Nýi tíminn - 23.10.1952, Blaðsíða 4
4) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 23. október 1952
NÝI TlMINN
Úttfefandl. Samelnlnicarflokkur alþýðu — SósíaUstaflokkurlnn.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásmtmdur Sigurðsson
Áskriftargjald er 25 krónur á ári.
Orelnar i blaðið sendist til ritstjórans. Adr.: AfgrelOaln
Nýja tímans, SkólavörSustíg 19, Reykjavík
AfgrelBsla og auglýsingaakrifstofa Skólav.st. 19. Síml 7500.
Prentsmlffja ÞjóSvUjans h.f.
„ Pólitískt samstarf verkamanna
í og bænda
Fyrir um það bil einum áratug hafði allmjög tekizt aö.
vinna þeirri skoðun fylgi meðal hinna vinnandi stétta.
þessa þjóðfélags að þær ættu sameiginlegra hagsmuna aö
gæta, og ættu þar af leiðandi aö sameinast 1 pólitísku
samstarfi. í samræmi við þaö kom fram hugmyndin um
bandalag vinnandi stétta, sem sameinað afl alþýðunnar
til áhrifa á Alþingi og ríkisstjórn, er nægðu til að skipu-
leggja atvinnu, efnahags- og fjármálalíf þjóöarinnar þann-
ig.að uppi sé haldiö nægri atvinnu, fullri nýtingu fram-
leiðslutækjanna og öllum þar meö tryggö góð afkoma.
Þesgi hugmynd um bandalag vinnandií stétta. hlaut
þegar í stað fullkomna andúð pólitískra leiðtoga borg-
araflokkanna, sem þykjast sjá sínum völdum bezt borg-
iö með því að ala á sundrung meöal þeirra aðila, sem
beint vinna við framleiðslustörf hinna einstöku atvinnu-
vega, því það vita hinir borgaralegu flokksleiðtogar vel
að pólitískt samstarf vinnandi stétta þýðir minnkandi
völd þeirra í bráð og lengd. „Deildu og drottnaðu^
hefur því verið þaö kjörorö, sem leiðtogar Sjálfstæðis-
flokksins, Framsóknar og Alþýðuflokksins hafa unnið eft-
ir og markað hefur aöalstefnu þeirra í málefnalegri fram-
komu gagnvart umbjóðendum sínum úr alþýðustéttum
þjóðárinnar um áratugi. Því miður hefur árangur þessa
orðið miklu meirl en skyldi, vegna þess hve erfitt er fyrir
allan almenning áö sjá í gegn um þann blekkingarhjúp,
sem sveipaö er utan aö málefnum hans. Sérstaklega er
þetta auðvelt gagnvart þeim tveim framleiðslustéttum,
sem hér er sérstaklega rætt um, vegna þess aö þar er not-
uð andstaðan sem í hverju auövaldsþjóöfélagi skapast
milli fjármagnsins og vinnuaflsins.
Það er tiltölulega auövelt fyrir ósvífin flokksáróöurs-
tæki að telja íslenzka bóndanum trú um, að vegna þess
að hann sækir ekkl atvinnu sína til atvinnufyrirtækja
sem eru í eign honum óviðkomandi aöila þá eigi hann
málefnalega og hagsmunalega samstöðu með stærstu at-
vinnurekendunum, sem hafa milljónir og milljónatugi í
veltunni í atvinnurekstri sínum.
Á sama hátt tekst sömu áróðurstækjum aö blekkja
verkamanninn á því, að bóndinn þótt smábóndi sé hefur
framfærslu af eigin fyrirtæki og fram hjá því Htið, að
það fyrirtæki er áð stórmn meiri hluta aðelns leiðin til at-
vinnnusköpunar eigin fjölskyldu. Og báðum hættir við áð
sjást yfir þá staðreynd áð báðir eru vinnandi menn í at-
vinnulífi þjóóarinnar, sem aöeins framfleyta fjölskyldum
isínum á afrakstri eigin vinnu. Þótt annar vinni sem smá-
íramleiðandi við lítið atvinnufyrirtæki, sem hann er sjálf-
ur eigandi að, stundum ekki nema á pappírnum, en hinn
vinni annaóhvort í þjónustu hins opinbera eöa stærri
fyrirtækja auðvaldsþjóðfélagsins, þá skapar þaö ekki þann
eðlismun á þjóðfélagslegri aðstöðu þessara stétta, aö eöli-
legt sé aö þær líti á sig sem andstæðinga 1 þjóðfélagsleg-
rnn efnum.
Þegar afleiðingar styrjaldarinnar urðu m. a. þær aö
tímabil fjárhagslegrar velmegunar gekk yfir alþýðu þessa
lands í bæjum og þorpum, þá var landbúnáðarkreppan um
leið rokin út í veður og vind. Fyrir utan stórhækkað
markaðsverð kom nú einnig svo aukin eftirspurn að hver
framleiðsluaukning varð öruggur tekjuauki fyrir fram-
leiðandann.
Á síöustu árum hefur hjólið aftur snúizt í hið fyrra.
horf. Og hver sem einhverja þekkingu hefur á innri málum
okkar þjóðfélags og þeim meginregluni, sem núverandi
valdhafar fylgja í sinni stjórnarstefnu. veit og skilur að
núverandi ástand er bein afleiöing hennar.
Þannig hafa fulltrúar bændastéttarinnar í núverandi
ríkisstjórn og flokkum hennar brugðizt því hlutverki sem
þeir áttu að gegna, brugöizt því til aö halda völdum í
skjóli gömlu reglunnar að deila og drottna. En sú kreppa,
sem nú er þegar skollin yfir mun opna augu mai'gra fyrir
juauðsyn pólitísks samstarfs þessara stétta.
Spillingin af völdum hersins
Laugardaginn 4. þ. m. gáfu
yfirvöld bandaríska hersins á
Keflavíkurflugvelli út tilkynn-
ingu þess efnis, að framvegis
hefðu óbreyttir hermenn leyfi
til að fara borgaralega klæddir
til Reykjavíkur eða annarra
þeirra staða, sem þeir eyða á
frítíma sínum. Tveim eða þrem
dögum síðar lét ríkisstjórnin
blöð og útvarp flytja þá fregn,
að íslendingum hefði verið
tryggður mikill sigur í baráttu
þeirra um þjóðerni sitt og menn-
ingu, sem þeir eru af sérstökum
ástæðum neyddir til að heyja
við eina svonefnda vinaþjóð
sína; bandarísku heryfirvöldin
mundu sjá til þess, að óbreyttir
hermenn væru framvegis farn-
ir burt úr höfuðstaðnum fyrir
kl. 10 sex kvöld vikunnar og
kl. 12 hið sjöunda.
Þetta gefur tilefni til marg-
víslegra hugleiðinga.
^ Sjoppur og danshús
opnuð hernum að
nýju
Er þá fvrst að athuga spill-
ingu þá, sem viðgengizt hefur
hér í Reykjavík á vegum her-
námsins. — Á öndverðum síð-
astiiðnum vetri brá svo við, að
sjoppur og önnur veitingahús
og danshúsin í Reykjavík tóku
hvert af öðru að setja bann við
aðgangi hermanna. Þótti flest-
um þetta horfa mjög til liins
betra um siðferðið í bænum og
verndun hinnar uppvaxandi
kynslóðar gegn óhollum áhrif-
um. En því miður leið ekki
langur tími, unz banninu hafði
verið aflétt víðast hvar, og á-
líta margir, að þar hafi valdið
fyrirskipun eða tilmæli frá æðri
stöðum. Innan skamms var svo
komið, að allar sjoppur bæjarins
og danshúsin að einu undan-
skildu stóðu hernum opin, —
og þannig er þetta enn.
í sjoppunum og danshúsun-
um hafa hermennirnir haft hina
beztu aðstöðu til að komast í
kynni við íslenzkan æs'kulýð og
leiða hann í þá spillingu, sem
allir virðast á 'eiiiu máli um
að samfara sé slíkum kunnings-
skap, enda blasa fljótt við manni
hin Ijótu dæmin, þegar skyggnzt
er ofurlítið inn í ástandið.
'k Milligöngumenn um
útvegun kvenna
Fóllc, sepi fær sér kvöldkaffi
í sjoppum, þar sem gestkvæmt
er af hermönnum hefur orðið
vart við unga menn íslenzka,
sem haga sér næsta grunsam-
lega. Menn þessir 'koma kann-
ske á staðinn í fylgd með ung-
um stúlkum og leiða þær til
borðs, en snúa svo jafnskjótt
út aftur. Innan stundar má þó
búast við, að þeir komi á nýj-
an leik og að 'þessu sinni í fylgd
með hermönnum, jafnmörgum
og stúlkumar cru við borðið.
Þeir kymia stúlkurnar fyrir
hermönnunum, kveðja síðan og
eru þar með horfnir. — Milli-
göngumenn um útvegun kvenna
til saurlifnaðar hafa'látið mikið
til sín ta'ka í stórborgum víða
erlendis, en hér mun lengstum
lítið hafa á þeim borið, sem bet-
ur fer. Með hernáminu bre.\rtt-
ist þetta þó, eins og svo margt
annað, mjög til hins verra, og
nú mun orðinn æði stór hópur
þeirra, sem gefa sig að slíkri
milligöngu. Eflaust gerir lög-
reglan allt, sem í hennar valdi
stendur, til að uppræta þennan
ófögnuð, en þó er svo að sjá
sem hún hafi ekki. enn þá komið
lögum yfir einn einasta þeSsara
manna, hvað sem veldur.
Greinargerð íyrir þings-
ályktunartillögu lónasar
Árnasonar og Magnúsar
Kjarianssonar um bann
við ferðum og vist her-
manna utan ,,samnings-
\\
svæoa .
•Jt í „húsin” eða suður
á flugvöll
Hermennirnir og ungu stúlk-
urnar hverfa burt af sjoppunni
eftir stundarkorn. — Hvert ?
Það er á allra vitorði, að hér
í bænum eru nokkur hús, þar
sem bandarískir hermenn fá
leigð herbergi til skamms tima
í senn. Bílstjórar margir kunna
frá að segja, er þeir hafa verið
látnir a!ka hermönnum og ung-
um stúlkum að einhverju þess-
ara húsa og beðnir að sækja
sömu farþega aftur eftir nokkra
hríð. Fullyrða þeir, að herbergi
séu þarna stundum leigð aðeins
1—2 klukkustundir. Dæmi eru
um svo mikinn hávaða frá
drukknum hermönnum og Iags-
konum þeirra í húsum af þessu
tagi, að nágrannarnir sáu sig
tilneydda að hringja. í lögregl-
una og biðja hana að slkakka
leikinn. En því miður virðist Iög-
reglan ekki hafa tekið mál
þetta nógu föstum tökum til að
sanna sök á hendur neinum
þeirra manna, sem nota hús sín
í þessum líka þokkalega til-
gangi, — og má það næsta
furðulegt heita.
I eitthvert þessara húsa gæti
maður hugsað sér, að hennenn-
irnir hafi farið með hinar nýju
vinstúikur sínar af sjoppunni.
Einnig má vera, að l>eir hafi
farið með þær til gleðs'kapar
suður á Keflavíkurflugvelli, og
minnkar þá enn til muna vitn-
eskja umheimsins um afdrif
stúlknanna, eftir að þær eru þar
alveg komnar inn fyrir gadda-
vírsgirðingu verndarinnar.. Blöð
segja að vísu stundum frá
óhugnanlegri spillingu, sem
barnungar stúlkur hafa lent í
á Keflavíkurflugvelli, en opin-
berar uppij’singar um ástandið
þar eru ek'ki miklar. Barna-
verndarnefnd hefur til dæmis
ekki fengið eina einustu skýrslu
þaðan,. síðan landið var hernum-
ið fyrir hálfu öðru ári.
ÍC Byrjaði spillingin
kl. 10?
Já, en nú eiga hermemiirnir
að vera komnir úr bænum kl. 10
öll kvöld í viku nema eitt. Er
ekki vandamál þetta þar með
úr sögunni?
Þegar höfð eru í huga við-
brögð rikisstjómarinnar í sam-
bandi við hina nýju reglugerð
um dvalartíma hermanna í
Reykjavík, mætti raunar halda,
að hún teldi, að öll spilling
hæfist kl. 10 að kvöldi. Fyrir
'oann tíma væri allt saklaust.
Þó mun hún skilja það eins og
aðrir, að hin nýja reglugerð
getur í hæsta lagi haft þau
áhrif að flýta dagle.gri spill-
:ngu af völdum hersins um tvo
' íma. Þnð sem áður gerðist fyrir
miðnætti, mnn nú gerast fyrir
kl. 10 1— öU 'kvöld vikunnar
■'oma eit.t. Ákvæðið um þetta
’ina kvöld er liins vegar vert
áð athuga ofurlítið sér í lagi.
^ Því ekki öll kvöld
úr bænum kl. 10?
1 l.iós- hefur greinilega komið
að rílrisstjómin telur það mik-
inn avinning til verndar siðferði
æskunnar og þjóðentisþreki að
fá þessa nýju reglugerð um, að
óbreyttir hermenn skuli vera
horfnir úr bænum kl. 10, en
ekki undir miðnætti, eins og
áður viðgekkst, og þar með við-
urkennir hún að hinn fyrri
háttur hafi haft í för með sér
alvarlega spillingu. Engu að
síður fellst hún á, að hermenn
þessir fái leyfi til að vera áfram
í bænum til miðnættis á mið-
vikudögum. Með öðrum orðum:
Eitt kvöld í viku verður að leyfa
hernum með sama hætti og áð-
ur að stofna i voða siðferði
æskunnar. Á miðvikudögum má
vera spilling.
I sambandi við ákvæðið um
brottför úr bænum kl. 10 er
þess enn að gæta, að það nær
ekki til yfirmanna, heldur að-
eins „óbreyttra hermanna", og
bætist þá við allan fáránleik
reglugerðarinnar.
Þá er eftir sú staðreynd, að
í her er einn maður settur yfir
annan, allt frá þeim, sem flysj-
ar kartöflur, og upp í þann, sem
öllu ræður, og margur ber þar
einhvern titil, sem kann að veita
honum tilkall til að heita ý’fir-
maður, svo að útkoman getur
jafnvel orðið sú, að „óbreyttir
hermenn" verði í minni hluta
fyrir hinum.
Hinum óeinkennis-
búnu fjölgar
Þá er eftir að athuga l>að.
sem á var minnzt í upphafi
greinargerðarinnar, tilkynning-
una um, að hermennimir skuli
framvegis hafa leyfi til að eyða
frítíma sínum í Reykjavík og
annars staðar óeinkennisbúnir.
Síðan hún var gefin út, hafa
þeir, sem vel fylgjast með á
götum úti og í veitingahúsum,
t. d. bílstjórar og framreiðslu-
fólk, veitt því athygli, að stöð-
ugt fjölgar í hænum andlitum
borgaralegra klæddra manna,
sem áður höfðu oft sézt í band-
arískum hermannabúningi. Að
sjálfsögðu fhrija menn þessir
með sér jafnmikla spillingu,
hvort heldur þeir klæðast horg-
aralegum fötum eða einkennis-
búningi bandaríska hersins.
Aftur á móti verður það miklu
meiri erfiðleikum.lxáð fyrir lög-
regluna að ganga eftir fullri
hlýðni þeirra við settar reglur
um bröttför úr bænum og ann-
að slíkt, eftir að þeir eru komn-
ir í borgaraleg föt. Það mun
tiltölulega auðvelt að láta ein-
kennisbúna. hermenn hlýða þess-
um reglum ,en lögreglan getur
ekki á sama hátt gengið að
borgaralega 'klæddum manni og
rekið hann suður á. Keflavíkur-
flugvöll kl. 10. Þetta kann að
vera Bandaríkjamaður af ein-
hverju flutningaskipinu, frjáls
af öllum heraga, þarf raunar
ekki einu sinni að vera Banda-
ríkjamaður, kannske er þetta
bara réttur og sléttur íslend-
ingur; það getur nefnilega orö-
ið ótrúlega lítill útlitsmunur á
vernduðum og verndara, þegar
burtu eru gylltu hnapparnir.
Reglugerðin hlægileg
Af öllu þessu má hver maður sjá.,
að lausn málsins hefur ekkert
færzt nær við hina nýju reglu-
gerð um dvalartíma hermanna í
Reykjavik. Þó svo að hermenn-
irnir væru ávallt í sínum réttu
fötum, gæti hún engu breytt
nema í hæsta lagi að flýta um
tvo tíma dagiegrí spillingu af
völdum þeirra. En með leyfi
hvr, sem hermennimir hafa-
fcngið ti! að Iriæpast horgara-
legum fötum er þessi margróm-
aða reglugerð • beinlinis gerð
hlægileg. Að vísu hefur enn ]tá
ekki nema nokkur hluti. lie.r-
maunanna. getað notfært sér
Framlxald á 7. eíðu, •