Prentarinn


Prentarinn - 01.06.1950, Blaðsíða 1

Prentarinn - 01.06.1950, Blaðsíða 1
Prentarinri 28. árgangur, 3.—4. tölublað, jún't—júlí 1950. BLAÐ HINS ÍSLENZKA PR ENTARAFÉL AGS Ritstjórn: Hallbjörn Halldórsson, Sigtirður Eyjólfsson. Nú ríður 6 að treysta samtökin. Með setningu gengislækkunarlaganna sést, hvers verkalýðurinn má vænta af þeim flokkum, sem nú fara með völd í landinu. Sú gengislækkun, sem nú hefir verið komið á, er einhver sú mesta árás, sem hinir svo kölluðu borgaraflokkar hafa gert á kjör alþýðunnar, og er ekki enn að fullu séð, hvað sú ráðstöfun hefir í för með sér fyrir launastéttirnar, því að hver nýr dagur ber í skauti sínu nýjar álögur og nýjar hækk- anir á brýnustu nauðsynjum alls almennings. Það virðast vera ótakmarkaðar álögur, sem ríkisstjórnin telur sig geta lagt á launastéttirnar, og samfara þrengdum kosti verkalýðsins er vakinn upp hinn gamli draugur, sem allir vinnandi menn óttast mest, — atvinnuleysið. Iðnaðurinn verður að draga saman seglin vegna mjög takmarkaðs innflutnings, svo að þar liggur \ið borð, að loka verði mörgum verksmiðjum og öðrum iðnfyrirtækjum, svo að ekkert annað en at- vinnuleysið virðist blasa við því fólki, sem iðnaðar- störf hefir unnið á undanförnum árum. Það er óvandari eftirleikurinn. Nú kemur til kasta launþegasamtakanna að hamla í móti og rétta við hag hins vinnandi fólks, — og nú verður verkalýður þessa lands að þekkja sinn vitjunartíma og standa einhuga um þær kröfur, sem samtökin leggja fram til bjargar hinu vinnandi fólki. Það er kominn tími til að leggja niður alla sundrung innan verkalýðssamtakanna, og ekki sízt þar sem heldur virðist vera að birta til, ef horft er til hinnar nýafstöðnu formannaráðstefnu Alþýðusam- bands Islands, þar sem náðist fullt samkomulag í öllum höfuðdráttum, svo að það má segja, að þessi ráðstefna marki tímamót í sögu verkalýðsins, sem svo lengi hefir starfað sundraður vegna áróðurs hinna pólitísku flokka. Nú, áður en langt um líður, mun verða full þörf fyrir, að 'hver einstaklingur innan verkalýðsfélag- anna starfi af fullum hug að hagsmunabaráttu verkalýðsins til að ná því aftur, sem af honum hefir verið tekið. Þess vegna verðum við að leggja á hilluna öll hin pólitísku ágreiningsmál verkalýðs- ins og taka upp einhuga baráttu gegn hinum níð- ingslegu árásum borgaraflokkanna á launastéttirnar og lina ekki sóknina fyrr en fullum sigri er náð. s. F.. Af dönskum prenturum. Astand og horfur. I. Eg sá nýlega í Alþýðublaðinu skýrt frá því, að prentarafélagið danska (sambandsfélagið, Dansk Typograf-Forbund) hafi unnið sigur á kommúnist- urn við kosningu formanns félagsins eftir lát K. A. Jprgensens, en í sambandsstjórninni hafa jafnaðar- menn ávallt haft meiri hluta, þótt líill sé, svo að þeir höfðu ekki unnið neitt að þessu sinni, en hald- ið velli eins og áður. Atkvæðamunurinn er að vísu lítill, tveir menn, en kommúnistar höfðu mann í kjöri og þóttust nokkurn veginn vissir um sigur- inn, þótt á annan veg færi. I stjórn Kaupmannahafnardeildarinnar eru kom- múnistar aftur á móti í rniklum meiri hluta og hafa verið það síðan í stríðslok, að Brauer var kosinn formaður, þá er Hellberg sagði af sér. Þessi meiri hluti þeirra í stjórn deildarinnar er PRENTARINN 9

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.