sem andstæðingum í baráttunni fyrir réttindum og hagsmunum verkalýðsins. Það hafa verið og eru fulltrúar og leiðtogar Sjálfstæðisflokksins; engan sigur hafa þessi samtölc unnið, engum réttindum hafa þau náð verkamönnum til handa nema gegn harðvítugri baráttu Morgunblaðsins. Sama maíi gegnir um baráttu samvinnu- manna, hvert skref sem þeu- hafa stigið til framfara hefur Morgunblaðið og flokkur þess reynt að hindra, og nú þegár setið er yfir hlut kaupféíaganna, hvað innflutning snertir, þá eru það fulltrúar og forustumen.x Sjálfstæðisflokksins, sem varna þeim réttar síns. Hvar sem alþýða manna sæk ir fram til betri lífskjara rejnir flokkur auðstéttarinnar að, varna henni vegar, því bætt lífö-; kjör fjöldans þýðir kjarajöfn- un, en slíkt samrýmist ekki hagsmunum auðmanna. Eg hef í þessari grein leitt hjá mér að svara ýmsum firruúi og rangfærslum Morgunblaðs- greinarinnar. Getur verið að ég svari þeim síðar þó efa mál sé' hvort þær eru þess virði. S. A. S. Ofvarpið SITT M HVERJU Framhald af 4. síðu. gresi með því að skipuleggja vöxt þess, enda hefur reyusl- an orðið eftir því. Fyrirkomu lag innflutningsmálanna heí- ur aldrei verið umsvifameiia, dýrara og óréttlátara en ein mitt nú. En það er ekki að - eins svo að fyrirætlanr hinna frómu sálna sein saumuðu bótina á fatið hafi mistekizt, heldur hefur auð- stéttin sjálf hagnýtt sér hið nýja ástand á markvissan hátt. Það er einmitt „flokk- ur hins frjálsa framtaks“, $jáIfstæðisflokkurinn, sem nú hefur forustu um skrif- finnskubáknin og stjórnar þeim öUum. Og nú er skrif- finnskan orðin tæki til þesi atf framkvæma cinokur fárra auðmarma á innflutningnum, þá einokun sem hvar\ etna er arftaki. „frelsisins" í skip i- lagi auðhyggjunnar. Skriffinnskan er þanníg mjög gott dæmi um algert skipbrot þeirra manna sem ímynda sér að hægt sé að betrumbæta auðvaldsþjóðfé- lagið með „skipulagningu“ og hún er ekki síður ákjós- anlegt dæmi um þróun kapi- talismans frá frelsi til ein- okunar. Og þetta dæmi er þeim mun athyglisverðara sem hægt er að fá ógleym- anlega mynd af því hyern dag með því líta inn í skrií- stofubáknin í Arnarhvoli og við Skólavörðustíg, gerast uin stund meðlimur umsáturs hersins og láta leika um sig andrúmsloft þess ömurlega vonleysis sem þrífst þar inn- an veggja. Götuloft Beykja- víkur fær nýjan, ferskaa keim eftir slíka reynslu. Framhald af 2. síðu. skólastílum, en vaxa síðan upn úr með auknum þroska. Þrátt fyrir einlægan ásetning mislukkaðist mér að hlusta i laugardagskvöldið, og iðraði mig þess, er ég heyrði, að eitt helzta snilldarkvæði Nordahls Griegs hefði verið lesið. Smá- sögunnar og sögukaflans var að engu getið í því sambandi. Hver „siðasta vika“ útvarps- ins er sjö sólarhringar að lengd. Hins vegar er vafamál, að breiddin og þykktin samsvari lengdinni. Maður saknar þess oft, hve rúmtak „síðustu vik”.“ var lítið, og gerast nú ýmsir u. að vekja athygli á því. En nú kemur mér til hugar að spyrja: Hví ætti útvarpið að vera betra en t. d. þjóðlífið? Hvaða skii- yrði hefur það til þess? Og er ekki þjóðlífið allt í skítnum? Hvaða andi er hér í þessu landi9 Hvaða sál er í fólkinu, að það skuli láta fara með sig eins ig nú er gert? Hvar er andlegur framsóknarvilji þjóðarinnar? Hvernig eiga þeir við útvarpið að vera með stórbrotin menning arleg sjónarmið í siðspilltu og mergfúnu þjóðfélagi? Það er þó ekki útvarpið, sem er einráft um þróun og stefnur í íslenzK.i mannlífi? — Þetta er ekki af- látsbréf útvarpinu til handa, heldur ábending um það á hvaða grundvelli mætti gagn- rýna það fyrirtæki, sem heitir Rikisútvarp. B. B.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.