Nýi tíminn


Nýi tíminn - 15.11.1951, Qupperneq 4

Nýi tíminn - 15.11.1951, Qupperneq 4
jf) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 15, nóvember 1951 NÝI TÍMINN tltgefandl. Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósfallsiiaflokkurlnn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson Áskriftargjald er 25 krónur á ári. Grelnar f blaðið sendist til ritstjórans. Adr.: Afgreiðsla Nýja tímans, Skólavörjfustíg 19, Reykjavík Afgrelðsla og auglýsingaskrifstofa Skólav.st. 19. Sími 7600. Prentsmlíja Þjóðviljana h.f. 4* Sékndirfska, raunsæi, bjartsýni Flokksþing eru ólík að heildarsýn, menn sem lifað hafa mörg þeirra, minnast sérstaks svipmóts hvers og eins. Áttunda þing Sameiningarflokks alþýðu- Sósíalista- flokksins mótaðizt af sókndirfsku og bjartsýni, þeir drættir verða áreiðanlega skýrastir í svip þess. Þessi við- horf eru engin sjálfsblekking, heldur árangur af raunsæju mati á þjóðfélagsaðstæðum og styrk ílokksins. Öllum var ljóst, jafnt forystumönnum flokksins er fluttu gagn- merkar framsöguræður á þinginu, og öörum fulltrúum, aö framundan er örlagarík og erfið barátta við sam- fylkt afturhald landsins. sem ofurselt hefur þjóðina stríðs- óðasta stórveldi heimsins. En margt sem fram kom á þing inu benti ótvírætt til þess aö Sameiningarflokkur alþýðu- — Sósíalistaflokkurinn er kominn í sókn, í óðasta galdri bandarísku árásarinnar á íslenzku þjóðina hefur flokkn- um tekizt aö halda fylgi sínu; hann hefur hvergi hop- að, og sækir nú fram á ný, traustur og sambentur, á þeim orustuvelli þar sem baráttan um mannsæmandi lífskjör alþýðunnar tvinnast órjúfandi sjálfstæöisbaráttu íslenzku þjóðarinnar. Viðbrögð bandarísku flokkanna, Sjálfstæðisflokks- ins, Framsóknar og Alþýðuflokksins, nú á þessu hausti er hverjum þeim sem kann að lesa milli línanna í stjórn- málum, sönnun þess aö afturháldinu er líka ljóst að Sam- einingarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn sækir fram og sópar aö sér fylgi. Hai-magrátur Valtýs Stefáns- sonar um gáfnatregðu íslendinga. ekki sízt þess fimmt- ungs þjóðarinnar sem fylkir sér nú um stefnu sósíalista, verður ámátlegri með hverju Reykjavíkurbréfi. Band- rísku húsbændumir eiga bágt með að taka þá skýringu gilda, ekki sízt vegna þeirrar staðreyndar að engin mar- sjallhjálp, andleg eða fjárhagsleg, virðist duga til aö þrengja áhrif hinnar róttæku verkalýðshreyfingar íslands, heldur hafi jafnvel þveröfug áhrif. Hirðstjórar erlendra hervaldsins á íslandi standa gapandi og trylltir gagn- vart þeirri staðreynd að kuldi íslendinga, sem sver sig i ætt við þjóðvarnarstefnu Þjóöviljans, mótar ólíkt meir íramkomu Reykvíkinga gegn hinu bandaríska málaliði en áróður Morgunblaösins. Alþýðublaðsins, Tímans, Vís- is og Ríkisútvarpsins um hlýlegt viðmót við þessa ,,gesti“ Bjarna Ben., Steingríms Steinþórssonar, Hermanns Jón- assonar, Kókakólabjörns, Eysteins Jónssonar og Ólafs Thors. Froöufellandi æsingaræöur ráðheri’anna á lands- fundi Sjálfstæöisflokksins eru heldur ekki vottur styrks heldur viöurksnning á veikleika. Lagasetning sem blygð- unarlaust er rökstudd meö því að útiloka verði fulltrúa fimmtungs þjóðarinnar, fulltrúa þriðja hvers Reykvík- ings, frá löglegri, lýðræöilegri íhlutun um þjóðmál, er ekki merki styrks, þó allir bandarísku flokkarnir standi aö henni, heldur veikleikamerki. ★ Viðbrögð bandarísku flokkanna benda ótvírætt til hins sama og flokksþing Sósíalistaflokksins. Þeir hafa fundið hvernig þjóöin hefur aðhyllzt þjóðvarnarstefnu sósíalista; þeir hafa fundið, ekki sízt í verkföllunum miklu í vor, að þeim duga ekki þrælatökin á Alþýðusam- bandinu til að lama baráttuþrek íslenzkrar alþýðu. Þeir hafa fundið hve þungur straumur liggur nú til Samein- ingarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins, samtímis því að vonleysi og ringulreið eykst í röðum Sjálfstæöisflokksins. Framsóknar og Alþýöuflokksins. Viðbrögö þeirra sanna, að þeir og bandarísku húsbændurnir óttast vaxandi styrk hinnar róttæku verkalýðshreyfingar íslands. Og isá ótti þeirra cr ekki ástæöulaus. Sókndirfska, raunsæi og bjartsýni einkenndu átt- unda þing Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokks- ins. Sókndirfska, raunsæi og djúp ábyrgðartilfinning gagnvart hinni örlagaríku taaráttu sem framundan er, baráttu er varðar allt sem íslendingum er helgast og getur varöað sjálfa tilveru þjóðarinnar. í byrjun september síðastlið- ins höfðu að minnsta kosti f jög ur hundruð og fimmtíu milljón- ir manns undirskrifað ávarp það sem friðarnefnd Sovétríkj- anna hafði þá nýlega gefið út til eflingar gagnkvæmum skiln- ingi og friðarviija meðal he'ztu stórvelda heims, Bandaríkj- anna, Frakklands, Kina og Sov- étríkjanna. Frá þeim tíma hafa eflaust tugir milljóna bæzt við á þann lista. En svo furðulegt sem það kann að virðast að- eins fimm árum eftir blóðuga styrjöld, þá er sá maður al- mennt ekki litinn réttu auga vestan járntjalds sem ljáir nafn sitt til ályktunar í friðar- átt- Það er síður en svo leynd- mál, áð um gjörvöll Vestur- evrópuríkin — svo maður tali nú ekki um Ameríku — hafa þeir menn verið ofsóttir, sem gengizt hafa fyrir því, að al- menningi gæfist kostur á að láta friðarvilja sinn í ljós með sameiginlegri undirritun slíkra áskorana til ríkisstjórna eða þinga. Einhver helzta mótbáran gegn Stokkhóimsávarpinu og öðrum svipuðum áiyktunum hef ur af hálfu auðvaldspressunnar verið sú, að slík viðleitni væri í þágu Sovéts. Gott og vel, — því er sízt áð neita, að friðar- viðleitni er vissulega í þágu allra ríkja, sem vinna að upp- byggingu og menningarfram- kvæmdum, hvort heldur þau hafa ráðstjórnarskipulag eða ekki. Þess vegna er fátt jafn augljós vottur hinnar neikvæðu og fjandsamlegu afstöðu auð- valdsins en einmitt það, að blaðakostur þess skuli telja friðarávarp og æskulýðsmót til fjandsamlegra hluta, allt að því árásar. Sannieikurinn er nefni- lega sá, a'ð vesturveldin hyggja sjálf á stríð; þau búa okkur al- þýðu þessara landa, undir það, að fvrr en síðar skelli á heims- styrjöld. Og það er sannarlega lærdómsríkt að lesa blaðakost þeirra fyrir vestan haf — með allt að því listrænum uppdrátt- um af fyrirhugaðri sókn í vænt anlegri styrjöld. á hvern hátt verði bezt að innikróa Sovétrík- m og þar fram eftir götunum. .Sumar slíkra mvnda gefa líti'ð eftir hasarblöðunum þeirra með ófreskjuævint.ýrum, milli- hnattabardögum og súpermönn- um. enda hafa þær vafalítið mjög áþekkt gildi. En veslings stríðsæsingamenn irnir eiga þó ekki sjö dagana sæla. Það tekur sinn tíma og meir en litla fyrirhöfn að æsa upp þorra fólks í öllum lönd- um heims til þess að vilja stríð. Og hræddur er ég um, að þeir megi bíða anzi lengi eftir styrj- öldinni, ef þeir ætla að láta R'áðstjómarríkin byrja. Samt gengur allur þeirra áróður út á þáð, að úr þeirri átt sé styrj- aldarinnar að vænta, endaþótt beir viti það siálfir manna bezt, að Ráðstjórnarríkjunnm er engin þörf á að fara í styrj- öld, heldur h’ð gagnstæða. En hvað sem því líður. a’a þeir á áróðrinum, og það getur ma'ður reitt sig á, að hvenær sem stríðið hefst, og hvernig sem það verður, munu vesturveldin gera allt sem þau geta til að láta líta svo út, sem þau hafi ekki byrjað, heldur Ráðstjórn- arríkin. Kunningi minn, sem ég talaði við á dögunum hafði eftir or'ð málvinar síns innan bandaríska setuliðsins hér, sem að innihaldi höfðu verið eitthvað á þessa lundj „Við Ameríkumenn erum Elías Mar: orðnir svo þreyttir á kalda stríðinu og allri þessari óvissu í heimsmálunum, að við bíðum eftir þeirri stund, áð ný heims- styrjöld geti byrjað, svo að hægt sé að gera út um þetta allt með ákveðnum aðgerðum. Við viljum stríð, og það verður stríð. En það rná aldrei líta svo út sem við höfum byrjað. Og hamingjan gæfi að Rússarnir byrjuðu!“ . -4 ELÍAS MAR Það sést fleira á þessum orð- um en það eitt, að Ameríkanar vilja styrjöld á ný. Það sést jafnframt, að þeir eru ekki meira en svo trúaðir á það, þrátt fyrir allan áróðurinn, að Rússar byrji, — en þeir óska þess hinsvegar, svo að þeir geti sagt eftir 'á, áð ekki liafi glæp- urinn við siðmenninguna verið Könum að kenna. En staðreyndir tala sínu máii. Meða hverjum mánuði, viku, já jafnvel hverjum degi sem líður, sér hver hugsandi maður þess merki, ef hann á annað borð fylgist nokkuð með heimsmálun- um, hváðan viljinn til sátta og friðar hlýtur mestan stuðning á alþjóðavettvangi. Hvaðan kom tillagan til samkomulags- viðræðna í Kóreustríðinu ? Kóm hún úr þingsölum Bandaríkj- anna? Nei, hún kom frá ráð- stjórnarfu'ltrúanum Malik- Hvaða þjóðir gengust í ár fvrir því, að haldið var alþjóðlegt friðarmót ailrar framfarasinn- aðrar æsku heims? Voru það Bandaríkin með sínar ó- skemmdu og vel skipnlögðu borgir? Nei, það voru alþýðu- lýðveldi Austurevrópu og önnur þau ríki, sem vilja frið; og á þeirra vegum var haldið fjöl- mennasta æskulýðsmót vera’d- arsögunnar í einni af þeim borg um, er verst fór út úr hildar- leiknum; þar var hverjum þeim veitt móttaka. sem eitthvað vildi til bess gera að koma í veg fyrir að mannkyni'ð fremdi sjálfsmorð. Hvergi verður bet- ur sannfærzt rm viðurstyggð styrjaldar en í höfuðborg í rúst um. Skyldu Bandaríkjamenn vera eins sólgnir í stvrjöld í dag og þeir eru. ef skýjakljúf- arnir þeirra hefðu hrunið yfir milljónirnar í New York, topD- urinn sprungið af Capitol-hö1!- inni þeirra í Washington eða filmiðjuverin í Hollywood orðið að rústahrúguj eins og íbúðarhús sak'ausrar alþýðu á rússnesku slét.tunum ? Það er nuðvelt að strá blóm- um yfir Hiroshima á fimm ára afmæli kjnrnorkuárásarinnar. Það er aucvelt að framleiða æsandi litmvndir af útreiknuð- um stríðsæsingaplönum með línuritum um aukinn vígbúnað. En það er ekki eins auðvelt að telja fólki trú um nauðsyn FRIÐ stríðs, — sízt af öllu fá menn til að trúa því, að hætta sé á árás úr þeirri átt þar sem hörm ungar styrjaldarinnar voru hvað mestar og hvarvetna blasa við manni ógróin sár. Þessvegna er stríðsáróðursiðja þessara ó- gæfumanna hálfgert sisyfosar- verk, hvað sem máttur dollar- ans og órar stórmennskubrjái- aðra kapítalista kunna að leiða >fir mannkynið einu sinni enn, áður lýkur. I öllum löndum heims eru öfl friðarins að verki. Hvað sem sótsvartasta afturhaldinu líð- ur, þá mun sannast æ hetur sem lengur líður hvað það er sem .liggur að baki stríðsáróðr- inum, — sannleikurinn koma í ljós um hvaðeina, sem reynt er að hylja eða villa sjónir á, - aðeins ef mannkynið fær að hafa frið. Þess vegna eru æs- ingamennirnir hræddir við tím- ann. Þeir óttast þróunina- Þeir vilja styrjöld til þess að binda endi á „óvissuna í heimsmál- unum“. En hað skyldi þó aldrei vera að stóribróðir öfundi litla- bróður? Einusinni var sú tíð, að kapítalistum þótti snjallast að útbásúna það, hversu Sovétrílc- in væru veik, svo hernaðarlega sem á öírum svi'ðum. Nú hefur b’aðinu verið snúið. við. Þegar ekki þýðir lengur að teija heim inum trú um, að ráðstjórnar- skipulagið hafi engu getað kom- ið í framkvæmd, þá er allt reynt sem hægt er, og meira til, ef takast mætti að gera alþýðu heimsins hrædda við Rússa og vinaríki þeirra. En hvað sem þeim áróðri líður; hversu mörg og sterk sem þau öfl kunna að vera, sem hvetja til stríðs. þá er þó yon manns sú, að hörm- ungunum verði afstýrt. Því að um hugsjónir verður aldrei bar izt. Þær hvorki sigra né verða sigraðar með styrjöld. Aðeins aukin þekking, fær leitt sann- leika í Ijós. Það skipulag, sem ekki sæmir manninum lengur, hlýtur að farast ■—- endaþótt hað geri tilraun til að glata öllum menningararfi heims um leið og það fellur sjálft. Boigamessmálið Framhald af 1. siðu. laginu 1950. Vottorð Fram- leiðslurá'ðs landbúnaðarins um þetta atriði er að sjálfsögðu engin sönnun, því að það bygg- ir ekki á frumgögnum félags- ins, það er kjötinnleggsnótum og kjötúttektarnótum og skiln- greinum þess til S.Í.S. Væri eðlilegra fyrir yður og endur- skoðendur félagsins að athuga þessi gögn og byggja álit yðar á þeim. Þér átelji'ð mig fyrir að til- einhverjum ástæðum verið breytt síðan ég fór- kynna yður ekki fyrr um þess- ar misfellur og teljið mig hafa dregið það mánuðum og árum saman. Eins og dageetningar bera með sér, skeðí meginefnið af því, sem frá er skýrt .í vet- ur og í sumar og var mér að sjálfsögðu ekki kunnugt um það fyrr en nokkru eftir að þa'ð skeði, svo að það er til ofmiki’s ætlast að ég gæti skýrt yður frá því fyrir mörgum mánuðum eða ári. Getgátum yðar í minn garð og' persónulegu narti læt ég ósvar- að. Reykjavík 5. nóv. 1951 Stefán H. Halldórssou.

x

Nýi tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.