Prentarinn


Prentarinn - 01.12.1950, Page 7

Prentarinn - 01.12.1950, Page 7
á nothæfum reglum um setningu, er Nói Nóason taldi úr sér gengin fyrirmæli. Vilji menn gera sér það ómak að taka þessar reglur saman úr ritum mínum, þá fá menn þær, sem nú segir: 1) sem allra fæstar leturtegundir, 2) sem allra fæstar stærðir, 3) ekki gisja, 4) auðkenningar með skáletri eða hálffeitu af sömu stungu, 5) hástafasátur að eins sem undantekningar, allt af gisjað og bil þá vandlega jöfnuð, 6) skipting í reiti, þó ekki fleiri cn þrjá. Framar öllu eru þessar reglur það, sem gagnlegast er til verndar og þroska ávöxtun hinnar nýjari stílbreytingar í prentlist framvegis. Það er augljóst, að ekki muni hver og einn fá ráðið við rétta mynd- un, jafnvel þótt hann fari eftir þessum skynsam- legu reglum, en góðar vinnureglur valda jafnan viðunandi meðallagi, og það er í minnsta lagi jafn-mikilvægt sem þau frábæru afrek, sem allt af mun einungis fáum auðnast að vinna.“ (Frh j UPPTÍNINGUR. Ómerkileg barnfóstrusaga. Kauphækkanir valda ekki skilyrðislaust verð- hækkunum! Það er ómerkileg barnfóstrusaga, þeg- ar vinnustéttinni er stöðugt ógnað með kaup- og verð-hækkunarskrúfu, en hins vegar er þagað yfir gróða atvinnurekenda af aukinni veltu, minnkandi .tilkostnaði. Þvi meiri mannajla scm að verður kotmð, því hterri verður ágóðahlutinn. Þar af leið- andi eru atvinnurekendur í langflestum tilfellum í færum um að hækka kaup án verðhækkunar. Uelvctische Typographia.") Brot úr samtakasögu. 25 ára afmælis var minnzt á mjög látlausan hátt 22. júlí 1938. Það fór ekki fram í glæsilegum sam- kvæmissölum með íburðarmiklum miðdegisverði og því, er til þess heyrir. Það gerðist við einn af „litlu görðunum" við Pilealle, og viðhöfnin var í samræmi við umhverfið. Það var Bó\a- og tilfa/la- setjarasóþnin í Kaupmannahöfn, er dregið hafði sam- an dálítinn hóp af tryggum vinum til þess að minn- ast afmælisdagsins og líta yfir starfsemi þá, er sókn- in hafði annað á umliðnum tíma. Allt frá upphafi hefir stilliiegur, mætti nærri því segja lítilsigldur bragur ríkt yfir þessari sókn, er gæti verið stærst og aðsópsmest í stéttinni fyrir sakir aðstöðu sinnar að fjöldanum til í iðngreininni, en það er rétt eins og mikill hluti handsetjara hafi litið á sjálfa sig líkt og „deyjandi“ kvist, sem ekki einu sinni nýjustu fjörkippir í prentlistinni hafi getað hresst við. Stöðug framsókn setningarvélanna var eins og þjakandi mara, sem magnaði atvinnuleysi, þrýsti niður kaupi og ól á vantrausti á betri fram- tíð, en þó að sóknin hafi þannig ekki getað gert sig gilda af liðsafla eða djarflegri framgöngu, má með sanni segja, að þau fáu hundruð manna, er lögðu leið sína í hópinn, áttu heima þar, og mörg dæmi mætti nefna um brennandi áhuga á viðfangsefnum kvistsins. A þeirri tíð, er fræðslustarfsemin hófst, kom á margan hátt í Ijós í sókninni framtakssemi, sem átti mikinn þátt í skipulagningu þeirra athafna. Fyrsti formaður sóknarinnar var Peter Herf.ndt, A eftir honum komu til aðrir, er seinna áttu að standa í mikilsverðum stöðum í sambandinu, svo sem Sigv. Hellberg og K. A. förgensen. I kauplagsnefnd- um og á fulltrúafundum hittum vér menn úr sókn- inni fyrir sem ötula þátttakendur í starfinu. Eitt af helztu markmiðunum hefir jafnan verið það að vinna að skilningi á kauplaginu og haldi á því, og þessi stefnuskrárliður virðist á síðari árum hafa öðlazt nýtt áhrifamagn við hreyfinguna „Reikna verk þitt!“ Afmæliskvöldið sjálft hafði fram að bjóða ávarp, ræður, söng og dálitla skemmtun, og sóknin stóð fyrir kaffiveitingum á eftir. Hresstu menn þá upp á minningarnar og gerðu sér vonir um endurnýjaða eflingu hinnar gamalkunnu sóknar á kvisti þessum. Það hafði komið í ljós, að hún átti sér enn þá öfl- ugar rætur, er gætu alið gróandi vísa, þótt hún hefði ekki beinlínis spriklað af fjöri. (Danshe typografers organisations historie, IIIJ Verðgreining. 1 frakkneska þjóðþinginu hefir einn af þingfull- trúum jafnaðarmanna vakið athygli á undirstöðu- atriðum við ákvörðun verðlags. Eftir því, sem hann skýrði frá, fara af verði einnar stiku af fataefni, er seld er í smásölu á 1300 fFr. (frakkneska franka) 386.00 fyrir ókembt efnið, 106.99 í annan verksmiðjukostnað, 130.99 - skatta og tolla, 91.18 til fyrirtækis, þar í talin risna, 212.00 — heildsala, 267.65 — smásala, 104.50 í kaup og skyldar álögur. 37% af smásöluverðinu fara til heildsala og smá- sala. Einungis 8% fær verkafólk. (.JGF/FCl.") PRENTARINN 39

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.