Prentarinn


Prentarinn - 01.04.1950, Qupperneq 3

Prentarinn - 01.04.1950, Qupperneq 3
Var því ákveðið að reyna að fá steypuáhöld hér fyrir sunnan, enda þótt vitað vacri, að það yrði bæði dýrara og erfiðara í alla staði. Var síðan leitað hóf- anna, og reyndust rnenn mjög tregir til að fara austur og nær ómögulegt að fá lánaða hrærivél og úthald til steypunnar þessa löngu leið. Loks tókst þó nefndinni að leysa alla þessa hnúta, og hæðin var steypt 18.—20. september og húsið þar nieð fullsteypt og öllu bjargað í bili. — Síðan lá vinna við bygginguna að mestu leyti niðri til áramótanna vegna efnisskorts, óhagstæðrar veðráttu og annríkis Guðm. Jóh. En fyrstu daga janúarmánaðar s.I. voru svo sperrur reistar á húsinu, reykháfur steyptur, þakið klætt og pappalagt, gler sett í glugga eða m. ö. o. húsið gert fokhelt. Nú er einnig búið að leggja miðstöðvar- og vatns-lögn að öðru levti en því, að miðstöðvarofnar hafa ekki fengizt enn nema að litlu leyti (50 rifjungar af 250) þrátt fyrir mikla eftir- gangsmuni nefndarmanna og ótal pílagrímsferðir milli kaupmanna, og á þessu stendur nú, að hægt sé að halda vinnunni áfram. Lokið er við að draga upp á húsgrunninn, bika hann og jafna í kring með jarðýtu. Einnig hefir skolpleiðsla verið lögð frá hús- inu um 150 m Iöng. Efni til frekari framkvæmda, sem komið er á staðinn og borgað, er sem hér segir: Sement, sem nægja á til húðunar inni, einangrun- arplötur á allt húsið, pappi undir einangrun og list- ar milli veggs og einangrunar, öll hreinlætistæki (nema salernisvatnskassar) og þakjárn að mestu leyti og miðstöðvarketill. l>að helzta, sem ógert er, er þetta: Ganga frá einangrun innan á veggi og múrhúða. Smíða eldhús-„innréttingu“ og skápa í svefnher- bergi. Oll málun inni og glugga úti. Draga í raflögn og ganga frá tengslum og tækj- um. Tengja hreinlætistæki og miðstöðvarofna. Setja í alla dyrakarma og hurðir, en það er nú fullsmíðað. Gólfdúkur og að leggja hann. Leggja kaldavatnslögn heim að húsinu, 400—600 m leið. Oft bafa verið miklir erfiðleikar á útvegun efnis og er svo enn. Það gat stundum tekið margra daga vinnu og basl að ná í einstaka stærð pípna og sam- bandshluta í miðstöðina eða vírspotta af réttri gerð til að binda saman steypustyrktarjárnið, og skolp- pípur voru svo ófáanlegar í Reykjavík, að sækja þurfti þær að nokkru leyti alla leið til Isafjarðar. Eina breytingu, sem máli skiptir, hefir nefndin gert á húsinu með vitund stjórnar félagsins, en hún er sú, að settir voru þrír kvistir á risið og það hækk- að eins og sperruefnið leyfði, þannig að það er nú rúmir 3 m. Var þetta gert í því skyni að koma mætti fyrir á loftinu 4—5 herbergjum litlum, eld- húsi og baði handa prenturum á sumrin, meðan ‘ skálinn fæst ekki byggður. En loftið verður ekki „innréttað", nema félagið og stjórnin ákveði það sérstaklega. En þá vinnu gætu prentarar sjálfir framkvæmt að miklu leyti, ef þeim sýndist svo. Nú hafa verið greiddar vegna húsbyggingarinnar í Miðdal kr. 121 114,43, sem sundurliðast þannig: Byggingarefni; timbur, saumur, sement, steypu- styrktarjárn, miðstöðvar- og vatns-lagnarefni, hreinlætistæki, þakpappi, vikurplötur, gler, raf- lögn (efni og vinna) .......... kr. 58 448,30 Járnateikning, ýmislegt efni og lán á hrærivél úr Reykjavík . . — 3 378,01 Vinnulaun ....................... — 42 378,72 Sandur og möl og flutnings- kostnaður alls efnis .......... — 16 067,40 Kostnaður við lántökur .......... — 884,00 Auk þess hefir Magnús í Miðdal lagt fram vinnu sína og lijúa sinna og fæði til þeirra, sem unnið hafa að byggingunni til þessa, en það er ekki upp- gert, og getur nefndin því ekki gefið þá tölu upp að svo komnu. Þannig er þá þetta yfirlit nú. Þrátt fyrir að nefnd- in hefir af öllum kröftum reynt að þrýsta niður kostnaðinum og spara í hvívetna, þó án þess að kæmi niður á vöndun hússins, er sýnilegt, að sú tala, sem nefnd var á aðalfundinum í fyrra og líklegt þótti þá að hrökkva mundi, mun ekki nægja til að fullgera húsið. Nefndin er nú að leita eftir tilboðum í rnúrhúð- un bæði inni og úti og málun, og eru svör væntan- leg á næstunni. Þegar þau svör hafa borizt og unn- ið hefir verið úr þeim, er hægt að gera sér nokkurn veginn grein fyrir því, hvað kosta muni að fullgera húsið til íbúðar. Þá er að lokum eitt mál eftir varðandi ræktun Miðdals. Síðastliðin fimm ár hefir oft verið rætt um það í sambandi við ræktun jarðarinnar að þurrka mýrina sunnan Miðdalsbæjar eða sunnan og vestan við hið fullræktaða tún. Hefir verið talað um þetta sem framtíðarræktun, og er allt svæðið, sem um er að ræða, álíka stórt eða heldur stærra en nú- verandi tún. Svo var það á árinu 1948, að á fundi nefndarinnar með ábúanda sagði hann okkur frá því, að nýstofnað ræktunarsamband í Arnessýslu PRENTARINN 3

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.