Prentarinn


Prentarinn - 01.06.1950, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.06.1950, Blaðsíða 4
Þó man ég það, að þegar Sigmundur heitinn Guðmundsson kom í Isafoldarprentsmiðju um 1896, sagði hann okkur nokkuð til um frágang á setningu og hvernig skyldi ganga frá bilum á milli orða í línu og fleira, svo að sæmilegt verk gæti heitið að frágangi. En þessu var lítt skeytt af ofangreindum orsökum. Sigmundur hafði lært þetta í Skotlandi, er hann dvaldist þar við prent- verk. Minnir mig, að aðalatriðin, sem hann lagði til grundvallar leiðbeiningum sínum, væru þau sömu eða lík þeim, er síðar voru kennd hér við prentverk. Það var raunar ekki fyrr en prentararnir sjálf- ir gátu rekið prentverk og tiltölulaunavinnan hvarf úr sögunni, að farið var að vanda allan frágang á vinnu og handsetningu. Þá kom ákveð- in fræðsla til sögunnar og leiðbeiningar um vinnu- tilhögun og frágang og vöndun allrar vinnu. Hef- ir síðan mikið meira, fullkomnara og stöðugt eft- irlit farið fram við frágang allan og afgreiðslu sérhvers verks, sem unnið er. Fór því allri vinnu- vöndun mjög fram, og varð íslenzkum prentur- um og prentlist til sóma. Gekk svo fram á síð- ustu heimsstyrjöld. En gullstraumurinn og gróðafíknin, sem náðu tökum undir styrjöldinni, kippti þessu mjög til hins verra og hefir haldizt nálega óslitið síðan. En líklegt er og vonandi, að þegar hægist um, muni aftur frágangur allur og vönduð vinna ná tökum og verða undirrót að nýrri vöndun á framleiðslu prentgripa og prentlistin nái aftur þeim sessi með- al handiðnanna, sem henni ber, og að hún nái í nánustu framtíð hærra en hún hefir nokkuru sinni náð áður og beri hróður íslenzkrar menningar með fagurlega og meistaralega gerðum bókum út um heiminn. /ón Amason. Frá Svisslandi. Aðalritari Svissneska prentarasambandsins, félagi Ernst Leuf.nberger, skrifar 27. maí þ. á.: „... I þessari viku er lokið umræðum um endur- nýjun allsherjarvinnusamningsins við prentsmiðju- rekendasamtökin. I þremur atriðum, sem sé: kaup- greiðslu í veikindum, orlofsaukningu og fjölgun greiddra fjarvista, höfum við öðlazt mikilsverðar umbætur; hihs vegar vildu atvinnurekendur engu sinna kauphækkunum með versnandi markaðshorf- um. Urskurður um samþykkt eða synjun er áskil- inn fulltrúafundi okkar, er haldinn verður í Genf 16.—18. júní. Meðalkaup svissneskra prentsveina yf- Merkisafmœli. JÓn Arnason, prentari og stjörnulesari, heiðurs- félagi Hins íslenzka prentarafélags, R F og M A F A, átti sjötíu og fimm ára afmæli hinn 5. dag júní- mánaðar þ. á. Gerði þá stjórn félagsins sendinefnd á fund hans að færa honum heillaóskir þess og stéttarinnar, tjáðar í rósum, og komst hún að raun um, að kraftur andans fellur enn í þungum straumi um farveg sinn í honum, og hann er jafnvel enn fjörugri en fyrr, þótt hálfáttræður sé, en vera má, að nokkru valdi um það heilsufar, sem einkennir prentarastéttina. Glímir hann nú við tilveruna með Iógariþmum eða máltölum og öðr- um töfrabrögðum, sem aðrir prentarar bera ekki skyn á, og „galdrar hann nú í gr!ð“, enda hefir hann sér til stuðnings töfrasprota mikinn í göngu- stafslíki, er einhverjir leynifélagar hans hafa gef- ið honum af tilefni í afmælinu. Telur Prentarinn sig ekki verðan að leysa skóþvengi „spámanns- ins“, eins og Jón er stundum kallaður í gamni vegna stjörnulestrarins, að öðru en því að sinni að óska honum allra heilla með afmælinu, um leið og hann fagnar því að mega flytja grein eft- ir hann og birta með því eins og í skuggsjá mynd af innra manni hans. irleitt er nú jr. 161,75, sem kalla má gott í saman- burði við árið 1939 (fr. 94,80). Verðhækkun er sam- kvæmt hagskýrslum talin hafa numið 58%.“ 12 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.