Nýi tíminn - 03.05.1951, Blaðsíða 8
— Sjá 4. síðu —
Maimdráp og mannbjörg
— Sjá 3. síðu —
Auðmannastéftih hefur efni á að
horga sómasamlegt kaup
þannig verið aðferð til að stela
kr. 2.63 af tímakaupi hvers
verkamanns og afhenda þá upp
hæð auðmannastéttinni.
^ Þeir hafa efni
Árið 1949 gaf skattstofan upp að tekju- og eignaskipting í
Reykjavík hefði verið sem hér segir árið áður, samkvæmt fram-
tölum manna:
Tekjuskaftsgreiðendur voru 26.500 og nettó-
tekjur þeirra 574 milljónir.
2650 þessara manna, eða 10% sem tekjuhæst
voru, gáfu upp 155 milljónir sem nettótekjur, en
það eru 27% af heildartekjunum. Meðaltekjurnar
á hvern þessa framteljanda voru 60 þúsundir nettó.
200 þeirra íekjuhæstu gáfu upp 29 milljónir
sem árstekjur. eða kr. 145.000 á hvern.
100 þeir tekjuhæstu gáfu upp 20 milljónir,
eða 200.000 kr. meðaltekjur á hvern nettó.
4 . 1 «
Eins og áður er sagt eru þessar tölur samkvæmt fram-
tölum, en stórgróðamenn hafa sem kunnugt er öJl tök á að
fela mjög verulegan hluta tekna sinna.
Sama ár voru nettóeignir þessara framteljanda
taldar 595 milljónir. Er sú tala miðuð við fasteigna-
mat og nafnverð verðbréfa, þannig að varlega á-
ætlað mun óhætt að tífalda hana miðað við núgild-
andi verðlag.
10% framteljandanna, eða 2650 þeir eigna-
hæstu, gáfu hins vegar upp sem hreina eign 350
milljónir, eoa a.m.k. 3500 milljónir miðað við nú-
gildandi verðlag. Nemur það 59% af heildareign
Eeykvíkinga. 2650 menn eiga þannig mun meira
en helming af eignum allra Reykvíkinga, eða ca.
1,3 milljónir á hvern.
200 þeir eignahæstu gáfu hins vegar upp 102
milljónir, eða sem svarar 1020 milljónum nú, rúml.
5 milljónir á hvern nettó.
100 þeir eignahæstu gáfu upp sem hreina
eign 74 milljónir, eða sem svarar 740 milljónum,
7 milljónh og fjögur hnndruð þúsund á hvern fram-
ieljanda að meðaltali.
Þannig skiptust tekjur og
eignir Reykvíkinga árið 1948
samkvæmt framtölum og upp-
lýsingum skattstofunnar. Þró-
unin síðan hefur gengið í þá
átt að þeir ríku hafa orðið rík-
ari og þeir fátæku fátækari.
Peningaeignir alþýðumanna
voru þó nokkrar eftir nýsköpun
artímabilið, en eru nú að miklu
leyti uppétnar og hafa horfið
yfir til auðstéttarinnar. Fjöl-
niargir alþýðu- og millistéttar
menn hafa glatað eignum sín-
um, bæði húseignum og smáfyr-
irtækjum yfir til gróðamanna.
Bankarnir hafa síðustu árin
sölsað til sín æ meiri gróða, og
Bandarikin hafa komizt yfir á
annað hundrað milljónir af fé
almennings með mótvirðissjóði
þeim sem inarsjallsamstarfið
kvað á um. Þróunin hcfur þann-
ig .öll hnigið í þá átt a'ð gera
hlutföllin enn ójafnari en 1948.
^ Silli og Valdi.
Árið 1949 tók Þjóðviljinn
nokkur dæmi um eignir ein-
stakra manna í Reykjavík. Með
al þeirra voru kaupmennimir
SILLI og VALDI. Þeir áttu þá
16 eignalóðir á mjög dýrmæt-
um stöðum og voru þær 5.651
fermétri á stærð. Auk þess réðu
þeir yfir sex leigulóðum. Á lóð-
um þessum áttu þeir 20 hús,
sum mjög stór og dýr.
Miðað við þágildandi verðlag
var lóðaeignin metin á ca. 6
milljónir og húseignirnar á ca.
11 milljónir, þannig að samtals
námu fasteignir þeirra félag-
anna ca. 17 milljónum. Verð-
mætið er hins vegar miklum
mun meira nú, . og eignirnar
hafa stöðugt aukizt. Og auk
þessa eiga þeir eflaust hluti i
ábatasömum fyrirtækjum fyrir
utan þessar fasteignir og verzl-
anir sínar.
Þess má geta að árið 1949
borguðu þeir SILLI og VALDI
ekki einn eyri í eignaskatt —
þeir voru eignalausir menn!
Fasteignamat er nefniiega svo
hraklega lágt að hægt er að
fela stóreignir bak við smáskuld
ir. Eignir þær sem hér voru
taldar hafa því ekki verið inni-
faldar í yfirliti því sem birt
var í upphafi.
^ Thorsararnir.
Árið 1949 voru Thorsararnir
og fyrirtæki þeirra skráðir eig-
endur 21 lóðar í Reykjavík,
margra mjög verðmætra, og
var flatarmál þeirra 50.236,1
fermetri. Verðmæti lóða þess-
ara var 1949 áætlað a. m. k.
25 millj. Jafnframt voru þess
ir sömu menn skráðir eigendur
17 húsa sem þá voru metin á
a. m. k. 9 milljónir. Þetta tvennt
nemur því samtals 34 milljón-
um.
En Thorsararnir eru sem
kunnugt er ekki fyrst og fremst
fasteignaeigendur, heldur
leggja þeir áherzlu á að ráða
yfir voldugum og ábatasömum
fyrirtækjum. Sýndi Þjóðviljinn
1949 fram á að samkvæmt skatt
greiðslum þeirra ættu eignirn-
ar hér í Reykjavík að nema
að þeirra eigin sögu ekki
minnu en 50—60 milljónum.
Þar við bætast svo stóreignir
úti um land, Hjalteyri, Hest-
eyri, glæsilegir sumarbústaðir,
stórjarðir, ár o. fl. Það mun
því sízt ofmælt áð árið 1949
hafi eignir þessara manna hér
á landi numið uni 100 milljón-
um króna.
Ótaldar eru þá stóreignir
þær sem fjölskyldan hefur kom
ið fyrir erlendis með yfirráðum
sínum yfir afurðasölunni eins
og margsinrtis hefur verið rakið
hér í blaðinu.
'fc Sveinn í Völundi.
Sveinn í Völundi er einn
helzti auðmaður Reykjavíkur
— enda einn aðaleigandi Morg-
unblaðsins. Árið 1949 gaf hann
upp hreina eign sína á fyrra
ári sem 2 milljónir króna. En
auk þess faldi hann aðrar eign-
ir áðallega á nöfnum fjögurra
fyrirtækja, þessara:
Byggingavöruverzlun Sveins
M. Sveinssonar var talin eiga
ca. 2 milljónir
Klappareignin h. f. var talin
eiga ca. 6 milljónir, þar af
7962 fermetra lóðir og sjö hús.
Timburverzlunin Völundur
var talin eiga ca. 9 milljónir.
Trésm. Sveins M. Sveinsson-
ar var talin eiga ca. 2,5 millj-
ónir.
Alls námu þessar hreinu,
skuldlausu eignir þannig 21—
22 milljónum króna. Eru þá
óreiknaðar eignir Morgunblaðs-
ins, sem Sveinn er eins og áður
segir einn aðaleigandi að, og
önnur fyrirtæki sem hann er ef-
laust aðili að.
^ Eígnirnar haía
stöðugt aukizt.
Þessi þrjú dæmi gefa hug-
mynd um að auðmannastéttin
í Reykjavík er ekki á flæðiskeri
stödd f járhagslega. Og þau eru
aðeins valin af handahófi. Eins
og áður segir sýndu framtölin
1949 áð 100 stærstu framtelj-
endurair áttu yfir 7 milljónii
að meðaltali hver í hreinni,
skuldlausri eign. Það er þannig
af nógu að taka.
Dýrtíðin sem skipulögð hefur
verið af valdhöfunum hefur síð-
an jafnt og þétt aukið peninga-
gildi þessara eigna, jafnhliða
því sem kjör alþýðu manna
hafa rýmað. Gengislækkunin
hefur t. d. aukið byggingar-
kostnáðinn um 30%, og hús
SILLA og VALDA hafa sjálf-
krafa hækkað í verði sem því
svarar. Innfluttar vélar og skip
hafa hækkað í verði af völdum
gengislækkunarinnar um 75%
(og 150% það sem inn er flutt
frá Bandaríkjunum) og vélar
og skip sem fyrir voru hækka
sjálfkrafa sem þessu svarar.
^ Gróði auðstétt-
arinnar — tap
launþega.
Dýrtíðin hefur svo aftur rýrt
hlut launþega sem þessari
aukningu svarar. Hér í blaðinu
var nýlega rakið hver áhrif
verðbólgan hefði haft á raun-
verulegt kaup launþega. 1.
apríl var gamla vísitalan kom-
in upp í 516 stig, og samkv.
henni hefði Dagsbrúnarmaöur
átt að hafa um 11.000 kr.
meira í árslaun en hann hefur
nú. Það vantar sem sé 11.000
kr. upp á að kaup hans hafi
fylgzt með verðhækkununum.
Þetta samsvarar því að kaupið
hefði lækkað úr kr. 9,24, eins
og það var þegar gengið var
fellt, í kr. 6,61, eða um kr.
2,63 á klukkustund.
Hin skipulagða dýrtið hefur
á að borga.
Verkalýðssamtökin leggja
nú til baráttu til að vinna
upp hluta af þessum stuldi.
Þeim er nauðugur einn
kostur, því sárasti skortur
er nú að verða hlutskipti
alþýðuheimilanna.
Og það er af nógu að
að taka.
Mennirnir sem áttu 7
miíljóna króna eign að með-
altali hver 1949 hafa vel
efni á að borga.
Silli og Valdi væru ekki
á flæðiskeri staddir þótt
þeir létu hlutá af gróða sín-
um til verkamanna (enda
eru þeir eignalausir hvort
eð er).
Thorsararnir væru ekki
á neinu nástrái þótt þeir
tækju í sinn hluta að borga
nokkrum þúsundum verka-
manna fulla dýrtíðaruppbót
mánaðarlega.
Sveinn í Völundi hefði á-
reiðanlega fýrir mat sínum
þótt hann tæki að sér per-
sónulega að rétta hlut allra
smiða í Reykjavík.
Mennirnir sem höfðu að
meðaltali 200.000 kr. árs-
tekjur hver 1949 hefðu ekk-
ert illt af því að lifa af
100.000 kr. næsta ár.
Sjö friðarverðlaun
Stalíns veitt
Fyrir nokk.vu voru hin alþjóðlegu friðarverðlaun,
sem kennd eru við Stalín, veitt í fyrsta skipti.
Verðlaunin, sem veitt eru
fyrir afburða framlag í barátt-
unni fyrir friði án tillits til
þjóðernis, kynþáttar, trúar-
bragða eða stjórnmálaskoðana,
voru stofnuð á sjötugs afmæli
Stalíns í hitteðfyrra.
Efstur á lista þeirra, eem
verðlaun
hlutu, er
franski kjarn-
orknifr ceV.ng-
urinn pró-
fessor Frédé-
ric Joiiot-
Curie, for-
seti heimsfrið
arhreyfihgar-
innar. Sex
menn aðrir
Joliot Curie
Iferskáir
mimkar
Yfir 50 búddatrúarmunk-
ar réðust nýlega inná ritstjórn-
arskrifstofu blaðs í Rangoon,
brutu allt óg brömluðu og mis-
þyrmdu einum blaðamanni. Lög
regla vopnuð vélbyssum varð
að skakka leikinn. Blaðið, sem
varð fyrir árásinni, hafði skýrt
frá óviðurkvæmilegu atferli
munks á almannafæri.
hafa fengið verðlaunin en það
voru: Madame Eugenie Cotton
frá Frakklaridi, bandaríski mót
mælendabiskupinn Arthur Mol-
ton, Pak Enlai formaður
kvennasamands Kóreu, kín-
verska konan Soong Sjingling
formaður lijálparnefndar al-
þýðustjórnarinn-
ar, dr. Hewlett
Johnson dómpró-
fastur í Kantara
borg og Heri-
berto Jara fyrr-
verandi flota-
málaráðherra í
Mexíkó.
Stalínsfriðar-
verðlaunin eru
100.000 rúblur,
heiðursskjal og gullpeningur.
Alþjóðleg nefnd, þar sem m. a.
a. eiga sæti franska skáldið
Aragon og brezki eðlisfræði-
prófessorinn Bernal, veitir verð
Iaunin frá fimm til tíu mönn-
|
um árlega.
Það er enn eitt dæmi- um á-
standið í Bandaríkjunum, að
er vitnaðist að Moulton biskup
hefði fengið friðarverðlaunin,
varð hann að gefa út yfirlýs-
ingu um að hann tilheyrði ekki
neinum „kommúnrstiskum sam-
tökum“ til að reyna að komast
hjá ofsóknum.
Dr. Johnson