Prentarinn


Prentarinn - 01.06.1950, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.06.1950, Blaðsíða 3
44. greinin. Það er ein grein í samningi H. I. P. og F. I. P., sem ég hefi oft numið staðar við, þegar ég hefi lesið samningana; það er 44. greinin, sem hljóðar á þessa leið: „Um heilbrigðisreglur og ræstingu fer eftir gildandi lögum og fyrirskipunum, og skal þeim nákvæmlega fylgt. — Eigi má ræsting fara fram í vinnutímanum.*1 Svo mörg eru þau orð, en heldur litlar upplýs- ingar virðast mér fást við lestur þessarar greinar. Það mun ekki vera hlaupið að því fyrir prentara að öðlast frekari þekkingu á þeim reglum, sem þessi grein vísar til. Bezta ráðið mun vera að leggja leið sína á Landsbókasafnið til frekari fróðleiks á 'þessari reglugerð, en þar fylgir böggull skammrifi, þar sem safnið mun ekki vera opið nema á vinnu- tíma prentara, svo að mönnum er vorkunn, þótt þeir leggi ekki niður vinnu til þess að öðlast meiri þekkingu á þessari grein samningsins. Nú hefir þeirri illu hugsun slegið upp í huga mínum, að þessi grein samningsins sé illa haldin, og ástæðuna fyrir því tel ég vera þá, hvað fáir prentarar þekkja efni þeirrar reglugerðar, sem þessi grein vísar til. Nú hefir prentverkið lengst af verið talið mjög óhollt og jafnvel heilsuspillandi, og þar sem 44. grein samningsins felur í sér allt það, sem til bóta horfir um alla hollustu og hreinlæti í aðbúð fyrir prentarana í prentsmiðjunum, þá hefði mér ekki fundizt það óviðeigandi af stjórn prentarafélags- ins, að hún gerði sitt til, að þessi grein væri haldin fullkomlega, og ekki nóg með það, heldur gerði hún sér sérstakt far um að kynna félögunum efni þessarar reglugerðar, sem greinin bendir á, því að ekki er hægt að búast við því, að prentarar kvarti yfir framkvæmd þessarar greinar, á meðan þeir ekki þekkja efni þeirrar reglugerðar, sem hún vísar til. Að mínu viti hefir verið allt of lítið hreyft við þeim málum, sem við koma öllu hreinlæti og að- búnaði við vinnu í prentsmiðjunum. Það eina, sem ég man eftir, er, að Stefán Ogmundsson ritaði fyrir nokkrum árum grein í Prentarann um þessi mál, og kom þar svo við kaun forráðamanna þeirrar prentsmiðju, er hann vann þá í, að þeir sáu sér ekki annað fært en víkja honum úr vinnu hjá prentsmiðjunni. A fyrstu árum mínum í prentsmiðju fór árlega fram allsherjarhreingerning í prentsmiðjunni, en síðan hefir allt af verið að lengjast tíminn á milli hreingerninga í þeim prentsmiðjum, sem ég hefi unnið í, svo að það hefir komizt allt upp í fimm ár, og var þá orðið allsaurugt á að líta. Nú er ég ekki svo kunnugur þeim heilbrigðisreglum, sem samningurinn vísar til, að ég viti, hvað oft hrein- gerning á að fara fram, en mér þykir það ekki fjarri sanni, að það sé einu sinni á ári, eins og gert var áður fyrr, því að bágt á ég með að trúa því, að það hafi verið gert oftar en samningar mæltu fyrir um. Margt annað mun vera ábótavant, svo sem loft- ræsting, og ræstingu á gólfum mun í mörgum til- fellum vera mjög ábótavant og upphitun vinnu- sala afarmisjöfn, svo að liggja mun nærri, að það sé stór-heilsuspillandi. Nú mun málum svo háttað, að ný heilbrigðis- reglugerð fyrir Reykjavík mun vera í smíðum, og ætti stjórn H. I. P. að gera sitt til að kynna prent- urum hana, þegar hún kemur fyrir sjónir almenn- ings, svo að prentarar séu ekki í neinum vafa, hvað þeim ber með 44. gr. samningsins. s. e. Prentnám fyrrum og nú. Áður fyrr eða um það bil, sem ég komst fyrst í kynni við prentverk,. var kennslan því miður ekki mikil né marghrotin. Mér var að eins sýnt, hvernig ég ætti að taka upp stafina úr leturkass- anum og raða þeim upp í leturhakann hverjum við hliðina á öðrum. Að öðru leyti varð maður að fikra sig áfram, athuga inndrætti, bil á milli setn- inga í því prentaða máli, sem maður hafði tækifæri til þess að athuga. Engar reglur voru gefnar um bil á milli orða í línu eða því iíkt. Virtist mér það frekar af handahófi unnið. Nálega allir voru þá tiltölulaunamenn, og virtist mér allt unnið með það fyrir augum að afkasta sem mestu, en hitt varð því augsýnilega haft á hakanum. Kom það oftast nær ekki að sök, því að verkstjórar voru jafnaðarlegast menn, sem aldrei höfðu lært prent- iðn, svo sem ritstjórar, útgefendur eða jafnvel bókbindarar. Allt mat var eingöngu byggt á flýti, en eigi á frágangi. Kom það eigi örsjaldan fyrir, að svo illa væri gengið frá setningu, að víða kom upp í prentun, og tafði mjög afgréiðslu þeirrar vinnu. Þá kom berlega í ljós, að tiltölulaunamaður- inn hafði ekki æfinlega gefið sér tíma til þess að ganga svo frá settri línu, að hún losnaði eigi í prentun. PRENTARINN 1 1

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.