Nýi tíminn


Nýi tíminn - 23.10.1952, Blaðsíða 2

Nýi tíminn - 23.10.1952, Blaðsíða 2
'2) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 23. október 1952 MEÐAN FÓLKSÐ SVAF Aðfangadag jóla 1910 sendi bandaríski ræðismaöurinn í Rvík Bertel E. Kunihoim, yfirboðara sín- um Cordell Hull, orðsendingu frá utanríkisráðherra Islands. Ráð herrann Stefán Jóhann Stefánsson, spurði hvernig hæstvirt Banda- ríkjastjóm tæki því ef til kæmi beiðni frá Alþingi um hervernd lslands. 1 orðsendingunni kvaðst Stefán Jóhann Stefánsson áhyggju- fullur vegna þess að þýzkt her- nám kynni að vofa yfir landinu ef aðstaða Bretlands versnaði. Bandariski utanríkisráðherrann svaraði 18. janúar 1941 að þeir hefðu samúð með hinum kvíðandi íslenzka ráðherra og skyldu hafa alvarlega í huga samband Banda- ríkjanna og Isiands en Banda- ríkjastjórn vildi engar skuldbind- ingar á sig taka að svo stöddu. Bandaríkin vildu áskilja sér fullt athafnafrelsi svo þau ættu hægt með að snúast við hverjum þeim atburðum er snertu hagsmuni Bandaríkjanna. 1 júní 1941 lýsti brezka stjórn- in yfir því i Washington að hún væri reiðubúin að láta brezka hernámsliðið á Isiandi víkja fyrir Bandaríkjaher. Forseti Bandarikj- anna ákvað þá að framkvæma þau skipti. (Sbr. The Memoirs of Cor- dell Hull, bls. 946-947). Hvar er íslenzkra heimilda að leita um þessa örlagaþrungnu at- burði Islandssögunnar? Hvar er að leita frásagna, skýrslna og skjala íslenzkra rikisstjórna um íslenzk utanríkismál? Skyldi hitt reynast rétt, að aldrei hafi is- lenzk ríkisstjórn látið svo lítið að fræða þjóðina um þessa mála- leitun Stefáns Jóhanns Stefáns- sonar, sem hann gerir af hálfu Þrig'gja íslenzkra stjórnmálaflokka, Alþýðuflokksins, Sjálfstæðisfiokks- ins og Framsóknar; og hefuf nú vegna framhaldandi baktjalda- makks þeirra sömu flokka við stjórn erlends stói’veldip oiðið að upphafshlekk særandi hernaðar- fjötra og erlendrar íhlutunar um allt þjóðiif Islendinga. Frásögnin i greinarbyrjun þræð- ir stúttorða lýsingu Cordells Hulis á þvi hvernig bar að bandaríska heríiámið 1941. Fýrst hin vanhugs- aða orðsending Stefáns Jóhanns Stefánssonar, Hermanns Jónasson- ar, Ólafs Thórs, Eysteins Jónsson- ar og Jakobs Möllers, sem svar- að er á þann kaldrifjaða hátt sem einkennir slík millirikjavið- skipti eigi þau að fara leynt: Bandarikin kæra sig ekki um að gefa neinar suldbindingar um her- nám Islands, á því stigi stríðsins var það ekki fullljóst að hagsmun- um Bandarikjanna væri bezt borg- ið með slíkri ihiutun í Evrópu. Og svo nokkrum mánuðum siðar afhendir brezka stjórnin landið bandariskum her. Samtímis því að sá her er að stíga á land eftir margra mánaða undirbúning, er settur á svið hinn hörmulegi sjónieikur á Alþingi Islendinga, opinská háðung við sjálfsákvörð- unarrétt smáþjóðar, alþingismenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Alþýðuflokksins samþykkja það sem hið erlenda stórveldi fyrirskipaði, voru látnir biðja um það hernám sem þegar var verið að framkvæma. Reynt var af al- efli að blekkja þjóðina um það sem raunverulega gerðist, áróður- inn barnalegi um gæzku og dá- semd og göfuglyndi. hins erlenda stórveldis sem svo hrottalega tróð undir járnhæl frelsi Islands og sjálfstæði hófst í lceyptum mál- gögnum hinna seku flolcka, er þá þegar höfðu lcosið sér hlut. ★ Sagnf ræðingum f ramtíðarinnar, í frjálsu Islandi, mun reynast örð- ugt að skilja hvernig foi-ystu- menn þriggja stjórnmálaflokka á Islandi gátu lagzt jafn lágt og þeir hafa gert áratuginn 1941—’51, hversu blygðunarlaust þeir smeygðu hernámsfjötri stórveldis á þjóð sína. Hitt mun þó eldci síður undrunarefni hve vel þeim tókst að leyna þjóðina hinu sanna um ætlanir sínar og athafnir, dylja stóran hluta hennax þess sem gerðist að tjaldabaki, allt frá hernámsbeiðni þjóðstjófnar- innar á aðfangadag 1940 til undlr- búnings hins grímulausa hernáms á friðartima 1951. Hvernig verður það skilið síðar meir að opinberir stjórnmálaleiðtogar, sem hika ekki við að gera sjálía sig að vesælum ómerkingum hvað eftir annað, geti villt mönnum svo sýn að fiokkar og kjósendur halda áfram að láta eins og þetta séu heiðar- legir menn? Hvernig verður litið á þá svardaga ráðherra og þing- manna, þríflokkanna að aldrei skuli koma til herstöðva á Islandi á friðartímum, í ljósi þess er gerðist vorið 1951. * Hvernig er hægt að stinga heil- um þjóðuni þann svefnþorn að þær látl misþyrma ser eins og þríflolckarnir í þjónustu Banda- ríkjaauðvaldsins hafa misþyrmt ís- lenzku þjóðinni þennan áratug? Ekki sízt sú spuming mun framtíðarmönnum torráðin. Þeg- ar flett er sögublöðum þessara ára sést sú stórmerka staðreynd, að á öiluiii stigum himuir banda- rísku ásælni hefur þjóðin verið vöruð við, hefur lienni verið sagt hvernig verið væri að mis- þyrma henni andvaralausri, fjötra hana og kefla. Á hverju einasta stigi hinnar bandarísku ásæini hefur Sósíal- istaflokkurinn barizt gegn myrkra- öflunum sem fært hafa þjóðina í fjötrana, þingmenn hans og blöð skýrt fyrir þjóðinni hvað væri að gerast. Elcki seinna en í febrúar 1941, tveimur mánuðum áður en Þjóðviljinn var bannaður, fletti hann ofan af balctjaldamakki ís- lenzku þriflokkanna við Banda- rikjastjórn og varaði við afleið- ingunum. Baiátta þingmanna Sósí- alistaflokksins við hin örðugustu skilyrði gegn bandarísku ásæln- inni mun lifa í íslandssögunni með heiðum ljóma þeirra tinda sem hæst ber í sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar; barátta göfugs málstað- ar, málstaðar Islands, gegn hrædd- um og hugvilltum landráðalýð. Og nú þegar ætti ein staðreynd þess- ara ára að nægja til að vekja margan mann: 'Eina htóiárás Bandarílcjamanna sem þjóðin fékk að vita um í tíma og hrundlð var — iiin ósvífna lcrafa Bandarílcja- stjórnar 19-15 iim herstöðvar á ls- iandi til 99 ára — fékk þau örlög vegna þess og þess eins að Sósí- alistaflokkurinn átti þá menn í ríkis3tjórn Islands, það var staðið á verði um má’stað Islands aila leið upp í stjórnarráð. Og Banda- rikjastjórn skiidi að það varð að fara lævislegar að til að smeygja fjötrinum á Islendinga — og fyrsta skilyrðið var að hrekja ný- sköpunarstjórnina frá völdum og í staðinn bandarískar lepp- stjórnir. Það tókst, vegna land- ráða stjórnmá’amanna og and- varaleysis þjóðarinnar. Upp frá því telcur hin ömurlega„fígúra“ Bjarna Benediktssonar, hins ís- lenzka La.vals, að varpa landráða- skugganum um allt þjóðlíf Islend- inga. 'Á' Er hægt að vænta þess að þjóð- in vakni af þeim dvala sem gert hefur óþurftai-möunum hennar fært að iauma á hana banda- rísku fjötrunum? Margt bendir til að almenningur í Sjálfstæðis- flokknum, Framsókn og Alþýðu- flokknum sé farinn að rumska, sjái óljóst í svefnrofunum hvílík óhæfuverk hafi verið unnin á þjóðinni meðan mikill hluti henn- ar mókti andvaralaus og treysti orðum manna eins og Bjarna Ben., Eysteins Jónssonar og Ste- fáns Jóhanns Stefánssonar. 1 her- búðum aJlra þessara flolcka grípur nú um sig sá ótti að fólk- ið vakni og skilji, — viðbrögð lýð- skrumskompásanna Ramiveigar og Gyifa sýna stefnu óttans. Megi þjóðsvikararnir í þríflokk- unum skjálfa af ótta við skiln- ingsauka íslenzku þjóðarinnar. Megi þeir sjá og finna að sú stund kemur er allir þjóðhollir lslendingar valcna ti! vitundar urn íllvirkin sem leppar hins erlenda valds frömdu á andvaralausri þjóð áratuginn 19-11—1951. Sú stund er skapast þjóðfylking Islend- inga úr öllum flokkum gegn er- lendri áþján, gegn hernámi lands- Imi. s. G. r leigwnon eyniþjónustunnar arnjupaoir Áttu aS annast morS kommúnista og sósialdemokrata ef til striSs kœmi Vestur-þýzk stjórnarvöld hafa komið upp um leyni- félag fyrrverandi liðsforingja 1 þýzka hernum, sem átti aö láta til sín taka, ef til styrjaldar kæmi viö Sovétríkin. gegn kommúnistum og sósial- demokrötum. Þessi félagsskapur er sér- deild, æskulýðssamtaka. þýzka afturhaldsius Bund Ðeutscher Jugend (BDJ), kölluð „tækni- þjónusta“. Leiðtogi hans er varaformaðurBDJ, Gerhard Pet- ers, Frankfurt. Hlutverk „tækniþjónustunn- ar“ var að heyja skæruhemað i baklandi sovéthersins, sprengja Þetta upplýstist í ræðu, sem Georg August Zinn, forsætis- ráðherra sósialdemokrata í vest- urþýzka fylkinu Hessen hélt þar í þinginu á miðvikudag- inn. Zinn sagði, að þessum félagsskap hefði verið komið upp fyrir bandarískt fé og hefðu meðlimir hans verið æfð- ir í skæruhernaði. Jafnframt hefði verið ætlunin að beita honum i stjómmálabaráttimni lléílækari arnrnr AlþýOra- sambarads ¥.-Þýzkalands sigraði á §ainliaiidsþiiigi Viö stjórnarkosningu í Alþýðusambandi Vestur-Þýzka- lands í gær fékk róttækari armur sambandsins yfirhönd- ina. Hægrikratinn Cliristian Fette, sem verið hefur formaður sam- bandsins undanfarin tvö ár, féll við forsetakjörið í gær en kosn- ingu hlaut Walter Freitag, sem verið hefur formaður sambands málmiðnaðarmanna. Harðari barátta gegn her- væðingunni. Fréttaritarar í V-Þýzka'andi segja að kosning Freitag muni þýða það, að Alþýðusambands- stjórnin muni taka upp harðari stefnu í kaupgjaldsmálum en fymi stjórn fylgdi og ekki s'kirr ast við að leggja í vinnudeilur til að fá kröfum verkamanna framgengt. Einnig muni and- staþa sambandsstjórnarinnar gegn samningi þeim um her- væðingu V-Þýzkalands, sem Ad- enauer forsætisráðherra hefur gert við Vesturveldin, harðna til muna. Fette lagði allt kapp á að hafa gott samstarf við vestur- þýzka stóratvinnurekendur og hann var fylgjandi hervæðingar samningnum. Bæði hann og Freitag eru sósia’demókratar. Félag réitækra stúdsnta: Hernámsliðið haldi sig innan girðingar Keflavíkurflngvallar „Fundur haldinn í Félagi .róttækra stúdenta 16. okt. 1952 bendir á hina aukim hæt'u í samskiptum við bandaríslia hernámsliðið sem er fólgin í því háítariagi þcss að klæðast borgarlegum fötum í hæjarrápi sínu. Funduriiui mótmælir harðlega þessari lymskufullu til- raim bandaríslta hernámsstjórans til að smygla her- mönnum inná ísienzk heimili og krefst þess að þeim verði haldið innan girðingar á Keflavíkurflugvelli.“ brýr, birgðastöðvar, o.s.frv. — Síðar áttu skæruliðarnir að hörfa suður fyrir Alpa og gera þaðan árásir á land á valdi sovéthersins. 18. september sl. gerði vest- urþýzka lögreglan húsrannsókn á skrifstofum BDJs í Frank- furt og nokkrir af leiðtog- um æskulýðssambandsins voru handteknir. Saksóknari ríkisins í Karlshuhe fékk mál þeirra til meðferðar, en hann lét sleppa þeim úr fangelsinu á þeirri forsendu, að BDJ væri stofnað að tilhlutan bandarísku yfirvaldanna í Þýzkalandi. Ein deild „tækniþjónust- unnar“ nefndist Abwehrdi- enst (gagnnjósnir), og ldut- verk hennar var að húa til skrá yfir það fólk, sem telja mætti „óáreiðanlegt“, ef til styrjaldar kæmi við Sovét- ríkin, og hún átti jafnframt að sjá um að gera þetta fólk „óskaðlegt“, skjóta það, ef með þyrfti. Zinn sagði að sannanir fyrir þessu hefðu fengizt í skjölum, sem fund- usit á skrifstofu BDJ. Lög- reglan hafði tekið 15 arltir með nöfnum kommúnista og 80 með nöfnum sósíaldemo- krata, þ.á.m. þingmanna á fylkisþingum og vesturþýzka ríkfsþinginu, ráðherra í fylk- isstjórnum og annarra þekktra stjóramálamanna. Fonnaður „tækniþjónustunn- ar“, Peters, hafði búið hjá Bandaríkjamanni i íbúð, sem heyrði undir bandaríska her- námsliðið í Frankfurt, og þessi Bandaríkjamaður hafði komið í veg fyrir handtöku hans. Zinn sagði, að hann hefði fengið vitneskju um þennan fé’agsskap 2. október. Banda- ríska herstjórnin viðurkeimdi, að félagsskapnum hefði verið falið það hlutverk ef til styrj- a.1d,3-r.,kæmi, að: fteui.i^ skejipnd- arverk að baki viglínunnar, en hélt þvi fram að ákveðið hefði verið að leysa hann upp og liann hefði verið lagður niður í septemberlok. — Herstjómin hefði nú ákveðið að rannsaka hve mikið bandariskir liðsfor- ingjar liefðu vitað um félags- skapinn og þá starfsemi hans sem beint var gegn þýzkum só- síaldemokrötum. ÞýzkaSandi Rannsóknarlögreglan í V.- Þýzkalandi hefur gefið út að- vörun til ungra stúlkna um að vara sig á Iivítri þrælasölu. Lögreglan kveðst hafa komizt á snoðir um að fögur og traust vekjandi kona milli tvítugs og þrítugs liafi ferðast urn og ráð- ið að minnsta kosti tug tvítugra stúlkna til starfa í næturldúbb í Súdan í Afriku. Við rannsókn hefur komið í ljós að klúbbur- inn er ekki til en samningai’n, ir, sem stúlkumar hafa verið fengnar til að skrifa undir eru svo lævíslegir að þær væru al- veg á valdi „vinnuveitendanna". Meðal annars skuldbinda þær sig til að starfa „í öðmm hús- um“ og að hafast við meðal gestanna „klæddar kokteilkjól- iim" eftir sýningámar. BREZKT HERLIÐ SENT TIL KENYA I ÁFRIKU leymféag Ifsíkumanra gezir bíezku lögreglunni erfitS fym. Brezk hersveit var í gær flutt í flugvélum frá Suez- héraði til Nairobi, höfuöborgar Kenya sem er í austur- nluta Mið-Afríku. í Kenya, sem er brezk ný- lenda, hefur leynifélag, sem kallast maú-maú, imdanfarna mánuði gert lögreglunni erfitt fyrir og er hersveitin send henni til hjálpar. Tilefni þess var sagt, að leynifélagið hefði kveikt í klúbbi Evrópumanna, skammt fyrir utan höfuðborgina í fyrra- dag. Undanfarna mánuði hefur verið ráðizt á bæi Evrópu- manna í nýlendunni, gripahús þeirm brennd til kaldra kola og beitiland þeirra eyðilagt með eldi. Lögreglan hefur liandtekið 10 manns, sem grtmaðir eru um þátttöku í ’árásinni á klúbb- húsið. Um 40 aðrir voru hand- teknir fyrir að hafa verið á leynifundi félagsins. Þrír vom handteknir fyrir morð á inn- bornum lögregluþjóni í brezkri þjónustu og 27 fyrir að hafa verið í vitorði með þeim. 1 Nairobi hafa verið myndað- ar sjálfboðasveitir Evrópu- manna til aðstoðar lögreg’unni og sóttur hefur ver'ð liðsstyrk- ur úr þeim héruðum nýlend- unnar, þar sem leynifé’agið hefur ekki gert vart vi'ð sig hingaðtil. -H* StM': iui’ •OOf&'í öááí 'gtelíVd gO ð;.foid /■ISSteZ’Sb- ví-.í.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.