Nýi tíminn


Nýi tíminn - 04.01.1951, Síða 1

Nýi tíminn - 04.01.1951, Síða 1
10. árgangur. Fimmtudagur 4. janúar 1951. 1. tölublað. Ðanska skáldið Gelsted skrifar um Stefánsson og listaverkabók hans ■51 , íslenzkt mikilmenn\“ er fyrirsögnin á grein í danska blaöinu „Lan;l og Folk“ um Jón Stefánsson og listaverka- bók Helgafel'ís uin hann. Greinin er eftir danska skáldiö og listgagnrýnandann Otto Gelsted. Hann kemst svo að oröi: n eru m pra Grænland ai hornstelnl hemaðarundirbúnlngs vlð Atlanzhaf Grænland er í þann veginn að verða „ílugvéla- skip" íyrir bandaríska ílugílotann, segir í Kaup- mannahaínarírétt írá íréttastoíunni Telepress. Til Grænlands liggur nú stöðugur straumur hvers konar hergagna írá Bandaríkjunum og eíni til hafnargerða, lítil árásarskip, byggingarefni í flug- velli og hergagnageymslur, allur útbúnaður í full- komin vélaverkstæði til viðgerðar á hergögnum. Samkvæmt áætlun er öldungadeild Bandaríkja þings samþykkti nýlega um bandarískar herstöðv- ar við Atlanzhaf, gerir Bandaríkjastjórn ráðstafanir til að gera Grænland að sannnefndu ,flugvélaskipi\ Samningur, gerður við dönsku stjórnina í júní í sum ar, heimilar Bandaríkjunum herstöðvar á Græn- landi um „ótiltekinn tíma", og var einnig efnahags líf Grænlands raunverulega lagt Bandaríkjunum á vald. Herstöðvarnar sem fyrir eru í Grænlandi, og notaðar voru af bandaríska hernum í heimsstyrjöld- inni síðari, er óðum verið að endurbyggja sem lið í hernaðarundirbúningnum gegn Sovétríkjunum og alþýðulýðveldunum, segir loks í Telepressfréttinni. Fróttir um þessar fyrirætl- auir og ráðstafanir Bandaríkj- anna um Grænland hljóta að vekja þá spurningu í hugum Islendinga hvort líklegt sé að Bgndaríkjaauðvaldið láti við Hækkar álagning sm næsfu helgi? Stjórnarvöldin sendu lands- mönnum þann áramótaboðskap í stuttri og laggóðri tilkynn- ingu að álagningarreglur i smásölu skuli haldast óbreyttar til 7. þ.m. Álagningarfyrirkomulagið er þannig nú, að óheimilt er að leggja á þann hluta verðsins er stafar af völdum gengislækk- unarinnar. Hafa kaúpmenn verið mjög óánægðir með þetta fyrirkomulag og heimta hækk- aða. álagningu. Hvort crðið verður við þeim kröfum þeirra og almenningur látinn smakka blessun gengis- Isékkunarinnar að ful’u kemur í !jós 7. þ.m. það sitja án þess að teygja hernaðarundirbúning sinn til ís lands svo um munar. Væri ekki óeðlilegt þó menn spyrðu hvort hér væri enn ein bending um leynimakk núverandi ríkis- stjórnar við Bandaríkjastjórn, hvorl þeir félagar Bjarni Bene- diktsson og Hermann Jónasson hefðu þegar, að þjóðinni forn- spurðri, leyft að erlendur her tæki á friðartímum að vaða yfir íslenzka grund og setja hér upp virki sín. Marshall heimtar nýjar flotastöðvar. Hermálaráðherra Bandaríkj- anna, George Marshall, hefur krafizt þess af Bandarikjaþingi að það veitti auka fjárveitingu að upphæð 1658 millj. dollara til að koma upp nýjilm flota- stöðvum í Evrópu, Japan, Al- aska og Havaí. Ekki hefur verið skýrt nán- ar frá hvar þessar nýju flota- stöðvar Bandarikjanna eiga að staðsetjast. (Telepress, Was- hington). ■ Hefur hækka§ um ?5% síðati gengislækkunin var gerð Fyrsta ráðstöfunin á árinu 1951 til viðreisnar afkomu al- mennings í landinu var að hækka kolaverðið í 420 kr. tonnið. Það var ein blessun gengislækkunarinnar í fyrra, að kola- vcfrðið hækkaði úr kr. 240 í kr. 310 til að byrja með og síðan 385, — 145 kr. hækkun á tonninu. Nú var árið byrjað með að hækka tonnið upp í 420 kr. og hefur þá kolaverðið hækkað um 75% frá því sem verðið var fyrir gengislækkunina. „Birgðahafnir” Bandaríkjahersins í Frakklandi. Ákaft er unnið að fullkomn- um hinna svonefnda „birgða- hafna“ Bandaríkjahers í Frakk landi, en meðal þeirra eru Bordeaux, La Rochelle og La Pallice, allar á Atlanzhafs- strönd Frakklands. Tuttugu og fjögur bandarísk skip er fluttu hergögn og skot færi hafa þegar landað í Bordeaux. Skotfærin hafa ekki verið sett í birgðageymslur í Bordeaux heldur í gríðarmiklar skotfærageymslur sem byggðar hafa verið í Gironde-héraði. Fyrsta bandaríska flutninga skipið með hergögn handa bandaríska hernámsliðinu í Ríkissjóður gjaldþrota? Ein afleiðing óstjórnar í landinu er sú að fjárhagur ríkisins versnar í sífellu þrátt fyrir síhækkandi skatta og tolla. Sjaldan mun þó hafa verið eins illa komið og um þessi áramót, því nú er ekki einu sinni til fé upp í launagreiðslur til starfs- manna hins opinbera! T. d. hefur starfsfólki Landsspítal ans verið tilkynnt að það geti ekki fengið greidd laun sín um áramótin og ekki fyrr en einhvern tíma í jan- úar. „Gætin fjármálastjórn“ er sem kunnugt er sérgrein Eysteins Jónssonar. Þýzkalandi kom nýlega til La Pallice, cg voru 750 liðsforingj ar og hermenn látnir standa. yf ir uppskipun úr því. (Telepress París). Merk grein um síldina í nýútkomnum „Náttúrufræð ingi“ er birt löng grein eftir dr. Hcrmann Einarsson er hann nefnir „Sunnlenzka síldin í ljósi rannsóknanna.“ Er þar dregið saman það sem. vitað er um eðli og háttu sunnlen/.ku síldarinnar, og skýrt rækilega frá hinum stórmerku rannsókn um dr. Hermanns á því efni undanlarandi ár. Af öðrum greinum ritsins má nefna grein eftir Magnús Gríms son: Geysir og Strokkur prent- uð nú í fyrsta sinn, hundrað árum síðar en hún var rituð. Unnsteinn Stefánsson segir frá rannsókn á Meðalfellsvatni, G. Timmermann ritar um íslenzk- ar ránfuglslýs, Jón Eyþórsson um Jöklamýs, Hálfdán Björns- son um gróður Ingólfshöfða, Ingólfur Davíðsson um nýja starartegund og nokkura fund- fundarstaði jurta, Árni Friðriks son um landsöluheimsókn í Vestmannaeyjum. Náttúrufræðingurinn er fróð legt rit g alþýðlega ritað. Ó- missandi þeim sem vilja fylgj- ast með helztu rannsóknum á náttúru íslands. Árgangurinn kostar 25 krónur. „Það er með fullum rétti sem íslenzka bókaútgáfan Helgafell hefur gefið út sem viðliafnar- verk hina djúpsæju og fróð- legu bók listgagnrýnandans Paul Uttenreitters um íslenzka málarasnillinginn Jón Stefáns- son. Bókin er með íslenzkum cg enskum texta og það er un- un að lesa hana, því að enginn; er færari en Uttenreitter til að lýsa Jóni Stefánssyni. Fyrir allmörgum árum bjó Jón Stefánsson hér í Kaup- mannahöfn eftir að hann hafði um tíma numið málaralist hjá Matisse í París. Stefánsson hefur flestum samtímamönnum sínum fremur túlkað á sann- færandi hátt hið sanna Islend- ingseðli. Hann hcfur máske sín takmörk sem hreinn málari, sem kólóristi, hann varð aldrci þeim mun meiri var kjarninn í honum. Hann gnæfir hátt vegna síns fágæta, sterka og fagra persónuleika. Vafalaust hlaut íslenzk mál- aralist að halda áfram að þró- ast á þeim grundvelli, sem Ás- grímur Jónsson hafði lagt, en það var þýðingarmikið að Is- land eignaðist þar sem Jcn Stefánsson var mann, sem bæði var lærisveinn Zartmanns, vin- ur nýskapandi sænskra og norskra málara, kunnugur París og samt alger Islending- ur í húð og hár. Danskt listalíf stendur i stærri skuld við Jón Stefánsson en hægt er að rekja í stuttri bókarfregn um þessa fögru, íslenzku listaverkabók, sem einnig á skilið að henni sé veitt mikil athygli hér í Danmörku. Hvar í heiminum, sem Jón Stefánsson var stadd- ur flutti hann Island með sér, hann lýsti í málverkum sínum íslenzku landslagi, fólki og kynjamyndum, svo að okkur Dönum varð það hjartfólgið." Baodaríkjastjórn krefst strangara við- ínilli V.- og A.-Evrópu skiptabanns Bandaríkjastjórn heíur kraíizt þess aí öllura Marshallöndunum, að þau setji enn strangara bann á viðskipti við löndin í Austur-Evrópu en gilt heíur hingað til. Stjórnum allra Dlarshallland- anna hefur verið sendur langur listi yf-ir vörur, sem Banda- ríkjastjórn heimtar að bann- að verði að selja til Sovétríkj anna og annarra Austur- Evrópulanda. Listinn verður lagður fyrir næsta fund sam- vinnustofnunar Marshallland- anna í París til samþykktar. Fréttaritarar í Washington segja, að bandarískir embættis- menn dragi enga fjöður yfir, að þessar nýju viðskiptahcml- ur nálgist að vera algert við- skiptabann og ekki geti hjá því farið, að þær hafi skaðleg á- hrif á atvinnulíf Marshallland- anna. Bandaríkjamenn segja, að ekki megi liorfa í slíkt, hernaðarsjónarmiðið verði að sitja fyrir öllu öðru. lo&ybrum Um kl. 3 aðfaranótt gaml- ársdags varð þess vart að kom- in var upp eldur í heyhlöðu á Kaupangi í Kaupangssveit. — Slökkviliðið á Akureyri vann að því að slökkva eldinn og var því ekki lokið fyrr en kl. 5 dag- inn eftir. I hlöðunni voru 700 hestar af heyi. 300 eyðilögðust. Elds upptök ókunn. Stefán : trson sendiherra í Höfíi Hinn 30. desember var sendi herra íslands í Danmörku Jakob Möller veitt lausn frá embætti fyrir aldurs sakir. Jafnframt var Stefán Þor- varðsson skipa’ður sendiherra Islands í Danmörku og honum veitt lausn frá sendiherraem- bættinu í London. Sendiherraskiptin fara fram í janúarmánuði. (Frá utanríkisráðuneytinu). Franco sendi kveðju Meðal nýárskveðja, sermfor- seta hafa borizt eru kveðjur frá Hákoni VII. Noregskonungi, Mohamed Reza Pahlavi Irans- keisara og Francisco Franco rikisleiðtoga Spánar.

x

Nýi tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.