Nýi tíminn


Nýi tíminn - 17.01.1952, Blaðsíða 5

Nýi tíminn - 17.01.1952, Blaðsíða 5
Fiirunbuáafcttr 17. o«aúar 1952 — NÝI TÍMINN — (5- Hverjir hafa tafið byggingu áburðarverksmiðjunnar? I sambandi við væntanlegar framkvæmdir um byggingu á- burðarverksmiðjunnar hefur mál þstta komizt inn í blaða- umræður á ný, og nú út af á- greiningi sem orðið hefur um staðarval milli stjómar áburð- arverksmiðjunnar annars veg- ar og forráðamanna Reykjavík- urbæjar hins vegar. Enn frem- ur vegna ágreinings um það hvaða áburðartegund skuli framleiða. Svo virðist, sem borgarablöð- unum þyki umræðugrundvöllur sinn ekki sem traustastur á þessu sviði, og hefur Timinn tekið það ráð að hamra nú aftur á gamla blekkingarslag- orðinu, um að það sé eingöngu sósíalistum að kenna að áburð- arverksmiðjan er ekki komin upp fyrir löngu. Þar sé aug- Ijósastur fjándskapur þeirra við íslenzkan landbúnað. í leiðara Tímans 10. janúar s. 1. er þessum þremur atrið- um slégið föstum: 1. Vilhjálmur Þór var búinn að undirbúa áburðarverk- smiðjumálið svo í hendur nýsköpunarstjórnarinnar að hún gat látið reisa verksmiðjuna þegar á sínum stjórnarárum ef hún héfði viljað. 2. „Það er nú upplýst, að það var ekki sízt fyrir atbeina kommúnista“, (þ. e. Sósíalistaflokksins) að þessi ákvörðun var tekin um stöðvun áburðarverk- smið.junnar. Þeir lögðu ástríðufullt kapp á það að áburðarverksmiðju- málið yrði stöðvað, Vissu- lega var bað í samræmi við afstöðu þeirra til málsins fyrr og síðar“. 3. Áburðartegnnd þessi hef- ur notið mikiila og vax- andi vinsælda og meira verið eftir henni spurt en nokkrum áburði öðr- um, og er svo að skilja sem að ekki sé unnt að fá nokkra tegund er jafnist á við hann að gæðum. 4. Sprengiliættan er aðeins hugarórar hjá kommún- istum fundnir upp nú í þeim tilgangi að stöðva þetta mikla fra.mfara- mál landbúnaðarins. Nú ber ekki svo að skilja að þetta séu nein nýmæli í á- róðri Tímans út af þessu máli. Allt þetta var margtuggið, og raunar marghrakið í umræ'ðum og blaðaskrifum um áburðar- verksmiðjumálið meðan það var til meðferðar í þinginu. En þar sem þessi ósannindi eru borin fram á ný er rétt að vísa þeim til baka einu sinni enn. Að vísu er ekki þörf að ræða' síöasta liðirin í þessari grein, vegna þess, að honum hafa verið gerð skil liér í blað- Inu áður. En gagnvart hinum er bezt að rékja sögu málsiris frá byrjun og draga fram sann- anir úr þeim skjalfestu heim- ildum sem fyrír hendi eru og þær eru nægar. Frumvarp Vilhiálms Þór gerði ráð fyrir þriðjungi þess framleiðslumagns sem nú er þörf. Rétt er það að vísu að frum- varp um áburðarverksmið ju var lagt fram af utanþings- stjórninni rétt áður en hún fór frá völdum um haustið .1944, er riýsköpunarstjórriin var mynduð. I greinargerð þess frumvarps segir svö: „Um stærð verksmiðjunn- ar er gert ráð fyrir því að vinnslugeta hennar nægi til framleiðslu þess köfnunar- efnisáburðar, sem þarf í landinu. Munu árs þarfirn- ar vera 3000—4000 smálest- ir af þeirri áburðartegund einni og er þá miðað við innflutning síðustu ára og óskir jarðræktunarmanna um kaup á honum. Ræktaða landið eykst árlega og mörgum verður æ ljósari nauðsyn þess að bera vel á og mætti því búast við að ársþarfir yrðu vaxandi. Stærð verksmiðjunnar er því hugsuð miðuð við rúml. 5000 smál. ársframleiðslu 20,5% köfnunarefni". Svo sem sést á þessu var svo hátt hugsað, að 1000— 1200 smál. af hreinu köfnunar- efni dygðu. Svo mikill var stór- hugurinn um framtíð ísl. land- búnaðar, að um ófyrirsjáan- lega framtíð, átti þáð að full- nægja þörf hans fyrir þessa áburðartegund. Hvergi minnzt á stækkunarmöguleika. Og þetta var hinn ágæti undirbún- ingur, sem fljótlega mátti hef ja framkvæmdir á að dómi Fram- sóknarflokksins. Málinu var vísað frá með rökstuddri dagskrá, og Ný- byggingarráði falinn frekari undirbúningur þess. En Vegna þessarar frávísun- ar linnti Tímirm ekki látlaus- um áróðri, um að hér hefði verið eyðilagt stórkostlegt framfaramál landbúnaðarins. Og auðvitað átti það allt að vera sósíalistum að kenna. En framhald sögunnar skýrir mál- ið nánar. Hvers vegna var bygglng verksmiðjunnar ekki hafin, ]>egar Framsókn. tók vlð stjórn landbúnaðarmála? Að tilhlutun Nýbyggingar- ráðs var málið nú tekið til frekari athugunar. Strax sum- arið 1945 fór dr. Björn Jó- hannesson utan til að kynna sér horfur á stofnunar- og rekstrarmöguleikum slíkrar verksmiðju og skilaði ýtarlegri skýrslu um förina að henni lokinni. Samkvæmt hans upp- lýsingum var engin vitglóra í því að byggja þá verksmiðju sem fyrirhuguð var 1944, óg betur skal skýrt síðar. Enda var nú skipuð ný nefnd til undirbúnings málsins. Laust eftir áramótin 1946— ’47 urðu stjórnarskipti og Framsókn tók við yfirstjórn landþúnaðarmála. Nú voru ekki lengur neinir „kommún- istar“ í stjórninni til að krefj- ast þess að áburðarverksmiðju- málið yrði. stöðvað. Frumynrþ- ið hans Vilhjálms Þór lá fyrir prentað í Alþingistíðindum. Með þann ,,góða“ undirbúning að bakhjarli sem Tíminn telur, var ekki lengi verið aö gera þa.ð að.lögum, og hefja fram- kvæmdir samkvæmt því! Þá voru líka til innlendir fjármun- ,ir. Samkvæmt skýrslum sjálfs Landsbankans voru erlendar gjaldeyrisinnstæður þjóðarinn- ar ca. 170 millj. um þe.ssi ára- mót. Það var því ’ ekkert hæg- ara en að taka nokkrar millj. af því, til byggingar verksmiðj- unnar og hefjast handa strax. En þetta var ekki gert. Og hvers vegna? Ómögulegt að reka litla verk- smiðju liallalaust. Þegar komið var fast að þinglokum árið 1948, þ. e. l-/<t ári eftir að „umbótastjórn" Stefáns Jóhanns Stefánssonar með Bjama Ásgeirsson í sæti landbúnaðarráðherra tók við völdum, var loks lagt fram nýtt frumvarp um áburðarverk- smiðju. Er þar gert ráð fyrir að vinnslugeta verksmiðjunnar verði 2500 tonn af hreinu köfnunarefni á ári. Enn fremur er þar ekki ein- göngu gert ráð fyrir fram- leiðslu ammoniumsnitrats, held- ur ðinnig ammóníum-fosfats, þ. e. blandaður köfnunarefnis og fosfórsýruáburður, sem bænd- unum er tvímælalaust hagstæð- ari. I athugasemdiun við frum- varpið segir svo: Haustið 1944 var lagt fyrir alþingi fmmvarp til laga um stofnun áburðarverksmiðju af þáverandi landbúnaðarráðherra Vilhjálmi Þór. Var málið m.a. lagt fyrir rannsóknarráð sem hvatti til að samþykkt yrðu lög um áburðarverksmiðju er tryggðu að hún yrði stofnuð þegar ástæður leyfðu. Eins og kunnugt er var mál- inu slegið á frest meðal annars á þeim grundvelli að tryggja bæri nægilega raforku til verksmiðjurekstrar áður en verksmiðjan yrði sett á stofn. I janúar 1946 akipaði Ný- byggingarráð neftid m. a.. til að rannsaka möguleika ó því að fá nægilega ódýrt rafmagn til að reka áburðarveriksmiðju hér á landi og yrði miðað við 2500 smálesta ársframieiðslu af köfnunarefni". Síðan fylgja orðnérttir kaflar úr áliti þessarar neftvJar, þar sem eftirfarandi alriiðum er slegið föstum,, áfitunt fl.: 1. Raforka er -tídri -lUBgikg til og verður-qklri fyrr -en að lokinni virijun Sogsins. :: 2. Því stærri aam-veaoBniðj- ' ’ an- er -því -ódýnari 'verður reksturinn. miðað við framleiðslueiningu, og þrví meiri trygging fyrir íið framleiðslan standist samkeppni við erient á- burðarverð. Um fyrra atriðið ægir orð- rétt: „Niðurstaðla, þeesara at- hugana verður því sú, að eins og sakir standa sé ekki fáanleg fnrmorica, -sem sé jafn hagstseð til neksturs og umframorka frá Sogs- stöðinni yrði að 'lokinni næstu virkjun, - sajnkvasmt framansögðu, og aX í ná- inni framtíð sé ekki að ræða um aðrar aflstöðvar, sem hafi nægilegt umframa.fi til ve tnis vinnsl u verksmiðju' ‘. En um síðara atriðið, hlut- föll framleiðslumagns og kostn- aðar birtir nefndin eftirfarandi töflu er gefur hugmynd um á- hrif á stofn- og rekstrarkostr- að. Eru þar m. a. þessar ni'ður- stöðutölur: Stærð Siofakostn Verðál lig. köfn unar- efnls 2500 tonn 20 millj. kr. 2,06 3600 tonn 25,7 millj. kr. 1,71 5000 tonn 30 millj. kr. 1,55 7500 tonn 39 miilj. ikr. 1,37 Þessar tölur tala skýru' máli. Þær sýna það, að eins og frum- varpið var lagt fyrir af þá- verandi landbúnaðarráðherra Bjarna Ásgeirssyni um vorið 1948 var ekkert vit í að lög- festa það óbreytt. Að byggja verksmiðju með 2500 tonna af- köstum hefði Verið sama og .að skylda ís’enzka bændur til að greiða áburðinn miklu hærra verði en vera þyrfti. Auk þess sem sú framleiðsla hefði verið allt of lítil, áður en hún var fulibyggð. Frumvarpið aðeins setlað til að sýnast. Það kom líka fljótt í ljós, að það var síður en svo mein- ingin að fara að byrja neinar framkvæmdir á þessu máli. Frumváfpið var ekki einu sinni látið koma til umræðu. Það var flutt til að sýna það, og nota sem nokkurs konar snuðtúttu handa bændastétt- inni, því eitthvað þurfti að sýna, 'vegna þess hve miklum póiitískum óhróðri var búið að þyria upp um Sósíalistaflokk- inn út af því að ekki var strax byrjað á byrjuninni 1945. Þannig stóð málið fram- á árið 1949. Mun framhald sög- unnar rakið í næstu grein. Paul Robeson hyggst kæra kugunina í Bandaríkjunum fyrir SÞ MeSferSin á svertingjum varSar við al- þjóðasáftmálann gegn þjóðamorðum Bandaríski söngvarinn og svertingjaleiðtoginn. Paul Robeson hyggst leggja fyrir SÞ kæru um að Bandaxíkja- stjórn drýgi þjóðarmorð með meöferðinni á svertingjum í Bandaríkjunum. Robeson hefur sótt um sér- stakt vegabréf til að fara til Parísar að leggja kæruna fyr- ir yfirstandandi þing SÞ. — Bandaríkjastjórn svipti Robe- son vegbréfi hans fyrir tveim árum og hefur hann síðan ver- ið nokkurskonar fangi í Banda- ríkjunum. í umsókn sinni bend- ir hann hins vegar á, að viður- kennt hefur verið að skuld- bindingar Bandaríkjanná gagii- vart SÞ ganga fyrir öllum úr- skiirðum banddarískra yfir- valda og dómstóla. Bandaríkin eru meðal þeirra landa, sem fullgilt liafa alþjóðasáttmðl- ann, þar sem þjóðamorð er lýst glæpur að ■ alþjóðalögum. I sáttmálanum er .þjóíamofð skilgreipt svo að það sé dráp eða andleg og líkamleg mis- þyrming á mönnum vpgna -kyn- þáttar þeirra. í kæruskjalj- inu, sem Robeson hyggst leggja Carlsen fagnaS í Lohðén Carlsen . skipstjóri ,á Flying Enterprise kom í gær til Lon- don og fagnaði mikill mann- fjöldi honum á járnbrautar-. stöðinni. Danski sendiherrann sæmdi hann Dannebrogsorðunni við. .veizlu í Sjómannaklúbbn- um, ':'i/ fyrir SÞ eru raJrin lumdruð dæma um að svertingjar hafa verið myrtir eða limlestir í Bandaxíkjunum fyrir engar sakir á siðustu árum. Hver bandarískur svertingi sviptur átta ámim af ævi sinni I kærmmi er skrá um öll þaú lög einstakna ríkja í Bandaríkjunum, sem miða að því að halda svertingjum niðri á stigi annars flokks borgara. Sömuleiðis er ralrið1 kynþátta- misréttið í washington, í hem- um, embættaveitingum og á öðrum þeim sriðum, sem Bandaríkjastjóm sjálf ber beina ábyrgð á. Þar er einnig .skýrt frá nið- urstöðúm opinb. hagskýrslna, sem sýna að vegna misréttis í kaupgreiðslum, atvinnumögú- leikum, . iiúsakosti, menntun. læknishjálp og aðgangi að sjúkrahúsum, deyja á ári hverjú 30.000 svertingjar vegna þess eins að þeir em svertingjar, hefðú þeir verið hvítir myndi þeim hafa orðið lengra lífs auðið. Meðalævi svertingja í Bandaríkjunum er átta árum styttri eoi hvítm manna vegna: þæs mifinéttw sem þeir eru beitir ftfrir opp- ruoa sinþ. ji-'Ú-Vs# £& V:& -IX.’ .K..I .w <j « wíCi Paul Robeson 30, marz- um Máir.utningur í niálun- um út af atburðúnum 30. niarz átti að hefjast fyr- ir hæstarétts í gær en var frestað vegna veikinda sæk jandans, Hermanns Jónssoaar. Var frestunsE miðuð við 28. janúar.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.