Nýi tíminn


Nýi tíminn - 26.06.1952, Blaðsíða 2

Nýi tíminn - 26.06.1952, Blaðsíða 2
II. 2.) — NÝI TÍMINN — Fiurnitudagnr. 26. júrn 1952 --•--- ÁSMUNDUR SIGURÐSSON: ---- MARSHALLAÐSTOÐIN \þ og áhrif hennar á efnahagsþráun íslendinga Hver er orsök eiúverandi kreppuásfands! Því fer þó fjarri, að kreppur séu neitt nýtt fyrirbrigði í auð- valdsheiminum. Þær hafa þvert á móti komið með nokkurnveginn jöfnu millibiii siðan kapítalisminn komst á legg en það eru nú á annað hundrað ár. Sú kreppa, sem okkur íslendingum er minnis- stæðust er kreppan mikla er hófst í Bandaríkjunum haustið 1929'og hér náði hámarki 1932—’33. Orsakir hennar hér á íslandi voru þær, að markaðir okkar fyrir útflutningsvörurnar hrundu svo gjörsamlega að saltfiskverðið féll nærri um %. Engir möguleikar ,voru til að venda snögglega yfir í aðra framleiðslu. Hraðfrystihús og íiskimjölsverksmiðjur bæði fá og lítil. Kjötfrystihús sömuleiðis. Það var því í fá hús að venda og íslenzka þjóðin varð að vera píslarvottur hinna miskunnarlausu lögmála er kreppur kapitcd- ismans fylgja. Afleiðingin varð hin sama og annarsstaðar gerðist í slíkum tilfellum, atvinnuleysi, gjaldþrot fyrirtækja, framleiðslu- stöðvun. Þessi kreppa stafaði því að mestu af fyrirbærum, sem gerðust utan okkar lands en við voruð háðir sökum viðskipta- legrar aðstöðu. Nú er aftur skollin önnur kreppa yfir íslenzkt atvinnu- og efna- hagsiíf. En nú eru ástæður allt aðrar. Einkennin eru hin sömu heima fyrir, fjárhagserfiðleikar, yfirvofandi gjaldþrot fyrirtækja, ög þar af leiðandi almennt atvinnuleysi ásamt minnkandi kaup- ■getu. En ástæðan er ekki markaðshrun eins og áður var. Ekki held- ur verðlækkun á útfluttum afurðum. Enn þá síður skortur á fram- leiðslugetu. Af öllum tegundum útflutningsframleiðslunnar gátu íslendingar selt meira en þeir höfðu á boðstólum á síðasta ári. Verðið var hækkandi svo sem útflutningsskýrslurnar sýna. Framleiðslutækin voru þó engan veginn notuð til fulls, sér- staklega þau, sem ætluð eru til að fullnýta sjávaraflann, s. s. hrað- frystihús, fiskimjölsverksmiðjur, fiskþurrkunarhús o. fl. Manni verður eðlilega á að spyrja: Hvað veldur þessunt ósköpum? íslendingar hafa eignast 40 nýja togara á síðustu fimm árum. Þeir hafa eignast tugi nýrra fiskibáta, og þó er munurinn jafnvel mestur á sviði fiskiðnaðarins, það er möguleikarnir til að gera sem mest gjaldeyrisverðmæti úr hráefni því sem aflast. Markaðirnir eru nægir og verðið hækkandi. Og í viðbót við allt þetta höfum við fengið 500 millj. í Marshali- aðstoð á þessum árum. Samt er stöðvun, kreppa og atvinnuleysi. Ástæður núna eru því alveg hinar gagnstæðu við það, sem var í kreppunni fyrri, þótt ástandið virðist nú ætla að verða hið sama eða verra. Til þess að öðlast skilning á þessu einkennilega fyrirbrigði er nauðsynlejgt að skilja hið raunverulega eðli Marshalláætlunar- innar og þeirrar fjármálasteínu er fylgt hefur verið samkvæmt skilyrðum hennar. í íljótu bragði mætti virðast, sem undir öllum kringumstæðum væri það til stórra hagsmuna hverri þjóð, að fá gefin stór fjárframlög bæði til framkvæmda sinna og neyzlu. En í reyndinni verður málið miklu flóknara. Gildi fjármagnsins verður fyrst og fremst að dæma eftir áhrifum þess á framleiðslutekjur og þar með auðsöfnun þjóðarinnar, þ. e. eí'nahagsþróun hennar. Til frekari skýringar má segja að um þrennskonar fjármagn geti verið að ræða. í fyrsta lagi eigið fé, sem þjóðin hefur aflað með vinnu sinni, það er tvímælalaust hag- stæðasta tegund fjármagns, sem um er að ræða, því henni íylgja engar skuldbindingar hvorki vaxtagreiðslur né annað, a. m. k. sé litið á þjóðarheildina. Önnur tegund er lánsfé, sem fengið er á hreinum viðskipta- grundvelli, en þjóðin getur að öðru leyti ráðstafað að eigin vild, en greiða þarf með vöxtum og afborgunum, er aftur höggva skarð í afrakstur framleiðslunnar. Þó er almennt viðurkennt réttmæti þess að nota slíkt fjármagn en verður hinsvegar að'metast eftir aðstæðum í hvert sinn. í mörgum tilfellum er gjörsamlega ómögu- leg't að hrinda nauðsynlegum verkum í framkvæmd án lánastarf- semi, enda allt bankakerfi hins kapítalistiska heims byggt á þeim grunni. Þriðja tegund íjármagnsins er svo gjafaféð. Það er að vísu fremur sjaldgæft að slíkt fjármagn sé á boðstólum í miklum mæli, en á vorum dögum gerast margir undarlegir hlutir. En fróðlegt væri að vita, hvort jafnvel hinir sögufróðustu menn, þekkja þess jnokkur dæmi úr mannkynssögunni, að ein þjóð hafi gefið annarri stóra fjármuni í öðrum tilgangi en að kaupa þá sem gjafirnar fékk. Þessi fjáröflunarleið, að láta gefa sér, er auðveld. Það virð- ist ekki amalegt að taka við fjármagni og þurfa hvorki að vinna fyrir því eða greiða það aftur. Reyndin er þó sú, að þetta er hættulegasta fjáröflunarleiðin. Það er þessi fjáröflunarleið, sem veldur þeirri kreppu, sem nú er að þjaka íslenzkt atvinnu- og efrn- hagslíf, þótt mörgum kunni að þykja ótrúlegt. Þetta v.erður ijc-st við að athuga áhrif þessa fjármagns á efnahagsþróunina innbyrðis, einkum ef féð er notað til annars en fjárfestingarframkvæmda. Á stríðsárunum eignuðust íslendingar allmikla fjármuni. Þjóðin komst í fyrsta sinn í þá aðstöðu að geta hafið uppbyggingu atvinnu- vega sinna fyrir eigið fé. Þessu fylgdu engar kvaðir, hún var ein- ráð um framkvæmdirnar og á þeim hvíldu engar vaxta- og afborg- anagreiðslur til erlendra aðila. Þær millj., sem þjóðin hefur tekið að láni síðan hafa að sumu leyti verið notaðar til fjárfestingar en að öðru leyti til neyzlu- og rekstrarvörukaupa. Sá hlutinn sem fer til fjárfestingar á að skapa arðbæra eign, en hitt er að Jifa fyrir fram á tekjum sem þjóðin á eftir að vinna fyrir síðar. Ekki verður þetta sagt um gjafaféð mun margur segja, og er rétt að því leyti að ekki mun- beint þuría að greiða það aftur með vöxtum. Eins og fyrr er sagt hefur okkur nú verið talin til gjaía itúmlega 43C millj. ki. xniðaðvvið núveiandi gengi. Það eru tvö atriði, sem fyrst og fremst skipta her máli: Ahrif þessa fjármagns í efnahagslífinu, og skilyrði þau sem varð að hlíta til að fá það í hendur. Fyrsta reynslan lcom í sambandi við freðfiskinn sem fór til Þýzkalands haustið 1948. Vegna þess að búið var að eyðileggja viðskiptin við Sovétríkin vegna Marshallsamningsins stóð ríkis- stjórnin í hreinu öngþveiti með að selja stóran hluta af freðfisk- framleiðslunni. Þetta þurfti að hilma yfir og því var það ráð tekið að dylja þessa staðreynd undir því yfirskyni að hér væri um sölu að ræða, sem væri árangur af starfi efnahagssamvinnustofnunar- innar. En eins og sézt á því, sem sagt er hér að framan þá var íslendingum úthlutað þessu sem óafturkræfu Marshallfé, með öllum þeim skilyrðum sem Marshallgjöfum fylgdu. En til þess að forða ríkisstjórninni frá þeim örlögum að standa uppi með stóran hluta freðfisksframleiðslunnar alveg óseljanlegan og láta grotna niður í geymslunum, og þjóðina þannig sjá greini- lega afleiðingar þess að viðskiptin við Sovétríkin voru úr sög- unni, þá var þetta ráð tekið. Að fá leyfi til að gefa hann í staðinn fyrir gjöfina. Þar með var raunverulega farinn undan ráðstöfunar- rétti ríkisvaldsins þessi hluti framlagsins, 57 millj. kr. af þeim 432, sem okkur hafa fram að þessu verið reiknaðar sem gjafir, því auðvitað várð að greiða andvirðið til fiskframleiðendanna. Það má líka segja þetta á þann hátt, að ríkisstjórnin fékk leyfi til að kaupa innlenda framleiðslu fyrir Marshallféð og gefa hana siðan út úr landinu. Hins vegar hefur greiðst úr markaðsmálunum síðan einkum á síðasta ári, sem er að þakka bæði auknum möguleikum í Suðaustur-Evrópu, þar sem okkar beztu markaðir eru nú, og stríðsundirbúningi þjóðanna í Vestur-Evrópu, sem sífellt leggja meiri og meiri áherzlu á hergagnaiðnaðinn er kemur niður á ann- arri framleiðslu. En 375 millj. höfum við þó sannanlega fengið að gjöf til fullrar ráðstöfunar segja menn þá og er það rétt á sina vísu, auk þeirra 70 millj., sem við fengum að láni. Það hefði því sannanlega mátt ætla að atvinnulif okkar hefði nú staðið á traust- um fótum og efnahagur einstaklinganna verið glæsilegur eins og þjóðinni var lofað, þegar „viðreisn“ þessi hófst. Reynslan er hin gagnstæða. Um langan tíma hefur atvinnulífið ekki átt jafn erfitt upp- dráttar og nú. Um langan tíma hefur atvinnuleysi ekki herjað jafn ægilega og nú. Um langan tíma hefur allur fjöldi einstak- linga ekki séð fram á jafn erfiða lífsafkomu og einmitt nú. Þannig er ástandið, þegar hinni stóru „viffreisnaráætlun“ er aff ljúka. Það er því engin furða, þótt margur spyrji hvað þessu geti valdið. Svarið liggur beint fyrir. Ástæðan er sú opinbera stjórnar- stefna, í fjármálum óg atvinnumálum, sem innleidd var hér á landi, með inngöngu íslands í Marshallkerfið samkvæmt þeim skilyrðum, er henni fylgdu. Svo sem fyrr er sýnt fram á með tilvitnunum í ýmsar greinar samningsins eru þessar skuldbindingar geysi víðtækar. Strangt eftirlitskerfi með hagnýtingu auðlinda ísl., íhlutun Bandaríkjastjórnar um tilteknar framkvæmdir, skuldbind- ingar að hlíta fyrirmælum um afgreiðslu fjárlaga, gengis- skráningu o. fl. sambr. 2. gr. samningsins. Ákvæðið um mótvirðissjóðinn, sem þýðir raunverulega að veita Bandaríkjastjórn umráðarétt yfir ótiltekinni fjárhæð í íslenzkum krónum gegn afhendingu á vörum sem Banda- ríkjastjórn ákveður verð á, en látnar eru í té sem óaftur- kræft framlag sambr. 4. gr. samningsins. Að veita Bandaríkjunum forkaupsrétt „með sanngjörnum söluskilmálum á efnivörum, sem þau telja sig þurfa á að halda og afsala sér þar með rétti íslendinga til frjálsrar verzlunar með þessar vörur sambr. 5. gr. samningsins. Að gefa ríkisstjórn Bandaríkjanna nákvæma skýrslu hve- nær og hvernig scm óskað er, um innanríkismál íslands, framleiðslu, efnahag, framkvæmdir og verzlun, samanbr. 7. gr. samningsins. Að hefja áróður fyrir þessari utanríkisstefnu Bandarikj- anna (kallað að veita almenningi fullkomnar upplýsingar), sem þýðir í reyndinni að blekkja islenzku þjóðina til fylgis við þessa stefnu sambr. 8. gr. samningsins. Að taka á móti sendinefnd frá stjórn Bandaríkjanna til þess að hlutast til um atvinnumál og.stjórnmál íslendinga, veita henni sömu forréttindi og sendiráði og greiða kostnað við hana í íslenzku fé ef „aðstoð er veitt“. Þessum skilyrðum öllum hefur verið trúlega fylgt og meira þó, því við þau hefur stjórnarstefna íslands verið miðuð þessi árin. Til enn þá frekari skýringar skal þó minnst á ummæli hins ameríska eftirlitsmanns Benjamíns Eiríkssonar, um það hvernig æskilegast sé að nota Marshallíéð. Eru þau tekin úr áliti hans um hagmál sem fyrr er á minnst. Þar segir svo: „Meðan ekki hefur skapast peningalegt jafnvægi er nauðsyn- legt að féð verði notað á þann hátt, að sá munur, sem er á fjárfestingu og sparifjármyndun hverfi“. Sá munur hverfi, sem er á fjárfestingu og sparifjármyndun, er þýðir sama og það að fjárfestingin má ekki íara fram úr sparifjármynduninni. Þetta þýðir að þjóðin má ekki taka lán til neinna framkvæmda, hversu arðvænlegar, sem þær kunna að vera. Hún-má ekki kaupa ný atvinnutæki, ekki byggja hús, ekki leggja vegi eða byggja brýr, fyrir meira fé en hún hefur aígangs af eigin framleiðslutekjum á hverjum tíma, þegar hún hefur greitt sínar neyzlu- og rekstrarvörur. Samkvæmt þessari kenningu hefði allt Marshallféð átt aff fara til eyðslu. Ekkert til fjárfestingar. Framhald á.6. EÍðu • Laugavatns- stúdentar Framhald af 5. siðu. verið í kaupavinnu heima hjá sér. — Jú, ég get farið heim til pabba og verið þar í sumar, en hann getur ekki kostað mig næsta vetur. PABBI MINN ER ATVINNU- LAUS Á VETURNA. — Getur þú ekki fengið eitthvað að gera í sumar heima hjá þér? spurði ég hinn. — Nei, þar er ekkert að gera í sumar. Ég get því ekki farið heim. Ég get ekki legið heima og bara borðað, Pabbi minn á. þrjú börn innan við fermingu og er atvinnulaus á veturna. KVEÐJA TIL ÞJÓÐVILJANS Fleira spjölluðum við, en. sem lesendur verða ekki þreyttir á. Að lokum sögðu þeir: Skilaðu kveðju og þökk- um frá okkur Laugvetningum til Þjóðviljans fyrir allar góð- ar greinar sem hann hefur flutt. ★ Ekki veit ég hvernig Laug- vetningunum hefur gengið að fá vinnu síðan ég ræddi við þá. í bjartri sumarnóttunni. Blað Framsóknar, Tíminn, hefur mikið skrifað um nauðsyn menntaskóla á Laugarvatni svo fólkið í hinum dreifðu byggð- ,um geti „gengið menntaveg- inn“. Daginn áður en framan- skráðar viðræður við fyrstu Laugarvatnsstúdentana áttu sér stað voru þessar fyrirsagn- ir á einni og sömu síðu Tím- ans: „Refurinn var aö ráðast að lambi á þjóðveginum", „Dýrbíts hefur orðið vart í Sléttuhlíð“, „Carlsen veiddi um 50 minnka ....“, „Tvö tófugreni fundin á Barða- strönd“. — Já, Tíminn er nask ur á að skynja hjartslátt þjóð- lífsins, skýra vandamál þess og skilja hváð útheimtist til þess að fólkið í dreifbýlinu „geti gengið menntaveginn“. J. B. ‘m ★ Skýrslur Morgunblaðs- iiis um þrælahald austan járn- tjalds eru eins og kunnugt er allajafna hinar fróðlegustu, enda virðist verksmiðja sú er framleiðir þær lítt sjást fyrir um afköstin. Mun hún þó hafa náð einu sínu glæsilegasta meti á laugardaginn var. Þann dag stendur á 1. síðn Morgunblaðsins að í Tékkósló- vakíu séu 179 þrælabúð- i r m e ð 2 5 0 þ ú s u n dir þræla. En á 11. síðu sama tölublaðs eru búðirnar orðn- ar 24 7 og þrælarnir 35 0 þusund. Með öðrum orðum: á jiessuin tíu moggasíðum liefur fangabúðunum fjölgað um 68 og þrælunum um 100 þús. — en það þýðir að hver síða framleiði að ineðaltali nærri 7 þrælabúðir og 10 þús. þ r æ 1 a. ★ Geri aðrir betur. Vísillínn Framhald af 7. síðu. sundur hina samanklesstu bandarísku vél, en ókleift hefði verið að komast inni hana með handafli. Umboö fyrir vís- ilbílana hefur. Þórir Jónsson & Co.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.