Prentarinn


Prentarinn - 01.12.1950, Qupperneq 8

Prentarinn - 01.12.1950, Qupperneq 8
Nokkrar skýringar. I „Upptíningi" eru smágreinar, sem teknar eru úr ýmsum ritum. „Hclvetische Typographia" er vikublað þýzkumælandi prentara á Svisslandi, en það heitir á latneska tungu Helvetia. Vegna hinna, er tala frakkneska tungu þar (I suðvesturfylkjun- um), er gefið út annað blað á frakknesku, og heitir það „Lc Gutenberg". „IGF/FGI“ er auðkenni á tímariti Alþjóða- bandalags bókiðnaðarmanna, upphafsstafirnir í nafni þess á þýzku: Internationale Graphische Föderation, og ensku: International Graphical Fcderation, og á frakknesku: Fédération Graphique International. „Amcriha er anderledcs" er rit, sem nýlega er komið út (1950) og segir frá ferðalagi nokkurra full- trúa alþýðusamtakanna í Danmörku til Banda- ríkjanna í Norður-Ameríku og um þau og einkum ýmsu merkilegu, er þeir veittu eftirtekt, um sam- tök og kjör verkalýðs þar. Stjórnarkosningar hafa undanfarið staðið yfir í stéttarfélögunum og sums staðar verið háðar af allmiklu kappi og með eigi lítilli fyrirhöfn af hálfu þeirra, er um „völdin“ hafa barizt. Hefði því erfiði, þeim tíma og þeim kröftum, er til þess hefir beitt verið, sannar- lega oft og tíðum betur verið til annars þarfara varið en slíkra flokkadrátta, sem tíðast eiga sér ekki aðra undirstöðu en fánýtan hégóma eða er- lend hindurvitni, er ættu að vera búin að sýna hversu holl þau eru. Virðist liggja nær um þessar mundir að nota heldur kraftana til þess að leita nýtra ráða til sameiginlegra átaka til varnar gegn vaxandi yfirgangi eignastéttarinnar á hendur vinnustétt þjóðarinnar. Omissandi skilyrði. Lipurð og bjartsýni, gætni og stilling, iðni og vandvirkni — þessar tvenningar í þrenningu eru allar í sameiningu ómissandi skilyrði farsællar iðk- unar prentlistarinnar. Félagar úti um land myndu gera stéttinni vel til, ef þeir vildu gera svo vel að senda Prentaranum linur um hag sinn og háttu eða einhver tíðindi eftir því, sem til ber, svo sem merkisafmæli, sveinspróf og því um Iíkt, eða athugasemdir um eitt eða annað, er horfa mætti stéttinni til eflingar frá þeirra bæjardyrum séð. Skyldur prentnema órið 1831. (Ur Graitsk Teknik.) 1. Nemandinn á að koma í prentsmiðjuna þveg- inn, með greitt hár, í vel burstuðum fötum og skóm, að jafnaði kl. 6 að morgni á sumrin, en kl. 7 á veturna. Þó skal sá nemandi, sem á að sópa gólf og þess háttar, koma hálfri stund fyrr, svo að hjáverkum þessum sé lokið, þegar sveinarnir koma til vinnu sinnar. Snæði nem- andinn miðdegisverð hjá skyldfólki sínu, skal honum ætluð til þess l/2 stund (frá kl. 1214—2); síðan vinnur hann í prentsmiðjunni til kl. 8 að vetrinum, en til kl. 7 á surnrin. 2. Sé nemandinn sendur með prófarkir eða ann- arra erinda, verður hann að velja stytztu leið til áfangastaðar, ljúka þar erindi sinu af skyn- semi og háttprýði, muna vel þau skilaboð, sem honum eru falin, og fara síðan stytztu leið heim aftur; hann má ekki tefja sig á samræð- um við kunningja, sem hann kann að hitta, né á heimsóknum til vina eða vandamanna. 3. Þurfi nemandinn að fá vitneskju um eitthvað eða svara því, sem við hann er sagt, verður bann að vanda orðaval sitt og framkomu, svo að eftir því sé tekfð, hversu vel hann er sið- aður. 4. Aldrei má nemandinn nota pappírsörk til um- búða án þess að hafa áður fengið til þess leyfi. Sé út af þessu brugðið, getur af því hlotizt (og hefir oft komið fyrir), að vanti á upplög, og kemur það húsbóndanum í koll. 5. Nemandinn á að vera þögull í prentsmiðjunni, sem er honum uppeldisstofnun. Hann má því að eins tala, að honum sé nauðsyn að spyrja einhvers eða hann þurfi að svara spurningum, sem til hans er beint. 6. Nemandinn má aldrei segja óviðkomandi fólki (ekki einu sinni foreldrum sínum) frá því, hvað sé verið að prenta í prentsmiðjunni. Slíkt hefir oft haft óþægilegar afleiðingar. 7. Nemandinn á að fara vel með íefnið, sem honum er trúað fyrir. Þegar yfirboðari hans er fjarstaddur, má hann ekki í galsa kasta stöf- um í hina nemendurna eða skemma stafi af trassaskap; með því spillir hann eigum hús- bónda síns. Námstíminn var 7 ár. M. Á. þýddi. ALÞYÐUPRENTSMIÐJAN h f 40 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.