Nýi tíminn


Nýi tíminn - 03.05.1951, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 03.05.1951, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 3. maí 1951 — NÝI TÍMINN — (3 Skipulögð og sívaxandi verðbólga er aðferð aflurhaldsflokkanna til að lækka kaupið 18. febrúar s.l. birti Þjóð- viljinn skrá yfir nokkrar hvers dagslegustu matvörur og neyzluvörur almennings og bar saman verðið í ársbyrjun 1947, þegar „fyrsta sjórn Alþýðufl.“ tók við og „baráttan gegn dýr- tíðinni liófst“ og verðið eftir að „baráttan" liafði staðið í rúm fjögur ár. Sýndi saman- burðurinn að þessar óhjá- kvæmilegustu lífsnauðsynjar höfðu liækkað í verði að með- altali um 101%, verðið liafði me'ð öðrum orðum tvöfaldazt af völdum „baráttunnar gegn dýrtíðinni". ^20 hækkanir á tveim mánuðum Fyrir nokkrum dögum var þessi samanburður endurskoðað ur með tilliti til þeirra breyt- inga sem síðan hefðu orðið. Kom þá í Ijós að af 45 vöru- tegundum sem á listanum eru höfðu 20 hækkað í verði á þess- um rúmum tveim mánuðum, og sumar allverulega. Meðalverð- hækkunin frá því að baráttan gegn dýrtíðinni hófst í ársbyrj- un 1947 var'komin upp í 116% hafði aukizt um 15% síðan um miðjan febrúar! Skráin eins og liún lítur nú út er birt liér á síðunni. Verðhækkunin enn meiri Eins og skráin ber með sér nær hún aðeins yfir hversdags legustu matvæli og aðrar ó- hjákvæmilegustu neyzluvörur. 'Verðlagi á þessum vörum hafa stjórnai'völdin þó haldið frem- ur í skefjum en á öðrum, vegna þess að þær höfðu víðtækust á- hrif á vísitöluna, og það hefur löngum verið stefna stjómar- valdanna að tryggja að vísitál- an gæfi sem lélegasta mynd af raunverulegri dýrtíð. Það er því efalaust að aðrir vöruflokk- ar, svo sem skófatnaður, vefn- aðarvara, búsáhöld o. s. frv. — svo að ekki sé minnzt á „lúxus- vörur“ — hafa hækkað enn meira í verði en þessi tafla sýn- ir. ^ Kauphækkunin ekki þriðjungur Gamla vísitalan var um síð- ustu mánaðamót komin upp í 516 stig. Þegar baiúttan gegn dýrtíðinni hófst var hún hins vegar 316 stig. Hækkunin nem- ur þannig 200 stigum eða 63%. Listi sá yfir nauðsynjavarning sem liér er birtur sýnir hins vegar 116% hækkun, og gef- ur það nokkra hugmynd um það hversu gölluð gamla visi- talan var, þótt hún sé að vísu hátíð hjá gengislækkunarvísi- tölu þeirra Benjamíns og Ólafs. Þegar baráttan gegn dýrtíðinni hófst var timakaup Dagsbrún- armanns kr. 8,36. Það er nú kr. 11,37. Hækkunin á því nem- ur þannig 36%, og er aðeins rúmur helmingur af þeirri hækkun sem gamla vísitalan sýnir og tæpur þriðjungur af meðalliækkun þeirri sem orðið hefur á nauðsynjavörum þeim sem hér eru taldar. ^ Fyrst og íremst inn- lendar ráðstaíanir Öll þessi gegndarlausa verð- hækkun er fyrst og fremst inn- lend ráðstöfun, eins og marg- sinnis hefur verið sannað hér í blaðinu. Var hún fyrst fram- kvæmd með tollum og sköttum þeim sem, f.yrsta stjórn Albýðu- flokksins gerði að sérgrein sinni, og með því móti komst vísitalan upp í 355 stig lá sama tíma og lcaupgjaldið var bundið við 300. Síðan var beitt rót- tækari aðgerðum, fyrst gengis- lækkun gagnvart dollar og síð- an almennri gengislækkun. Að lokum hafa svo bætzt við nýj- ar skattaálögur og síðast okur- gjaldeyririnn, sem samsvarar verulegri gengislækkun á mikl- um hluta innflutningsins. Allt eru þetta aðgerðir íslenzkra pólitíkusa í þágu auðmanna- stéttarinnar, framkvæmdar í því einu skyni að lækka raun- verulegt kaup alþýðumanua. ^ Eina ráðið gegn verðbólgunni Afturhaldsblöðin halda því fram að mánaðarleg vísitölu- greiðsla sé hættuleg þar sem hún stuðli að sívaxandi verð- bólgu. Þetta er í algerri and- stöðu við’ reynzluna. Verðbólg- an jókst þá fyrst fyrir alvöru þegar Alþýðuflokksstjórnin batt kaupgja’ldið við 300 stig. Og aldrei hefur dýrtíðin magnazt jafnt ört og síðan ríkisstjórn Framsóknar batt kaupgjalds- vísitöluna við 123 stig í upp- hafi þessa árs. Vísitölubinding er einmitt forsenda þess að stjórnarvöldin geti haldið á- fram hinum skipulögðu irerð- hækkunum; sé lcaupgjald og verðlag tengt saman er stjórn- arvöldunum nauðugur einn kost ur að halda verðinu í skefjum. Mánaðarleg vísitölugreiðsla er því ekki aðeins sjálfsögð rétt- lætiskrafa, heldur eina ráð laun þega gegn sívaxandi verðbólgu þróun. Vörutegund Verð 1947 Verð nú Ilækkui Kindakjöt nýtt (ófáanlegt nú) 9,85 13,35 36% Nautakjöt, steik 13,00 28,00 115% Saltkjöt (ófáanlegt nú) 9,85 13,75 40% Vínarpylsur 11,50 16,00 39% Miðdagspylsur 11,00 14,75 34% Flesk, reykt 20,00 35,00 75% Ýsa, ný, slægð með haus .... 0,95 1,65 74% Þorskur, nýr, slægður með liaus 0,90 1,50 67% Koli, nýr 2,40 4,00 67% Harðfiskur pakkaður 13,00 18,00 oo oo Harðfiskur, ópakkaður 12,00 16,80 40% Fiskbollur 3,85 7,20 87% Nýmjólk í flöskum 1,98 2,63 33% Rjómi 13,00 19,80 53% Skyr 3,30 4,60 39% Smjör, skammtað (ófáanl. nú) 10,00 32,50 225% Smjörlíki, skammtað 4,50 7,70 71% Tólg (ófáanleg nú) 9,45 14,25 51% Lýsi, y2 fl 2,25 7,00 211% Mjólkurostur, (45%) 16,00 20,15 26% Mysostur 6,50 9,85 52% Egg , 15,00 23,00 53% Rúgmjöl 1,41 2,30 63% Hveiti 1,23 3,80 209% Hafragrjón 1,64 3,10 89% Hrísmjöl (ófáanlegt nú) .... 2,02 4,15 105% Hrísgrjón 2,00 4,75 138% Rúgbrauð, óseydd, 1500 gr. . . 2,45 3,90 59% Normalbrauð (1250 gr) 2,35 3,60 53% Franskbrauð (500 gr) 1,40 2,60 86% Vínárbrauð 0,40 0,70 75% Kartöflur 0,65 1,92 196% Rúsínur G,25 11,95 91% Saft (kjarnasaft) 6,25 12,90 106% Strásykur 1 90 4,65 145% Molasylcur ‘ 2.02 ' í 5,15 155% Púðursykur 1,55 4,60 197% Kaffi, brerint oa mal«ð 8.40 38,40 357% Kakaó 5,57 2800 403% Te 1/8 lbs 1,30 3,95 204% Steinkol 100 kg 18,80 49,80 165% Steinolía 0,53 . 1,05 98% Brún sápa (krystalsápa) .... 5,00 8,40 68% Þvottaefni 1,95 12,00 515% Sódi 0,75 1,45 93% Meðalliækkun 116% um borgir, sem áður þöktu sjö deytt sem flesta meðbræður „Við skulum nú um stund beina augunum í huganum að kvikmyndatjaldi. Það líða fyrir augu og eyru nokkrar myndir og hljómar og hljóð, sem eru órjúfanlega tengd sögu lieims- ins og einstaklingsins síðustu árin. Við sjáum fyrst púka fé- græðginnar og eitursnák valda- fikninnar læðast, teygjast og smjúga inn í mannssálina og breiðast úr eins og blek í þerri- pappír eða eld í grárri sinu,- og kreppast saman eins og skugga hönd á Iivitu tjaldinu. Og við sjáum hina rauðu elfi gullsins, rauðagullsins, fara að renna örar og örar og boða þann straum, sem er ennþá rauðari en gull. Við sjáum gullelfina renna í gegnum hergagnaverksmiðj- urnar vitt um heim, við sjáum skyggð og stálgrá hergögnin renna á færiböndum út úr verk- smiojunum svo ört að vart festir auga á þeim, flugvélar allt frá rennilegustu orustu- flugvélum upp í voldugustu sprengjuflugvélar, skriðdreka, fallbyssur, vélbyssur, riffla, Hinn almenni bænadag- ur íslenzku kirkjunnar var helgaður friðarhurr- sjón mannkynsins. I til- efni af þessu birti Þjóð- viljinn eftirfaramli kafla úr ræðu, sem séra Emil Björnsson flutti á s. 1. ári Bæðan birtist í bókinni „Mormunræður í Stjörnu- bíó“. skammbyssur, þyésust'ngi. sprengjúr, allt frá ikjarnorku- sprengjum niður í handsprengj ur, kafbáta, herskip af ö’^um gerðum, allt til eyðingar og tortímingar mannslífum í lofti. á jörðu og í sjó, allt er hnit- miðað í þá átt. Og að baki þes? arar framleiðslu sjáum við grá ar heilafrumur starfa af vit: firrtum ákafa að útreikningi tortímingarinnar, dýrmætasta hugvitið í þjónustu dauðans. sjón-, heyrnarlaust og rétt steindautt hugvit, gersneytt allri tilfinningu. Og við sjáum blind augu, dauf eyru, og hendur og fætur, sem hlýða í blindni, við sjáum manninn í álögum, dá- leiddan af þeirri iðju að drepa, drepa allar mannlegn.r taugar í eigin brjósti fyrir fé eða falska frægð, fyrir ímyndaða nauðsyn, fyrir lygaáróður og blekkingar. Og ennfremur drep^ aðra -menn í dáleiðsluástandinu. gegn hinum raunverulega vilja sínum, gegn Guðs og manna lög um, gegn lieilbrigðri skynsemi, gegn öllu, sem heitir mannlegar tilfinningar. Og við sjáum flug- vélarnar spegilfögru fara me' eldingarhraða, sjáum menn stjórna þeim, skjóta aðrar flug- vélar til jarðar, hönd styðja á hnapp og heilar borgir springr í loft upp fyrir það eitt að fingurinn þrýsti á bnappinn Við sjáum herskipin fögru og tígulegu síga sundurskotin i hafið, heilar lestir með liinum dýru stálgráu hergögnum springa í loft upp, þyrlast upp eins og ösku, flugvélarnar falla í logum til jarðar. Við sjáum reykjarsúlur stíga til himins, eldtungur bera við ský, við sjáum sjóinn blóði litan og þalk- , inn sundurtættu braki, við sjá- hæðir með hlýlegum húsum og glæsilegum steinbyggingum. sem áttu að standa um aldur og ævi, við sjáum þær í rústum, svo gereyddar, að ekki stendur steinn yfir steini.. Við siáum brýr og mannvirki, sem nrntugi tók að reiss og reist vnr ti! blessunar og hagsbó'ia þjóðum og mannkyni, við sjáum það tætast í sundur á einu andar- taki, og ekkert er eftir af því. Og hvað sjáum við meira. við getum ekki sagt það sund- ur.tætta menn, líkamlega og andlega, særða, deyjandi, við sjáum blóðið renna og hjörtun brenna í myrkri örvær.tingar- innar. Og við heyrum dauða- hryglu, skerandi angistar- og sársau’.-aóp helsærðra manna sem eru að brenna liiandi kafna í reyk og sjó, nístast undir helfargi í húsarús' um, eða engjast á píningarbekkjum böðla sinna. — Og við sjáum heiðursmerki fest í barm þe;rra. sem skotið hafa niður flestar flugvélar, grandað flestum skip um, sprengt borgir í loft upp með „beztum árangri“ eins op það er gjarnan orðað, með cðr- um orðum meitt og kvalið og sína í þessum heimi. Og er þá nokkur furða þótt einhver gef- ist upp fyrir þessari mynd, fórni höndum til himins og spyrji: Til hvers var verið að segja mér að ég ætti að elska náungann, að ég ætti að gera öðrum það, sem ég vil að mér sé gert, til hvers er að vinna lækninga- og líknarstörf, þegar menn drepa af ásettu ráði 10 þúsund fyrir hvern, sem þeim þóknast að lækna, til hvers er að kenna: þú skalt ekki mann deyða, til hvers er að vinna í áratugi að mannvirki til hags- bóta fyrir mennina, þegar þeir eyða því með öllu á einu andar- taki sjálfir, til hvers hefir mönn unum verið leyft að gera nátt- úruna, jörðina, hafið og loftið sér undirgefið, þegar það virð- ist vera til þess eins að tor- tíma lífinu á jörðinni. Til hvers er manni sagt að fara og bjarga lífi þessa í dag og fara og drepa þennan og þessa á morg- un, menn, konur og börn, sem aldrei hafa gert þeim sem drep- ur eða neinum minnsta miska, til hvers er verið að færa guði, guði kærleikans, börnin saklaus Framhald á 6. síðu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.